Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 B 27 i og flugmaðurinn leyfði konu, sem var ein farþega, að koma um borð í Vatnsmýrinni, áður en lagt var upp til Korpúlfsstaða. Reyndist flugbrautin ekki nógu löng, vélin náði flugi en komst ekki upp fyrir braggan og tók niðri á þaki hans með þeim afleiðingum að hún fór kollhnís. Flugvélin laskaðist ekki ýkja mikið og konan varð ekki mjög hrædd því það fyrsta sem hún spurði um, þar sem hún hékk í sætisólunum, var hvenær farið yrði næst. Benzínið sogaðist úr tönkunum á flugi Þá vildi það til haustið 1939 að Öm Johnson varð að nauðlenda á Flugfloti Flugfélags íslands vorið 1948, tveir flugbátar af gerðinni Catalina og einn af gerðinni Grununan Goose. Fremst er TF-ISK, í miðið er TF-ISJ ogyzt TF-ISR. Myndina tók ÓlafurK. Magnússon á Reykjavíkurflugvelli. gamir þyrptust utan um flugvirkj- ana spyijandi hvað væri að, hvort bið yrði löng eða hvort þeir gætu nokkuð aðstoðað. Þeir athuguðu ekki að bezt var fyrir okkur að fá að vera í næði. Flugvélarnar stækkuðu og fluginu f leygði fram Þegar félagið var í vexti var það yfirleitt þannig að sú vél sem síðast var keypt var ein sinnar tegundar og jafnan stærst. Hún var því nokk- urs konar flaggskip svo allir gátu séð að áríðandi var að þessi eina vél bilaði ekki oft. Öryggið varð jinnig alltaf að hafa í fyrirrúmi. Eins og áður er getið var flug- virkjaskortur hjá báðum flugfélög- unum mjög tilfinnanlegur. Hann stafaði mest af því að fluginu fleygði mjög fram á stríðsárunum. Þá vom smíðaðar margar góðar flugvélar sem var svo breytt í far- þegavélar og seldar á tiltölulega lágu verði. Það þýddi aftur það að flugið hér sem annars staðar jókst mjög ört. Það komu bæði stærri og fleiri vélar, farmiðar lækkuðu og flugvélamar urðu almenn farar- tæki. Við réðum erlenda flugvirkja en þeir reyndust yfirleitt ekki vel. Katalínan, sem var eingöngu sjó- vél, var kapítuli út af fyrir sig og einna erfiðasti bagginn sem við höfum borið. Það þurfti að taka hana á land til viðhalds með c.a. hundrað flugstunda millibili. Það var erfitt og vandasamt ef eitthvað var að veðri. Við fómm fyrst eftir því sem við sáum herinn gera en við fundum nokkuð fljótt betri að- ferð við þetta og þá gekk það betur. Daglegar skoðanir fóm fram út á sjó eftir því sem hægt var. Sérstak- ir pallar vom hengdir utan á hreyflana fyrir þessar skoðanir. Stundum féllu verkfæri og annað í sjóinn og ég man eftir einum sem missti bæði penna og úr. Minn maður bara hló og því meir sem hluturinn var dýrari. - Bölvaður klaufaskapurinn í mér, sagði hann þá gjaman, en hann var samt eng- inn klaufi. Við höfðum yfirleitt ágæta stráka, bæði lagna og vilj- uga. Það þurfti ekki annað en líta á þá þá var allt komið í fullan gang. Unnu undir kauptaxta Réði liugsjónin ekki ferðinni á fyrstu árunum? Jú, það er mikið til í því. Allir sem að fluginu stóðu vom mjög áhugasamir um að halda rekstrin- um gangandi og unnu því undir venjulegum töxtum samkvæmt samkomulagi. Eftir- og næturvinna var ekki borguð fyrr en eftir mörg ár þótt mikið væri unnið um nætur og helgar. Erfítt hefði verið að láta félagið bera sig án þess. Oft var útlitið