Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1987 51 Ekkert fær raskað ró þinni á ferðalaginu ef þú ert með Ferðatryggingu SJÓVÁ upp á vasann. Farðu því ekkert án Ferðatryggingar SJÓVÁ. Hún sameinar allar tryggingar sem ferðamenn þurfa á að halda: Ferðaslysatryggingu, ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu, ferðarofstryggingu og SOS neyðarþjónustu. í>ú getur keypt þér trygginguna um leið og þú sækir gjaldeyrinn því Ferðatrygging SJÓVÁ fæst líka á öllum afgreiðslustöðum Landsbanka íslands. Tryggingarfélag í einu og öllu. Sjóvátryggingarfélag íslands hf., Suöurlandsbraut 4, sími (91 )-82500. SJÓVÁ Skólaslit Trygg- ingarskólans: Trygging- ar skól- inn 25 ára TRYGGINGARSKÓLA Sambands íslenskra tryg’gingarfélaga var slitið mánudaginn 25. maí síðast- liðinn. Skólinn hefur nú starfað í 25 ár Samband íslenskra tryggingarfé- laga starfrækir skóla fyrir starfsfólk vátryggingarfélaganna undir heitinu Tryggingarskólinn. Málefni skólans eru í höndum sérstakrar skólanefnd- ar, sem skipuð er fimm mönnum. Formaður hennar er Siguijón Pét- ursson. Tryggingarskólinn hóf starfsemi haustið 1962 og hefur því starfað í 25 ár. Það eru vátrygging- arfélögin innan vébanda Sambands íslenskra tryggingarfélaga, sem standa straum af kostnaði við rekst- ur skólans. Gerist það annars vegar með árgjöldum frá vátryggingarfé- lögum í hlutfalli við iðgjaldatekjur þeirra, en hins vegar með greiðslu þatttökugjalds fyrir starfsmenn fé- laganna. Tryggingarskólanum var að þessu sinni slitið mánudaginn 25. maí s.l. Þeir nemendur, sem gengu undir próf og stóðust þau, voru 34 að þessu sinni. Voru prófskírteini af- hent nemendum við skólaslitin. Þar með er fjöldi prófskírteina frá Tryggingarskólanum orðinn 635 frá stofnun skólans. Blandaður kór frá norska vátryggingarfélaginu Store- brand söng nokkur lög við skólaslit- in. Bjarni Þórðarson, formaður Sam- bands íslenskra tryggingarfélaga afhenti 10 nemendum, sem hlotið höfðu ágætiseinkunnir á prófum, bókaverðlaun. Þessir nemendur eru Kristín Jonsdóttir og Svanhildur Geirarðsdóttir frá Reykvískri endur- tryggingu hf., Málfríður Vilhelms- dóttir og Þórður Þórðarson frá Brunabótafélagi íslands, Sigríður Klemensdóttir, Arinbjöm Sigur- geirsson, Einar Þorláksson og Linda Robinsson frá Sjóvátryggingarfélagi íslands hf., Páll Jónsson frá Trygg- ingu hf. og Svava Magnúsdóttir frá Tryggingarmiðstöðinni hf. Vopnafjörður: Lenging viðlegu- kants í 115 metra Lokið við byggingu íþróttahúss Ekki án ferdatryggingar Vopnafirði. STÆRSTU verkefni á vegum Vopnafjarðarhrepps í sumar eru við hafnarframkvæmdir, en ákveðið er að lengja viðlegukant hafnarinnar um 55 metra, og iokaáfangi íþróttahússins, en vonir standa til að taka megi húsið í notkun um næstu áramót. Framkvæmdir við höfnina hefjast um miðjan júní og verður rekið nið- ur stálþil við enda þess sem fyrir er og verður með tilkomu nýja hlut- ans komið 115 metra langt viðlegu- pláss og þar með leystur vandi togara og stórra skipa sem stöðugt hafa þurft að víkja hvert fyrir öðru vegna þrengsla. Útgerð smærri báta hefur aukist mjög að undanfömu og þörf fyrir nýja smábátaaðstöðu því orðin brýn. Endanleg ákvörðun um fram- kvæmdir liggur ekki fyrir en unnið er að teikningum og kostnaðaráætl- un. Stórátak var gert í malbikun og frágangi gatna á síðasta sumri og sagði Sveinn Guðmundsson sveitar- stjóri að í sumar mundu önnur verkefni hafa forgang. Bygging íþróttahúss hefur staðið í nokkur ár en nú er hafin vinna við lokaáfanga hússins en eins og fyrr segir standa vonir til að taka megi allt húsið í notkun um næstu áramót. Skortur á íbúðarhúsnæði hefur lengi verið tilfinnanlegur hér á Vopnafirði. Þar ætlar sveitarfé- lagið að hefja úrbætur með bygg- ingu leiguíbúða og hefjast framkvæmdir við tvær þær fyrétu mjög fljótlega. Einnig er áætlað að hefla í sumar framkvæmdir við dagheimili og leikskóla. Stöðugt eykst ferðamannastraumur í góða veðrið á Vopnafírði, og er nú á vegum hreppsins verið að útbúa nýtt og rúmgott tjaldstæði á falleg- um stað í þorpinu. - B.B. Sveinn Guðmmundsson sveit- arstjóri. \ Morgunblaðið/B.B. Unpr íþróttamenn bíða spenntir eftir að komast í nýja íþróttahúsið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.