Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 9
MÖftGÚNé'LÁÖÍÐ, MlÐVíKÍÍDÁGtfft ’SÍ. TONÍ'l^' BJ 9* MATTHÍAS BJARNASON UMISLENZKA FLUGÆVINTÝRIÐ: Eldhugnr og framtak einstaklinga Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, á skrifstofun sinni í Hafnarhúsinu. Flugmálaáætlun þýðirbetriog markvissari und- irbúning fram- kvæmda Samkvæmt lögum um flug- málaáætlun, sem samþykkt vóru í vor og eru nýjung, eru tryggðir tekjustofnar til fram- kvæmda í flugmálum. Fram tii þessa hefur þurft að sækja framkvæmdafé til fjárveitinga- valdsins [Alþingis] frá ári til árs - með misjöfnum árangri. Hin nýju lög um flugmálaá- ætlun gera það kleift að gera framkvæmdaáætlanir til lengri tíma. Þannig er hægt að vanda allan undirbúning betur og gera framkvæmdirnar mark- vissari. Fólk veit og fyrirfram, hver stefnan er, hvers er að vænta. Ég er ánægður með að hafa sem samgönguráðherra átt minn hlut að markvissari vinnubrögðum að þessu leyti. Það er Matthías Bjarnason sem þannig komst að orði við Morg- unblaðið, aðspurður um lög um flugmálaáætlun, sem sett vóru á liðnu vori. Slitlag á áætlunar- flugvelli Matthías Bjamason, sam- gönguráðherra, sagði m.a., að með flugmálaáætlun, sem sam- þykkt var í vor er leið, sjái menn fram á að innan fárra ára verði komið bundið slitlag á alla áætlun- arflugvelli landsins - og vonandi fleiri velli, en ráðgert fram- kvæmdatímabil er 10 ár. Ég tel ekki óeðlilegt að auk bundins slit- lags á áætlunarflugvelli verði sett olíumöl á hina minni flugvelli, sagði ráðherrann. Það var gert á nokkrum stöðum 1983 (hluti af flugbrautum) og gafst vel. Fyrir utan þessa áætlun verður síðan ráðist í aðkallandi stórfram- kvæmd í flugmálum innanlands, uppbyggingu Egilsstaðaflugvall- ar. Til þeirrar framkvæmdar ganga 60 milljónir króna á þessu ári. Stefnt verður að því að ljúka þessu stóra verkefni á þremur árum. Tekjustofnar flug- málaáætlunar Tekjustofnar flugmálaáætlunar eru eldsneytisskattur og farþega- skattur, sem nánar segir til um í lögunum. Þessi tekjuöflun er í samræmi við það sjónarmið, að eðlilegt sé að umferðin rísi að hluta til undir þeim kostnaði, er hún stofnar til, flugvöllum og búnaði þeim til- heyrandi. Hinn eðlilegi rekstrar- og launakostnaður er síðan greiddur af fjárlagafjárveitingum, eins og á svo mörgum öðrum þjón- ustusviðum. Flugöryggismál Flugöryggismál heyra fyrst og fremst undir flugmálastjóm. Ástand flugöryggismála er mjög mismunandi eftir einstökum flug- völlum. í þeim efnum horfir sitt hvað til bóta. Aðkallandi verkefn- um á þessu sviði hefur hinsvegar verið sinnt. Og svo verður áfram. Ráðuneytið hefur áhuga á að fylgja fram eðlilegri framvindu í flugöryggismálum til samræmis við viðurkennda fjölþjóðlega staðla og kröfur. V araf lugvöllur Engin ákvörðun liggur fyrir um varaflugvöll fyrir millilandaflugið. Ráðuneytið hefur hinsvegar út- vegað fjármagn til könnunar á því, hvar hentugast og hag- kvæmast væri að byggja vara- flugvöll. Sérstök nefnd starfar að því verkefni og þegar hefur sitt hvað verið gert í gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Sex staðir sæta könnun á veg- um nefndarinnar: Blönduós, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsavík (Aðaldalur), Egilsstaðir og Homa- fjörður. Ég reikna með að þessi nefnd skili áliti fljótlega. Það er mikill misskilningur, sem þó er ýjað að af sumum, að þessi varaflugvöllur fyrir milli- landaflugið, sem að er stefnt, verði „dulbúinn herflugvöllur". Það er víðs Qarri að svo sé. Hann er fyrst frem hugsaður til að auka á flugöryggi til og frá landinu og hefur mikið sparnaðargildi (elds- neyti og hleðsla, þ.e. arðsemi flugferðarinnar) fyrir flugfélögin, sem halda uppi utanlandsflugi. Varaflugvelli fylgir marghátt- aður kostnaður í ýmsiskonar aðstöðu, öryggistækjum, starfs- mannahaldi, hótelum o.sv.fv., en væntanlega einnig atvinna og