Morgunblaðið - 02.06.1987, Side 32
32_______
Bretland
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
Bítlaæðið tutt-
ugu árum síðar
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
í gær, 1. júní, voru tuttugn ár liðin, frá því að Bítlarnir, fræg-
asta dægurlagahljómsveit allra tíma, gaf út plötuna Sgt. Pepper’s
Lonely Hearts Club Band, sem var hátindurinn á frægðarferli þeirra.
Þessa hefur verið minnst með ýmsum hætti, m.a. með tveggja klukku-
stunda löngum þætti í sjónvarpi í gærkvöldi — um gerð plötunnar,
áhrif hennar og hippatímabilið, sem hún var hluti af. Þátturinn
nefnist „It was twenty years ago today“.
Árið 1967 voru Bítlamir fræg- Friends" og ýmis fleiri. Plötunni var
asta popphljómsveit, sem uppi var
þá. Þeir höfðu hætt að leika á hljóm-
leikum eftir erfíða hljómleikaferð
um Bandaríkin. Sgt. Peppers-platan
varð eins konar hljómleikar í hljóð-
stofu til að bæta aðdáendunum
missinn, en hljómsveitin, sem platan
dregur nafn sitt af, er að leika fyr-
ir áhorfendur, og milli laganna má
heyra til þeirra, svo og ýmis sirkus-
hljóð. Á þessari plötu eru ýmis
frægustu lög Bítlanna, „When I’m
Sixty-Four“, „Lucy in the Sky with
Diamonds", „A little Help from my
firnavel tekið af gagnrýnendum.
En hún hneykslaði líka marga, og
sum laganna voru bönnuð, vegna
þess að þau lofuðu eiturlyfjaneyslu.
Við gerð plötunnar neyttu Bítlarnir
reglulega þess lyfs, sem markar
upphafsstafina í „Luci in the Sky
with Diamonds". Enginn virtist þó
taka eftir því, að á plötuumslaginu,
sem mikið var lagt í, voru marihu-
anaplöntur fyrir miðri mynd og í
forgrunni.
Eftir gerð þessarar plötu héldu
þeir frægðinni, en leiðin var öll nið-
Forsíða plötuumslagsins fræga.
ur á við. Þeir lentu í eiturlyfjalög-
reglunni, Yoko Ono og í að stofna
eigið fyrirtæki, Apple, sem mis-
heppnaðist, og Brian Epstein lést.
I gær var haldið samkvæmi í
hljóðstofunni í Abbey Road, þar sem
platan var unnin á 129 dögum.
Meðal' gesta voru George Martin,
sem stjórnaði upptökunni, og Peter
Blake, sem hannaði plötuumslagið.
Ekkert lát er á vinsældum
Bítlanna 17 árum eftir að starfí
hljómsveitarinnar lauk. Yfír 100
bækur um hana hafa komið út á
ensku, og 1980 áætlaði EMI-plötu-
fyrirtækið, að það hefði selt yfir
þúsund milljón plötur og bönd með
lögum þeirra. Síðan eru sjö ár.
Grænland:
Jonathan Motzfeldt
áfram leiðtogi Siu-
mut og landstjómar
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
VINSTRIARMI grænlenska
stjórnarflokksins Siumut varð
ekki kápa úr því klæðinu að
koma Jonathan Motzfeldt, for-
manni landstjórnarinnar, frá og
fá þingmanninum Lars Emil
Johansen, fyrrum æðstráðanda
í sjávarútvegsmálum Græn-
lands, valdataumana í hendur.
Eftir flokksráðsfund Siumut á
sunnudag, varð Lars Emil Jo-
hansen að viðurlenna, að leið-
togi grænlensku landstjórnar-
innar, væri hinn sami eftir
BIDUR GARDURINN
ÞINN ENN EFTIR
VORSNYRTINGUNNI?
Á öllum bensínstöðvum Esso
höfum við flest til að þú getir strax
hafist handa: garðáburö, mosaeyði, garö-
skeljakalk og ruslapoka. Mundu að þú
getur einnig litið inn eftir kvöldmal,
við erum alls staðar á
næstu grösum.
Áburður 10 kg 250 kr.
Mosaeyðir á 50 m2 708 kr.
Garðskeljakalk 4 kg 117 kr.
Ruslapokar 5 stk. 115 kr.
Olíufélagið hf
kosningarnar og fyrir þær —
sem sé Jonathan Motzfeldt.
