Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 61

Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 61 Signe Sírnes Greips son — Minning Fædd 26. mars 1944 Dáin 25. maí 1987 Mánudagurinn 25. maí var að kvöldi. Tíðarfarið hafði verið ein- stakt og vorangan lagði að vitum. Vorverkunum í garðinum mínum var að ljúka. Ró þessa fagra kvölds lagðist yfir mig, þama sem ég stóð og dáðist að undrum almættisins, hvemig náttúran er vakin til lífs af vetrardvala. Símtal frá Noregi kom mér aftur niður á jörðina. Vin- ur minn, Hallgrímur Greipsson eða Halli Greips, eins og við köllum hann, var í símanum. „Hún Signa er dáin,“ hljómaði yfir hafið. Sam- spil lífs og dauða er óútreiknanlegt. Halli tilkynnti mér lát eiginkonu sinnar, Signe Simes, á sama tíma og lífið umhverfis mig var að vakna. Signa hafði látist fyrr um kvöldið eftir stutta en strembna baráttu við sjúkdóminn illa, krabbameinið. Vet- urinn hafði verið fjölskyldunni erfíður, sérlega þó Signu. í nóvem- ber var annað bijóstið fjarlægt. Eftir geislameðferð virtist sem framhaldið væri nokkuð bjart. Með- ferðin lofaði góðu. Þann 18. maí var Signa lögð inn til frekari rann- sókna, leið vel og var hress og kát, en átti ekki afturkvæmt. A fimmta degi, þann 22. maí, tók sjúkdómur- inn aðra og óskilda stefnu, með þvílíkum hraða að læknamir sögð- ust hvorki hafa heyrt eða séð annað eins. Vísindin fengu ekkert að gert og 25. maí var baráttunni lokið. Signa fékk hvfld og ró. Við hin stöndum öll hálf ráðvillt. Endur- minningarnar hrannast upp í hálfgerðum mglanda. Signa vinkona mín fæddist í Reykjavík þann 26. marz 1944, en flutti tæplega tveggja ára, ásamt foreldrum sínum, þeim Önnu Mariu Aradóttur og Sigvald Simes til Haugasunds. Fyrir stríð mátti Sir- nes-fjölskyldan sín mikils í Noregi. Signa bar Simesnafnið alla tíð með miklu stolti, ásamt Greipsnafninu. Signa var einkabam, umvafín ástúð og elsku foreldra sinna. í bemsku er vísir seinni tíma lagður. Oft ræddi hún og þakkaði foreldmm sínum að til hennar vora gerðar strangar kröfur kurteisi, heiðar- leika og dugnaðar. Sem fulltíða einkenndist persónuleiki Signu af styrk, drenglund og jákvæðri glettni. Þessir góðu eiginleikar reyndust notadijúgir sem vega- nesti, hjálpuðu til í sorg og gleði og heilluðu samferðafólkið, hvort heldur var á íslandi eða úti í Noregi. Þessa seinustu daga hefur okkur verið tíðrætt um það hér á heimil- inu, að Signu hefur aldrei verið hallmælt í okkar eym. Það eitt að nefna nafnið hennar lyfti brún og bætti geð. Vorið 1962 lauk Signa verzlunar- skólaprófi í.Noregi. Eftir að hafa aurað saman farareyri, kom hún til íslands. Ragna móðursystir og Leif- ur tóku á móti henni og hjá þeim bjó hún fyrst um sinn. Fljótlega hóf hún störf hjá Gunnari Ásgeirssyni. Signa þótti góður starfskraftur. Alla tíð talaði hún um Gunnars Ásgeirssonar fyrirtækið og starfs- fólk þess, sem góða vini og gleði- gjafa. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Hallgrími Greipssyni, sem einnig reyndist góður vinur og gleðigjafí. Halli er mikið tryggðatröll og það vom þau bæði. í upphafí var sú stefna tekin að fjölskyldu- og vinatengsl beggja landanna væm þeim jafn mikils virði. En þessi tengsl þyrfti að rækta og hlúa að. Brúðkaup þeirra var haldið í Noregi þann 18. sept- ember 1965. Fjarlægð er afstætt hugtak. Signu var einkar lagið að gera ijarlægðir að engu. Hún var dugleg að skrifa og senda myndir af leik og starfi hvar sem þau bjuggu. Eftir þriggja ára búsetu í Noregi komu ungu hjónin heim með dótturina Önnu Simes, fædda 15. febrúar 1966. Yngri dóttirin Llnda Simes fæddist líka í Noregi þann 1. júní 1968. Tengdaforeldramir Guðleif og Greipur tóku þeim opn- um örmum og hjá þeim bjuggu þau næstu árin. Halla og Signu var báðum mikið kappsmál að rækta sem best samband dætranna við afa og ömmu í Noregi. Anna María og