Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 122. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins V estur-Þýskaland: Stjórnin samþykkir afvopnunartillögur Bonn, Reuter. SAMSTEYPUSTJÓRN Helmuts Kohl, kanslara Vestur-Þýska- lands, hefur fallist á tillögur risaveldanna um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra kjarnorkuflauga í Evrópu. Til- kynning þessa efnis var birt í gær og hefur þar með verið bundinn endi á harðvítugar deil- ur innan stjórnarinnar. Kohl kanslari mun skýra nánar frá afstöðu stjórnarinnar á fimmtu- dag. Persaflói: Sovétmenn aðvara Irani Bahrain, Washington, Reuter. HÁTTSETTUR embættismaður I sovéska utanrikisráðuneytinu sagði í gær að sérhverri árás ír- ana á sovésk skip á Persaflóa yrði svarað af fullri hörku. Spenna fer vaxandi á þessum slóðum. íranir tilkynntu á sunnudag að þeir hefðu náð hraðbátum frá Kuwa- it á sitt vald og sögðu áhafnir þeirra hafa stundað njósnir í þágu Iraka. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur heitið því að 11 olfuskip frá Kuwait sem senn munu sigla undir bandarískum fána muni njóta vemd- ar. Reagan gaf í skyn í ræðu í gær að hann hygðist leita stuðnings bandamanna Bandaríkjanna í þessu skyni er leiðtogar sjö helstu iðnríkja hins ftjálsa heims koma saman til fundar í Feneyjum í næstu viku. Sjá einnig forystugrein, „Spenna magnast á Persaflóa", á miðopnu blaðsins. í tilkynningu stjómarinnar sagði að hún væri fylgjandi upprætingu meðaldrægra og skammdrægra kjamorkuflauga en þess var jafn- framt krafist að samkomulag risaveldanna tæki ekki til Pershing la-flauga í Vestur-Þýskalandi. Flaugar þessar em 25 ára gamlar og draga allt að 720 kflómetra. Vestur-þýski flugherinn ræður yfír þessum skeytum en Bandaríkjaher ræður á hinn bóginn yfír þeim kjamaoddum sem unnt er að koma fyrir í þeim. Þá hvatti stjómin jafn- framt til þess að hafnar yrðu viðræður um vígvallarvopn, sem unnt er að búa kjamorkuhleðslum, efnavopn og samdrátt í hinum hefð- bundna herafla risaveldanna. Stjómin kvaðst telja að eftir að samið hefði verið um Evrópuflaug- amar bæri að stefna að helmings- fækkun langdrægra lqamorku- flauga í vopnabúram stórveldanna, banni við framleiðslu efnavopna, samdrætti í hinum hefðbundna her- afla risaveldanna frá Atlantshafí til Uralfjalla og frekari fækkun kjam- orkuvopna i Evrópu. íbúar Trípolí, heimaborgar Rashids Karami, hrópuðu „Allah Akbar" (Guð er almáttugur) er þeir báru kistu hins látna leiðtoga múslima um götur borgarinnar. Á innfelldu myndinni skoða líbanskir hermenn þyrluna sem sprengjunni var komið fyrir í. Rashid Karami, forsætisráðherra Líbanons, myrtur: Búist við nýrri holskeflu ofbeldis og óhæfuverka Beirút, Damascus, Kairó, Jerúsalem, Reuter. Reuter Hundblautur Veðurblíðan hefur leikið við landsmenn undanfarna daga en hið sama verður ekki sagt um íbúa Hamborgar. Þar rigndi eldi og brennisteini i gær og brá drengurinn á myndinni á það ráð að hlífa hundi sinum við mesta úrfell- inu. Sá' ferfætti ber nafnið „Dino“ og er alnafni hin sér- kennilega kjölturakka stein- aldarmannsins Freds Flintstone ef teiknimyndasér- fræðingi Morgunblaðsins skjöplast ekki. RASHID Karami, forsætisráð- herra Líbanons, féll fyrir morðingjahendi i gær er sprengja sprakk í þyrlu sem flutti hann frá hafnarborginni Tripolí til Beirút. Talið er að til- ræðið muni hleypa af stað nýrri bylgju ofbeldis- og óhæfuverka GENNADY Gerasimov, talsmað- ur sovéska utanríkisráðuneytis- ins, sagði i gær að fleiri háttsettir embættismenn kynnu að missa stöður sínar i kjölfar þess að ungur Vestur-Þjóðveiji lenti flugvél sinni á Rauða torginu i Moskvu í síðustu viku. Vestur- þýska ríkisstjómin hefur for- dæmt