Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 VIO ERUM PAR í IMÁIVII OG OKKUR BRÁÐVAIMTAR HLJSNÆÐI. erum reglusom og snyrti- LEG í UMGENGNI AO t»VI ER FYRRI LEIGU5ALAR SEGJA. EF PÚ SKYLOIR LUMA Á HUSNÆÐI TIL LEIGU , pÁviNSAM- LEGA HAFÐU SAMBAND VIO OKKUR í SIMA 365B6 EÐA 15675. S* Nýr kjarngóður áburöur Hentar vel í öll blómabeð, skraut- t runna, tré og alla garðávexti. I ÁBURÐARVERKSMIÐJA RIKISINS Heildsöludreifing S: 673200 Þá fer best ef satt er sagt Verksvið skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins eftírHrólf Kjartansson Halldór Þorsteinsson skrifar grein sem birt er í Morgunblaðinu 20. maí sl. Þar svarar hann opnu bréfi starfsmanna skólaþróunar- deildar menntamálaráðuneytisins og segist ljúka þar með umræðum um deildina. Látum svo vera. Þeim sem fylgjast með skólamálum er ljóst að í greininni veður höfundur reyk. Hann hefði betur þegið ein- lægt boð okkar um að koma og kynna sér starfsemi skólaþróunar- deildar. Staðreyndir málsins Um áramótin 1984—5 var skipulagi menntamálaráðuneytis- ins breytt. Ráðuneytinu var skipt í þtjár skrifstofur, þ.e. skólamála- skrifstofu, fjármálaskrifstofu og háskóla- og alþjóðamálaskrifstofu. Einnig var deildaskipan breytt. Meðal annars var sett á stofn sér- stök framhaldsskóladeild og skólaþróunardeild kom í stað skól- arannsóknadeildar. Ýmis veiga- mikil verkefni sem skólarann- sóknadeild gegndi áður voru falin öðrum, m.a. fluttist námsefnisgerð til Námsgagnastofnunar (tillaga H.Þ. þess efnis er því að minnsta kosti tveimur árum of seint á ferð- inni). Enginn þeirra er H.Þ. nafngreinir hefur starfað við skóla- þróunardeild menntamálaráðu- neytisins. Ásakanir H.Þ. í garð starfsmanna skólaþróunardeildar með rökstuðningi í skrif frá 1971 til 1983 eru af þeim sökum mark- lausar. Með skrifum sínum í Morgunblaðið 20. maí staðfestir höfundur vanþekkingu sína á störfum skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins og dæmir þar með skrif sín ómerk. Verksvið skóla- þróunardeildar Við gerum þá sanngjörnu kröfu til H.Þ. og annarra sem vilja fjalla um störf deildarinnar að þeir kynni sér þau sem best svo umfjöllunin verði marktæk. Hér á eftir fer teikning af skipulagi menntamála- ráðuneytisins og yfirlit yfir verk- svið skólaþróunardeildar. Einungis verður stiklað á stóru en starfs- menn deildarinnar eru reiðubúnir til að veita frekari upplýsingar öll- um þeim er þess óska. Skipta má starfi skólaþróunar- deildar í eftirtalin sjö meginsvið: (Sjá meðfylgjandi mynd af skipu- lagi menntamálaráðuneytisins.) Námsstjórn Starfsmenn deildarinnar afla margvíslegra gagna um skóla og skólastarf og veita aðstoð, leið- beiningar og ráðgjöf varðandi kennslu og kennslufræði. Þessum störfum er einkum sinnt með skólaheimsóknum og viðtölum við skólafólk. Upplýsinga er aflað og þeim miðlað t.d. á haustþingum kennara, á fundum og ráðstefnum um skólamál og í ritum. Námsskrá Samkvæmt grunnskólalögum ber menntamálaráðuneytinu að annast reglulega endurskoðun námsskrár. Skólaþróunardeild var falið það starf og stendur endur- skoðun nú yfir. Það er einnig í verkahring starfsmanna deildar- innar að gera tillögur til ráðherra um viðmiðunarstundaskrá. Námsefni Starfsmenn skólaþróunardeildar fylgjast með gæðum námsefnis fýrir grunnskóla og setja fram til- lögur um nýtt námsefni og endur- skoðun eldra efnis. Á vegum deildarinnar fer fram formleg til- raunakennsla nýs námsefnis. Þessi störf eru unnin í samvinnu við starfsmenn Námsgagnastofnunar og kennara víðsvegar um landið. Mat á skólastarf i Þessu verksviði má skipta í tvennt, annars vegar mat á starfs- háttum og aðstöðu til kennslu og hins vegar mat á stöðu náms- greina. Sem dæmi um verkefni af þessu tagi má nefna könnunarpróf og úttekt á húsnæði og tækjakosti í grunnskólum. Námsmat í skólaþróunardeild er veitt ráð- gjöf um námsmat í skólum. Á vegum deildarinnar eru lögð fyrir samræmd próf í 9. bekk og sam- ræmd könnunarpróf fyrir önnur aldursstig. Upplýsingar um niður- stöður þessara prófa eru teknar saman í deildinni og gefnar út. Upplýsingar — tengsl í deildinni er safnað og unnið úr margháttuðum upplýsingum um skólaþróun. Fylgst er með mark- verðum nýjungum og rannsóknum á skólastarfí hér á landi og erlend- is og þeim komið á framfæri, m.a. í skýrslum og smáritum og á fræðslufundum um nám og kennslu. Ráðgjöf — samstarf Samstarf við ýmsa aðila og stofnanir ásamt ráðgjöf er veiga- mikill þáttur í starfi deildarinnar. Nefndir skulu grunnskólar, fram- haldsskólar, Námsgagnastofnun, Kennaraháskóli íslands, Rann- sóknastofnun uppeldismála og fræðsluskrifstofur. Lokaorð Af þessu yfirliti sést að verksvið skólaþróunardeildar er mjög viða- mikið enda er hún einn helsti tengiliður menntamálaráðuneytis- ins við skóla og skólastofnanir í landinu. Halldór Þorsteinsson og aðrir, sem vilja fjalla um eða gagnrýna störf sem unnin eru í skólaþróunar- deild, verða að kynna sér málin af heiðarleika og sanngirni og styðja mál sitt með gildum rökum. Höfundur er deildarstjári í menntamálaráðuneytinu. Menntaskólar Ftáskólastig Verk- og tœkni Vísindamál menntun Menningarmál Gunnskólar Náttúruvernd Skólaþróun íþrótta- og œskulýðsmál Lögfrœöileg verkefni Fjármálaáœtlanir Fjárlagagerð Fjárhagslegt eftirlit Greióslur Bókhald Stofnkostnaðarmál Byggingamál YFIRSTJÓRN Skjalavarsla Sfarfsmcnna- hald Símavarsla Innkaup Afgreiðsla Upplýsingar \jlllllllllllllllllilliiiilllllllliilliillll DEILDIR Heimild: Skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneyti og samanburður við kenningar stjórnsýslufrœðinnar. Kandídatsritgerð við við- skiptadeild Háskóla íslands 1985. Höf.: Eiríkur Ingólfsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.