Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Návígi Þættir Guðna Bragasonar frá Nikaragva, stærsta og dreif- býlasta landi Mið-Ameríku, hljóta að teljast til stórmerkja á fréttasviðinu þó ekki væri nema fyrir þá sök eina að Guðna heppnaðist að ná tali af Ortega forseta landsins og þá komst Guðni inní víggirta villu Contra- skæruliðaforingja og í námunda við hersveitir Bandaríkjamanna í Hond- úras, en þar ræddi Guðni við tals- mann Bandaríkjahers. En Guðni Bragason lét ekki staðar numið á hefðarpalli, hann fór víða um sveitir Nikaragva og innti alþýðu manna álits á stríðinu. Heyrðist mér fólkið mjög óánægt með vöruskortinn í landinu og spillingu embættismanna, en einnig virtust viðmælendur Guðna býsna þreyttir á stríðsrekstrinum er hlýtur að treysta marxistastjóm Or- tega í sessi, en því miður virðast núverandi ráðamenn í Washington blýfastir í kaldastríðshugmyndum þar sem gamla slagorðið — sá sem er ekki með mér er á móti mér — blaktir á landgönguprömmunum. Það er kannski ekki von á góðu þeg- ar Reagan ber blak af mönnum á borð við Jesse Helms er hefir stutt við bakið á blóðhundinum Pinochet í Chile en Helms þessi er svo illa lið- inn í Bandaríkjunum að hið virta fjármálarit Fortune birti grein gegn Helms (15. september) undir fyrir- sögninni: Vill ekki einhver segja þessum manni að halda kjafti? Fréttarisamir segja okkur gjaman tíðindi af stríðinu í Nikaragva en það er nú einu sinni verið að beijast um veröld víða, ýmist með bandarískum eða rússneskum vopnum, og ein- hvemveginn lýstur þessum frétta- skotum saman í heilabúinu í eina bendu. Guðni naut aðstoðar s-amer- ískra sjónvarpsmanna þannig að sjónarhomið varð í senn gestsins og hins innfædda. Þannig skynjaði áhorfandinn hina þrúgandi návist stríðsins er virðist vera að hneppa Nikaragva í einskonar vietnamskar herbúðir. Stríðsrekstur stórveldanna gegn smáþjóðunum virðist þjappa fólkinu saman að baki herforingjun- um og því má álykta sem svo að ef Bandaríkjamenn hefðu reynt að vingast við „arftaka" hins gerspillta Somósa væri nú lýræði í hávegum haft í Nikaragva og marxistar sætu útí homi á þjóðþinginu. Jesse Helms væri kannski óánægður með setu slíkra manna en einræðissinnar — hvar í flokki sem þeir standa — þola í raun og veru ekki fjölflokkakerfið. Það er ömurlegt til þess að vita að skammsýni vestrænna ráðamanna skuli hafa hrundið Nikargvabúum í gin marxistanna þegar asni klyfjaður gulli hefði hæglega getað rutt þar braut hinum fijálsa markaði, flöl- flokkastjóm og velferðarkerfinu er þrátt fyrir allt vemdar þá sem minnst mega sín í heimi hér. Hafðu þökk fyrir nærmyndina af Nikaragva, Guðni. Sumarbœkur Maríanna Friðjónsdóttir er nýhætt á ríkissjónvarpinu og horfin til starfa á Stöð 2, þannig endurtekur sagan sig úr blaðaheiminum þar sem blaða- menn ramba gjaman á milli blaða. Maríanna virðist ætla að hverfa frá dagskrárstjóm að þáttagerð á hinum nýja vinnustað en á dögunum stýrði hún ágætum þætti þar sem rætt var umsumarbókavertíðina, en senn virðist liðin sú tíð að bækur seldust hér aðeins á jólum eða eins og Ólaf- ur Ragnarsson bókaútgefandi komst að orði í þættinum . . . fólk kýs að taka með sér bók í sumarfríið og hvíla sig á fjölmiðlunum, einkum þó vasabrotsbækur, en slíkar bækur ganga vel núna. Sannarlega ánægju- Ieg þróun er færir okkur heim sanninn um það að íslendingar eru að átta sig á íjölmiðlabyltingunni og þá er bara að vona að bókaútgefend- ur sjái okkur fyrir Qölbreyttu og bitastæðu lesefni er auðgar and- ann. Ólafur M. Jóhannesson Ríkissjónvarpið: Unglingarnir í hverfinu ■■■■ Unglingamir í 1 Q55 hverfínu, nýr -l O ” kanadískur myndaflokkur í þrettán þáttum, er á dagskrá sjón- varps í dag. Hér em á ferðinni gamlir kunningjar, Krakkamir í hverfínu, sem nú em búin að slíta bamss- kónum og farin að sækja unglingaskóla. i 4 ■/ ... h v Nýr myndaflokkur, Unglingarnir í hverfinu, hefur göngu sína í sjónvarpinu í dag. Stöð 2: Miklabraut ■■■■ Nýr framhalds- 1 Q 55 þáttur, Mikla- 1*/— braut, hefur göngu sína hjá Stöð 2 í kvöld. Þar greinir frá