Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 58

Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Minning: Gunnhildur Björns- . dóttírfrá Grænumýri Fædd 16. október 1899 Dáin 24. maí 1987 Þann 24. maí sl. andaðist Gunn- hildur föðursystir mín eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hún var ein af 11 bömum séra Björns Jóns- sonar prófasts á Miklabæ í Skaga- fírði og konu hans, Guðfínnu Jensdóttur. Þegar þær föðursystur mínar hafa dáið hafa komið upp í huga v minn margar ljúfar minningar um þær frá bemskunni, en heimiii þeirra afa og ömmu var mitt annað heimili á uppvaxtarárum mínum. En um enga þeirra, og mjög fátt fólk sem ég hef orðið samferða á lífsleiðinni, á ég kærari minningar en Gunnhildi. Eftir að afí lét af prestsskap vegna blindu, og fluttist ásamt Qölskyldu sinni í Sólheima, varð það fastur liður í tilvemnni að fara alltaf öðm hvom „fram í Sólheima" og gista þar í nokkrar nætur. í mínum huga var það alltaf Gunnhildur sem ég var fyrst og fremst að heimsækja. Ég elti hana eins og lamb allan daginn og svaf hjá henni á nóttunni. Og alltaf varð > hún að segja mér sögur, sama hvort hún var úti í fjósi að mjólka kýmar eða sat við hlóðimar og bakaði flat- brauð. Sögumar hennar Gunnhildar vom að því leyti frábmgðnar öðmm sögum, að þær vom ekki hin hefð- bundnu ævintýr eins og aðrir sögðu mér, heldur sögur sem hún hafði lesið í útlendum bókum, sögur sem opnuðu mér nýja heima. Ég fékk þar útsýn til fjarlægra landa og ólíkra lífshátta. Síðan ræddum við um sögupersónumar og út frá því ' um lífíð og tilveruna. Þegar ég var ellefu ára var Gunnhildur í kaupa- vinnu hjá foreldmm mínum. Það var skemmtilegt sumar og margt spjailað. Ég var upp úr því vaxin að láta segja mér sögur, en ég hlust- aði því meira á lífsspekina hennar Gunnhildar. Ég man að einu sinni sagði hún við mig: „Ég held að það eftirsóknarverðasta í lífínu sé að bregðast aldrei því besta í sjálfum sér og halda ætíð hugarró sinni." Þessi orð hafa löngum setið í mér. Þetta held ég að hafí verið lífsspeki Gunnhildar alla tíð. Gunnhildur var gift Jóni Stefáns- syni frá Þverá, en hann var systur- sonur móður minnar. Þau eignuðust tvo syni, séra Bjöm prest á Akra- nesi, og Stefán bónda í Grænumýri. Allan sinn búskap áttu þau við mikla fátækt að stríða eins og flest- ir einyrkjar í sveit á þeim ámm. Jón var ekki heilsuhraustur og mik- ið mæddi því á Gunnhildi við störf heimilisins. Jón er dáinn fyrir nokkram ámm. Þó Gunnhildur væri alla ævi fá- tæk á veraldarvísu og ætti á margan hátt erfíða ævi, átti hún þá andlegu auðlegð sem margan skortir. Hún las mikið og fylgdist vel með því sem gerðist, og hún var fundvís á hamingjuna innra með sjálfri sér. Hugarró sinni hélt hún til hinstu stundar. Ég man þá andlegu ró og sátt við lífíð og tilver- una sem geislaði af henni þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið á Sauðárkróki í fyrrasumar. Ég vil að lokum þakka Gunnhildi fyrir allar okkar góðu samveru- stundir, fyrir þann siðalærdóm sem hún kenndi mér ungri og allt annað sem hún miðlaði mér af auðæfum anda síns. Ég vil færa henni hinstu kveðju Katrínar dóttur minnar, sem nú er í Svíþjóð, en var eitt sinn hjá henni sumartíma á bemskuáram