Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 31
RPt O 5TTTry/-.rTTTr r?TíT«T (T|(3/i T<TVrTT^''rT,0'Vr MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Fjórða þing Kennarasambands íslands: Kjaramál o g skóla- stefna efst á baugi FULLTRÚAÞING Kennarasambands íslands var sett í gærmorgun í ráðstefnuhúsnæði ríkisins við Borgartún. Þetta er fjórða þing sam- bandsins og er það sótt af u.þ.b. 160 fulltrúum hvaðanæva að af landinu, en aðild að sambandinu eiga rúmlega 3000 kennarar og skólastjórnendur á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Við setning- una gerðist það að fulltrúar frá Norðurlandi eystra gengu út þegar staðgengill menntamálarðaherra tók til máls, en gengu svo í salinn að lokinni ræðu hans. Á þinginu verður margt mála til umfjöllunnar en eitt það helsta sem þingið mun um fjalla eru drög að skólastefnu Kennarasambandsins, en það hefur ekki áður lagt fram slíka stefnu, auk þess sem búist er við að umfjöllun um kjaramál verði ofarlega á baugi. Valgeir Gestsson, formaður KÍ, setti þingið og rakti í stórum drátt- um kjarabaráttu sambandins að undanfömu. Sagði hann að síðasta fulltrúaþing hefði verið stefnu- markandi í kjaramálum og að með harðri baráttu hefði tekist að bæta kjör kennara. Hann kom síðan víða við í ræðu sinni; fjallaði lítillega um úrsögnina úr B.S.R.B. og hið svo- kallaða fræðslustjóramál, auk þess sem hann vék að skýrslu OECD um stöðu skólamála hérlendis og nauð- syn á endurmati á störfum kennara. Heimir Pálsson, varaformaður Hins íslenska kennarafélags, tók því næst til máls og þakkaði KÍ veittan stuðning í kjarabaráttu fé- lagsins. Hann vék einnig að OECD skýrslunni og niðurstöðum hennar, og sagði hana sýna að gagnrýni kennara á stjóm skólamála væri kórrétt. Að lokinni stuttri tölu Heimis tóku til máls formaður norrænu kennarasamtakanna, Christer Romilson, en hann er sérstakur gestur þingsins, Kristján Thorlací- us, formaður B.S.R.B., og Júiíus Bjömson, formaður B.H.M.R., og gerðu þeir Kristján og Júlíus lífeyr- issjóðsmál sérstaklega að umtals- efni sínu, en á þinginu má búast við talsverðri umfjöllun um þau mál. Þá var komið að fulltrúa mennta- málaráðherra, Reyni Kristinssyni, að taka til máls í fjarveru Sverris Hermannssonar. Þingfulltrúar frá Norðurlandi eystra stóðu þá á fæt- ur, sem fyrr segir, og gengu í mótmælaskyni rakleitt út úr funda- salnum og komu ekki inn aftur fyrr en að loknum málflutningi hans. Að lokum flutti Pálmi Jósefsson stutt ávarp þar sem hann að síðustu færði KÍ handrit um fyrstu 50 árin í sögu Sambands íslenskra bama- skólakennara. Valgeir Gestsson tók við handritinu fyrir hönd kennara- sambandsins og lét þau orð falla um leið og hann óskaði Pálma heilla að þama hefði verið skráður mjög merkilegur kafli í íslenskri skóla- sögu. Þingstörf hefjast kl. 9.00 og standa til kl. 22.00 í dag og á morgun, en kl. 16.00 á fimmtudag lýkur þinginu. Morgunblaðið/KGA Ráðstefnugestir eru 160 hvaðanæva að af Iandinu, en alls eiga rúmlega 3000 manns aðild að sambandinu. Hvítasunnu kappreiðar Fáks fara fram 4.-8. júnl á Víðivöllum. Dagskrá. Fimmtudagur 4. júní kl. 18.00 Asavöllur, b flokkur gæðinga. Föstudagur 5. júní kl. 18.00 Asavöllur, a flokkur gæðinga. Laugardagur 6. júnf kl. 09.00 Asavöllur, unglingar 13-15 ára kl. 10.00 Hvammsvöllur, töltkeppni, kl. 11.00 Asavöllur, unglingar 12. ára og yngri kl. 13.30 Asavöllur, úrslit í unglingaflokkum kl. 15.00 Fáksvöllur, 150 m skeið báðir sprett- ir, 300 m brokk báðir sprettir. Mánudagur 8. júní kl. 13.00. Asavöllur, úrslit í a flokki, b flokki og tölti kl. 14.00 Fáksvöllur, kappreiðar, 250 m skeið báðir sprettir, 800 m stökk, 350 m stökk og 250 m stökk. Sumarhagar Tekið verður á móti hestum í Geldingarnesi þriðju- daginn 2. júní frá kl. 19.00-22.00. Getum bætt við hestum í hagagöngu á Ragn- heiðarstöðum. Upplýsingar á skrifstofu Fáks. TE Nú fást þessar einstöku eldhúsrúllur á tilboðsverði. Hafðu ætíð það besta á borðum. |§| 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.