Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
VIO
ERUM PAR
í IMÁIVII OG OKKUR
BRÁÐVAIMTAR HLJSNÆÐI.
erum reglusom og snyrti-
LEG í UMGENGNI AO t»VI ER FYRRI
LEIGU5ALAR SEGJA. EF PÚ SKYLOIR
LUMA Á HUSNÆÐI TIL LEIGU , pÁviNSAM-
LEGA HAFÐU SAMBAND VIO OKKUR í SIMA 365B6
EÐA 15675.
S*
Nýr
kjarngóður
áburöur
Hentar vel í öll blómabeð, skraut- t
runna, tré og alla garðávexti. I
ÁBURÐARVERKSMIÐJA
RIKISINS Heildsöludreifing S: 673200
Þá fer best ef satt er sagt
Verksvið skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins
eftírHrólf
Kjartansson
Halldór Þorsteinsson skrifar
grein sem birt er í Morgunblaðinu
20. maí sl. Þar svarar hann opnu
bréfi starfsmanna skólaþróunar-
deildar menntamálaráðuneytisins
og segist ljúka þar með umræðum
um deildina. Látum svo vera. Þeim
sem fylgjast með skólamálum er
ljóst að í greininni veður höfundur
reyk. Hann hefði betur þegið ein-
lægt boð okkar um að koma og
kynna sér starfsemi skólaþróunar-
deildar.
Staðreyndir málsins
Um áramótin 1984—5 var
skipulagi menntamálaráðuneytis-
ins breytt. Ráðuneytinu var skipt
í þtjár skrifstofur, þ.e. skólamála-
skrifstofu, fjármálaskrifstofu og
háskóla- og alþjóðamálaskrifstofu.
Einnig var deildaskipan breytt.
Meðal annars var sett á stofn sér-
stök framhaldsskóladeild og
skólaþróunardeild kom í stað skól-
arannsóknadeildar. Ýmis veiga-
mikil verkefni sem skólarann-
sóknadeild gegndi áður voru falin
öðrum, m.a. fluttist námsefnisgerð
til Námsgagnastofnunar (tillaga
H.Þ. þess efnis er því að minnsta
kosti tveimur árum of seint á ferð-
inni). Enginn þeirra er H.Þ.
nafngreinir hefur starfað við skóla-
þróunardeild menntamálaráðu-
neytisins. Ásakanir H.Þ. í garð
starfsmanna skólaþróunardeildar
með rökstuðningi í skrif frá 1971
til 1983 eru af þeim sökum mark-
lausar. Með skrifum sínum í
Morgunblaðið 20. maí staðfestir
höfundur vanþekkingu sína á
störfum skólaþróunardeildar
menntamálaráðuneytisins og
dæmir þar með skrif sín ómerk.
Verksvið skóla-
þróunardeildar
Við gerum þá sanngjörnu kröfu
til H.Þ. og annarra sem vilja fjalla
um störf deildarinnar að þeir kynni
sér þau sem best svo umfjöllunin
verði marktæk. Hér á eftir fer
teikning af skipulagi menntamála-
ráðuneytisins og yfirlit yfir verk-
svið skólaþróunardeildar. Einungis
verður stiklað á stóru en starfs-
menn deildarinnar eru reiðubúnir
til að veita frekari upplýsingar öll-
um þeim er þess óska.
Skipta má starfi skólaþróunar-
deildar í eftirtalin sjö meginsvið:
(Sjá meðfylgjandi mynd af skipu-
lagi menntamálaráðuneytisins.)
Námsstjórn
Starfsmenn deildarinnar afla
margvíslegra gagna um skóla og
skólastarf og veita aðstoð, leið-
beiningar og ráðgjöf varðandi
kennslu og kennslufræði. Þessum
störfum er einkum sinnt með
skólaheimsóknum og viðtölum við
skólafólk. Upplýsinga er aflað og
þeim miðlað t.d. á haustþingum
kennara, á fundum og ráðstefnum
um skólamál og í ritum.
Námsskrá
Samkvæmt grunnskólalögum
ber menntamálaráðuneytinu að
annast reglulega endurskoðun
námsskrár. Skólaþróunardeild var
falið það starf og stendur endur-
skoðun nú yfir. Það er einnig í
verkahring starfsmanna deildar-
innar að gera tillögur til ráðherra
um viðmiðunarstundaskrá.
Námsefni
Starfsmenn skólaþróunardeildar
fylgjast með gæðum námsefnis
fýrir grunnskóla og setja fram til-
lögur um nýtt námsefni og endur-
skoðun eldra efnis. Á vegum
deildarinnar fer fram formleg til-
raunakennsla nýs námsefnis. Þessi
störf eru unnin í samvinnu við
starfsmenn Námsgagnastofnunar
og kennara víðsvegar um landið.
Mat á skólastarf i
Þessu verksviði má skipta í
tvennt, annars vegar mat á starfs-
háttum og aðstöðu til kennslu og
hins vegar mat á stöðu náms-
greina. Sem dæmi um verkefni af
þessu tagi má nefna könnunarpróf
og úttekt á húsnæði og tækjakosti
í grunnskólum.
Námsmat
í skólaþróunardeild er veitt ráð-
gjöf um námsmat í skólum. Á
vegum deildarinnar eru lögð fyrir
samræmd próf í 9. bekk og sam-
ræmd könnunarpróf fyrir önnur
aldursstig. Upplýsingar um niður-
stöður þessara prófa eru teknar
saman í deildinni og gefnar út.
Upplýsingar — tengsl
í deildinni er safnað og unnið
úr margháttuðum upplýsingum um
skólaþróun. Fylgst er með mark-
verðum nýjungum og rannsóknum
á skólastarfí hér á landi og erlend-
is og þeim komið á framfæri, m.a.
í skýrslum og smáritum og á
fræðslufundum um nám og
kennslu.
Ráðgjöf — samstarf
Samstarf við ýmsa aðila og
stofnanir ásamt ráðgjöf er veiga-
mikill þáttur í starfi deildarinnar.
Nefndir skulu grunnskólar, fram-
haldsskólar, Námsgagnastofnun,
Kennaraháskóli íslands, Rann-
sóknastofnun uppeldismála og
fræðsluskrifstofur.
Lokaorð
Af þessu yfirliti sést að verksvið
skólaþróunardeildar er mjög viða-
mikið enda er hún einn helsti
tengiliður menntamálaráðuneytis-
ins við skóla og skólastofnanir í
landinu.
Halldór Þorsteinsson og aðrir,
sem vilja fjalla um eða gagnrýna
störf sem unnin eru í skólaþróunar-
deild, verða að kynna sér málin
af heiðarleika og sanngirni og
styðja mál sitt með gildum rökum.
Höfundur er deildarstjári í
menntamálaráðuneytinu.
Menntaskólar Ftáskólastig
Verk- og tœkni Vísindamál
menntun Menningarmál
Gunnskólar Náttúruvernd
Skólaþróun íþrótta- og
œskulýðsmál
Lögfrœöileg
verkefni
Fjármálaáœtlanir
Fjárlagagerð
Fjárhagslegt
eftirlit
Greióslur
Bókhald
Stofnkostnaðarmál
Byggingamál
YFIRSTJÓRN
Skjalavarsla
Sfarfsmcnna-
hald
Símavarsla
Innkaup
Afgreiðsla
Upplýsingar
\jlllllllllllllllllilliiiilllllllliilliillll
DEILDIR
Heimild: Skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneyti og samanburður við kenningar stjórnsýslufrœðinnar. Kandídatsritgerð við við-
skiptadeild Háskóla íslands 1985. Höf.: Eiríkur Ingólfsson.