Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987
B 29
halla niður á við svo við vissum að
við vorum enn langt norður á heiði.
Við settumst niður öðru hvoru til
að hvfla okkur og borðuðum úr
vösunum. Það setti að okkur óvissu
í bamingnum og sortanum. Loksins
rákumst við svo á girðinguna í
Fomahvammi en ef við hefðum far-
ið framhjá henni hefðum við þurft
að grafa okkur í fönn. Við vorum
vanbúin til vistar í snjóskafli, en
sem betur fer reyndi ekki á það
hvort við hefðum lifað af dvöl af
því tagi. Ég dreg f efa að það hafí
verið tilviljun að við rákumst á girð-
inguna og björguðumst heim í
Fomahvamm.
Sofnuðu báðir og flug-
vélin stjórnlaus
Sfldarflugið var gífurleg töm,
eins og fyrr segir. Farið var eld-
snemma af stað á morgnana og
komið seint heim úr seinna flugi.
Við vomm oft útkeyrðir og syfjað-
ir. Undir slíkum kringumstæðum
skiptumst við Öm Johnson stundum
á að fljúga. Eitt sinn sem oftar
vorum við yfír Þistilfírði í miklu
sólskini og hita. Öm var þreyttur
og syfjaður við stýrið og bað mig
að hvfla sig smástund. Ég var ekki
vanur að fljúga en það var ekkert
mál að fljúga í venjulegu flugi í
góðum skilyrðum. Öm hafði hins
vegar ekki sofíð lengi þegar svefn
sótti óskaplega mikið á mig. Ég
streyttist á móti eins og ég mögu-
lega gat en svo fór að ég féll að
lokum í svefn líka. Eftir það var
flugvélin auðvitað stjómlaus. Eftir
nokkra stund hrökk ég þó upp og
sá að vélin var komin talsvert mik-
ið neðar. Ekki hefði ég þurft að
sofa mikið lengur til þess að vélin
hefði stungizt á nefíð í sjóinn. Þama
bjargaði einhver okkur Emi á
síðustu stundu frá bráðum bana.
Þessi dæmi sýna að ég hef ijórum
sinnum verið á leið úr jarðvistinni
en einhverjum hefur þótt ég vilja
búast of snemma til brottferðar og
kippt í spotta.
Mikið lán fylgdi okkur alla tíð á
vinnustað. Engin meiriháttar slys
urðu'þar öll þessi ár og verður aldr-
ei nógsamlega þakkað. Við reynd-
um eftir því sem hægt var að vara
menn við þar sem hætta gat leynst,
einkanlega þegar um nýja menn var
að ræða, þótt aldrei sé hægt að
gera það svo fullnægjandi sé.
Líf þitt hefur snúizt um flugið,
Brandur, en einhver áhugamál
hlýtur þú að eiga?
Ég hef ávallt haft áhuga á alls
kyns veiðiskap hvort heldur er með
færi eða þá með byssu. Ég er víst
fæddur með þessum ósköpum, þetta
hefur verið í blóðinu. Ekki var ég
gamall þegar ég fór að búa til öngla
úr títupijónum og veiða sfli í svo-
kölluðum Kálfaneslæk. Þrátt fyrir
að sflin væm varlameira en fíngur-
löng, var það mikill fengur í þá
daga. Níu ára gamall fór ég að
skjóta ijúpur uppi um fjöll í ná-
grenninu og notaði haglabyssu nr.
20. Faðir minn kenndi mér að fara
með byssur og hef ég búið að ráð-
leggingum hans og kennslu alla tíð
síðan. Því miður hefur tíminn ekki
lejrft mér að stunda sport af þessu
tagi nema mjög takmarkað, vinnan
var fyrir öllu og sjaldan að maður
átti frí til þess. A yngri ámm stund-
aði ég töluvert íþróttir af flestu
tagi sem þá tíðkaðist. Ég iðkaði
sund nokkuð mikið, eins og áður
er getið, synti meðal annars Engeyj-
arsund, sem svo var kallað. Sjmt
var frá Engey að gömlu stein-
bryggjunni og var bátur í fylgd
með mér. Langsund I sjó var ekki
mikið stundað og því vakti sund
af þessu tagi nokkra athygli. Skíða-
íþrótt iðkaði ég töluvert þar til ég
fótbraut mig, en þrátt fyrir það hef
ég ávallt haft gaman af að skreppa
á skíði. Skautafþróttina stundaði
ég einna mest. I þá daga var sú
íþrótt afar vinsæl og var tjömin oft
upplýst á kvöldin þar sem hundrað
ungmenna léku sér á skautum við
dynjandi hljóðfæraslátt. Einnig var
mikið um að ungmenni stunduðu
almenna leikfími og tók ég þátt í
því eins og gengur, mér bseði til
ánægju og heilsubótar.
