Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 B 5 Flugmálafrömuðir á góðri stund. Hér hefur fjós- myndaranum tekist að ná þeim saman (f.h.) Bergi G. Gíslasyni, stjómarmanni í Flugfélagi íslands, Agnari Kofoed-Hansen, flugmálastjóra og Kristjáni Jóhanni Kristjánssyni, stjórnarform- anni Loftleiða. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þátttakendur í flugfreyjunámskeiði Flugfélags íslands fyrirröskum þremur áratugum ríkjanna og Lúxemborgar á fjórða hundrað þúsund. Höfðu mörg þús- und íbúa Lúxemborgar beina eða óbeina atvinnu af öllum þeim fjölda ferðamanna. Eru farþegamir enn fleiri í dag og Flugleiðir mikilvægur hlekkur í lífkeðju Lúxemborgar. Sameiningin Miklar breytingar urðu á milliríkjaflugi upp úr 1970. Olíuverð hækkaði mikið, ný flugfélög innlend sem erlend komu og fóru, sam- kepppin jókst og undirboð færðust í vöxt. Sfðast en ekki sízt var sam- keppni íslenzku flugfélaganna á flugleiðum til Norðurlandanna meiri en markaðurinn þoldi, og voru þau bæði rekm með tapi árin 1972 og 1973. Ýmsum forráðamönnum flugfélaganna og fiugsins á ísiandi var ljóst, að við svo búið mátti ekki standa. Viðræður um samstarf eða sameiningu stóðu yfír mikinn hluta ársins 1972 og fram á vor 1973. Stjómvöld tóku beinan þátt í þess- um viðræðum og knúðu fast á um lausn, enda höfðu þau markað þá steftiu, að aðeins skyldi vera eitt íslenzkt flugfélag f áætlunarflugi milli landa. Árangurinn varð sá, að flugfélög- in tvö gengu til samstarfs innan Flugleiða, sem til þess vom stofnað- ar 20. júlí 1973. Flugleiðir samein- uðu allar eignir Flugfélags íslands, Loftleiða og dótturfyrirtækja undir eina yfírstjóm, og yfírtóku rekstur og hlutabréf beggja. Hið nýstofnaða félag tók til starfa 1. ágúst 1973, en full sameining á rekstri gömlu félaganna komst fyrst á 1. október 1979. Rekstur Flugleiða gekk allvel á ámnum 1974-77, en síðan syrti í álinn. Orsakirnar vom margar. í kjölfar olíukreppunnar sigldu mikl- ar hækkanir á eldsneyti og almenn- ur samdráttur í efnahagslífí, sem aftur leiddi_ til minnkandi eftir- spumar. Óðaverðbólga geisaði innanlands og frjálsræðisstefna, Margrét Guðmundsdótt- ir, flugfreyja hjá Loftleiðum, var íjúlímánuði 1950 kosin „Flugfreyja ársins“í alþjóðlegri samkeppni, sem haldin var i London. Myndin var tekin við heimkomuna. gerðimar bám árangur og hefur félagið verið rekið með hagnaði frá árinu 1983. Byrlega blæs nú í rekstri Flug- leiða og verður formleg ákvörðun um endumýjun flugflotans á Evr- ópuleiðum tekin f dag. Félagið heldur nú uppi reglubundnu áætlun- arflugi til 10 ákvörðunarstaða innanlands. Tengist það flug 16 ákvörðunarstöðum minni flugfélag- anna. Ferðir vom allt að 125 á viku í fyrrasumar og fluttir tæplega 258 þúsund farþegar. Nær 257 þúsund farþegar vora fluttir til og frá 15 borgum í Evrópu og tæplega 254 þúsund farþegar í Norður-Atlants- hafsfluginu. Farþegar félagsins hafa aldrei verið meiri og er mark- visst starf Flugleiða að markaðs- málum erlendis f vaxandi mæli að skila sér með mikilli fjölgun ferða- manna til landsins. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon sem Bandaríkjastjóm tók upp f flugmálum 1978, olli offramboði og verðhmni á flugleiðum til og frá Bandaríkjunum. Flugleiðir fóm ekki varhluta af þessu ástandi og var félagið rekið með miklu tapi árin 1978 til 1981. Taprekstrinum var mætt með sam- dráttaraðgerðum. Þær þóttu harkalegar sumar hveijar. Ríkis- stjómir íslands og Lúxemborgar studdu félagið 1980-81 með niður- fellingu gjalda af Norður-Atlants- hafsfluginu. Einnig gerðist íslenzka ríkið 20% hluthafi í Flugleiðum, en seldi síðan félaginu hlutabréf sín haustið 1985. Flugleiðir hafa meðbyr Lítilsháttar tap varð á rekstri Flugleiða árið 1982, en viðnámsað- Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon í yfírliti þessu hefur aðeins verið stiklað á stóra f viðburðaríkri hálfr- ar aldar sögu atvinnuflugs á íslandi. Henni verða seint gerð tæmandi skil en greinar og viðtöl í þessu blaði fylla þó ef til vill örlítið í myndina. Grein: Ágúst Ásgeirsson HÓTEL KEA býdur ykkur upp á gistingu í nýjum og glæsilegum herbergjum. Veitingasalir, vínstúka, funda- og ráöstefnusalir. Vandaöur matseöill og góö þjónusta. SÚLNABERG-glæsileg matstofa. Heitir og kaldir réttir allan daginn. ~ Veriö velkomin...... Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Unnið ihreyflum einnar Skymasterflugvélar Flugfélags íslands. Þekkja má flugvirkjana Jón Sveinsson og Gunnar Valdimarsson. HÓTEL KEA, Hafnarstræti 89,600 Akureyri Sími 96-22200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)
https://timarit.is/issue/121209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)

Aðgerðir: