Morgunblaðið - 31.05.1987, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 31.05.1987, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 61 emréttlausn - annað er eftirlíking og/eða gamlar nýjungar Kannir þú máliö ofan í kjölinn verður niöurstaöan óhjákvæmilega Wang PC tölva í nútíö og framtíð Wang PC tölvan býöur upp á eftirfarandi:______________________ • Fullkomiö áætlana og bókhaldskerfi • Wang ritvinnslu • DOS - stýrikerfi • Valmyndakerfi • Stækkunarmöguleikar • Alíslenskt lyklaborö WANG <$> Heimilistæki hf ■ ■ TOLVUDEILD - SÆTUN 8 - SIMI: 27500 r --rr—; Finnsk ríkis- fyrirtæki áhluta- bréfamarkað Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ILKKA Suominent iðnaðarráð- herra Finnlands, tilkynnti á fimmtudag að ráðuneyti hans væri að undirbúa skýrslu um hvemig selja mætti hlutabréf í nokkmm helstu ríkisfyrirtækj- um landsins. Samkvæmt tillögum ráðherrans er ætlast til þess að ríkisfyrirtæki finni áhættufé á frjálsum markaði eins og önnur fyrirtæki. Hingað til hafa aðeins verið til sölu hlutabréf í einu fínnsku ríkis- fyrirtæki. Almenningur hefur fengið að kaupa og selja hluti í Enso-Gutzeit, sem er eitt af helstu tréiðnaðarfyrirtækjum landsins. en ríkið hefur ekki selt sinn hlut allan, þannig að iðnaðarráðuneytið hefur haft tryggan meirihluta atkvæða á aðalfundum félagsins. Stefna núverandi ríkisstjómar hægri manna og jafnaðarmanna er að ríkisfyrirtækin eiga að fá sem minnst hlutafé og áhaettufíármagn úr ríkissjóði. Þau fyrirtæki, sem eru ekki rekin beinlínis í því skyni að spoma gegn atvinnuleysi eiga að mati ríkisstjómarinnar að keppa á fjármálamarkaðinum eins og önnur stórfyrirtæki. Ukka Suominen, iðn- aðarráðherra og formaður Hægri flokksins, er ekki þeirrar skoðunar að koma eigi ríkisfyrirtækjum al- gjörlega í einkaeign eins og t.d. á Bretlandi. Fóstbræður í alþjóð- legri söng'keppni Frá Sigrúnu Björnsdóttur, fréttaritara Morgunbladsins í Þýskalandi. Karlakórinn Fóstbræður sem nú er staddur i Þýskalandi og tekur þar þátt í alþjóðlegri tónlistarhátíð. FYRIR allar aldir á miðvikudags- morgun lagði Karlakórinn Fóstbræður upp í söngferðalag til Mið-Evrópu, nánar tiltekið til Vestur-Þýskalands, _ Austurríkis og Ungveijalands. í Þýskalandi er meiningin að taka þátt í al- þjóðlegri tónlistarhátíð og kórakeppni, „Harmonie festiv- al“, sem fer fram í Lindenholz- hausen, smábæ í nágrenni Limborgar. Um 8.500 þátttakendur syngja, leika á hljóðfæri og dansa á þess- ari listahátíð og er búist við 10.000 erlendum gestum til að njóta þess sem fram fer á hátíðinni. Listahátíðin í Lindenholzhausen stendur yfír í fjóra daga. Að henni lokinni halda Fóstbræður til Aust- urríkis. Á hvítasunnudag halda þeir tón- leika fyrir Vínarbúa í Karlskirkju. Frá Vín fara þeir svo til Ungveija- lands og halda þar tónleika. Með í förinni em eiginkonur kór- manna, enda er ekki svo lítið að skoða á leiðinni þeirri arna. Ekið er frá Luxemborg gegnum Móseldal og niður Rínardal hjá Koblenz og þaðan sem leið liggur um fegurstu svæði Austurríkis og Ungveija- lands. Kórmenn og frúr þeirra dvelja meðan á listahátíðinni stend- ur í Lindenholzhausen sem stendur á undurfögrum stað á Rínarbökkum í nágrenni Koblenz þar sem heitir Bad Ems. Bera húsin þar hátignar- leg heiti, sum hver, er bera vott um gesti þá sem vöndu komur sínar á staðinn hér áður fyrr sér til hugar- hægðar og heilsubótar. Það eru rúmlega fjörutfu kór- menn sem taka þátt í förinni og eru þar á meðal allmargir nýir söng- menn. Einsöngvari kórsins að þessu sinni er komungur tenórsöngvari, Gunnar Guðbjömsson, sem hefur reyndar þegar getið sér gott orð á eriendri grund, er hann söng með litlum kór einsöngvara á Norður- löndum í fyrra. Píanóleikari með kómum er Jónas Ingimundarson og stjómandi Ragnar Bjömsson. Það sakar ekki að geta þess, svona í lokin, að kórinn var ekki fyrr stiginn úr flugvélinni á Luxem- borgarflugvelli en ekið var með hann beint inn í hjarta borgarinnar að torgi því sem heitir Platz der Arms, þar sem þeir tóku lagið af hjartans list, íslendingafélaginu í Luxemborg og öðmm þeim er staddir vom á torginu í það sinn, til upplyftingar og veitti ekki af í rysjungnum þama suðurfrá, en það er nú ekki von að alls staðar sé íslensk veðrátta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.