Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 55

Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 55 Útvarp og „áhorf “ eftirHarald Guðnason Útvarpið var einskonar akademía á fyrstu árum þess. Þá' voru flutt úrvalserindi um bókmenntir, sögu og atvinnuvegi, svo fátt eitt sé nefnt. Nú er öldin önnur: fjölmiðla- fár. M.a. dag og nótt. Eða eins og konan sagði um eina útvarpsstöð- ina: Það er ágætt að hlusta á hana, því hún truflar mann ekki við störf- in heldur flæðir í gegn. Það er lóðið, opið útvarp, ekki hlustað, hljóð flæða í gegn. Ég held að það sé rétt sem Óskar Guðmundsson segir í Helgarpósti, að þó ekki hafi margt tengt okkur saman sem þjóð, „þá höfum við tengst menningarlega saman gegn- um útvarpið". Nú er þetta liðin tíð. Nú er komið fjölmiðlakraðak sem flæðir í gegn. Ætti nú „fjölmiðlaneyslan" að vera nægileg í bili. „Ftjálsu" stöðv- amar spretta upp hver af annarri, Bylgjan, skólaútvarp, Jesú-útvarp, Laufdalsradíó, svæðaútvarp o.fl. Frelsishjalið er reyndar píp eitt, stöðvarnar eru háðar markaði, áskrifendum, auglýsingum, pening- um. Víkjum þá aðeins að Gufuradíó- inu okkar gamla og góða. Morgun- póstamir mættu fara að hvíla sig um sinn. Austan- og vestanpóstar líka. Þeir skila þó sínu allvel, en þurfum við að hlusta á sömu radd- irnar ár eftir ár? Þá er sitthvað að vera frambærilegir fréttamenn og eða sjá um blandaða útvarpsþætti nær samfellt tvær klukkustundir hvem morgun. Slíkt er ekki á færi nema reyndra þáttagerðarmanna svo vel sé. Það er ekki nóg að fylla þetta gap með viðtölum, sem oft eiga lítið erindi við almenning, og plötum á fóninn. Svo koma samtöl eftir hádegi, samtöl eftir þijúkaffi og samtöl síðdegis. Á þriðjudögum fá svo nokkrir hlustendur að „slá á þráðinn" og „slá í gegn“ eins og stjómendurnir segja, og hafa kannski obbolítið gaman af að heyra hvemig röddin htjómar í tækinu. Hinsvegar gæti bmgðið til beggja vona um ánægju okkar hlustara, þegar einn „besser- wisser" kemur öðrum meiri með „tilleggið“ sitt. Varla er tiltökumál þó frétta- menn missi stöku sinnum útúr sér erlend orð. Islendingar þykjast hafa ímugust á dönsku. En hvernig færu þeir at) og aðrir ef þeir þekktu ekki danska orðið akkúrat sem nær allir tönnlast á. Þá er tímaviðmiðun fjöl- miðla all sérkennileg. Nefnilega þetta kvöldmatarleyti, sem er þrástagast á. Ætli fólk meðtaki ekki sínar kvöldmáltíðir á ærið mis- munandi tíma? Kannski frá kl. 18—21? Annars sagði þingmaður svo frá í útvarpi (eða sjónvarpi) að skv. vísindalegri könnun væri kvöldmatartími á íslandi kl. 7 (19)! Illa líkar mér að Ríkissjónvarpið skyldi færa fréttatímann aftur til kl. 20. Svona er að hafa útvarps- ráð, algjör tímaskekkja. Fréttir eru alltof oft öngvar frétt- ir. Biðils- og viðræðufundir vegna stjómarmyndunar eru dæmi uppá þetta. Þjóð veit að ekkert fréttnæmt mundi sagt fyrst um sinn. Samt æða hópar fjölmiðlafólks með myndavélar og taltól sín. Spyija oft aulalega, og fá ekki svör. Nú eru menn líka að ná áttum í því að fjölmiðlar eru ekki dómstól- ar. Sekur mun enginn sagður fyrr en sök er sönnuð. Þá erum við laus við takt við tímann og geislann, en hressilegur er Ómar sem fyrr. Geislinn of oft misheppnaður. Margir menn sögðu fátt sem máli skipti. Hún er annars merkileg þessi tímaþröng sem þjáir fjölmiðla þrátt fyrir sífellt lengri sendingartíma. „Tíminn er að renna frá okkur.“ Hugsa sér bara. Þáttur- inn um Fjallaskáldið var með ágætum. Nú ætti ekki að þrufa að loka Gleðibankanum. Hvað eru 10 millj. eða svo móti því að þjóðin geti feng- ið E-dópið sitt einu sinni á ári? Hún á það sannarlega inni. En við máttum svo sem vita hvemig þetta færi núna. Lagið hans Valgeirs var alltof gott að allra dómi og mínum líka. Hækkaði þó eiginlega um eitt sæti miðað við þátttöku. Nú ríður bara á að fá lélegt lag næst eða jafnvel vont, þá gætum við lent sæti ofar. Og svo áfram með lakara lag ár frá ári, uns 1. sæti væri náð. Og þá ærist þjóðin mín af gleði. Þá verður gaman. Ekki fínnst mér rétt að skamma Kolbrúnu, sem er góður sjónverpill, heldur ætti að skamma þá sem sendu hana. Við sjáum nefnilega heiti landa á skjánum, vitum um stigagjöfína og hvaðan hún kemur og þurfum ekkert sam- tal. Hinrik var þó verri og ekki skammaður. Sendið ekki íslenskan þul næst. Fyrir nokkru var kynnum efnis í sjónvarpi sagt upp störfum, a.m.k. hættu þeir til að spara var okkur tjáð, enda dagskrá birt á skjá stóru letri. En svo komu bara aðrir kynn- ar eða hvað þeir