Á laugardaginn var hlaut Motz-
feldt ámæli frá stjórn flokks síns,
vegna þess að hann hafði daginn
áður leitað eftir stjórnmálasam-
starfi við borgaraflokkinn Atassut,
sem var í stjómarandstöðu á
síðasta kjörtímabili. Motzfeldt
hafði sömu tilburði uppi fyrir kosn-
ingamar og hlaut þá bágt fyrir
hjá vinstriarmi flokks síns, þar
með töldum Lars Emil Johansen.
Meðan Motzfeldt var við ferm-
ingarathöfn í Suður-Grænlandi á
laugardag, kallaði Lars Emil Jo-
hansen saman flokksráðið og tók
stjómarmyndunarviðræðumar í
sínar hendur. Hann ræddi að vísu
ekki við Atassut eins og Motz-
feldt, heldur sneri sér til vinstri-
flokksins Inuit Ataqatigiit.
Viðræðum flokkanna miðaði svo
langt, að Lars Emil Johansen var
opinberlega nefndur til sem nýr
leiðtogi í grænlenskum stjóm-
málum.
Otto Steenholdt, leiðtogi Atass-
ut, lét nægja að tala um „arg-
entínskt ástand í Grænlandi”, en
Jonathan Motzfeldt kom með
leiguflugi frá Suður-Grænlandi til
Nuuk (Godtháb). Haldinn var nýr
fundur í flokksráði Siumut og lykt-
aði honum á þann veg, að Lars
Emil Johansen lagði fram tillögu
um, að Jonathan Motzfeldt yrði
leiðtogi flokks og stjómar á ný-
höfnu kjörtímabili.
Eftir fundinn sagði Lars Emil,
að hann vildi ómögulega kljúfa
Siumut, en yrði í framboði til for-
mannsembættis flokksins, þegar
kosið yrði um það í ágústmánuði.
Jonathan Motzfeldt.
Hann sagðist hins vegar ekki
mundu gefa kost á sér í embætti
formanns iandstjórnarinnar, ef
hann hlyti kosningu til formanns.
Haft var eftir Jonathan Motzfeldt,
að Siumut væri óspjallaður. Lars
Emil sagði, að ekki væri hægt að
tala um sigurvegara og sigraða
eftir atburði helgarinnar.
Það liggur nú ljóst fyrir, að
Siumut og Inuit Ataqatigiit munu
halda áfram stjómarsamstarfi
sínu. Motzfeldt verður formaður
landstjómarinnar, auk þess sem
hann fer með kirkju- og menning-
armál.
Ljóst er einnig, að Moses Olsen,
varaformaður Siumut, sem farið
hefur með atvinnumál í landstjórn-
inni, verður að láta af því embætti
eftir uppgjörið við Motzfeldt. Hann
hlýtur í staðinn embætti forseta
landsþingsins. Við starfsmenntun-
ar- og verkalýðsmálum tekur Jens
Lyberth, formaður grænlensku
verkalýðssamtakanna, SIK. Kaj
Egede, sauðfjárræktarráðunautur
landstjómarinnar, tekur við at-
vinnu-, iðnaðar- og sjávarútvegs-
málunum af Moses Olsen.
Endanleg skipting stjómar-
deilda fer fram, þegar landsþingið
kemur saman 9. júní næstkom-
andi. Þá kemur enn fremur í ljós,
hvort Siumut gengur að þeirri
kröfu samstarfsflokksins að stofna
nýja stjórnardeild, sem fari með
fjölskyldu- og heilbrigðismál.
í dag
T opptískan
Aðalstræti
Lending Mathias Rust
Rust þjóðhelja í Vestur-Þýskalandi:
Atvinnuflugmenn
fordæma ofurhugann
*
„Eg hló mig máttlausan,“ sagði Genscher
Bonn, Reuter.
MIKLU lofi hefur verið hlaðið á
Mathias Rust fyrir að sýna flug-
mönnum vestur-þýskra orrustu-
þota hvað hægt væri að gera
með því að lenda flugvél sinni
af Cessna-gerð á Rauða torginu,
en flugmenn flugfélaga sögðu
að þetta gæti haft háskalegar
afleiðingar.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
gerð var í Vestur-Þýskalandi um
helgina, bera 88 prósent Þjóðverju
virðingu fyrir Rust fyrir að hafa
snúið á varnir Sovétmanna og hnit-
að hringa yfir Kreml, æðsta valda-
sæti Sovétríkjanna, áður en hann
lenti.