Jon- athan Smith, engli sem sendur hefur verið til jarðar og skal hann láta gott af sér leiða. Eða eins og hann orðar það sjálfur: „Stjóm- inn sendi mig til jarðarinn- ar til þess að hjálpa fólki." Á jörðu niðri gerðist fyrr- verandi lögregluþjónn aðstoðarmaður hans. Nýr framhaldaþáttur, Miklabraut, hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. UTVARP © ÞRIÐJUDAGUR 2. júní 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Hjördís Finnbogadóttir og Oðinn Jónsson Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síðan lesið úr forustugrein- um dagblaöanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guömundur Sæ- mundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sögur af Munda" eftir Bryndísi Víglundsdóttur Höfundur les (5). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Frá Akureyri.) (Þátturinn verður endurtek- inn að loknum fréttum miðnætti.) 11.55 Útvarpið í dag 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 (dagsins önn — Heilsu- vernd Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir og Berglind Gunnars- dóttir. 14.00 Miödegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (28). 14.30 Óperettutónlist 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Afríka — Móðir tveggja heima Fyrsti þáttur af átta: Frá far- andlífi til fastrar búsetu. Umsjón: Jón Gunnar Grét- arsson. (Endurtekinn þáttur frá sunnudagskvöldi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar a. Karnival dýranna, fant- asía eftir Camille Saint- Saéns. Michel Béroff, Jean-Philippe Collard, Mic- hel Tournus o.fl. leika. b. Eliot Fisk leikur gítartón- list eftir Vincente Emilio Sojo. 17.40 Torgið Umsjón: Einar Kristjánsson og Sverrir Gauti Diego. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 20.00 Drengjakór Hamton- skólans syngur í Kópavogs- kirkju Stjórnandi: Michael New- ton. Simon Hillier leikur á orgel og Simon Hickson á trompet. a. Magnificat eftir Giovanni Battista Pergolesi. b. Sónata i Es-dúr eftir Gio- vanni Battista Pergolesi. b. Sónata í Es-dúr eftir Gu- iseppe Torelli. c. Þættir úr „Messíasi" eftir Georg Friedrich Hándel. 20.40 Réttarstaða og félags- leg þjónusta Umsjón: Hjördfs Hjartar- dóttir. (Áður útvarpað f SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 2. júní 18.30 Villi spæta og vinir hans 20. þáttur. Bandariskur teiknimyndaflokkur. Þýð- andi Ragnar Ólafsson. 18.55 Unglingarnir i hverfinu Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Kanadískur myndaflokkur í þrettán þáttum. Hér eru á feröinni gamlir kunningjar, Krakkarnir í hverfinu, sem nú eru búin að slíta barns- skónum og komin í ungl- ingaskóla. Þýðandi Þorsteinn Gunnarsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Poppkorn Umsjón: Guömundur Bjarni Harðarson, Ragnar Hall- dórsson og Guðrún Gunn- arsdóttir. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Moröstundin (Time for Murder). Fimmti þáttur. Breskt sakamálaleik- rit. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 21.35 Kastljós Þáttur um eiiend málefni. Umsjónarmaður Árni Snæv- arr. 22.05 Vestræn veröld (Triumph of the West). 12. Hriktir í stoöum. Heimilda- myndaflokkur í þrettán þáttum frá breska sjónvarp- inu (BBC). Umsjónarmaöur John Roberts sagnfræöing- ur. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagskrárlok. 0 STOÐ2 ÞRIÐJUDAGUR 2. júní 16.45 Á haustdögum (Early Frost). Ný áströlsk spennumynd frá 1985. I aðalhlutverkum eru Mike Hayes, Diana McLean og John Blake. Þegar einkaleynilögreglu- maður er að vinna í skilnaö- armáli finnur hann líkl Hann grunar að um morð sé að ræða, en hver er sá seki? Því betur sem hann rann- sakar málið, þeim mun flóknara og dularfyllra reyn- ist það. 18.16 Knattspyrna — SL- mótiö — 1. deild. