Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
Rust þótti einrænn o g hafði
lítil samskipti við Islendinga
Sótti stíft að fá skoðun á vélin hér
MARTIN Rust, þýski flugmaður-
inn sem lenti Cessna flugvél sinni
á Rauða torginu í Moskvu, kom
hingað til lands 15. mai síðastlið-
inn. Við komuna til landsins fór
hann í gegnum venjubundna toll-
skoðun og vegabréfskráningu.
Kom ekkert fram um erindi hans
hingað til lands, enda var honum
ekki skylt að gefa þær upplýsing-
ar. Þegar vél Rust var grand-
skoðuð eftir að hann hafði farið
í útsýnisflug til Vestfjarða lét
hann svo um mælt við lögregluna
að ástæða heimsóknarinnar væri
sú að hann væri að æfa langflug
og safna flugtímum. Rust þótti
einrænn, var fámáll og átti lítil
samskipti við íslendinga umfram
það sem nauðsynlegt var.
Sveinn Björnsson eigandi Flug-
þjónustunnar hf. sem sér um
Rust gengur frá vél sinni í
fulltrúa útlendingaeftirlitsins.
móttöku einkaflugvéla á Reykjavík-
urflugvelli sagði að Rust hefði á
engan hátt skorið sig úr öðrum flug-
mönnum sem hingað koma á
einkavélum sínum. Rust hélt sig
mikið á flugvellinum, gekk um og
hugði að vél sinni. Hann gisti á
Hótel Lind við Rauðarárstíg.
„Rust var á engan hátt eftir-
minnilegur nema að hann var yngri
en gerist og gengur með þá sem
hingað fljúga yfír hafið. Það virðist
oft vera einkenni þessara flug-
manna að þá hefur langað til að
svara þessari áskorun, fljúga einir
síns liðs svo langa leið,“ sagði
Sveinn. „Komur lítilla einakflugvéla
eru tíðar, sérstaklega á sumrin. Til
dæmis eru núna tveir þýskir einka-
flugmenn hér á vellinum sem komu
um helgina, við vitum ekkert um
VEÐURHORFUR í DAG, 02.06.87:
YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt fyrir austan land er nærri kyrr-
stæð 1005 millibara lægð. Yfir norðaustanverðu Grænlandi er 1030
millibara hæð.
SPÁ: Fremur hæg norðan- og norðaustanátt á landinu. Á norður-
og austurlandi verður skýjað, sums staðar rigning eða súld og hiti
á bilinu 4 til 7 stig. Sunnanlands og við Faxaflóa verður léttskýjað
og hiti á bilinu 10 til 14 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Norðaustanátt og fremur
svalt í veðri. Skýjað á norðanverðu landinu og súms staðar dálítil
súld. Víðast léttskýjað á suöur- og vesturlandi en hætt við síðdeg-
isskúrum.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gœr að ísl. tíma
hiti veóur
Akureyri 6 súld
Reykjavfk 10 lóttskýjað
Bergen 17 skýjað
Helsinki 1S skýjað
Jan Mayen 3 skýjað
Kaupmannah. vantar
Narssarssuaq 13 skýjað
Nuuk 3 rígning
Osló 11 rigning
Stokkhólmur 14 skýjað
Þórshöfn vantar
Algan/e 29 heiðskfrt
Amsterdam 16 skýjað
Aþena 23 hálfskýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Berlfn 14 skýjað
Chicago 19 alskýjað
Feneyjar 16 rigning
Frankfurt 19 skýjað
Hamborg 15 skýjað
Las Palmas 23 léttskýjað
London 19 skýjað
Los Angeles 1S heiðskfrt
Lúxemborg 16 skýjað
Madríd 28 heiðskfrt
Malaga vantar
Mallorca 21 skýjað
Miami 27 skýjað
Montreal 20 alskýjað
NewYork 24 mistur
Parfs vantar
Róm 19 þrumuveður
Vin 16 skýjað
Washington 2S mistur
Winnipeg 15 skýjað
Morgunblaðið/Pétur Johnson
Lögreglumenn og fulltrúi Náttúrfræðistofnunar grandskoða vél
Rusts á Reykjavíkurflugvelli 17. maí síðastliðinn. Rust fór í eina
flugferð yfir Vestfirði en lenti ekki þar. Ekkert grunsamlegt fannst
í vélinni.
erindi þeirra, hvað þeir aðhafst né
hvert för þeirra er heitið næst.“
Útlendingaeftirlitinu
gert aðvart
Þegar Rust fór í stutta flugferð
yfír Vestfírði 17. maí var útlend-
ingaeftirlitinu gert aðvart af flug-
áhugamanni um að leið vélarinnar
lægi um þekkt varplönd fálka. Þótti
næg ástæða til þess að rannsaka
vélina eftir lendingu á Reykjavíkur-
flugvelli. Hana framkvæmdu
fuglafræðingur frá Náttúrufræði-
stofnun, fulltrúi útlendingaeftirlits-
ins og lögreglunnar.
Rust veitti fúslega leyfí til þess
að vélin yrði skoðuð og svaraði
spumingum greiðlega. Ekkert at-
hugavert fannst í vélinni, enda
sýndu farbækur að Rust hafði ekki
lent fyrir vestan. Hann fór ekki í
fleiri flugferðir á meðan á íslands-
dvölinni stóð.
Bað um skoðun fyrir
tímann
Við komuna til landsins bað Rust
um að fram færi skoðun á flugvél
sinni. Gaf hann þá ástæðu að kom-
ið væri að skoðun sem tilskilin er
á fímmtíu flugstunda fresti. Honum
var gerð grein fyrir því að það
væri erfiðleikum háð þar sem vélin
er skráð í Þýskalandi og íslenskir
flugvirkjar hafa ekki löggildingu
þar. Leyfi þetta fékkst síðan með
skeyti frá þýskum yfírvöldum.
Að sögn Guðbjarts Torfasonar
flugvirkja sem framkvæmdi skoð-
unina sótti Rust stíft að hún yrði
gerð. „Mér kom þetta nokkuð
spáhskt fyrir sjónir þar sem aðeins
38 flugtímar voru liðnir síðan vélin
hafði síðast verið yfírfarin, en taldi
líklegt að Rust hyggðist flakka eitt-
hvað um áður en hann snéri aftur
til Þýskalands og þætti betra að
vera búinn að þessu," sagði Guð-
bjartur.
Verkföll í Færeyjum
tefja för
Rust ferðbjóst föstudaginn 22.
maí, þegar hann hafði dvalið hér í
viku. Hann lagði inn flugáætlun þar
sem hann gerði ráð fyrir að fara í
einum áfanga til Þórshafnar í Fær-
eyjum. Þegar búið var að ræsa
hreyflana og allt tilbúið til flugtaks
bárust skilaboð um að vegna verk-
falla í Færeyjum væri ekki hægt
að taka á móti flugvélinni. Rust
fékk þá að hringja til Færeyja en
þar varð fátt um svör að sögn
Sveins. Hann sagði að Rust hefði
þótt þetta súrt í broti, en ákvað að
fljúga þess í stað til Hafnar í Homa-
fírði og stytta þar með leiðina til
Færeyja daginn eftir.
Hann náttaði í Hótel Höfn og
hélt af landi brott degi síðar. Ámi
Stefánsson sagði að Rust hefði
komið á hótelið seint að kveldi og
farið snemma um morguninn. Hann
spurði hvort rúta gengi á flugvöllin,
en svo er ekki. Sonur Árna ók
Rust á völinn. „Þeir ræddust ekkert
við, hann sat bara eins og dmmbur
og vildi ekkert tala,“ sagði Ámi.
Samkvæmt skrám flugtumsins í
Reykjavík fór Rust héðan einsa-
mall, en þegar hann lenti öllum að
óvömm á Rauða torginu í Moskvu
viku síðar herma sjónarvottar að
farþegi af kvenkyni hafí stigið út
úr vélinni og horfíð í mannfjöldann.
Pijónastofa Borgarness:
22 konum sagt
upp störfum
„Ógerlegt að halda áfram í útflutningi
við þessar aðstæður,“ segir Sigurður
Fjeldsted framkvæmdastjóri
PRJÓNASTOFA Borgarness
hefur sagt upp 22 konum, sem
unnið hafa á saumastofu fyrir-
tækisins og hefur þeirri deild
fyrirtækisins verið lokað um
sinn. Að sögn Sigurðar Fjeldsted,
framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins, var óhjákvæmilegt að grípa
til þessara ráðstafanna vegna
óhagstæðrar verðlagsþróunar í
landinu hvað varðar útflutning.
„Við framleiðum aðallega til út-
flutnings og verðlagsþróunin hefur
verið á þann veg að það er nánast
ógerlegt að halda slíkum útflutningi
áfram,“ sagði Sigurður. „Sam-
keppnin leyfír okkur ekki 20 til 25%
hækkun á vömnni til að mæta verð-
hækkunum hér innanlands þannig
að það er ekki um annað að ræða
en að hætta þessum útflutningi á
meðan þetta ástand varir. Það er
útilokað að við getum staðið undir
slíkum hækkunum," sagði hann
ennfremur.
Sigurður sagði að tæpur helm-
ingur starfsfólksins myndi halda
áfram störfum hjá fyrirtækinu, það
er í þeirri deild sem pijónar efnið,
en saumastofan yrði lögð niður að
sinni, hvað svo sem síðar yrði.
„Þetta þykir okkur ákaflega slæmt
og alvarlegt mál því þarna em kon-
ur sem hafa unnið hjá okkur í allt
að 17 ár. En við teljum útilokað
að halda saumastofunni gangandi
við þessar aðstæður, því miður,"
sagði Sigurður Fjeldsted.