Viðtal: ÁGÚST ÁSGEIRSSON
FLUGSKÓLINN FLUGTAK:
Kennum líka á 707
Morgunblaðið/ól.K.M.
Amgrímur Jóhannsson við eina af kennsluvélum Flugskólans Flugtaks.
ArngrímurJó-
hannsson flug-
stjóri og
flugkennari í við-
tali
í GAMLA flugturninum á
Reykjavíkurflugvelli er stað-
settur Flugskólinn Flugtak, og
er þar ár þremur hæðum. Þeg-
ar Morgunblaðið leitaði upplýs-
inga um starfsemi skólans, varð
fyrir svörum Amgrímur Jó-
hannsson, flugstjóri (Loftleiðir,
Cargolux, Amarflug). Amg-
rímur rekur fyrst í stuttu máli
hver starfsemin er: „Fyrir einu
og hálfu ári keyptum við Flug-
skólann Flugtak, ég, Jón Emil
Ámason og Öra Höskuldsson,
fyrirtækið er eldra, var á sinum
tíma stofnað af Pétri Einars-
syni, flugmálastjóra og fleir-
um, 1. nóvember 1975. Hér
kennum við allt, sem þarf að
læra f flugi, nema það sem er
f skólakerfinu og höfum til þess
þijár Cessna 152 tveggja sæta
vélar og eina fjögurra sæta
Cessna 172, auk þess kennum
við á einkavélar. Svo kennum
við úti á landi, höfum t.d. kennt
á Rifi, í Stykkishólmi, og í Mið-
firðinum. Auk kennsluflugsins
er leiguflug hluti af rekstrin-
um.“ Arngrímur sýnir nú
blaðamanni aðstöðu og húsa-
kynni Flugtaks, á jarðhæðinni
er afgreiðsla og setustofa, uppi
á annarri hæðinni er kennslu-
stofa og kontórinn, á þriðju
hæðinni rak blaðamann f rog-
astans.
Boeing 707 á
þriöju hæð
„Já, hér er kennt á Boeing
707, þ.e. bóklega þjálfun," segir
Amgrímur og kemur þar skýring
á eftirlíkingu af stjómklefa þotu,
þ.e. myndir af mælum og stjóm-
tækjum í réttri stærð, sem þar
hefur verið komið fyrir. Þegar
blaðamaður vill fá frekari skýr-
ingar, stendur ekki á þeim: „Við
rekum annað fyrirtæki, sem heitir
Atlanta, og það er á alþjóðlegum
leiguflugmarkaði," segir Amg-
rímur, „við höfum verið með eina
til tvær Boeing 707 þotur í rekstr-
inum, tekið þær á leigu og leigt
síðan aftur með áhöfnum og hér
getum við tekið hluta af þjálfun
áhafnanna. Nú sem stendur emm
við ekki með neina vél í rekstri,
en emm í öðm verkefni, að feija
vélar fyrir Boeing- verksmiðjum-
ar. Leiguflug á vegum Atlanta fer
í gang aftur þegar markaðurinn
leyfír, núna er samkeppnin of
hörð, undirboð sem vonlaust er
að keppa við.“ Á meðan við
göngum niður aftur, ræðum við
um flugskóla og flugnám, þegar
blaðamaður fer að spyijast fyrir
um, hvemig byijendanámið sé,
er Amgrímur snöggur upp á lag-
ið: „Ég skal bara sýna þér það,
hefurðu nokkum tíma flogið?“
Svarið er eins og við var að bú-
ast: Bara farþegi. „Við skulum
þá skreppa í flugtúr, við bjóðum
svokallað fyrsta flug án greiðslu,
þá er farið yfír helstu atriðin,
nemandanum leyft að kynnast
frumatriðum í fluginu, þú kynnist
þessu best með því að koma í eina
slíka ferð,“ og blaðamanninum
var ekki stætt á öðm en á þekkj-
ast boðið og kyngja kvíðanum.