sínum, og á alltaf hlýjar minningar um hana. Sigurlaug Sveinsdóttir, dóttir Guðbjargar föðursystur minnar, hefur beðið mig að birta kveðju frá sér og fjölskyldu sinni og þakkir fyrir allar þær góðu minn- ingar sem hún á um Gunnhildi. Ferð Gunnhildar hér á jörðu er lokið. Ef eitthvað er til hinum meg- in, og ef þar kynni að ríkja meira réttlæti og annað gildismat en hér í heimi lífsgæðakapphlaupsins og fáránleikans, þá á hún áreiðanlega góða heimvon þar. María Þorsteinsdóttir Þegar ég minnist Gunnhildar Bjömsdóttur frænku minnar, hlýn- ar mér um hjartarætur. Hún var kona óvenjuleg um margt. Fóm- fysi, þolinmæði og hógværð vom ríkir þættir í eðli hennar ásamt kærleika og bænariðju. Hún var í einu orði sagt góð kona, frá henni stafaði geislum góðvildar til allra þeirra, sem með henni gengu á lífsins vegi. Einhveijum, sem les þessar línur og eigi þekkir vel til, kann að fínnast of sterkt til orða tekið, en svo er ekki, fremur vantar mig orð, sem segðu það sem segja þarf. Ég man Gunnhildi vel frá mörg- um skeiðum ævi minnar: frá bemsku, æsku og fullorðinsámm og alltaf fylgdi henni sama ljósið. Þrír drengir em lagðir af stað snemma morguns á fögmm sumar- degi, gangandi með nestið sitt, til þess að vinna í vegavinnu daglangt fram á kvöld og ganga síðan aftur heim að kvöldi. Þá var gott að hafa nóg að borða og oft var þreyta í ungum fótum eftir allt göngulagið og vinnuna, og gott að eiga um- hyggjusama húsmóðir, sem aldrei brást. Hún fór fyrst allra á fætur og síðust gekk hún til hvflu á kvöld- in, ég held, að Gunnhildur hafí í þá daga aðeins blundað stutta stund um lágnættið. Þetta sumar þjónaði hún vel drengjunum sínum, þó að ekki væri nema einn þeirra sonur hennar. Og að sjálfsögðu var þessi þjónusta hennar ekki nema örlítið brot af störfum hennar, þegar slátt- ur og hirðing heyja stóð sem hæst. Og síðar á öðm æviskeiði mínu kemur roskin kona í heimsókn til þess að dvelja um stund á heimili systur sinnar. Þar verða miklir fagnaðarfundir, því að systumar em óvenju samrýndar og hafa báð- ar gaman af að spjalla og rifja upp gamla og góða daga, þegar þær vom ungar og eftirsóttar, og mér er nær að halda, að stundum hafí verið nokkuð liðið á nótt, þegar lagst var til hvflu og farið að sofa. Þannig birtast myndimar hver af annarri fyrir hugarsjónum mínum, en hér er eigi rúm fyrir fleiri, en allar bera þær birtu og hlýju í sál. Gunnhildur Bjömsdóttir, móður- systir mín, fæddist að Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði 16. okt. 1899. Foreldrar hennar vom sr. Bjöm Jónsson prófastur og kona hans Guðfínna Jensdóttir. Þau eign- uðust 11 böm og var Gunnhildur meðal yngri bama þeirra. Tvö systkini hennar em enn á lífí: Guð- björg Bjarman, sem nú dvelst á Sunnuhlíð í Kópavogi og séra Berg- ur, fyrram prófastur i Stafholti, nú búsettur í Reykjavík. Gunnhiídur ólst upp á Miklabæ hjá foreldmm sínum. Heimilið var rómað menn- ingarsetur. Þar fengu bömin það veganesti út í lífíð, sem reyndist þeim hollt og nytsamlegt. Menntun hlutu þau Miklabæjarsystkin í heimahúsum. Faðir þeirra var orð- lagður fræðari og miðlaði þeim og öðmm sem í nánd hans vom af þekkingu sinni. Móðir hennar, Guð- finna, amma min, var einstök gæðakona. Hún mátti ekkert