Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 13
Y8<»t iwn. 8 5ITOA<T!nnV<HM HKÍMaviTJOaOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987
a sr
B 13
vel, er hagkvæm í rekstri og eyðslu-
grönn. Hún er svokölluð combi-
flugvél með frakthurð og því hægt
að breyta henni að vild í farþega-
og fraktvél. Með frakthurð er auð-
veldara að ná fram góðri nýtingu
á flugvélinni. Er vöruskilrúmið flutt
til mjög ört, nánast daglega, til að
nýta fartýmið sem bezt.
Það má segja að flugvélin sé
nýtt hvetja klukkustund sem hún
er ekki í áætlunarflugi yfír suma-
rið. Þá er hún ýmist í sólarlanda-
flugi eða í leiguflugi frá Köln og
Salzburg með Þjóðvetja, Austurrík-
ismenn og aðra Mið-Evrópumenn.
Það verður þó að segjast um sólar-
landaflugið að það gefur lítið af
sér, vart nema fyrir breytilegum
kostnaði sem er því samfara.
Það er farið að há okkur veru-
lega að hafa aðeins eina flugvél
yfír háannatímann. Þess vegna er
það nú í mjög mikilli athugun hjá
okkur að bæta við flugvél. Það verð-
ur þó alls ekki af því í sumar,
aðdragandinn er lengri en svo að
af þvf geti orðið. Við munum kanna
það á næstunni hver þörfín er. Mér
sýnist önnur Boeing-737 mjög
líklegur kostur fyrir framtíðina, þar
sem hún er af heppilegri stærð og
hagkvæm í rekstri," sagði Kristinn.
Ætla að auka og bæta
þjónustuna
Að sögn Kristins er rekstur og
starfsemi Amarflugs nú í endur-
skoðun. „Við emm núna að fara
ofaní saumana á þjónustuþættinum
eins og hann leggur sig og skoða
hvað megi bæta. Þeirri vinnu er
ólokið en við höfum samt ákveðið
nú þegar að bjóða senn upp á
breyttan matseðil í millilandaflug-
inu, breyta klæðnaði flugfreyjanna
og lífga upp á flugvélina að innan.
Þá emm við loksins famir að af-
greiða okkar farþega sjálfír á
Keflavíkurflugvelli. Við höfum það
okkur til stuðnings í markaðssetn-
ingu okkar að vera tengdir mjög
öflugu tölvuneti. í gegnum það
getum við bókað flug, hótel, bfla-
leigubfla og svo framvegis og fengið
svömn strax. Þannig getum við til
dæmis bókað sæti á áfangastað og
farþegi, sem skiptir um flugvél í
Amsterdam og er að fara til Mflanó,
fær því tvö brottfararspjöld í
Keflavík og er þarmeð tilbúinn um
borð í vélina til Mílanó og laus við
umstang, sem hann hefur hingað
til þurft að standa í á Schiphol sem
biðfarþegi („transit").
Hið sama gildir um vöraflutning-
ana. Þar getum við sagt viðskipta-
vininum hvar varan er stödd og
hvenær hún er komin á áfangastað.
Á þessu sviði höfum við til dæmis
vemlega yfirburði á Flugleiðir,"
sagði Kristinn.
Stofna bílaleign
Auk þessa hefur verið stofnuð
bflaleiga Arnarflugs til þess að auka
þjónustu við farþega- og viðskipta-
vini félagsins. Sérstakt hlutafélag
var stofnað um bflaleiguna og er
Amarflug þar í minnihluta, en að
öðm leyti er hún í eigu ýmissa ein-
staklinga, sem em meðal hluthafa
í flugfélaginu. Hefur bílaleigan
fengið til umráða einn af þremur
afgreiðslubásum, sem ætlaðir em
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Twin Otter flugvél úr innanlandsflota Amarflugs íflugtaki í Reykjavík. Flugvélar af þessari
gerð voru lengi uppistaðan í innanlandsflota félagsins enda gerðar fyrir stuttar flugbrautir ogósléttar.
Arnarflugsþotan TF-VLBá flugvellinum á Svalbarða ímaí 1978 ísvokölluðu „kampavínsflugi“
félagsins. Flogið var með farþega yfir Norðurskautslandið og skáluðu þeir íkampaviniyfir Norðurpóln-
um. Þotan erílitum flugfélagsins Air Malta, en Amarflug leigði félaginu á sínum tímaþotuna. Hún er
af gerðinni Boeing-720 og var tekin úr notkun sumarið 1982 vegna tæringar.
