Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
Maria Lexa
Ödysseifur sægarpur?
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
María Lexa sýndi í Kramhúsinu:
Ódysseifur myndskreyttur
I kynningu um sýningu Mariu
Lexa, sem var tvívegis um helg-
ina, er tekið fram, að hún hafi
víða farið með Odysseif mynd-
skreyttan og fengið góðar undir-
tektir. Maria Lexa hefur notfært
sér býsna skemmtilega, hvernig
fara má með efniviðinn um hrakn-
inga- og sjóferðasögu garpans
Odysseifs. Hvar sem hann kemur
að landi, bíða konumar með opinn
faðminn, og fagurgala, en venju-
lega einhvers konar svik í tafli.
Þær vilja allar eiga hann og því
dregur Maria Lexa það meðal
annars í efa í athugasemdum um
Odysseif, að hann hafi verið
þvílíkur sægarpur, sem látið var
að. Maður sem siglir um Miðjarð-
arhafið fram og aftur í tíu ár, án
þess að rata þeim til sín. Er furða
þótt efasemdir leiti á.
Maria Lexa byggir sýninguna
á frjálslegri túlkun á Odysseifs-
kviðu og ævintýrum hans, hún
notar brúður, stórar og litla, bún-
ingaskipti eru hugvitssöm og
ganga hratt fyrir sig. Sviðsbúnað-
ur gerður úr slæðum og allt tekst
þetta með ágætum.
Maria Lexa fer fím og fríð með
hin ýmsu hlutverk óg bregður sér
í margra kvikinda líki. Hún vann
þau flest af hugvitssemi og húmor
og náði að heilla hugi áhorfenda
í Kramhúsinu á sunnudagskvöld-
ið. Þó fannst mér hún hafa
skýringar milli atriða óþarflega
langar og stöku atriði var í það
teygðasta. En sú útásetning ristir
ekki djúpt, því að langtum flest
var jákvætt og vel gert.
ORWELL
Erlendar bækur:
Siglaugur Brynleifsson
George Orwell: Burmese Da-
ys — Coming Up for Air. The
Complete Works of George Or-
well Vol. II and VII. London —
Secker & Warburg 1986.
„Burmese Days“ kom fyrst út í
Bandaríkjunum 1934 og árið eftir
á Englandi. Meðal þeirra sem skrif-
uðu um bókina voru Cyril Connolly
og Compton Mackenzie og töldu
höfundinn ná sterkum áhrifum í
sviðslýsingum og að frásögnin
væri þrungin spennu og íróníu.
Nokkur munur var á bandarísku
og ensku útgáfunni. Einkum var
sá munur fólginn í því að breyta
lýsingum persóna og nafna, af ótta
Gollanez (útgefandans) um meið-
yrðamál. Hann hafði dýrkeypta
reynslu af slíkum málarekstri.
Þéssi útgáfa á að vera sem næst
þeirri gerð sem höfundurinn ætlaði
sér og hefur Peter Davison unnið
það verk, sem var mjög marg-
brotið og krafðist mikillar ná-
kvæmni og næmleika.
Misnunurinn á heimi austurs og
vesturs verður afdráttarlausari eft-
ir að Davison hefur farið yfír
textann og nálgast hina ætluðu
gerð Orwells. Smábreytingar geta
skerpt merkinguna og útgefandinn
gætir þess vandlega að hvarfla
aldrei frá gerð Orwells, sem gat
verið mismunandi eftir textum.
Hann velur alltaf þá, sem hann
álítur orwellskasta.
Orwell dvaldi í Burma frá
1922—27. Þetta er önnur bókin
sem kom út eftir Orwell og fyrsta
skáldsaga hans, byggð á eigin
reynslu fléttaðri saman við nauð-
syn skáldsögugerðarinnar.
Sagan er um ömurleika „hins
glæsta heimsveldis" í nærsýn.
Kúgun kveikir einlægt þær hvatir
meðal manna, sem þykja ekki
æskilegar í samfélagi fijálsborinna
manna, bæði með kúgurunum og
hinum kúgaða. Þetta er efnið sem
Orwell ijallar um í þessari fyrstu
skáldsögu sinni.
„Coming Up for Air“ kom út
22. júní 1939 og var endurprentuð
örskömmu síðar, síðan gefín út í
heildarútgáfunni 1948. Þessar út-
gáfur eru grundvöllur þessarar
útgáfu. Skáldsagan kom fyrst út
í Bandaríkjunum í janúarmánuði
1950, en í þeim mánuði lést Or-
well, fjörutíu og sex ára gamall.
Sögusviðið er England, sem er
að taka miklum breytingum.
Enska sveitakyrrðin er rofin með
bílum, breiðari vegum, stóraukinni
umferð og byggingaframkvæmd-
um. Vélvæðingin eykst og smekkur
manna er að breytast, tilbúinn
matur á pönnuna, gerviefni og
fjöldaframleiðsla flestallra nauð-
synja.