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 19.55 Miklabraut (Highway To Heaven). Michael Landon (Húsið á sléttunni) er aðalsöguhetjan i þessum nýja framhalds- þætti. Jonathan Smith (Landon) er engill sem sendur hefur ver- ið til jaröar til að láta gott af sér leiöa. Hann oröar það sjálfur svo: „Stjórinn sendi mig til jaröarinnar til þess að hjálpa fólki.” Ájörðu niðri gerist fyrrverandi lögreglu- þjónn aðstoðarmaður hans. § 21.35 Brottvikningin (Dismissal). Nýr, ástralskur þáttur í sex hlutum. Þriðji þáttur. Árið 1975 var forsætisráö- herra Ástralíu vikið frá störfum. Brottrekstur hans var upphaf mikilla umbrota f áströlskum stjórnmálum. Aöalhlutverk: Max Phipps, John Stanton og John Meill- on. Leikstjórn: George Miller o.fl. § 22.25 Lúxuslíf (Lifestyles Of The Rich And Famous). Bandarísk sjónvarpsþátta- röð um ríkt og frægt fólk. I þáttunum er að finna viðtöl og frásagnir af þvi fólki sem oft má lesa um á síöum slúöurdálkanna. ( þessum þætti er m.a. litið inn til Roger Moore, Lana Turner og Vidal Sasson. § 22.20 Skriödrekinn (Tank). Bandarísk kvikmynd frá 1984 með James Garner, Shirley Jones, C. Thomas Howell og G.D. Sprodlin í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Marvin Chomsky. Zack Carey (James Garner) er atvinnuhermaður I fyllstu merkingu þess orðs. Heiöur og trúfesta eru hans ær og kýr í starfi sem og einkallfi. Þegar syni hans er stungið í fangelsi á fölskum forsend- um, notar Zack skriðdreka sinn til þess að ná syninum út. § 01.10 Dagskrárlok. þáttaröðinni „( dagsins önn“ 17. mars sl.) 21.10 Ljóöasöngur Elly Ameling syngur lög eft- ir Franz Schubert. Dalton Baldwin leikur með á píanó. 21.30 Útvarpssagan: „Leikur blær að laufi" eftir Guð- mund L. Friöfinnsson. Höfundur les (6). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 22.30 Dreifar af dagsláttu Dagskrá úrverkum Kristjáns frá Djúpalæk, lesin og sung- in. Flytjendur eru félagar í Leikfélagi Akureyrar. Stjórn- andi: Sunna Borg. (Frá Akureyri.) (Áður útvarpað á uppstigningardag, 28. maí sL) , 23.10 fslensk tónlist a. Sónata fyrir pianó eftir Leif Þórarinsson. Anna Ás- laug Ragnarsdóttir leikur. b. „Áttskeytla" eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Islenska hljómsveitin leikur; höfund- ur stjórnar. c. íslenskir dansar op. 11 nr. 1-4 eftir Jón Leifs. Selma Guðmundsdóttir leikur á píanó. d. „Tileinkun" eftir Jón Nordal. Sinfóníuhljómsveit Islands leikur; Páll P. Páls- son stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 00.10 Samhljómur Umsjón. Þórarinn Stefáns- son. (Frá Akureyri.) (Endur- tekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. i&S ÞRIÐJUDAGUR 2. júní 6.00 I bítið. Snorri Már Skúla- son léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg- unsárið. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guörún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Á grænu Ijósi. Umsjón: Kristján Sigurjónsson. 22.05 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvarsson. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Magnús Einarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISUTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Fjallaö um menningarlíf og mannlíf almennt á Akureyri og í nærsveitum. ,989 TnsMsaaEEj ÞRIÐJUDAGUR 2. júní 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Bylgjumenn verða á ferð um bæinn og kanna umferð og mannlíf. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráðandi, af- mæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjöl- skyldunni á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00—12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og slðdegispoppið. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp i réttum hlutföllum. Fjallað um tón- leika komandi helgar. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík síödeg- is. Ásta leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 21.00—24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þorsteini Ás- geirssyni. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Bjarni Ólafur Guðmundsson. ALFA FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 2. júní 8.00 Morgunstund: orð og bæn. 8.16 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur lestri úr Ritningunni 16.00 Dagskrárlok. Guös með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.