dökkt og við urðum hálf von- daufir um áframhaldið en samt var áfram haldið. Ýmsir örðugleikar voru á byrjun- arstiginu sem við þurftum að ráða fram úr. Fyrsta flugvélin, TF-ÖRN, var t.d. mjög treg til gangs ef kalt var í veðri. Við leystum það með því að setja rafmagnsofna undir mótorhlífamar og fengum Rafha til að smíða hitaelement til að hafa í olíunni að staðaldri þegar vélin var heima. Þetta var sérstaklega nauðsynlegt vegna sjúkraflugs sem oftast bar skjótt að. Þegar að því kom að taka þurfti mótora í gegn, grannskoða sem kallað er, þurfti ýmiss konar undir- búning. Það þurfti að panta sérstök verkfæri og smíða önnur svo hægt Fyrsti Gullfaxi Flugfélagsins, TF-ISE, á flugiyfir miðborg Reykjavíkur við komuna til landsins 8.júlí 1948. Flugvélin var af gerðinni Douglas DC-4, Skymaster, enað sögn Brands fleygði flugvélakosti Flugfélagsins verulega fram með tilkomu hennar. Myndina tók Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari Morgunblaðsins, úr Grumman Goose flugbát Flugfélagsins í samflugi flugvélaflota félagsins yfir borg- inni. væri að framkvæma þetta verk hér heima. Við yfirhöluðum nálega 10 hreyfla af þessari gerð hér heima. Voru ekki miklar vonir bundn- ar við flugið? Jú, það voru miklar vonir bundn- ar við flugið og var útlit fyrir að flugvélar myndu henta hér vegna lélegs vegakerfis, sem tepptist á vetrum vegna snjóa. Þá var mikil ánægja með síldarleitarflugið á sumrin. Leitarflugið sparaði skipun- um miklar siglingar. Úr lofti höfðu menn betri yfirsýn. Við sáum oft mikið af sfld og vísuðum flotanum á hana. Var okkur Emi haldin veizla af síldarútvegsnefnd eftir komuna til Reykjavíkur eftir fyrsta sumarið vorum við og leystir út með gjöfum. Þetta var erfitt flug og lítið um svefn. Við komum seint og urðum að fara snemma. Yfírleitt fórum við tvær ferðir á dag og var flogið yfir firði og flóa þar sem líklegt var að sfldin kæmi upp á göngu sinni. Ef eitthvað var að veðri var erfitt að sjá sfldina en við vorum heppnir sumarið sem við vorum við sfldar- leitina, 1939, því vel viðraði. Fyrsti skellurinn leiddi til hjónabands Þið urðuð fyrir ýmsum skakkaföllum framan af? Já. Seinni part vetrar 1940 urð- um við fyrir fyrsta skellinum, er Waco-flugvélinni hvolfdi fyrir utan Sjóskýlið svonefnda í Skeijafirði, er hún var að fara í flug. Það var mikill hliðarvindur og flugmaður- inn, Öm 0. Johnson, að basla við að snúa vélinni undan vindi er henni hvolfdi. Það voru sjóstýri á flotholt- unum og hægt að beygja með þeim meira en flugvélin þoldi sjálf. Flug- vélin fór á hliðina og hvolfdi. Aðeins flotholtin og neðri vængirnir stóðu upp úr. Emi tókst að hjálpa far- þegunum, Bjama Asgeirssyni alþingismanni og Tómasi Hallgrí- mssyni bónda, út um glugga. Bjami synti þegar til lands en Öm og Tómas björguðu sér upp á væng- inn. Ég og aðstoðarmaður minn kipptum þegar fram jullu, sem við höfðum til taks ef eitthvað færi úrskeiðis, og náðum þeim af vængnum. En það má nú segja að það hafi komið sér vel fyrir þig að vélinni hvolfdi? Þetta óhapp varð til þess að við fengum nokkurt frí. Ég notaði fríið og skellti mér til ísafjarðar á páska- vikuna. Það var móðins þá að