„Framfarimar ætla engan enda
að taka“ og á meginlandinu stefnir
allt í bál og brand. Það er byijað
að grafa neðanjarðarbyrgi og
stríðsóttinn gegnsýrir tíðarandann.
George Bowling, aðalpersónan,
kann ekki við sig í þessu nýja
umhverfi, sem þrengir stöðugt að
honum og hann gerir tilraun til
þess að komast upp úr framfara-
kösinni, þar sem hann geti dregið
andann. „Við erum á leiðinni inn
í heim slagorðanna, heim gúmmí-
kylfanna, heim hatursins..." Og
hinumegin við homið bíður okkar
„Nítján hundruð áttatíu ogfjögur“.
Þessi saga Orwells er áfangi á
leiðinni þangað, lýsir formerkjum
og vélvæðingu hugarfarsins sem
þá er hafín.
„1984“ varð ekki hér á Vest-
urlöndum í þeirri gerð sem Orwell
kveið. Tölvusamfélagið, upplýs-
inga-samfélagið, fjölmiðla-sam-
félagið kom í staðinn og dagar
„Brave New World“ tóku að renna
upp í vestrænum heimi. Austan
tjalds urðu menn að sætta sig við
„1984“.
Nú eru komin út fimm bindi af
hinni nýju heildarútgáfu verka og
bréfa Orwells sem munu verða
samtals tuttugu bindi.
George Orwell
Fegurðin
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Patricia Highsmith: Found in the
Street
Útg. Penguin 1987.
A kápusíðu segir útgefandi í dra-
matískum tón: Fegurð Elsie Tyler
er hættuleg - en aðeins henni
sjálfri... Þetta er mesta fjarstæða.
Stúlkan Elsie sem er þungamiðja
og upphaf og endir alls í bókinni
verður ekki aðeins hættuleg sjálfri
sér, heldur verður fegurð hennar
afdrifarík öðmm. Þetta er óvenjuleg
bók, myrk og dálítið sjúkleg.Og
uppfyllir ekki væntingarnar þegar
upp er staðið. Af hveiju sem það
nú er.
Elsie Tyler er sem sagt ung
stúlka, sem vinnur á kaffistofu og
þar kemst rugludallurinn Ralph
Lindermann í kynni við hana. Hann
fær á henni hamslausa ást, sem
innan tíðar verður ósköp þreytandi
fyrir Elsie, enda Lindemann aug-
Ijóslega brenglaður.Hvort hann er
líka hættulegur er svo annað mál.
En hann er sannfærður um að það
sé heilög skylda sín að fylgjast með
Elsie og reyna að vemda hana frá
öllu illu, einkum karlmönnum.
Jack Sutherland er þarna í ná-
grenninu líka. Hann verður á vegi
Lindemanns fyrir staka tilviljun og
Lindemann fær þá grillu í hausinn
skömmu síðar að Sutherland sé tek-
inn til við að fleka Elsie. Jack hefur
fengið sér kaffídreitil hjá Elsie og
með þeim tekst tal. Síðar kynni.
Og hún kynnist þó umfram allt eig-
inkonu Sutherlands, Natalie.
Hjónaband Natalie og Johns ein-
kennist af miklu óöryggi hjá eigin-
manninum. Hann býr við stöðugan
kvíða um, að Natalie finnist hann
svo leiðinlegur, að einn góðan veð-
urdag muni hún pakka saman.En
það gæti verið að dóttirin Amalie
héldi þeim saman. Hjónabandi
þeirra eru gerð nokkur skil í bók-
inni og verður ekki beinlínis séð af
hveiju Jack er svona kvíðinn. Ekk-
ert bendir til annars en Natalie sé
ágætlega sátt við hjónabandið og
Jack. Og ekki lætur Jack sér koma
til hugar að blanda sér í samband
hennar og bemskuvinarins Louis,
enda er hann með krabbamein og
þar á ofan kynvilltur, svo að það
stafar ekki alvarleg samkeppni frá
honum. Unz lesandi áttar sig á að
Refurinn blundaði
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jack Higgins: Night of the Fox
Útg.Pocketbooks, New York
1986.
SEINNI heimsstyijöldin ætlar að
endast rithöfundum dijúgt. Enn er
verið að gefa út bækur, þar sem
tekin eru fyrir einstök atvik þessa
tímabils eða lengri framvinda. Þetta
er oftast nær byggt á ákveðnum
heimildum. Stundum meira sann-
sögulegum en minna. Og hitt er
auðvitað líka til.
Jack Higgins held ég að hafí orð-
ið verulega þekktur hérlendis, þegar
bók hans „Öminn er seztur" kom
út á íslenzku fyrir nokkmm árum.
Night of the Fox virðist hafa verið
gefin út í fyrsta skipti 1986. Að því
leyfí ég mér að víkja nánar á eftir.