bætt þjónusta. Slíkur varaflugvöllur, ef til kemur, verður að sjálfsögðu íslenzk framkvæmd, íslenzk eign og rekstrarlega á íslenzkum hönd- um. Það kemur hinsvegar til greina að afla erlends fjármagns til varaflugvallar í samráði við þá erlenda flugaðila sem hér fljúga yfir, en slíkur varavöllur eykur flugöyrggi þeirra sem okkar. Stefnan innanlands Það er meginstefnan, inn á við, að gera rekstraraðilum kleift að halda uppi áætlunarflugi innan- lands á þeim flugleiðum, sem staðið geta undir slíkum rekstri. Hinsvegar er ekki ástæða til að halda uppi áætlunarflugi á skemmri leiðum þar sem bflar eru í raun jafnfljótir, miðað við þann tíma sem það tekur að komast á og af flugvelli. Flugleiðir annast farþegaflug milli fjölmennustu byggðarlag- anna en Arnarflug (og það flugfé- lag sem tekur við af því) áætlunarflug til fámennarri staða. Minni flugfélög koma og við sögu á styttri flugleiðum, einkum í leiguflugi, og þjónusta smærri staði. Eg tel að styrkja megi bet- ur þessi litlu flugfélög sem þjóna þörfu landsbyggðarhlutverki. Ég þekki sem ísfirðingur vel til þeirr- ar gagnsemi sem þeim fylgir. Þetta, ásamt því að byggja upp flugvelli, öryggistæki, bæta veð- urþjónustu og gæta þess að þetta haldist allt í hendur, er sú stefna er að innanlandsfluginu lýtur. Stefnan út á við Utanlandsflugið er af eðlilegum ástæðum háð loftferðasamning- um við aðrar þjóðir. I þeim efnum hefur giftusamlega tekist til á undanfömum árum. Flugleiðir, sem er langstærsti flugrekstraraðilinn í millilanda- flugi, hafa bætt við flugleiðum á þessu ári, svo sem til Orlando og Boston. Flugleiðir hafa og aukið veralega flug til Evrópu. Arnarflug flýgur á Amsterdam og Hamborg, en er ltið félag, miðað við Flugleiðir. Ég tel að samkeppni sé nauð- synleg. Hinsvegar má hún ekki vera óhófleg að mínu mati. Skammt er að minnast ástæðna sem leiddu til sameiningar Flugfé- lags íslands og Loftleiða. Samein- ing flugfélaga erlendis, til að styrkja rekstrareiningar og ná fram rekstrarhagkvæmni, er held- ur ekki einsdæmi. Samkeppni er nauðsynleg, ekki sízt fyrir neytendur. Rekstrarleg einokun felur oftar en ekki í sér dýrari og lakari þjónustu en ella. En fyölþjóðlegir loftferðasamning- ar, flugrekstraraðstæður og sívakandi mat á framvindu og framþróun á þessu sviði, verður að ráða stefnumörkun og ákvörð- unum hér eftir sem hingað til ef vel á að vera. Heppnir með fram- varðarsveit f lugmál- anna Ég get ekki látið hjá líða, sagði samgönguráðherra, að geta þess í lokin, að við íslendingar höfum verið mjög lánsamir með menn, sem gert hafa flugið að áhuga- máli sínu og margir hveijir að slnu lífsstarfi. Það er fyrst og fremst fyrir eldhug og framtak einstaklinga, sem farið hafa fyrir í flugmálum okkar, að þessi mál hafa þróast jafnvel og raun ber vitni. Við höfum mjög góðu fólki á að skipa I flestum eða öllum greinum flugsins, allt frá félögun- um sjálfum, sem annast flugið, og flugmálastjóm til einstakra starfsstétta. Það fer að vísu aldrei hjá því að til árekstra komi, en þá er um að gera að reyna að eyða misskiln- ingi og leysa hnúta. Ég hefí átt ágætt samstarf við flugfélögin, flugráð, flugmálastjóra og aðra, er hér koma við sögu. Og ég er bjarsýnn á íslenzkt hyggjuvit og framtak í flugrekstri á komandi tíð, sagði samgönguráðherra um leið og hann sló botninn í samtalið. - sf. MAL Síðustu sætin 13. júní -TTÖ daga eða 3 vikur. Fjölskyldutilboð Einn borgar fullt aðrir í fjölskyldunni minna. Verðdæmi 10 daga ferð kr. 17.400.- 3 vikur 27.300.- Verð á mann miðað við hjón með 2 börn yngri en 16 ára. Brottfarardagar: Júní 1., 1 3., 22. Júlí 4., 13., 25. Ágúst 3., 15., 24. Sept. 5., 14., 26. Okt. 5. Umboö á islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL moiviK FERÐASKRIFSTOFA, Iönaöarhúsinu Hallveigarstigl. Simar 28388 oq2858( 28388 og 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.