Tvær flugvélar úr innanlandsflota Amarflugs ílágu samflugiyfir Reykjavíkurflugvelli. Flugvél-
arnar eru af gerðinni Cessna 402. Nýlega hefur sérstakt fyrirtæki, Amarflug innanlands hf., sem er
dótturfyrirtæki Amarflugs, tekið við innanlandsflugi félagsins.
fyrir bflaleigur í flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Tók hún til starfa nú
í vikunni. „Við emm að kaupa bíla
núna og verðum með um 30 í út-
leigu þetta árið. En við ætlum að
fara rólega af stað í þessum rekstri
og nota sumarið til að þreifa okkur
áfram og kanna þennan markað,"
sagði Kristinn í samtalinu við Morg-
unblaðið.
Starfsmenn Amarflugs em nú á
milli 60 og 70 og em þá meðtaldir
starfsmenn á skrifstofíi félagsins í
Amsterdam og Hamborg og starfs-
maður þess, sem tekur á móti
flugvélunum í Zurich.
Þá starfa um 10 menn hjá dóttur-
fyrirtæki Amarflugs, Amarflug
innanlands hf., sem tók við innan-
landsflugi félagsins 1. maí sl.
Framkvæmdastjóri þess er Ámi
Yngvason, fyrmm flugmaður Am-
arflugs. Félagið heldur uppi áætlun-
arferðum til Rifs, Gmndarfjarðar
og Stykkishólms á Snæfellsnesi,
' Bfldurdals og Flateyrar á Vestfjörð-
um, Gjögurs og Hólmavíkur á
Ströndum og til Blönduóss og Siglu-
fjarðar. Þijár flugvélar era í
innanlandsfluginu.
„Kampavínsflug“
Þótt Amarflug sé ekki nema 11
ára kennir margra grasa í sögu
þess, en hér verða ekki tíndir nema
nokkrir fróðleiksmolar til. Fyrsta
verkefni félagsins var leiguflug fyr-
ir ferðaskrifstofuna Sunnu frá
Keflavík til Malaga 5. júní 1976
með hóp nemenda frá Verzlunar-
skóla Islands. Farkosturinn var
þota af gerðinni Boeing-720, en
félagið hefur haft á þriðja tug Bo-
eing-flugvéla á sínum snæmm frá
upphafí auk DC-8 véla, sem notað
ar 'vom í pílagrímafluginu í Alsír í
fyrra og hitteðfyrra.
Fyrstu árin flaug félagið leigu-
flug með Íslendinga í sumar- og
vetrarleyfí til fjölmargra landa, auk
leiguverkefna erlendis. Sumarið
1978 vom famar fjórar ferðir í
svokölluðu „kampavínsflugi" yfír
Norðurheimsskautið þar sem far-
þegar skáluðu }rfir Norðurpól. Ein
þessara ferða var farin beint fr'
Þýzkalandi með viðkomu í Noregi
en hinar frá íslandi. í öllum ferðun-
um var höfð viðkoma á Svalbarða
og er það nyrsti staður, sem vélar
félagsins hafa haft viðkomu á með
ferðamenn. Hafa vélar félagsins
farið með íslenzka ferðamenn
lengst í vestur til Vancouver, lengst
í austur til Aþenu í Grikklandi og
lengst suður á bóginn til Mexíkó-
borgar. í leiguflugi hafa vélar
Amarflugs þó farið miklu víðar. í
nóvember 1980 fór þota Arnar-
flugs, Boeing-707, í líklega lengsta
beina leiguflugið, sem íslenzkt flug-
félag hefur farið með íslenzka
ferðamenn. Þá var farið með hóp á
vegum Útsýnar til Mexíkó og var
flugtíminn röskar níu stundir.
„Framtíðin leggst ágætlega í mig
og ég hef trú á að Arnarflug muni
reisa úr kútnum og eflast á næstu
missemm og verða áfram það þjóð-
þrifafyrirtæki, sem það hefur verið
hingað til,“ sagði Kristinn Sig-
tryggsson að lokum.
Viðtal: Ágúst Ásgeirson
Þota af gerðinni McDonnell Douglas DC-8 ílitum Arnarflugs á Keflavíkurflug-
velli. Sumarið 1985 var Arnarflug með níu þotur af þessari tegund á leigu vegna
pílagrímaflugs ogannarra verkefna í Arabaríkjum og í fyrrasumar vom sjösamskon-
ar þotur notaðar í pílagrimaflugi félagsins íAlsír.
Mordunblaðið/ÓlafurK. Magnússon
Fyrstaþotan af gerðinniBoeing-737sem skráðerá íslandi. Þotan barkenni-
stafina TF-VLKogtók Amarflughana á leigu íapril 1981 tilleiguflugs fyrir brezka
flugfélagið Britannia Airways. Myndin var tekin er flugvélin kom til Reykja víkur í
apríl 1981 þar sem hún var sýnd almenningi áður en hún hélt íleiguverkefnið.