Sögusviðið er smáeyjan Jersey í
Ermasundi. Konan Sarah Drayton
segir Alan Stacy söguna af því, sem
gerðist á þessum slóðum fjörutíu
árum áður.
Á Jersey sátu Þjóðveijar og hlakk-
aði í þeim að hafa þó nælt sér í
þennan bita af brezku landssvæði,
ekki ýkja fjarri frá ströndum Bret-
lands. Ándspymuhreyfíng er engin
að marki. Það er svipað uppi á ten-
ingnum og víðar, þótt rithöfundar
hafi lagt sig meira eftir því upp á
síðkastið; hveijum er annt um sitt
eigið skinn og reynir að komast hjá
árekstmm við hemámsliðið og
margir em ekki mjög tregir til sam-
vinnu. Þó er alltaf eitthvað af
hetjum. Svo sem hinn bráðskrítni
og snjalli fri, Gallagher og frú de
Ville. Hún hefur að vísu orðið að
sætta sig við að Þjóðveijar hafa
hreiðrað um sig á heimili hennar,
en hún vinnur gegn þeim, þegar hún
má. Til eyjarinnar hrekst Hugh
nokkur Kelso, sem hafði komizt af
eftir árás þýzkra á skip hans. Þau
Gallagher og frú de Ville hjúkra
honum og senda boð um að hann sé
á lífí til London. En það fær blendn-
ar viðtökur.
Ástæðan er sú, að innrás Banda-
manna stendur fyrir dymm og Hugh
Kelso er einn örfárra sem veit í
smáatriðum, hvar innrásin muni
hefjast. Því gæti verið nauðsynlegt
að drepa hann, frekar en láta hann
falla í hendur Þjóðveija. En fyrst
mætti reyna að bjarga honum. Og
til þess verks er Harry nokkur Mart-
ineau, kaldrifjaður ævintýramaður,
dubbaður upp sem nazistaforingi og
sendur til Jersey. Með honum í för
er ung stúlka og frænka de Ville,
Sarah Bryton.
Eins og vera ber í svona sögum
fer ekki allt eins og það á að gera.
Það reynist til dæmis ekki beinlínis
sniðugt, þegar Rommel, hershöfð-
ingier mætir skyndilega í Jersey.
Þetta kemur sér alveg sérlega
óheppilega fyrir Martineau af því
að samkvæmt fölsuðum plöggum
hans er hann í erindagjörðum fyrir
Himmler á eynni og ekki sýnileg
ástæða fyrir komu Rommels, ef allt
væri með felldu. Á hinn bóginn er
í hverju?
Kápusíða
Natalie er raunar lesbísk og stendur
í hinum og þessum samböndum.
Jack hefur vitað þetta löngu á und-
an okkur af eðlilegum ástæðum.
Hann virðist ekki kippa sér upp við
þetta.
Og þó er honum að nokkru
brugðið þegar Elsie og Natalie taka
upp samband.Og uppgötvar að
hann elskar Elsie líka, þótt hann
hafí ekki reynt við hana. Enda við-
búið hún hefði vísað honum á bug,
þar sem hún sinnir eingöngu kven-
fólki, að minnsta kosti í bili. Hún
er hætt í kaffisjoppunni og Natalie
hefur útvegað henni vinnu við fyrir-
sætustörf. Og Ralph Lindemann
hefur stórar áhyggjur af því að
Elsie sé komin út á hálan ís. Það
er hún kannski að sumu leyti en
ekki út frá þeim forsendum sem
hann gefur sér.
Þetta er ekki auðlesin bók, en
þrátt fyrir að ég væri afar ósátt
við lýsinguna á Elsie og fannst hún
langt frá því sannfærandi hvað
snerti að ná þessu makalausa valdi
yfir fólki í kringum sig - þrátt fyr-
ir það er bókin mögnuð. Hún er
engin gleðilesning heldur, því að
sori og sjúkt hugarflug mannskepn-
unnar er í hveijum kima. En hún
zer ákaflega vel skrifuð og persóna
Lindemannns með ólíkindum skýr
og trúverðug.
Kápumynd
það líka undarlegt að um svipað leyti
og RommeLer í Jersey, spyrzt til
hans annars staðar líka. Það eru
maðkar í mysunni einhvers staðar
og skal nú ekki fjölyrt um það meira.
Higgins er góður sögumaður og
honum er lagið að búa til sannfær-
andi styijaldasögur; fléttan er
hæfileg og atburðarásin spennandi.
Svo er hrært smáástarævintýri sam-
an við. Þessi bók ber öll ágætustu
einkenni Higgins. En líklega er sag-
an eldri en fram kemur fremst í
bókinni og ég gæti hafa gluggað í
hana áður. Jafnvel séð kvikmynd
gerð eftir sögunni. Nú eða söguef-
nið er keimlíkt einhveiju öðru, sem
á fjörumar hefur rekið. Það breytir
út af fyrir sig ekki stóru: læsileg
bók í alla staði.