Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 SIGURÐUR HELGASON FORSTJORIFLUGLEIÐA: Teljuni okkarhlut ífluginu stóran ENDURNYJUN flug-flota Flug- leiða á Evrópuleiðum er efst á blaði hjá fyrirtækinu nú, þegar 50 ár eru liðin frá því að sam- fellt atvinnuflug hófst hérlend- is, og verður gengið frá samningi um kaup á fjórum nýjum flugvélum á hátíðar- stjórnarfundi félagsins, sem haldinn er á Akureyri i dag, 3. júní. Þá hafa verið haldin námskeið fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins, 1.800 manns, í tilefni afmælisins. Fjölgun ferða á helstu viðkomustaði í Evrópu er einnig á dagskrá og er t.d. fyrirhugað að halda uppi daglegum ferðum til London allt árið og flogið verður þrisv- ar á dag til Kaupmannahafnar í sumar. Þetta kemur m.a. fram í eftirfarandi viðtali við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða. Sigurður útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla Islands, en stundaði síðan nám í rekstrarhagfræði við háskóla í North-Carolina í Bandaríkjunum. Hann hóf störf hjá Flugleiðum 1974, eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands og „slapp því við ríginn", eftir sameining- una. Forstöðumaður fjármála- deildar var hann í fimm ár, forstöðumaður hagdeildar í eitt ár og framkvæmdastjóri fjármála- sviðs í þrjú ár. Síðar var hann forstöðumaður Flugleiða í Banda- ríkjunum þar til í júní 1984, er hann settist í stól forstjóra félags- ins í stað nafna síns, sem nú er stjómarformaður. Við Sigurður hófum spjallið á að ræða stöðu fyrirtækisins og hvort það væri búið að jafna sig eftir erfíðleikatímabilið upp úr 1979, og í framhaldi af því, hvort búið væri að jafna stöðuna við ríkissjóð frá þeim tíma. Hann svaraði: „Það hefur verið hagnað- ur af rekstri fyrirtækisins síðast- liðin fjögur ár. Á erfiðleikatímabil- inu var Atlantshafsflugið þjmgsti bagginn. Islenska ríkið og stjóm- völd í Luxemborg hvöttu okkur til að gefast ekki upp og felldu niður ýmis opinber gjöld og lend- ingargjöld. Við litum aldrei á það sem ríkisstyrk þó svo við höfum fengið að heyra það. Islenska ríkið hljóp aftur á móti undir bagga með okkur og útvegaði ríkis- ábyrgð fyrir erlendum lánum og þau lán eru að mestu greidd. Við fengum aldrei neina opinbera styrki og það er gott að það komi hér fram. 160 herbergja við- bygging við Hótel Esju I dag hefur fjárhagsstaðan batnað mikið og eiginfjárstaðan ennfremur. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir nú er end- umýjun tækja. Stærstu verkefnin em endumýjun flugvéla, bygging flugskýlis og þjónustubyggingar í Keflavík. Auk þess er viðbótar- hótelbygging á dagskrá. Við tökum á næstu mánuðum ákvörð- un um 160 herbergja viðbyggingu við Hótel Esju.“ Við báðum Sigurð að segja okkur svolítið nánar frá hugmynd- um um endumýjun flugvélaflot- ans. Hann sagði, að ákveðið væri að byija á að endumýja Evrópu- flugflotann. Vélamar sem þar væm notaðar væm orðnar gamlar og farþegum á þeim leiðum hefði fjölgað um 67% síðastliðin þijú ár. Reiknað væri með 6% fjölgun farþega á ári fram til aldamóta. Sigurður sagði síðan: „Þær vélar sem helst koma til greina em í fyrsta lagi 727-200. Sú flugvél er eldsneytisfrek og hávaðasöm, en búist er við nýjum og strang- ari reglum um hljóðmengun undir lok aldarinnar. Þá er til athugun- ar þota af gerðinni Airbus A-320. Ekki hefur þó verið smíðuð nema ein þota af þeirri gerð. Hún er mjög fullkomin tæknilega. Enn- fremur er í athugun Boeing 737-400, sem er ný útgáfa af 737-gerðinni. Hún verður fyrst afhent haustið 1988. Þetta em svipaðar vélar í notkun og 737-300 sem hafa reynst mjög vel. Ég reikna með að valið verði á milli 737-400 og A-320 þot- anna. Á afmælisstjómarfundinum verður væntanlega gengið frá pöntun á tveimur flugvélum sem að endumýja þá? „Þessi endurnýjun í Evrópu- fluginu er stór biti, en við munum huga að endumýjun í innanlands- flugflotanum að henni lokinni. Það háir innanlandsfluginu að flugvellimir og aðstæður em mjög erfiðar, gjaman aurbleyta á vorin, og flugvélamar fara oft mjög illa. Hin lélega nýting á vetmm, vegna ástands flugvalla og veðurs er einnig vandamál. Endumýjunin verður stórt og erfitt verkefni en við verðum að bíða í nokkur ár. Við höfum fengið eina vél af gerð- inni ATR-42 til skoðunar, en Finnair hefur m.a. notað þá gerð.