Sigvald, foreldrar Signu, áttu ekki heimangengt. Sigvald var far- inn að heilsu og þurfti stöðuga umönnun konu sinnar. Tilveran snerist um hagi einkadótturinnar og ijölskyldu hennar uppi á ís- landi. Halli og Signa gerðu sér þegar í upphafi ljóst að hvemig sem íjárhagur væri, mættu Noregsferðir ekki detta niður. Þeim var báðum ljúft og skylt að sinna skyldmennum í báðum löndunum. Haustið 1968 flutti fjölskyldan í eigið húsnæði að Geitlandi 2. Við urðum nágrannar með nær dagleg samskipti. Hjónin vom samhent og uppeldishlutverkið tóku þau alvar- lega. Snyrtimennska til orðs og æðis var aðalsmerkið. Einhveiju sinni í jólahreingemingunum lét Signa þau orð falla að þessi hrein- gemingarárátta Islendinga væri nokkuð sem hún skildi ekki. Hún kæmi sér aldrei í þá aðstöðu að stórhreingemingar væri þörf. Signa bar mikla virðingu fyrir sjálfri sér og umhverfínu, hlutimir dröbbuðust aldrei upp í kringum hana. Vinum heimilisins, fullorðnum jafnt sem bömum, sýndi hún einstaka kurt- eisi. Vinum Önnu og Lindu, sem knúðu dyra, var vel fagnað sem öðmm gestum og boðið inn, hvem- ig sem pollagallinn var nú útleikinn. Bömin fengu að bíða inni og Signa rabbaði við þau meðan Anna og Linda höfðu sig í útifötin. Ég dáð- ist oft að þessu í fari Signu og ræddi þetta við hana. Þessi böm em nú orðin fulltíða fólk, en Signa gaf þeim veganesti mannlegra já- kvæðra samskipta, sem ég veit þau þakka henni. Árið 1977 skildu leiðir. Fjölskyld- an flutti til Noregs og settist þar að. Þau komu heim til íslands í fríum, skrifuðu og hringdu, þannig að fjarlægðin varð sem fyrr afstæð. Við þökkum hinni látnu áralanga vináttu og tryggð, vináttu sem gert hefur okkur auðugri og jákvæðari gagnvart sjálfum okkur og um- hverfi. Signu Simes Greipsson er sárt saknað af vinum hér á ís- landi. Útförin fer fram í Hauga- sundi, Noregi, þriðjudaginn 2. júní 1987. Halla, Önnu, Lindu og Önnu Maríu sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. í bók sinni „Vörð- uð leið til lífshamingju" segir Norman Vincent Peale: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrk- an gerir.“ Þessi orð leyfí ég mér að senda ykkur, ef vera mætti að þau veittu styrk þegar frá líður. Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir Langt er liðið á kvöldið, mánu- dagurinn 25. maí er að hverfa út í milda vomóttina. Síminn hringir, harmafregn berst okkur hjónum, Signe vinkona okkar er dáin, langt um aldur fram, aðeins 43 ára, eigin- kona Hallgríms Greipssonar og móðir tveggja dætra, þeirra Önnu og Lindu. Myndir liðinna stunda hrannast upp í huga mér, hún Signe, þessi yndislega og fallega kona með bjarta brosið sitt og gleðina, sem hún átt í svo ríkum mæli, er horfin sjónum okkar. Erfítt er að kyngja slíku. Kynni okkar hófust fyrir réttum 20 ámm, er við fluttum'í Geitland 2 í Fossvogi. Þangað fluttu líka Signe og Halli ásamt dætmnum Önnu og Lindu og bjuggu þar til ársins 1977 að þau fluttu búferlum til æskustöðva Signu í Haugasundi í Noregi. Þar býr Anna María, móðir Signu, en föður sinn missti hún fyrir fáum ámm. Signe var góður og traustur granni. Ófáar ánægjustundir fljúga gegnum huga minn núna, frá heimili þeirra hér, þegar fjölskyldan var hjá okkur eða við hjá þeim. Vegna vinnu sinnar á sjó, var Halli oft langdvölum að heiman. Telpurnar þeirra urðu heimagangar hjá okkur og var oft glatt á hjalla með þeim og Signu. Hún var ekki aðeins góð móðir og eiginkona, heldur traustur vinur og félagi dætra sinna og maka. Vina- hópurinn fór ekki varhluta af gleði og gjafmildi hennar og sakna nú margir vinar í stað. Eftir að Signe og Halli fluttu frá íslandi hélst vináttan jafn heil og áður. Utanferðir okkar til þeirra og ánægjustundir á heimili þeirra í Midttua 25 í Haugasundi em ógleymanlegar. Fermingardagar telpnanna og fertugsafmæli Halla gleymast seint. Vinahópurinn ytra segir líka