Peter Wurzbach, aðstoðarvarnar-
málaráðherra, sagði að vestur-þýski
flugherinn ætti að kenna flugmönn-
um sínum að fljúga lágt eins og
Rust. „Flugmenn okkar verða að
geta gert þetta líka,“ sagði Wiirz-
bach í útvarpsviðtali og bætti við
að Rust hefði með-afreki sínu sann-
að þá kenningu að fljúga megi undir
ratsjár óvinarins.
Cockpit, samtök flugmanna flug-
félaga, lýstu aftur á móti yfir því
að athæfi Rusts hefði verið
heimskulegt og hættulegt. „Líf þess
flugmanns, sem næstur rýfur sov-
éska lofthelgi, er nú í mikilli hættu
og gildir einu þótt hann fljúgi að-
eins nokkra km inn fyrir sovésku
landamærin," sagði Horst Gehlen,
talsmaður Cockpit í útvarpsviðtali.
I Vestur-Þýskalandi hafa menn
velt vöngum yfír því hvort ákveðið
hefði verið að stöðva ekki vél Rusts,
þótt tekið hafi verið eftir henni.
Árið 1983 var suður-kóresk far-
þegaþota skotin niður með þeim
afleiðingum að 269 manns létu lífið
og leitt er getum að því að yfir-
menn í sovéska hernum hafí ekki
viljað að slíkt endurtæki sig.
Gehlen kvaðst ekki geta ímyndað
sér að draumur Rusts um að verða
atvinnuflugmaður rættist. Rust
myndi aldrei fá flugleyfi og ugg-
laust yrði hann dæmdur óhæfur til
að fljúga af sálrænum ástæðum.
Viðbrögð vestur-þýskra atvinnu-
flugmanna voru á annan veg en
# * «
Reuter
Flugvél Rusts undir kirkju Heil-
ags Basils á Rauða torginu í
Moskvu.
fjölmiðla, sem nafa vart ráðið sér
fyrir kæti yfir flugferð Rusts.
Stærsta götublað Vestur-Þýska-
lands, Bild, hvatti Mikhail Gorbach-
ev Sovétleiðtoga til að bjóða „Rauða
torgs flugmanninum” til Kremlar
og í útsýnisflug yfir Moskvu. Að
lokum ætti að leyfa Rust að veita
eiginhandaráritanir í GUM-stór-
markaðnum, sem stendur við Rauða
torgið. „Ég hló mig máttlausan,"
hafði blaðið eftir Hans Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra Vest-
ur-Þýskalands. Vitnað var í vest-
rænan leyniþjónustumann:
„Varnarlið Sovétmanna var greini-
lega drukkið rétt eina ferðina.”
Vildi afreka eitt-
hvað stórkostlegt
- segja vinir Rusts í Wedel
MATHIAS Rust, ungi ofurhug-
inn, sem lenti lítilli flugvél sinni
á Rauða torginu á fimmtudag,
er frá bænum Wedel í grennd
við Hamborg og haft er eftir
vinum hans að hann hafi viljað
gera eitthvað stórkostlegt.
Móðir Mathias Rust, Monika,
segir að hann hafi ætíð verið gagn-
tekinn af fluginu og tók flugpróf
áður en hann lærði á bíl. Rust
fékk flugdelluna eftir að hann fór
eitt sinn í hálftíma útsýnisflug
yfír Hamborg ásamt móður sinni
og föður, Karl-Heinz, og bróður
sínum, Ingo.
Mathias greiddi 180 þúsund ísl.
kr. fyrir flugskírteinið sitt. Það er
mikið fé, en flugið var ástríða
Rusts og hann var ákveðinn í að
verða atvinnflugmaður. Sá draum-
ur rætist líkast til ekki úr þessu.
Mathias Rust hefur ætíð verið
lítið gefinn fyrir íþróttir og hóf-
samur í kvennamálum: „Hann
hegðaði sér alltaf eins og eldri
maður og klæddist þannig,“ sagði
Andrea Kuhn, sem var með honum
í skóla. „Eitt sagði hann þó að
hann vildi afreka eitthvað stór-
kostlegt. Hann sagði: Ég ætla að
leggja heiminn að fótum mér.“
Mathias kom aldrei í skólasam-
kvæmi og var lítið gefinn fýrir
skemmtanir. Skólafélögum hans
ber saman um að hann hafi verið
einfari.
Axel sat við hlið Rusts í skóla:
„Hann gerði það sem honum sýnd-
ist og lét engann segja sér fyrir
verkum. Hann skipti sér ekki af
pólitík, en hafði sterka réttlætis-
kennd. En hann vildi gera eitt-
hvað.“
(Heimild: Bild)