Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 52
M^ftdtftftLAÖrÐ',1 MtÍBÍtlÍDAGUR Figgjo-boröbúnaöurinn er framleiddur úr VITRO postulíni, sem er mjög þéttbrent efni og með slitsterkum glerungi, svo engin hætta er á að flísist upp úr brúnum við notkun og í vélþvotti. Eigum fyrirliggjandi Figgjo-borðbúnað á lager. A. KARLSSOM MF. HEILDVERSLUN-SÍMI: 27444-PÓSTHÓLF: 167-BRAUTARHOLT 28-REYKJAVÍK GOLDEN CUP sundfatnaður á börn og fullorðna í miklu úrvali. Verð við allra hæfi. Einnig vandaðir jogging- og trimmgallar á konur og karla. Margar gerðir og litir. Heildverslunin A Golden cup vörurfást íhelstu sportvöruverslunum landsins. Borgartúni 36, sími 688085 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir WILLIAM SCOBIE Frá Feneyjum. Ferðamannastraumurinn til borgarinnar er svo mikill, að gripið hefur verið til ráðstafana til að stemma stigu við honum. Umdeild áætlun um La Serenissima er nú að reyna að draga úr ásókn ferða- manna. Vandinn í sambandi við „Áætlun um friðlýsingu Feneyja" er sá að bæði ferðamenn og kaupmennirnir í Feneyjum eru jafn heitir í andstöðunni við fyrirhugaðar takmarkanir, og höfundar áætlunarinnar geta ekki komið sér saman um hvaða „þak“ á að setja á fjölda ferðamanna, og enn síður um það hvernig unnt eigi að vera að framfylgja þeim reglum er settar verða. björgun Feneyja Níutíu þúsund á dag, var til- laga Augusto Salvadori ferðamálaráðgjafa Feneyja úr flokki Kristilegra demókrata. „Ekki fleiri en 50.000,“ sagði Nereo Laroni borgarstjóri Feneyja úr flokki sósíalista. En meðan . unnið er að aðgerðum til að tak- marka ferðamannafjöldann er , einnig verið að undirbúa leið- i togafund í Feneyjum nú í júní með þátttöku Ronalds Reagan, Margaretar Thatcher og fímm annarra leiðtoga þar sem fjalla á um stjóm- og efnahagsmál, og alþjóða vörusýningu sem kaup- sýslumenn vonast til að laði þangað í það minnsta 150.000 gesti á dag. Erfíðleikamir hófust með óvenju miklu aðstreymi ferða- manna á kjötkveðjuhátíðina árlegu, sem haldin var í febrúar. Þeir jukust enn um páskana, og hreint neyðarástand ríkti um 1. maí helgina, þegar lögreglan neyddist til að breyta öngstrætun- um út frá Markúsartorginu í einstefnu göngugötur. Þennan laugardag var gripið til örþrifaráða. Langa uppbyggða akveginum yfír lónið inn til borg- arinnar — sem nefndur hefur verið Frelsisbrúin — var lokað klukkan 10.30 fyrir hádegi þegar lögregl- unni taldist svo til að 100.000 gestir hefðu komið akandi til borgarinnar þennan eina morgun. Gamansögur gengu manna á meðal um Feneyjabúann sem svalt í hel úti á gangstétt af því hann komst ekki gegnum straum japan- skra ferðamanna að veitingahús- inu hinum megin götunnar. Rætt var um að úthluta sér- stökum aðgöngumiðum til fyrstu 50.000 (eða 90.000) aðkomu- mannanna á degi hveijum. Þeirri tillögu hafnaði Augusto Salvadori eindregið og sagði hana jafn fár- ánlega og hún væri óraunhæf, auk þess sem hún væri augljóst brot á ítölsku stjómarskránni sem tryggir landsmönnum fullt ferða- frelsi innanlands. Salvadori varð þekktur og sumsstaðar óvinsæll þegar hann í fyrrasumar bolaði evrópskum og amerískum bakpokaunglingum burt frá þægilegu og ókeypis svefnplássi þeirra í marmara- göngum Piazzale í Feneyjum. Nú vill hann vægari aðgerðir. Hann vill skylda umráðendur langferðabifreiða og einkabíla til að tryggja sér fyrirfram bílastæði á Piazza Roma torginu, þessari víðlendu miðstöð flestra þeirra er koma akandi. (Þaðan er farið með vaporetti (gufuknúnum ferjum) yfir til bíllausrar borgarinnar, lónsins eða nærliggjandi eyja.) Frá og með júní yrði aðeins 200 langferðabílum hleypt inn og ótil- teknum fjölda smærri bifreiða — en þeir mundu trúlega skipta þús- undum. Tölvur reiknuðu út jafnóðum hvenær tilskildum fy'ölda væri náð og yrði þá Frelsisbrúnni lokað, og lögreglumenn á verði til að bægja frá þeim sem reyndu að ryðjast inn án heimildar. Þessi hugmynd er hinsvegar að mestu gagnslaus þar sem áfram streymdu tugir þúsunda ferðamanna þangað, jafnvel meirihlutinn, meðjámbrautarlest- um, skipum og flugvélum. Vinstrisinnar á Ítalíu voru fljót- ir til að átelja að með þessum aðgerðum væri bersýnilega verið að reyna að losa La Serenissima (eða „háæruverðugasta" lýðveld- ið, eins og borgarbúar vilja enn nefna Feneyjar) við snauðara að- komufólkið, saccoapelisti — svefnpokaunglingana sem ferðast á puttanum — sem kemur aðal- lega akandi og án bókaðra gisti- herbergja. Og hægrisinnar hafa einnig sína lausn á vandanum sem hent- ar vel borg með takmarkaðar aðkomuleiðir á landi, sjó og úr lofti: taka aðgangseyri af komu- mönnum eins og um væri að ræða einskonar ítalskt Disneyland, hugsanlega mismunandi hátt eftir því í hvaða gæðaflokki gististaður viðkomandi væri. „A þennan hátt,“ segir í ritstjómargrein fjár- málablaðsins II Sole, „mætti í það minnsta safna fé til að vemda Feneyjar gegn öðmm eyðingaröfl- um sem á kunna að heija." Hvað varðar þá fáránlegu hug- mynd að halda alþjóðlega vöm- sýningu, eða Expo Universale í Feneyjum, þá er hún ekki fyrir- huguð fyrr en árið 1997. En sósíalistar í valdaaðstöðu em mjög fylgjandi hugmyndinni (sem aðstandendur segja að geti laðað þangað fleiri ferðamenn en þær 20 milljónir sem heimsóttu heims- sýninguna í Vancouver), og leið- togi þeirra, Bettino Craxi, sem verið hefur forsætisráðherra Ítalíu undanfarin fimm ár, hefur veitt hugmyndinni blessun sína. Svo alþjóðasýningin getur enn orðið að vemleika í borg sem enn hefur ekki náð sér eftir hörmungar flóð- anna miklu sem þar urðu árið 1966, og sem ekkert hefur gert til úrbóta — annað en að tala um fyrirbyggjandi aðgerðir. „Lóninu er mun hættara nú en fyrir 20 ámm,“ segir sérfræðing- ur í viðgerð listaverka, sem um margra ára skeið hefur unnið að lagfæringum á þúsundum lista- verka og bygginga, sem skemmd- ust í flóðunum. „Það er hreint bijálæði að kasta fé í þessa sýn- ingu í stað þess að veija þvi til flóðavarna.“ Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.