sína sögu um hvem mann Signa hafði að geyma. Alltaf sýndi hún sömu hlýju og velvild. Það var gaman að sjá þegar hún komst í ptjónastuð og pijónaði fallegar flíkur á svipstundu, án þess að virð- ast hafa nokkuð fyrir því. Hún gerði sér líka lítið fyrir og hljóp svokallað hálft maraþonhlaup og hreppti silf- urverðlaun fyrir það. í ágústmánuði í fyrra komu þau öll í heimsókn hingað til lands og þakka ég forsjóninni fyrir ánægju- stundirnar sem við áttum með þeim öllum þá. í desember sl. fengum við þær fréttir að Signe hefði farið á spítala vegna krabbameins í bijósti. Læknar og bjartsýni Signu gáfu góða vona um bata, en nú, tæpu hálfu ári síðar er Signe dáin. Svona snöggt getur dauðinn vegið að. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari elskulegu mann- eskju, sem alltaf átti nóg af glettni ogtrúmennsku í fómm sínum. Hlát- urinn var aðalsmerki hennar og Signe sá öðmm fremur spaugilegu hliðamar á tilvemnni. Þannig var Signe til síðustu stundar. Við Sveinn sendum Halla, Lindu og Önnu innilegar samúðarkveðjur, móður hennar, öldmðum tengdafor- eldmm og öllum ættingjum og vinum! Blessuð sé minning hennar. Gerður G. Bjarklind Útför hennar verður gerð í Haugasundi í dag, þriðjudaginn 2. júní, kl. 12.00. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELfSABET SIGU RÐARDÓTTIR, Hrafnlstu, áðurtll heimilis á Rauðarárstig 30, verður jarðsungin fró Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hennar, láti Dvalarheimili aldraðra sjómanna njóta þess. Sigurður Elnarsson, Erla Haraldsdóttir, Guðrfður Einarsdóttlr, Sigurður Sigurðsson, Erlingur Einarsson, Ingibjörg Valberg, Olga G. Snorradóttir og barnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, HILDIGUNNUR EINARSDÓTTIR, Bjarkarstíg 3, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennar láti Krabbameinsfélag Akureyrar eða Tónlistarskólann á Akureyri njóta þess. Steinar Þorsteinsson, Þór Steinarsson, Guðrún Silja Steinarsdóttir, Þórdis Steínarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaöir og afi, EGGERT KLEMENZSON, Skógtjörn, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju miðvikudaginn 3. júni kl. 13.30. Lilja Óskarsdóttir, Auðbjörg Eggertsdóttir, Bragi Halldórsson, Klemenz Eggertsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Sigurður Eggertsson, Helga Sigurðardóttir, Erla Stringer, Gerald F. Stringer og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við fráfall og jarðarför móður minnar, ömmu og systur okkar, EMILfU SIGURÐARDÓTTUR, Grettisgötu 27, Reykjavfk, Amalfa Sverrisdóttir, Gróta Gunnarsdóttir, Steinn Sigurðsson og systkini. t Öllum þeim fjölmörgu sem vottuðu okkur samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar ÓLAFS HALLDÓRSSONAR bónda á Gunnarsstöðum, sendum við alúðarþakkir. Ennfremur þökkum við alla þá hlýju og umhyggju sem honum var sýnd í erfiöum veikindum. Hólmfrfður Kristdórsdóttir, Gunnar Halldórsson Árni Halldórsson, Arnbjörg Halldórsdóttir, Halldóra Halldórsdóttlr, Guðný Halldórsdóttir, Brynhildur Halldórsdóttir. t Við þökkum hjartanlega alla vinsemd og samúð við andlát og útför SÚSÖNNU MARÍU GRÍMSDÓTTUR, Hávallagötu 35. Sveinbjörn K. Árnason, Stefanfa Sveinbjörnsdóttir, Karólfna B. Sveinbjörnsdóttir, Erna S. Mathiesen, Einar Þ. Mathiesen, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR JÓNSSONAR frá Efra-Lóni. Guðrún Ólafsdóttir, dœtur, tengdasynir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug við andlát og jarðarför RAGNHEIÐAR O. BJÖRNSSON, Akureyri. Fyrir hönd ættingja. Geir S. Björnsson. t Rudolf Þórarinn Stolzenwald. Við þökkum af alhug samúö og vináttukveöjur og alla þá virðingu sem sýnd var minningu hans. Erfa Ólafsdóttir Stolzenwald, Sólveig Stolzenwald, Gústav Stolzenwald, Ólafur Stolzenwald, Ragnhildur Þórarlnsdóttlr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.