Flugtak
Auðvitað gekk flugferðin eins
og í sögu, gott veður og mjög
traustvekjandi að vita af flug-
stjóra við hlið sér, þaulvönum alls
konar vélum og með áratuga
reynslu. Hins vegar fór gamanið
að káma nokkuð, þegar Amgrím-
ur segir: „Nú skalt þú sjá um
þetta,“ og blaðamaður reyndi að
rifja upp, hvaða hlutverki þessir
mælar og takkar gegndu, logandi
hræddur um að valda flugslysi
númer X á íslandi. í farþegasæt-
inu sat hins vegar flugkennarinn
og var hinn rólegasti, benti nem-
andanum á hvað gera skyldi
hveiju sinni, og talaði af sannfær-
ingu þess, sem reynsluna hefur,
um ágæti flugvéla af þessari gerð.
„Það er í rauninni ekkert sem
getur gerst, þú getur látið hana
eina um þetta og hún bara flýg-
ur, ef hún fer á hvolf, þá einfald-
lega réttum við hana við!“
Nemandanum til mikils léttis lét
Amgrímur það ógert, að sýna
þetta í verki. Vélin gerir nákvæm-
lega það, sem þú vilt að hún geri,
en þú verður að þekkja takmörk
hennar, þegar illa fer, þá er það
yfírleitt vegna þess, að menn em
að gera hluti sem þeir mega ekki
gera.“ Blaðamaður sannfærist
smám saman um, að þetta er í
raun og vem hægt, vélin lætur
að sljóm og við dettum ekki nið-
ur. Þetta er jafnvel svipað og að
aka bfl, heldur minna að gera ef
eitthvað er. Það stóð nokkum-
veginn á I endum, að þegar
Amgrímur var að búa okkur und-
ir lendingu, þá var nemandinn um
það bil laus við stjarfann úr
skrokknum.
Leiðbeint um göturn-
ar
Við fömm inn á afgreiðslu
Flugtaks, eftir að hafa gengið
tryggilega frá vélinni. Þar er þá
verið að bollaleggja samstarf við
eina útvarpsstöðina, um að fljúga
yfír borgina og lýsa umferðinni,
finna leiðir sem ökumenn geta
farið til að létta á mestu umferða-
ræðunum. Að lokum spyijum við
Amgrím Jóhannsson um framtí-
ðina í flugkennslunni, er starf-
semin vaxandi? „Já, þetta fer
vaxandi, það virðist vera að flug-
áhugi sé að aukast, við bætum
líklega einni kennsluvél við f sum-
ar. Hér starfa fimm kennarar, auk
mín, og það er allt útlit fyrir að
við höfum næg verkefni á næst-
unni," segir Amgrímur að lokum
og við kveðjum og ökum á brott,
ósjálfrátt lítandi til himins eftir
flugvél við umferðarathuganir.
FLUGÁHUGAFÓLK
1. Einliðapróf (sóló) á allt að 6 mánaða greiðslu-
kjörum.
2. Einkaflugmannspróf ásamt bóklegu námskeiði
á allt að 12 til 18 mánaða greiðslukjörum.
3. Einkaflugmönnum býðst nú að taka vélar skól-
ans á leigu fyrir lægra verð en áður.
FLUG ER HEILLANDITÓMSTUNDAGAMAN FYRIR FÓLK Á „ÖLLUM“ ALDRI
FLUGTAK
Flugskóllnn flugtak er nú elnn elstl starfandl flugskóli landsins og hefur á sínum
vegum góðar flugvélar og flugkennara með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu.
Líttu inn hjá okkur, það er alltaf heitt á könnunni, eða hringdu f s(ma 28122 og
fáðu nánari upplýsingar.
Flugskóli
GAMLA FLUGTURNINUM
REYKJAVIKURFLUGVELLI
101 REYKJAVÍK
SÍMI 28122