aumt sjá. Ef til vill er hún sú manneskja, sem mitt unga bamshjarta unni mest allra. Ung að ámm fór Gunnhildur til náms í Kvennaskólann í Reykjavík. Var henni jafnan minnisstæður sá tími og kær var hann í minningu hennar. Árið 1926 gekk Gunnhildur í hjónaband með Jóni Stefánssyni frá Þverá, syni Stefáns bónda þar Sig- urðssonar og Hjörtínu Hannesdótt- ur konu hans. Þau Jón og Gunnhildur bjuggu á ýmsum stöð- um uns þau eignuðust býli í Hjalta- staðatorfunni, sem þau nefndu Grænumýri. Synir þeirra em tveir, séra Bjöm, prestur á Akranesi, kvæntur Sjöfn Jónsdóttur og Stef- án, bóndi í Grænumýri, kvæntur Ingu Ingólfsdóttur og hjá þeim var Gunnhildur síðustu æviárin áður en hún fór á ellideild Sjúkrahússins á Sauðárkróki, en þar lést hún 24. maí sl. Ég á mjög góðar minningar um Jón Stefánsson. Hann var maður greindur vel, eins og hann átti kyn til, glaðsinna og léttur í lund. Hann gladdi oft geð okkar unglinganna með léttri kímni sinni og oft skemmtum við okkur vel í návist hans. Hann var góður bóndi, hag- sýnn og snyrtimenni hið mesta og gerði lítið kot að góðri bújörð. Gunnhildur var vinnusöm og lét ekki sinn hlut eftir liggja í baráttu lífsins meðan heilsa og kraftar ent- ust. Þó kemur mér í hug frásagan um Mörtu og Maríu, þegar ég hugsa til hennar. Marta var önnum kafín við mikla þjónustu, húsmóðurstörf- in vom henni efst í huga. En María sat við fætur meistarans og hlýddi á orð hans. Það var ríkara í eðli Gunnhildar að auðga anda sinn en nostra við húsmóðurstörfín. Og að vissu leyti hefðu átt við hana orðin: Hún hefír valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekinn frá henni. Gunnhildur var afar bókhneigð og hafði óbrigðult minni. Hún hafði einkar gaman af að ræða um bók- menntir, sem henni féllu vel í geð og mundi jafnvel söguþráð þeirra bóka, sem hún las í æsku. Hún mundi einnig allar þær bænir, sem henni vom kenndar í bemsku og í þeirri röð, sem faðir hennar fór með þær fyrir bömin á kvöldin. Lítið bænakver mun koma út á þessu ári í forsjá séra Bjöms. Kverið ber heitið „Bænimar hennar mömmu“, þar er þessi bænagjörð færð í letur. Já, Gunnhildur var bænheit kona, ég held, að bænin hafi verið henni eitt og allt. Það er því einkar tákn- rænt, að hún skyldi kveðja þetta jarðneska líf á bænadegi, bænadegi íslensku kirkjunnar, þegar sérstak- lega var beðið fyrir heimilunum og fjölskyldunum í þessu Iandi. í kær- leika og umhyggju fyrir heimili og ástvinum var hún sönn fyrirmynd og í bænariðju var enginn henni fremri. Ég er þess fullviss, að Drottinn hefír blessað bænimar hennar og kallað hana heim til sín á bæna- degi. Það er sú bænheyrsla og það bænasvar, sem hún verðskuldaði. Og ég trúi því, að með bæn í hjarta hafí hún gengið inn til fagnaðar herra síns. Ragnar Fjalar Lárusson Eitt það dýrmætasta sem unnt er að eignast era minningar um hugþekka samferðamenn á lífsveg- inum. Slíkar em minningamar um Gunnhildi Bjömsdóttur frá Miklabæ, móðursystur mína, en hún lézt eftir langt veikindastríð hinn 24. maí síðastliðinn í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, 87 ára að aldri. Em nú einungis tvö systkinanna af hin- um stóra bamahópi þeirra sr. Bjöms Jónssonar og frú Guðfinnu Jensdóttur á lífí, þau Guðbjörg