Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 A tvinnuflug íhálfa öld 50 ÁR eru í dag frá stofnun Flugfélags Akyreyrar og er samfellt atvinnuflug á íslandi talið hefjast við stofnun þess. Fyrstu og einu flugvél félagsins var þó ekki reynslu- flogið fyrr en 29. april 1938. Henni var flogið til Akureyrar 2. maí og fyrsta farþegaflug á flugleiðinni Akureyri- Reykjavík-Akureyri var farið 4. maí. 1938. Aðalhvatamaðurinn að stofnun man Goose-flugbátar og Norse- Flugfélags Akureyrar var Agnar man-sjóflugvélar. Kofoed-Hansen, síðar flugmála- stjóri. Hann var þá nýkominn frá flugnámi í Danmörku. Hluthafar voru 15 og var Vilhjálmur Þór, kaupfélagsstjóri KEA, fyrsti stjóm- arformaður, en meðstjómendur Guðmundur Karl Pétursson, læknir, og Kristján Kristjánsson, forstjóri Bifreiðastöðvar Akureyrar. Vorið 1939 lét Agnar af störfum hjá félaginu og Öm Ó. Johnson tók við stjóm fyrirtækisins og var eini flugmaður þess. Hann hafði nýlokið atvinnuflugsmannsprófí frá flug- skóla Boeing í Kalifomíu og kynnt sér flugrekstur hjá fyrirtækinu. Fljótlega kom í ljós að ekki fékkst nægjanlegt fjármagn til félagsins á Akureyri, og var þá leitað hófanna við fjársterka aðila í Reykjavík. Þeir settu ákveðin skilyrði fyrir fjár- mögnun og eftir nokkurt þóf samþykkti hluthafafundur Flugfé- lags Akureyrar árið 1940 að breyta nafni félagsins í Flugfélag íslands og flytja heimili þess til Reykjavík- ur. Flugfélag Akureyrar hóf rekstur með nýrri fimm sæta flugvél af gerðinni WACO. Var hún skráð sem TF-ÖRN en var jafnan gnefnd Öm- inn. Hún kom til landsins í apríl 1938, var sett saman í flugskýli í Vatnagörðum í Reykjavík. I áætl- unarfluginu til Reykjavíkur var flogið með ströndum fram og var flugtíminn tæpar þijár klukku- stundir. Önnur vél sömu tegundar, TF-SGL, kom til landsins árið 1940 og fékk nafnið Haföminn. Vorið 1940 urðu takmarkanir á flugi af völdum hemáms Breta og um hríð var allt flug bannað. Suma- rið 1941 var áætlunarleiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar opnuð á ný, en sú flugleið er ennþá fjölföm- ust allra áætlunarleiða innanlands. Hröð endurnýjun í inn- anlandsfluginu í árslok 1941 keypti félagið átta farþega Beechcraftvél frá Banda- ríkjunum og var það fyrsta tveggja hrejrfla flugvél þess. Hún kom til landsins vorið 1942 og þá um suma- rið var opnuð áætlunarleiðin milli Reylg'avíkur og Egilsstaða. Næstu árin var hröð endumýjun á flug- flota félagsins og áætlunarleiðum fjölgaði. Tvær tveggja hreyfla De- Havilland flugvélar voru keyptar frá Bretlandi 1944 og um haustið eignaðist félagið fyrsta Katalína- flugbát sinn, TF-ISP, sem keytpur var frá Bandaríkjunum og tók 22 farþega. Með tiikomu hans jókst sætaframboðið um helming og árið 1945 flutti félagið um 7.000 far- þega, en til samanburðar má geta að farþegar Flugfélags Akureyrar vom 770 fyrsta starfsár þess. Þegar hér var komið sögu hafði starfsmönnum félagsins flölgað verulega, en þeir vora tveir í byijun og þrír um tíma árið 1939. Fyrstu DC-3 vélina eignaðist Flugfélag íslands árið 1946 og var hún í far- þegaflugi til ársins 1972 að hún var gefín Landgræðslu ríkisins, sem notar hana til áburðardreyfingar. í kjölfarið komu tveir Katalínubátar til viðbótar, fleiri DC-3 vélar, Gram- Frá því í ársbyijun 1952 og fram til 1960 annaðist Flugfélag Islands nær allt áætlunarflug innanlands. Margfölduðust flutningamir og vora farþegar þess 44.512 árið 1955. Tíu áram síðar vora þeir orðnir 93.489 og árið 1975 vora þeir 205.176. Lítil breyting varð þó á innanlandsflotanum en gagn- Tekið vará móti fyrstu þotu íslend- inga meðathöfn, sem fórfram með viðhöfn á Reykjavíkurflug- veili24.júní 1967. Kom þaðíhlut Margr- étar Þ. Johnson, eiginkonu Arnar O. Johnson, forstjóra Flugfélags íslands, að gefa þotunni nafn. Varmyndin tekin er kampa vínsflaska splundraðist á trjónu þotunnar, sem var gefið nafnið GuIIfaxi. Við hlið Margrétar stendur Öm, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum. ger endumýjun hans hófst 1965 með komu fyrstu Fokker Friendship