fara á skíðavikuna á ísafirði og þar kynntist ég minni konu, Jónínu Margréti Gísladóttur, sem fædd er og uppalin í Reykjavík en faðir hennar var frá Eyrarbakka og móð- ir frá Nesi í Selvogi. Það má því segja að ég hafí fengið konuna út á þetta óhapp, eða fyrir að Öm skyldi stíga aðeins of fast í annan fótinn er hann reyndi að snúa flug- vélinni. Flugvélin var í fyrstu talin ónýt en við gerðum hana upp sem land- flugvél og keyptum aðra sjóflugvél. Hjólabúnaður landflugvélarinnar skemmdist síðar er henni var flogið á girðingu austur á landi. Hún var enn lagfærð en nýkomin úr viðgerð flaug hún á bragga í Vatnsmýr- inni. Það var venjan að fljúga landvélinni tómri úr Vatnsmýrinni upp á Korpúlfsstaðatún þar sem farþegamir voru teknir um borð. í þetta sinn var brugðið út af venju Laxárvatni við Blönduós í farþega- flugi frá Reykjavík til Akureyrar. Hann veitir því athygli að hratt virð- ist ganga á benzínbirgðir flugvélar- innar og þegar hann er kominn á móts við Blönduós er það lítið eftir í tönkunum að hann verður að nauð-A lenda á Laxárvatni. Kom þá í ljós að gleymst hafði að setja benzínlok- ið á við áfyllingu í Reykjavík og því sogaðist upp úr tönkunum á flugi. Ég þurfti því að fara norður til aðstoðar og hafði nýtt lok með- ferðis. Veður fór kólnandi með norðanbyl og snjókomu og hélzt svo f tvo daga. Vatnið tók að fijósa og heilan dag var ekkert hægt að gera annað en beija klakann til að halda vélinni lausri. Frost var mjög mikið og vatnið fraus fljótt. Ég hélt um tíma að þama mund i hún bera beinin. Á þriðja degi var loks hægt að ná flugvélinni upp og reyna flug- tak en illa gekk þó að koma henni upp á ísskörina. Hafðist það loks. af með því að smíða undir hana plankasleða, sem skotið var undir flotholtin. Sleðunum var ætlað að vera undir flotunum í flugtaks- bruninu. Þegar vélin skreið af stað fluttist með henni stærðar dalur á ísnum með braki og brestum. Vélin smáléttist á ísnum, þegar vængim- ir tóku þunga hennar, og loks losnuðu plankasleðamir og þeyttust þeir hundmð metra á ísnum. Allir viðstaddir stóðu á öndinni og tvi- svar til þrisvar tóku flotin niðri á ísnum eftir að plankamir losnuðu. Feginn var ég að sjá hana fara í loftið, því það var mikil dirfska, þetta með plankana. Flugrnótorinn hitaður með prímus Það var orðið mjög áliðið dags þegar við vomm ferðbúnir og ekki hægt að fara alla leið til Reykjavfk- ur. Við völdum því Hólmavík sem næsta áfangastað, og sluppum þangað fyrir myrkur. En sjaldan er ein báran stök; um nóttina skell- ur aftur á norðanbylur, svo við máttum dveljast á Hólmavík í tvo daga. Þá kom sæmilegt veður og urðum við að hita mótorinn upp með prímus, en annað áhald var ekki til. Á meðan hékk yfir okkur fjöldi manns og virti fyrir sér þetta nýja furðuverk. Við komum loks hreyflinum í gang og vomm ferð- búnir, en af því að við voram með tóma flugvél suður, kölluðum við til fólksins og buðum frítt far til Samfellt atvinnuflug á íslandi hófst með flugvélinni TF-ÖRN, sem hérerá Akureyri. Varþað fyrsta flugvélin af mörgum og ólíkum, sem Brandur annaðist og sá um að væru ísem beztu Igai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.