Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR' 2. JÚNÍ 1987 33 á Rauða torg’inu: Reuter Hamborg, Reuter. VESTUR-þýski flugmaðurinn Mathias Rust sagði gáttuðum sjónarvottum á Rauða torginu í Moskvu að hann hefði komist i samband við sovéska þotu þegar hann flaug frá Helsinki og yfir Sovétríkin. Kvikmynd, sem einn viðstaddra tók þegar Rust lenti flugvél sinni á Rauða torginu, hefur verið sýnd í vestur-þýska sjónvarpinu. Þar mátti sjá Cessna 172 vélina hnita hringi yfir hvelfingum Kremlar, lenda á Moskvubrúnni og nema staðar und- ir næpulaga tumum kirkju Heilags Basils. Rust, sem kalla má þjóðhetju í sínu heimalandi, var síðan sýndur umkringdur fólki og mátti sjá hvar hann veitti mönnum eiginhandar- áritanir og svaraði spumingum á ensku og þýsku. Rust var klæddur rauðum flug- mannsjakka og sagði hann vantrú- aðri konu tvisvar að hann hefði flogið frá Helsinki. „Ég var fimm klukkustundir á leiðinni. Einni klukkustund eftir að ég lagði af stað frá Helsinki komst ég stuttlega í samband við þotu sovéska flug- hersins." Ekki kom fram hvort hann hefði aðeins séð þotuna eða sovéski flugmaðurinn hefði náð talstöðvar- sambandi. Faðir Rusts, Karl Heinz, sagði að myndin hefði komið sér á óvart: „Einfaldlega stórkostlegt." Karl Heinz, sem er verkfræðingur, kvaðst hafa verið ánægður að sjá hversu yfirvegaður og áhyggjulaus Mathias hefði virst meðal Rússa og með Rauða herinn að baki sér. Um helgina var því haldið fram að kona ein hefði verið með Rust J Gorbachev sýnir tenimrnar: Herforingjar reknir -stöðvuðu ekki Rust Mathias Rust meðal Moskvubúa á Rauða torginu. Mynd þessi er úr filmu, sem áhugamaður tók þegar Rust lenti. Flaug fram á sov- éska orrustuþotu Moskva. Reuter. VARNARMÁLARÁÐHERRA Sovétríkjanna og yfirmaður loftvarna hafa verið reknir úr stöðum sinum eftir að Vestur- Þjóðverjanum, Mathias Rust, tókst að fljúga hindrunarlaust frá Finnlandi til Moskvu og lenda þar á Rauða torginu sl. fimmtudag. Talið er að fleiri muni missa stöður sínar áður en máli þessu lýkur. Hefur sov- éski herinn ekki fengið slfta ráðningu í rúm 30 ár eða síðan Nikita Khrushchev rak Georgy Zhukov, stríðshetjuna frægu úr síðari heimsstyrjöld, úr varnar- málaráðuneytinu árið 1957. Menn minnast nú orða Andrei Gromyko er hann sagði fyrir 2 árum að Mikhail Gorbachev, aðal- ritari, hefði vissulega fallegt bros, en að á bak við það leyndust jám- tennur. Þykir Gorbachev hafa sýnt öryggi og styrkleika við þessar aðgerðir. Hann kallaði saman fund í stjómmálaráðinu nokkrum klukkustundum eftir að hann kom heim frá fundi Varsjárbandalags- ríkja í Austur-Berlín. Þar var samþykkt harðorð yfirlýsing og sagt að varnarmálaráðuneytið undir stjórn Sergei Sokolov, sem reyndar var staddur með Gorbac- hev í Berlín, hefði sýnt vítaverða vanrækslu og skort á árvekni og aga í viðbrögðum sínum við flugi Rust. Einnig var sagt að Alexand- er Koldunov, yfirmaður loftvama og undirmenn hans hefðu sýnt ófyrirgefanlega vanrækslu og skort á skipulegum vinnubrögðum. Að undanfömu hefur komið fram mikil gagnrýni pólitískra ráðamanna á yfírmenn sovéska hersins fyrir tregðu þeirra til að stunda sjálfsgagnrýni og tileinka sér umbótastefnu Gorbachev. Er ljóst að valdabarátta hefur átt sér stað á bak við tjöldin. Verður flug- ferð Rust því vatn á myllu Gorbachevs í þeirri baráttu. Sérfræðingar em flestir sam- mála um að brottrekstur Sokolov og Koldunov úr embættum, beri að taka sem skilaboð til umheims- ins um að Sovétmenn séu stað- ráðnir í að lagfæra veilur er vera kynnu á loftvömum. Sovéski flug- herinn, sem ekki er beinlínis gagnrýndur í yfírlýsingu stjórn- málaráðsins, mun