flugvélarinnar. Millilandaflug Flugfé- lagsins Millilandaflug Flugfélags íslands hófst skömmu eftir síðari heims- styijöldina, nánar tiltekið 11. júlí 1945. Katalína-flugbáturinn TF- ISP var þá sendur til Largs Bay í Skotlandi með fjóra farþega. Jó- hannes R. Snorrason var flugstjóri. Famar vora þijár ferðir til Skot- lands um sumarið, þar af tvær áfram til Kaupmannahafnar, þar sem flugbáturinn lenti 25. ágúst. Farþegar í þessum ferðum vora alls 56. Sjóflugvélin þótti óhentug til millilandaflugs og vorið 1946 vora því tvær Liberator sprengjuflugvél- ar, sem innréttaðar höfðu verið til farþegaflugs, teknar á leigu hjá Scottish Airlines í Skotlandi. Hvor þeirra tók 24 farþega og var flogið til Kaupmannahafnar með milli- lendingu í Prestwick í Skotlandi. Þetta flug stóð fram til ársins 1948 er Flugfélagið eignaðist áina fyrstu millilandaflugvél. Það var DC-4 Skymastervélin Gullfaxi sem rúm- -aði 60 farþega. Var tekið upp flug Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon til Oslóar það ár og til Lundúna fai síðar. Önnur Skymastervél, Sólfaxi, var keypt árið 1954 og vorið 1955 flutti félagið viðkomustað sinn í Skotlandi frá Prestwick til Glas- gow. Sama ár hófst áætlunarflug til Hamborgar og stóð það óslitið fram til ársins 1962. Flogið var sumarlangt til Stokkhólms 1955. Árin 1962 til 1968 hélt Flugfélag íslands uppi áætlunarflugi til Berg- en og árið 1963 hófst Færeyjaflug- ið. Vorið 1957 keypti Flugfélagið tvær nýjar flögurra hreyfla skrúfu- þotur af gerðinni Vicker Viscount í Bretlandi. Rúmuðu þær 63 far- Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Frammám enn íslenzkra flugmála imótttöku á 10 ára afmæli Loftleiða. Á myndinni eru (f.v.) Gunnar Jónasson í Stálhúsgögnum, fyrsti flugvélstjórinn, Kristinn Olsen, Alfreð Elíasson, Kristján Guðlaugs- son, stjómarformaður Loftleiða, dr. Alexander Jóhannesson, frumkvöðull flugsins á Islandi, Bjöm Bryqjólfsson tannlæknir og Bjöm Pálsson, flugmaður. Morgunblaðifl/ÓlafurK. Magnússon Skymasterflugvélin Sólfaxi lent- ur á Akureyri að kvöldi 16. desember 1955þegar flugbraut- arfjós vallarins vom vígð, en þá var Akureyraflugvöllur orðinn varaflugvöllur fyrir millilanda- flug íslenzku flugfélaganna. Jóhannes R. Snorrason varflug- stjóri íþessari ferð. Varþettaí fyrsta sinn, sem fjögurra hreyfla flugvél lenti á Akureyrarflug- velli. þega hvor. Á áranum 1961 og 1962 vora keyptar tvær DC-6B Cloudm- asterflugvélar, eða „sexur". Bylting varð síðan í millilandaflugflota fé- lagsins árið 1967 með komu Boeing-727 þotunnar Gullfxa í júní 1967. Önnur þota af sömu gerð, Sólfaxi, var keypt 1971. Með til komu þeirra stigu íslendingar inn í þotuöldina. Loftleiðir koma til sög- unnar Saga Loftleiða hófst í desember 1943 þegar þrír flugmenn, Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurð- ur Ólafsson, hættu störfum hjá konunglega kanadfska flughemum og fluttust heim til íslands. Þeir vora áhugasamir hugsjónamenn og höfðu mikla trú á framtíð flugsins. Höfðu þeir með sér einshreyfils sjó- flugvél af gerðinni Stinson Reliant, sem þeir töldu að myndi verða því til tryggingar að þeir fengju starf við flug á íslandi. Eftir árangurs- lausar tilraunir til að fá starf hjá Flugfélagi íslands ákváðu þeir 10. marz 1944 að stofna Loftleiðir. Loftleiðir döfnuðu vel og á átta ára afmæli þess vora í eigu Loft- leiða 3 Stinsonvélar, 5 Gramman Goose flugbátar, 2 Norseman sjó- flugvélar, 2 Avro Anson landvélar og 2 Skymastervélar auk 2ja Ka- talínaflugbáta. Mikil samkeppni var milli Flugfé- lags íslands og Loftleiða á þessum áram á innanlandsleiðum. Markað- urinn var lítill og viðræður um samstarf eða jafnvel sameiningu bára ekki árangur. Stjómvöld ótt- uðust að bæði félögin yrðu að óbreyttu gjaldþrota og hjuggu því á hnútinn með skiptingu flugleiða innanlands milli þeirra 29. janúar 1952. Loftleiðamenn töldu skipting- una sér óviðunandi og ákváðu að hætta öllu innanlandsflugi. Var síðasta innanlandsflug félagsins farið 3. janúar 1952.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.