athæfi Mathias Rust og sagði í tilkynningu hennar í gær að flugið hefði verið fífldjarft uppátæki sem kynni að hafa al- varlegar afleiðingar. Gerasimov sagðist búast við því að þeir menn sem ekki hefðu sinnt skyldu sinni yrðu látnir víkja. Uppá- tæki Rust hefur þegar kostað tvo háttsetta embættismenn stöður í Libanon. Sýrlendingar hafa sakað israelska leyniþjónustu- menn um að hafa ráðið Karami af dögum. Karami lést af völdum sára er hann hlaut í sprengingunni en til- ■ræðismaðurinn hafði komið sprengju fyrir undir sæti hans. í sfnar. Vadim Loginov, aðstoðarat- anríkisráðherra, sagði að yfírmönn- um loftvama hefði borið að neyða Rust til lendingar án þess þó að beita vopnavaldi. Gerasimov kvaðst ekki vita hversu lengi Rust yrði haldið í Sovétríkjunum en gat þess að viðurlög við óleyfílegu flugi inn- an sovéskrar lofthelgi vörðuðu allt að tíu ára fangelsi. Sagðist hann ekki vita hvort réttað yrði í máli Rust en hann dvelst nú í Lefortovo- fangelsi f Moskvu. Vestur-þýskir embættismenn ræddu við piltinn í gær og sögðu hann halda rósemi sinni en vildu að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Sjá einnig „Lending Mathias Rust...“ á bls. 32-33 og „Rust þótti einrænn..." á bls. 4. þyrlunni voru 13 farþegar auk Kar- amis og særðust þeir allir. Flug- manninum tókst að fljúga þyrlunni til Babylos skammt norðaustur af Beirút og þar lést Karami í sjúkra- húsi. Amin Gemayel forseti setti í gær Selim Hoss menntamálaráð- herra í embætti forsætisráðherra til bráðabirgða samkvæmt áskoran leiðtoga múslima, trúarbræðra Kar- amis. Enn er ekki vitað hveijir stóðu að baki sprengjutilræðinu. Útvarpið í Damascus, höfuðborg Sýrlands, sagði að ísraelar hefðu ráðið hann af dögum. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, sagði hersveitir kristinna manna hafa myrt Karami. Maður einn hringdi í fréttastofu Beirút og sagði óþekkt samtök, „Líbanska hulduherinn“, hafa staðið að baki tilræðinu. Heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar sögðust ekki leggja trúnað á yfirlýsingu þessa. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði tilræðið vera „enn eitt áfallið fyrir þetta stríðsþjáða land" og kvaðst telja að samskipti Líbanons og ísraels myndu ekki fara versn- andi í kjölfar morðsins. Ríkisstjómir Egyptalands, Sovétrílqanna og Bandaríkjanna fordæmdu ódæðis- verkið. Stjómmálaskýrendur eru sam- mála um að gera megi ráð fyrir nýrri öldu ofbeldisverka í Líbanon. „Ofbeldi og blóðbað hefur ævinlega fylgt morðum og tilræðum í þessu landi," sagði einn þeirra í viðtali við Reuters-fréttastofuna. Amin Gemayel forseti, sem er leiðtogi kristinna manna, hefur átt í vök að veijast allt frá því Karami ósk- aði eftir því við Sýrlendinga að þeir stilltu til friðar í landinu. Urðu þeir við þessari ósk f febrúar er þeir sendu 7.000 manna lið til vest- urhluta Berútborgar. Miklar vær- ingar hafa verið innan þjóðstjómar Gemayels og er talið víst að morðið á Karami muni ekki verða til þess að létta á spennunni í landinu. Gemayel hefur fyrirskipað þjóðar- sorg og opinbera rannsókn á tilræð- inu. Sjá einnig „Niu lifum Karam- is...“ á bls. 34. Svíþjóð: Flugmann- iniim sleppt Stokkhólmi, Reuter. SOVÉSKUM flugmanni sem lenti vél sinni skammt undan strönd Gotlands í siðustu viku hefur verið sleppt úr haldi. Tilkynnt var í gær að áburðar- dreifíngarflugvél sem hann flaug yfir Eystrasalt hefði verið skilað til Sovétríkjanna. Maðurinn, sem er 24 ára gamall, hefur fengið land- vistarleyfi þar til ákveðið verður hvort honum verður veitt pólitískt hæli. Flug Mathias Rust til Moskvu: Fleiri ráðameim kunna að víkja Bonn, Moskvu, Reuter.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.