og Bergur. Þegar ég nú minnist frænku minnar, Gunnhildar Bjömsdóttur, þá er mér efst í huga að með henni er gengin einkar grandvör kona, er hlaut að erfðum góða greind og bamslega einlægni, góðvilja til alls þess er anda dregur, hvort heldur það vom menn eða dýr. Og svo var hún hrekklaus manneskja að vart hefur hún getað ætlað öðmm nokk- uð illt, a.m.k. ekki að óreyndu. Gunnhildur hlaut í foreldrahús- um uppeldi ósvikinnar menningar, þar sem sterkustu þættimir vom hið kristilega og húmaníska lífsvið- horf. Þetta veganesti að heiman varð henni næsta notadijúgt. Hún var og alla tíð einkar lesfús kona og nýtti áreiðanlega vel þær stopulu frístundir er gáfust. Af þeim fékk bókin sinn dijúga skerf, því bókalestur var henni bókstafleg nautn, ekki hvað sízt þegar um sígildar bókmenntir var að tefla. Hún ræddi líka ósjaldan um efni slíkra bókmennta og kom oft með vel yfírvegaðar athugasemdir um það margt hvert. Fyrir röskum hálfum fímmta ára- tug var ég í nokkra daga á heimili Gunnhildar og manns hennar, Jóns Stefánssonar, en það hét þá Hjalta- staðakot (nú heitir það Grænamýri). Mér er enn í minni hversu hún lagði sig í líma um að heimilisfólkið, ekki hvað sízt gesturinn hennar ungi, hefði sem allra bezt atlæti. Til að svo mætti verða vom kraftar henn- ar sízt sparaðir og mörg fómin færð. Og þá var hægt að fá ofur- iitla innsýn í það hversu starfsdagur hennar var að jafnaði langur og ég hygg oft æði töluvert strangur. Því hún reis yfírleitt fyrst heimilis- manna úr rekkju og hvarf síðust til hvflu. í gamla daga var það ætíð kær- komin tilbreyting að ekki sé sagt hátíð að heimsækja heimilisfólkið í Hjaltastaðakoti, þau Gunnhildi og Jón, og syni þeirra tvo, Bjöm og Stefán. Þar vom móttökumar ætíð konunglegar, gestrisnin ósvikin. Það er bjart jrfír minningu þessara löngu liðna samvemstunda. Og sú vinátta er þá tókst með frændunum ungu hefíir staðist slit daga og ára, þótt oft síðan hafí verið töluvert stór vík milli vina. Ég og mitt fólk höfum þá ætíð fund- ið að þar sem þeir frændur mínir em og þeirra fjölskyldur, er sönnum vinum að mæta. Þessa vil ég minnast nú og þakka, þegar elskuð móðir þeirra bræðra og frænka mín hefur hlotið lausn úr greipum hins grimmúðga sjúkdóma, er horfín yfír um mærin miklu á vit þess Drottins síns og lausnara er hún treysti um alla hluti fram og fól reyndar líf sitt og sinna í ömggri von, bæn og trú. Við þessi miklu vegaskil flyt ég Gunnhildi frænku minni heilar þakkir mínar og íjölskyldu minnar fyrir allan hennar hlýhug og vin- semd, er hún ætíð sýndi okkur á svo margan máta, fyrir óvenju hug- þekka viðkynningu fyrr og síðar. Guð blessi minningu hennar. Stefán Lárusson Hvaða kostur er bestur? lengi og eitt rakvélarblað. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR HELGI ÞÓRARINSSON rafvirkjameistari, Tjarnargötu 41, Keflavfk, andaðist að kvöldi dags 30. maí á sjúkrahúsi Keflavíkurlæknis- héraðs. Marfa Hermannsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, JÓN B. ÓLAFSSON áður bóndi, Fffustöðum, Arnarfiröl, lést í sjúkrahúsi ísafjarðar 29. maí. Jarðarförín fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 6. júní kl. 14.00. Bömin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.