Morgunblaðið - 02.06.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
27
N
þjálfari að kenna þroskaheftum ein-
staklingi að skynja betur sjálfan^
sig. Þegar ég kem þama inn er þar
þjálfari að þjálfa 37 ára gamlan
mongólíta. Þeir sitja á mottum og
hlusta á sungnar leiðbeiningar við
undirleik klingjandi tónlistar. Seg-
ulbandið segir þeim að rugga, og
alvarlegir á svip rugga þeir fram
og aftur. Síðan á að sveifla öðrum
handleggnum. Það gengur ekki eins
vel, en ekkert er sagt, heldur stýrir
þjálfarinn hinum þroskahefta til
þess að gera æfinguna rétt. Smám
saman lærir hið þroskahefta fólk
að visst hljóð þýðir vissa fyrirskipun
og hreyfingu og þannig fer hæfing-
in fram.
I handavinnustofu situr hópur
fólks og fæst við ýmis konar hann-
yrðir. Tveir pijóna með sérstakri
pijónaaðferð, bandi er vafið uppá
marga nagla sem negldir eru í tré-
bretti. Síðan er lykkjum bruðið uppá
naglana með heklunál og bandið
þrætt í gegn. Þannig verða smám
saman til stórir og myndarlegir
treflar. Þeir sem lagnari eru, pijóna
peysur með gömlu aðferðinni.
Fyrir enda borðsins situr eldri
kona og saumar í stórgerðan
stramma. Það mun vera með því
einfaldara sem hægt er að láta fólk
gera í handavinnu. Einnig eiga
margir auðvelt með að smyrna.
Verið er að smyrna veggteppi sem
til stendur að gefa versluninni Byko
sem Vinnustofurnar vinna mikið
fyrir. Flugleiðir hafa þegar fengið
eitt slíkt teppi að gjöf.
I vinnusalnum þar sem blaða-
pökkunin fer fram sitja um það bil
25 manns, allir eru önnum kafnir
við að pakka blöðum fyrir Fijálst
framtak. Öðru hvoru geri fólkið
stutt hlé á pökkuninni til að glugga
í Mannlíf, þeir lesa sem læsir eru
hinir skoða myndirnar.
I herbergi beint á móti vinnusaln-
um þar sem blaðapökkunin fer
fram, sitja þijár konur í hvítum
sloppum með grænar húfur og
pakka grisjum og ílátum sem seinna
verða dauðhreinsuð og notuð á
Landsspítalanum. Fimmtán manns
eru þjálfuð í þetta verkefni og skipt-
ast á að sinna því. Yfirleitt er lögð
áhersla á að láta fólk ekki staðna
í einu verkefni heldur færa það á
milli eftir því sem unnt er.
I vefstofunni stitur ungur maður,
hann er á leið í morgunkaffi. Hann
verður óþolinmóður þegar hann er
beðinn að sýna leikni sína við vef-
stólinn en lætur samt tilleiðast.
Hann bregður skyttunni fímlega
milii þráðanna og fer að svo búnu
í kaffi. Til vefnaðarins eru notaðir
afgangar af bómullarsokkum, ræm-
ur sem ganga af þegar sokkar eru
búnir til í Sokkaverksmiðjunni í Vík
í Mýrdal, afgangamir eru hnýttir
saman og undnir upp og svo búnar
til úr þeim mottur í ýmsum litum
sem eru mjög eftirsóttar.
í einu horni vefstofunnar fer
fram einstaklingsþjálfun á sauma-
vél. Þar skiptist vistfólk á að sauma
ýmsa hluti t.d. púða, sængurvera-
sett fyrir dúkkur, börn og fullorðna,
barnateppi o.s.frv. Allt er þetta
einfalt að gerð og mikið um beina
sauma en laglegt og handbragðið
vandað. Töluvert er saumað þarna
af dúkum og servíettum fyrir Flug-
leiðir. Starfsfólk sníður en vistfólkið
saumar.
í eldhúsi Vinnustofunnar fer
einnig fram hæfing. Hér lærir fólk
allt mögulegt í eldhúsverkum, allt
frá því að hella uppá kaffi og leggja
á borð uppí að útbúa máltíðir. Á
Vinnustoftim Kópavogshælis
tíðkast engin kynskipting í verkefn-
um því eru bæði karlar og konur
jafngild í eldhúsinu.
Við Vinnustofurnar vinna um 20
starfsmenn í rétt tæpum 17 stöðu-
gildum, af þeim eru 5 þroskaþjálfar
sem sjá um að skipuleggja allar
þjálfunaráætlanir. Hitt starfsfólkið
vinnur samkvæmt leiðbeiningum
þroskaþjálfanna. Ámi Már gat þess
að lokum að mikil þörf væri á að
fá fleiri þroskaþjálfa til starfa við
Vinnustofurnar.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Ljósm: Morgunblaðið/Sverrir
Kiwanismenn
málaí
Reykjadal
FÉLAGAR úr Kiwanisklúbbnum
Viðey brugðu sér upp í Mosfells-
sveit á uppstigningardag og
máluðu húsin i Reykjadal, en þar
rekur Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra sumardvalarheimili fyrir
fötluð böm.
Páll Svavarsson formaður Styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra sagði í
samtali við Morgunblaðið að Kiwanis-
klúbburinn Viðey hefði ákveðið að
styrkja starfsemina í Reykjadal.
„Þeir ætla að taka að sér að dytta
að húsum og lóðum í Reykjadal á
hveiju vori. Það verður þeirra fram-
lag í stað þess að styrkja okkur með
peningum, merkjasölu og slíku".
Páll sagði að fram að þessu hefði
Reykjadalur aðeins verið notaður á
sumrin en nú væri í undirbúningi að
nýta staðinn allan ársins hring. Ekki
hefur verið tekin ákvörðun um hvem-
ig þeirri starfsemi verður háttað, en
málið er í athugun.
Morgunblaðið/KGA
Félagar úr Kiwanisklúbbnum Viðey mála húsin i Reykjadal í Mosfellssveit þar sem Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra rekur sumardvalarheimili.
ÚTLEIGA Á
RYKMOTTUM
-
ÞJÓNUSTA í SÉRFLOKKI
fyrir verslanir, fyrirtæki, stofnanir og húsfélög.
Rykmotturnar, sem FÖNN leigir út, eru hreint ótrúlegar.
Vegna sérstakra eiginleika mottunnar hreinsar hún um 85% óhreininda
undan skósólum þeirra sem yfir hana ganga. Skipt er um motturnar reglu-
lega þannig aö „enginn kemst vaðandi inn á skítugum skónum“.
Þar sem mottan er fyrir hendi hefur vinna og kostnaður við hreingerningu
innandyra lækkað stórkostlega.
Hægt er að velja um stærðir og liti.
Hinar gífurlegu vinsældir rykmottunnar sanna ágæti hennar.
ÖRKIN/SÍA