“ Flugleiðir fljúga nú til fimm staða í Bandaríkjunum og sagði Sigurður að það hefði gefið góða raun. Spurningunni um, hvort Flugstöð Leifs Eríkssonar, en að sögn Sigurðar Helgasonar var stigið stórt skref í ferðamannaþjón- ustu þegarhún var tekin ínotkun. afhentaryrðu vorið 1989. Reiknað er með að bæta þriðju þotunni við árið 1990 og þeirri fjórðu árið 1991.“ Vélar sem kosta 1,2 milljarð króna —Hvað kosta þessar flugvélar? „Þetta er gífurleg fjárfesting. Hver flugvél kostar 1,2 milljarð króna og er ætlunin að fjármagna kaupin án ríkisábyrgðar. Við telj- um að það sé grundvöllur fyrir því með erlendu lánsfé, en láns- traust fyrirtækisins hefur aukist erlendis." —Hvað með gömlu Fokkerana í innanlandsfluginu? Stendur til hann óttaðist ekki að útþensla okkar kallaði á að erlend félög veittu okkur athygli og vildu hefja flug hingað, en þeim er leyfilegt að fljúga til landsins frá þeim stöðum sem við fljúgum til, svar- aði hann á eftirfarandi hátt: „íslandsmarkaðurinn f Banda- ríkjunum er tiltölulega lítill. Það er helst að áhugi sé fyrir honum í New York. Og í sambandi við til dæmis Lufthansa, þýska flug- félagið, sem er að hefja áætlunar- flug hingað, þá erum við tilbúnir að mæta því og ánægðir með það. Við erum fyllilega samkeppn- isfærir. Lufthansa ætlar enda aðeins að bjóða 10-12 ferðir hing- að yfír sumartímann, fleyta Morgunblaðið/Bj arni Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða allt árið og þrisvar á dag til Lux- emborgar. Þá er ennfremur ætlunin að stórauka fragtflug." —Verður eitthvað fleira gert í tilefni af 50 ára afmælinu? „Flugleiðir er eitt stærsta fyrir- tæki landsins með um 1.800 manns í vinnu heima og erlendis. Við förum brattan og ætlum til dæmis að kynna stefnu félagsins bæði innan fyrirtækisins og utan. Allir starfsmenn fyrirtækisins hafa farið á námskeið þar sem lögð var áhersla á að fyrirtækið veiti enn betri þjónustu. Þá ætlum við að auka ábyrgð starfsmanna, þannig að þeir geti í sem flestum tilfellum leyst vanda viðskiptavin- anna án þess að þurfa að leita heimildar að ofan.“ Segja má að með tilkomu flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar sé stigið stórt skref í flugþjónustu hérlend- is. Sigurður sagði enda, að hann hefði heyrt að viðskiptavinir Flug- leíða væru mjög ánægðir með nýju flugstöðina. Hann sagðist mesta áherslu á að sem fyrst yrði byggður alþjóðlegur varaflugvöll- ur hérlendis. Hann kvað það ekki skipta máli hvort hann yrði á Sauðárkróki eða Egilsstöðum. Þörfin væri brýn. Sem dæmi nefndi hann að á Norður-Atlants- hafsflugleiðinni yrðu flugvélamar nú að fljúga með mikið aukaelds- neyti til að komast á varaflugvöll ef lokað væri í Keflavík. Þetta væri kostnaðarsamt fyrir Flug- leiðir. Farþegar á ári þref öld íbúatalan —Hvemig sérð þú fyrir þér framtíð flugsins? Kemur flugfé- lögum til með að fjöga í heiminum eða verða þau færri og stærri? „í Bandaríkjunum kemur flug- félögum til með að fækka og þau verða aðeins sex sem koma til með að ráða markaðinum. Það sama gerist í Evrópu. Með auknu fijálsræði Evrópubandalagsins verða flugfélögin stærri og færri. Það lítur nú út fyrir að SAS og Sabena sameinist. Ég tel að þetta verði til þess að við komum til með að hafa meiri og betri sam- vinnu við stóru félögin. Við teljum okkar hlut í fluginu í heiminum stóran. Ef við miðum við höfða- tölu, eins og okkur er tamt, þá eru farþegar okkar þreföld íbúa- talan á ári, eða 800 þúsund." Sigurður sagði í lokin, að stjómendur Flugleiða settu nú sem fyrr öryggið ofar öllu. Því væri endumýjun flugvélanna svo mikilvæg. Hann kvaðst í lokin bjartsýnn á framtíð atvinnuflugs. Texti: Fríða Proppé ijómann ofan af, en okkar skylda er að halda hér uppi áætlunar- flugi allt árið um kring. Þeir treysta sér ekki til þess. British Midland hefur einnig kynnt sér möguleika á að fljúga hingað en hætti við eftir að hafa kynnt sér aðstæður. Legg mesta áherslu á varaflugvöll Aðspurður um hvort nýjar flug- leiðir væm fyrirhugaðar sagði hann svo ekki vera, en aukið flug yrði til helstu áætlunarstaða. Þannig væri fyrirhugað að fljúga þrisvar á dag til Kaupmannahafn- ar á sumrin, daglega til London

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.