heita á fagmáli. Var kannski til að samræma kynn- isstörf og tískusýningar? Satt best að segja ber ég dulda virðingu fyrir kraftmiklum ungum mönnum og konum, sem stritast við að sitja tímum saman, setja popp á fón (undir nálina), blaðra milli laga, oft með nokkrum draf- anda í röddinni eða sönglanda. Það verður mikil blessun vorri kynslóð ungri þegar þijár eða fjórar út- varpsstöðvar láta gargið ganga allar nætur. Þá eiga þeir gott sem eru svefnléttir. Þá má nefna þrautseigju þeirra sem sífellt eru að „stjórna" þessum samtölum daginn inn og út, og líklega fáir hlusta á nema þá helst rúmliggjendur og sjónskertir. Þessi samtalssíbylja er orðin ærið þreytt, þreytandi og oft hundleiðinleg (blessaðir hundamir). Og sumir vilja bæta um betur, setja upp samtalaútvarp, eina út- varpsstöðina enn. Guð varðveiti oss gegn slíku! Lengi höfurn við mátt hlusta á ramakvein RUV-stjómenda um bágan fjárhag stofnunarinnar. Þetta hefur farið fyrir bijóstið á okkur og við beðið þess í ofvæni að mega borga meira. Einhver hafði orð á því í blaði, að sjónvarpið hefði mátt missa af stórfé vegua þess að það sá sóma sinn í því að birta ekki glansmyndir af uppstríluðum pólitíkusum eins og Stöð 2. Þetta vil ég þakka, er þó varla þakkar- SAMKÓR Breiðdælinga í Breið- dalsvík og Samkór Rangæingafé- lagsins í Reykjavík halda sameiginlega söngskemmtun fimmtudaginn 4. júní í Staðar- borg í Breiðdal kl. 21.00 og föstudaginn 5. júní i félagsheim- ilinu Skrúð, Fáskrúðsfirði, einnig kl. 21.00. vert, svo sjálfsagt sem það er. En vegna þess m.a.l fyrirgefst RÚV- inu okkar margt, svo sem skrykkja- músik og breim, boltaspark og „við gefum boltann til ykkar á Skúla- götu“ o.s.frv. Fréttastjórar Páll og Hrafn em „mínir menn“. Hrafn vann það sér- staka afrek að tala án uppihalds daglangt um ekki neitt (fundur Gorba og gamla leikarans frá Holly- wood). Óngvar fréttir eru líka fréttir sögðu gömlu mennirnir. Páll er snaggaralegur fréttamaður (þul- ur). Hann er líka Eyjapeyi eins og Árni Johnsen og hefur einfaldan smekk, a.m.k. á ytra borðinu. Annars er þetta vinsældastríð (um glamorinn) milli Hrafns og Páls hálfgert leiðindamál, sbr. „Við urðum ofaná", „Við höfum vinning- inn“, síðan „skoðanakannanir", talnaleikir, línurit um „áhorf“ og „horfun" og sjálfshól. í Degi 8. maí segir um þetta og skal tekið undir hér: „ .. . samkeppnin milli §öl- miðla hefur ekki orðið á sviði gæða, Haraldur Guðnason „Það verður mikil biessun vorri kynslóð ungri þegar þrjár eða fjórar útvarpsstöðvar láta gargið ganga allar nætur. Þá eiga þeir gott sem eru svefnlétt- ir.“ fagmennsku og sanngirni, heldur á sviði sjálfhælni, tillitsleysis og skmms. Vitaskuld á samkeppnin eingöngu að vera fólgin í því að gera betur en andstæðingurinn, og geta þess sem hann gerir vel“. Áður er minnst á bágan fjárhag. Nú er komin betri tíð með blóm í haga. Eftir að hafa neitað um 18% hækkun á afnotagjöldum, þá kemur Sverrir ráðherra og ákveður án þess að spyija samráðherra 67% hækkun, við mikinn fögnuð í sálum útvarpsstjóra og útvarpsráðs. Það setur vissulega svip á tilveruna að hafa í ráðherrastóli svona snagg- aralegan og orðhvatan angurgapa sem Sverri. Sverrir ráðherra (enn- þá) er kunnur að því að ná jafnan vopnum sínum. Nú ætti hann að hjálpa Ríkisútvarpinu að ná vopnum sínum, tolltekjum sem því ber sam- kvæmt lögum. Þær voru fyrir 8 ámm um 30 millj. kr., nú öngvar. Það er ekki nóg að búa til lög og láta stjómvöld bijóta þau þegjandi og hljóðalaust. „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ (Sálmur 22,10.) Höfundur er fyrrverandi bóka- vörður. Samkórar með söngskemmtun Á þessari söngskemmtun munu kórarnir syngja innlend og erlend kórlög. Einnig verður á dagskránni einsöngur og tvísöngur þeirra Elín- ar Óskar Óskarsdóttur og Kjartans Ólafssonar. En þau em jafnframt stjómendur kóranna. Píanóleikari verður Ólafur Vignir Albertsson. © ranmð upp BLOMANÆRING Ný tilbúic áburðarblanda sem hentar öll- um stofublómum, útiblómum og gróður- húsajurtum. Blómanæring gefur kröftugan vöxt og stuðlar að heilbrigði plantnanna, blómgun verður betri og útlitið fallegra. Blómanæring er fáanleg um allt land í 0,5 og 5 lítra brúsum. Blómanæring er framleidd undir stöð- ugu gæðaeftirliti eigin rannsóknarstofu. Prófaðu Blómanæringuna og það rennur upp nýtt blómaskeið. ABURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS Heildsöludreifing S: 673200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.