Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 26

Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Arni Már í vinnusalnum þar sem verið er að pakka blöðum Við blaðapökkun Mikilvægt að útíloka ekkert í upphafi Rætt við Árna Má Björnsson, yfirþroskaþjálfa hjá Vinnustofum Kópavogshælis Arni Már og Omar sem er slyngur vefari Það er mikið um að vera í and- dyrinu á Vinnustofum Kópavogs- hælis. Vistmenn hælisins sem vinna á Vinnustofunum og starfsfólkið sem aðstoðar þá, eru að flykkjast á vinnustað. Klukk- an er að nálgast níu og allt að komast i fullan gang. Ég hinkra litla stund í anddyrinu og bíð eftir að hitta Áma Má yfir- þroskaþjálfa. Ég fylgist með fólkinu sem þama á leið um, flestir gangandi en fáeinir í hjólastólum. Ef vel er að gáð má sjá eitt sameiginlegt með mörgu af þessu fólki, andlitssvip- urinn er áhugasamur og það virðist glatt að komast á vinnu- stað. Þegar Ami Már kemur slæst ég í för með honum inn á vinnuherbergi hans og fæ hjá honum ýmsar upplýsingar um starfsemi Vinnustofa Kópavogs- hælis. Dag hvem sem unnið er koma um 92 vistmenn til starfa á Vinnu- stofunum. Fólkið vinnur mismun- andi langan tíma, allt frá 15 mínútum á dag og upp í 6 klukk- utíma, eftir getu hvers og eins. Einnig fer þar fram hæfing (þroska- þjálfun), allt frá frumþjálfun upp í vinnuþjálfun og eru menn þá ýmist einir eða í hóp. Hæfingin miðast að því að þjálfa fólkið þannig að það géti unnið á Vinnustofunum. Þegar fólkið er komið þangað er það vinnan sem er aðalatriðið. Vinnustofumar skiptast í þrennt, vinnusali, handavinnuherbergi og vefstofu. Það hefur gengið vel að fá verkefni fyrir Vinnustofumar. Mikið hefur verið unnið fyrir Fijálst framtak og Flugleiðir við pökkun blaða og þess háttar, einnig er pakkað blöðum og happdrættismið- um fyrir SÁA. Skrúfur settar í poka fyrir Byko og fyrir Lamaiðjuna, plastpokar settir í umbúðir fyrir Plastprent og hnýtt er á öngla fyr- ir SIS, svo eitthvað sé nefnt. Sú handavinna sem vistfólk vinn- ur þama er seld á sölusýningu einu sinni á ári, í desember og hefur sú sala gengið mjög vel. Einnig fara margir með sína handavinnu heim á sfna deild. Vistfólk fær þóknun fyrir vinnu sína, frá 50 krónum upp í 250 krón- ur á viku, eftir getu og ástundun. Ámi Már lagði áherslu á að þó upphæðin væri ekki há þá væm þessir peningar vistfólkinu mikils virði. Hann sagði að ekki mætti greiða fólkinu of há laun því þá skerðast þeir dagpeningar sem það fær greitt frá ríkinu. Það er skrif- stofa Ríkisspítala sem sér um þessar launagreiðslur. Fyrirtækin sem skipt er við borga samnings- bundna upphæð fyrir þá vinnu sem þama er af hendi leyst, Vinnustof- umar senda um hver mánaðamót reikninga til skrifstofu Ríkisspítala sem sér um að innheimta þá. Éfnis- kostnað og annað sem Vinnustof- umar þurfa til sinnar starfsemi sér skrifstofa Ríkisspítala um að greiða. Ámi Már sagði að vistfólkið sem ynni hjá Vinnustofunum væri bæði áhugasamt og iðið og mjög gaman að vinna með því. Oft væri kappið svo mikið að það mætti illa vera að því að taka sér kaffitíma hvað þá annað. Mjög kvað hann misjafnt hve mikið fólkið legði upp úr um- gengni hvað við annað. „Sumir sitja úti í homi en aðrir hafa_ mikinn selskap af öðrum,“ sagði Ámi. Hann kvað það hafa gengið von- um framar að kenna ýmsu vistfólki til verka og hægt væri að fínna verkefni fyrir allflesta, mikilvægt væri að útiloka ekkert í upphafí. Hins vegar væm þeir margir sem aldrei kæmust Iengra en í hæfingu, væm þá oftast svo illa famir vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar að þeir gætu ekki unnið neitt. Slíku fólki er hins vegar boðið uppá að koma á Vinnustofumar tvisvar í viku eða svo, í sögu- eða leikstund- ir og þess háttar. Markmiðið er þá að gefa því fólki örlitla tilbreytingu frá sínu venjubundna lífi með því að breyta aðeins um umhverfi og komast svolitla stund út af deildinni þar sem það býr. Á sumrin er hæf- ingunni lokað og hafíst handa við útivinnu. Vistmenn sjá um að halda lóðinni í kringum byggingar Kópa- vogshælis þrifalegri, þeir vinna þá undir stjórn sama starfsfólks og annast um það að vetrinum í hæf- ingu og vinnu á Vinnustofunum. Margvíslegum verkefn- um er sinnt á Vinnu- stofum Kópavogshælis Eftir að hafa rætt við Áma Má Bjömsson um starfsemina sem þama er rekin fylgdi hann mér um og sýndi mér húsakynni og starf- semina. Vinnustofumar em í löngu og láreistu húsi og liggur gangur eftir nær endilöngu húsinu, úr hon- um er gengið f vinnuherbergi. í fyrsta herberginu sem við litum inn í sat lítill hópur fólks og taldi skrúf- ur í poka. Þeir sem gátu talið á venjulegan máta gerðu það en hinir sem ekki hafa þá kunnáttu á valdi sínu röðuðu skrúfum í göt á tré- bretti, þegar skrúfur eruu komnar í öll götin er komið nóg í pokann. I næstu stofu lærðu menn Bliss táknmál og tákn með tali sem er svipað og heyrnleysingjamál, meira táknamál en stafir, og er notað við heyrandi fólk. Starfsfólk í þessu herbergi sagði að það vantaði til- finnanlega bækur með myndum fyrir vangefíð fólk. Oft væri notað bamaefni en það hentar ekki að öllu leyti fullorðnum einstaklingum. Reynsluheimur þeirra er á ýmsan máta annar en bama sem eðlilegt er. Næst liggur leiðin í herbergi þar sem fram fara svokallaðar sam- verustundir. Þar er sungið, farið í leiki, sýndar myndir og farið í L+B þjálfun. Með slíkri þjálfun reynir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.