hafa átt að neyða Rust til að lenda eða skjóta hann niður. Öllum eigi að vera það ljóst að slíkt verði gert ef ein- hvetjum ofurhuganum skyldi detta í hug að reyna að leika eftir flug- ferð Rust. Hvað verður gert við Rust? Gorbachev á erf iða ákvörðun fyrir höndum Reuter Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins: Rust á allt að tíu ára dóm yfir höfði sér. í vélinni, en að því er talsmaður vestur-þýska sjónvarpsins sagði sést enginn kvenmaður á myndinni. Mönnum hefur þegar verið vikið úr starfi vegna þessa máls og þyk- ir einkar vandræðalegt að flugferð Rusts skyldi hafa borið upp á „Dag sovéskra landamærávarða". í yfírlýsingu frá sovéska stjóm- málaráðinu sagði að vélar Rusts hefði orðið vart þegar hann nálgað- ist Sovétríkin og fór yfir landamær- in yfír Eistlandi. Sagði að sovéskar orrustuþotur hefðu tvisvar flogið umhverfis Cessnuna, en ekki tekist að þvinga hana til lendingar. Moskvu, Reuter. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, á erfiða ákvörðun fyrir höndum. Skera þarf úr um það hvernig farið verður með vestur-þýska ofurhugann Math- ias Rust, sem lék á sovéska herinn á fimmtudag og lenti lítilli eins hreyfils flugvél á Rauða torginu. Ef Gorbachev ákveður að senda hinn nítján ára gamla flugmann heim til Hamborgar án refsingar kann hann að virðast veikur heima fyrir, segja sérfræðingar. Það yrði þymir í augum andstæðinga endur- bótastefnu leiðtogans. Ef Gorbachev ákveður hins vegar að veita Rust þunga refsingu yrði litið svo á í vestri að hann sé ill- gjam og gersneyddur öllu skop- skyni. En Gorbachev hefur reynt að koma fyrir sem snöfurmannlegur leiðtogi í vestrænum ríkjum, sem leitast við að gera sovéskt þjóðfélag mannlegra. Þegar hefur vamarmálaráðherra Sovétríkjanna og yfirmanni loft- vama verið vikið úr starfi vegna flugævintýris Rusts. Sovéskir íjölmiðlar hafa í anda stefnu Gorbachevs um opnari fjöl- miðlun greint frá því að Rust rauf sovéska lofthelgi. Aftur á móti hef- ur hvergi verið tekið fram að hann lenti á Rauða torginu. Því hafa Moskvubúar margir ekki hugmynd um lendingarstað Rusts og hlægja einfaldlega að fiskisögunni, sem flýgur um borgina. Stjómmálaskýrendur í Bonn, höfuðborg Vestur-Þýskalands, drógu þá ályktun af því hversu fljót- ur Gorbachev var að hreinsa til eftir atvikið að Sovétmenn myndu vægja Rust. Valentin Falin, fyrrum sendi- herra í Vestur-Þýskalandi og núverandi yfirmaður sovésku fréttastofunnar Novosti var sama sinnis í viðtali við dagblaðið Hamb- urger Morgenposb „Víst er að við munum þakka honum fyrir að beina athygli okkar að gloppum í sov- éskum loftvömum. Verið getur að hann verði dreginn fyrir rétt - slíkt væri eðlilegt. En ég býst við að ungi maðurinn muni brátt hitta for- eldra sína og vini að nýju.“ Annar sérfræðingur um sovésk utanríkismál sagði í Moskvu að Rust hefði gert hernum greiða og hann ætti ekki að gjalda það dýru verði að hafa leyst niður um so- véska herinn. Aðrir sérfræðingar í Moskvu voru ekki jafn vissir um að vægt yrði tekið á Rust vegna þess að til þessa hafa opinberar yfírlýsingar verið grafalvarlegar. Og Gennadi Gerasimov, talsmaður sovéska ut- anríkisráðuneytisins, sagði að Rust ætti yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Þess finnast ekki mörg dæmi að menn hafi brotið sér leið inn í Sqv- étríkin. Árið 1968 gekk ungur Bandaríkjamaður yfir landamæri Noregs og Sovétríkjanna og sagði að runnið hefði á sig „hetjumóður". Hann fékk þriggja ára dóm fyrir að fara yfir sovésku landamærin og framdi sjálfsmorð í lest á leið í þrælkunarbúðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.