Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Skógar- og sinu- eldar í Skorradal Grund, Skorradal. ELDUR varð laus við sumarbú- stað í Hvammi í Skorradal á laugardaginn sl. um kl. 16.30 er tvö sjö ára börn voru að fikta með eld. Var þegar í stað kallað á slökkvilið og komu á staðinn slökkvilið Borgarfjarðardala sem saman stendur af deildum á Hvanneyri, Bæ og úr Reyk- holtsdal og slökkvilið Borgar- ness ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum úr næsta ná- grenni. Vasklega var gengið fram í slökkvistarfinu, vatni dælt á eld- ana, bæði úr Skorradalsvatni og af vatnstankbfl. Einnig kom vatnsból sumarbústaðarins að góðum notum, því þaðan var stöð- ugt borið vatn með vatnsfötum, garðkönnum ofl. Um kl. 18.30 var slökkvistarfi lokið, en þá hafði eldurinn farið um ca 3-4 ha lands. Haukur heitinn Thors byggði bústað þennan fyrir rúmum 40 árum og hóf skömmu seinna skóg- rækt á nokkrum tugum ha umhverfís húsið. Þarna var því fagur lundur, sum trén allt að 4-6 metra há. — D.P. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur: Alþjóðleg karlakórakeppni í Þýskalandi: Fóstbræður í þriðja sæti Frá Sigrúnu Björnsdóttur. AÐ ÞESSU sinni þurfa íslending- ar ekki að láta sér nægja 16. sætið. í fyrradag hreppti Karla- kórinn Fóstbræður þriðju verð- laun í alþjóðlegri söngkeppni sem haldin var í smábænum Lindenholzhausen sem er reynd- ar innan borgarmarka þeirrar undurfögru borgar Limborgar. Þama reyndu með sér 53 kórar víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Búlgaríu, Tékkóslóv- akíu, Sovétríkjunum, Ungveija- landi, Norðurlöndunum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Afríku og Asíu, ásamt þýskum, frönskum og öðrum mið-evrópu kórum. Kórunum var skipt niður í riðla eftir stærð, samsetningu og verk- efnum, t.d. voru þarna kvennakóra- riðlar, æskulýðs- og þjóðlagariðlar, svo og riðlar með blönduðum kórum og karlakórum. Fóstbræður öttu þama kappi við kóra sem voru flest- ir hverjir allt upp í 100 manna kórar en söngmenn Fóstbræðra töldu að þessu sinni 41. Engu að síður tókst þeim að sprengja upp austur-evr- ópsku vömina. Það virðist vera hálfgerð hefð fyrir því héma á þess- ari listahátíð í Lindenholzhausen að austur-evrópskir kórar hafa ver- ið í að minnsta kosti þrem efstu sætunum í karlakórakeppninni. En Fóstbræður urðu langefstir af vest- ur-evrópsku þjóðunum í sínum riðli. Það var ekki fyrr en í sjötta sæti að vestur-þýskur kór komst þar á blað. Búlgarar urðu í 1. sæti, þar á eftir komu Tékkar og Karlakórinn Fóstbræður í 3. sæti eins og fyrr er getið. Á eftir þeim komu Ung- veijar, og svo aftur Tékkar. Menn em að vonum glaðir með árangurinn og halda vigreifír til nýrra vinninga, en þeir leggja af stað í söngferðalag til Austurríkis og Ungveijalands í dag, þriðjudag. Norðurlandsumdæmi eystra; Fræðslustjórinn á rökstólum í Reykjavík „MÁLIÐ er þannig vaxið að ég get ekkert látið hafa eftir mér á þessu stigi,“ sagði Ólafur Guð- mundsson, nýskipaður fræðslu- stjóri í Norðurlandsumdæmi eystra er Morgunblaðið innti hann eftir því hversvegna hann hefði ekki mætt til vinnu í gær eins og fyrirhugað var. Ólafur fór norður í fylgd Reynis Kristinssonar aðstoðarmanns menntamálaráðherra á föstudag og átti viðræður við starfsfólk fræðslu- skrifstofunnar og formann fræðslu- ráðsins, Þráin Þórisson. Þessar umræður vom að sögn Ólafs gagn- legar og hreinskilnar. í gærdag ræddu Ólafur og Reyn- Oskar eftir rannsókn vegna sölu kjúklinga í Miklagarði Heilbrigðisráðherra skipar nefnd til að gera úttekt á ástandi kjúklingabúa HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur óskað eftir að fram fari lögreglurannsókn vegna sölu á kjúklingum í Mikla- garði, sem talið er að hafi verið sýktir af salmonellu. Kjúkling- arnir voru til sölu í verslunni eftir að heilbrigðisyfirvöld höfðu fyrirskipað sölustöðvun á kjúkl- ingum með viðkomandi fram- ieiðslunúmeri. Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráð- herra, átti í gær fund með full- trúum Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðiseftirlitsins og ák- vað að loknum þeim fundi að skipa nefnd sérfræðinga til að kanna og gera úttekt á ástandi kjúklingabúa í landinu. Upphaf þessa máls má rekja til veislu, sem haldin var í Búðardal á páskadag, þar sem salmonellusýk- ing koma fram og fjöldi fólks veiktist. Eftir að sýni höfðu verið rannsökuð var staðfest að salmon- ellan kom úr kjúklingum sem ísfugl seldi og dreifði. Hollustuvemd ríkis- íns fól heilbrigðisnefndum um allt land að kalla inn kjúklinga með viðkomandi framleiðslunúmeri og að sögn Odds R. Hjartarsonar, framkvæmdatjóra Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur, var það gert á umdæmissvæði eftirlitsins hinn 8. maí síðastliðinn. Ennfremur hafí ísfugl gefíð út tilkynningu til við- skiptavina sinna um innköllun á kjúklingum með þessu framleiðslu- númeri. Laugardaginn 23. maí sl. uppgötvaðist að kjúklingar með við- komandi framleiðslunúmeri voru til sölu í Miklagarði og var sala og dreifíng á þeim þegar í stað stöðv- uð. Að sögn Odds hefur ekki fengist fullnægjandi skýring á því frá versl- uninni hvemig mistök þessi áttu sér stað og því hafí verið tekin sú ákvörðun hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í gær, að óska eftir lögreglurannsókn vegna þessa máls. Jón Sigurðsson, forstjóri Mikla- garðs, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ekki lægi ljóst fyrir hvemig kjúklingar með þessu fram- leiðslunúmeri komust aftur í dreif- ingu í versluninni. Starfsmanni verslunarinnar hefði verið falið að taka kjúklingana úr umferð og hafði hann talið sig fullvissan um að allir kjúklingar með viðkomandi framleiðslunúmeri hefðu verið tekn- ir úr sölu. Jón sagði að mönnum hefði helst dottið í hug að tveir kassar úr umræddri sendingu hefðu orðið undir öðrum vömm á lager verslunarinnar og kjúklingamir hefðu síðan óvart farið inn í af- greiðsluborðið. ir málin í Reykjavík. „Það hefur verið svolítil undiralda. Ókkur þótti ástæða til þess að skoða málin frek- ar. Ég býst fastlega við því að Ólafur hefy störf á miðvikudag. Það er orðið brýnt að einhver setjist í stól fræðslustjóra til að afgreiða þau mál sem liggja fyrir,“ sagði Reynir. Við setningu fulltrúaþings Kenn- arasanmbands íslands í gær gengu þingfulltrúar úr Norðurlandskjör- dæmi eystra út, þegar Reynir Kristinsson ávarpaði þingið fyrir hönd menntamálaráðherra. INNLENT Vestmannaeyjar: Fækkað um 60-70 manns „Ég held þetta sé afskaplega hæpin fullyrðing. Sennilega er stuðst við brottflutning frá Vestmaxumaeyjum frá áramótum. Það hallar á okkur, en það er ekki marktækt að miða við fyrstu fimm mánuði ársins. Það er alltaf hreyfing á fólki milli staða á íslandi,“ sagði Amaldur Björnsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Islands, segir í viðtali í Morgunblaðinu á sunnudag að áætlað sé að 200 manns flytji frá Vestmannaeyjum vegna minnkandi tekna af völdum gáma- útflutnings. Amaldur sagði að 60-70 manns hefðu fluttst burt umfram aðflutta fyrstu fimm ársins, en það væri ekki hægt að merkja að þar væri sérstaklega um að ræða fólk, sem hefði byggt afkomu sína á físk- vinnslu. „Það þarf að ræða ítarlega gámaútflutninginn. Hann er óvenju mikill héðan frá Vestmannaeyjum og á tvímælalaust rétt á sér að vissu marki, því þama fara út fisktegund- ir á tiltölulega háu verði, sem eru ekki verðmætar hér innanlands, annað hvort vegna þess að þær em dýrar í vinnslu eða fara á lélegri freðfískmarkaði. Ef hægt er að stýra útflutningnum þannig að það fáist ætíð toppverð fyrir þennan gámafísk, þá held ég að framboðið myndi aukast hér innanlands. Mönnum ber skylda til þess að gera úr aflanum sem mest verðmæti og það er neikvætt sem hefur verið að gerast, sérstaklega á markaði í Þýskalandi, að selja þessi aðalverð- mæti okkar íslendinga á lágu verði," sagði Amaldur. Hann sagði að útflutningurinn veitti einnig vinnslustöðvunum að- hald, þær hlytu að mæta þessu með því að greiða sem hæst verð fyrir aflann. Hann benti ennfremur á að vertíðin hefði verið slök I Eyjum í vetur og það væri ein skýringin á því að vinnslustöðvamar hefðu ekki fengið eins mikið aflamagn til vinnslu og oft áður. Hann sagði að gámaútflutningurinn hefði aukist gífurlega á síðasta ári miðað við árið 1985 og það virtist stefna í ennþá meiri útflutning á þessu ári. „Ef þessi þróun heldur áfram svona er ástæða til þess að hafa áhyggj- ur, en ég held að þessir hagsmunir geti farið saman". Amaldur sagði að undanfarin ár hefði mannfjöldinn í Eyjum nokk- um veginn staðið í stað og verið stöðugur um 4.800 manns. Fækk- unin hefði verið óvemleg á síðasta ári og það fyndust ekki merki um fólksfækkun. Mikil eftirspum væri eftir fasteignum, framboð lítið og húsaleiga fremur há.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.