Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 B 23 PETUR EINARSSON, FLUGMALASTJORI: Flugmálaáætlunin er bylting í vinnubrögðum Pétur Einarsson, flugmálastjóri. „Ég tel að þau verkefni, sem við vinnum nú að, flugmálaá- ætlun og uppbygging flugleið- sögukerfis, séu einkar mikilvæg fyrir framtíðina. Sum þessara verkefna hefðu að vísu mátt vera fyrr á ferð. Ég tel hinsvegar að það sem helzt vantar í íslenzk flugmál og hafi lengi vantað sé mark- vissari islenzk flugmálastefna, hvernig við eigum að reka okk- ar flug“. Það er Pétur Einars- son, flugmálastjóri, sem þannig komst að orði, þegar Morgun- blaðið bankaði upp á hjá honum i tilefni 50 ára afmælis islenzks atvinnuflugs. Sem allra mest frjáls- ræði „Ef menn ætla að horfa til framtí- ðar á 50 ára afmæli íslenzks atvinnuflugs þá er það þessi þátt- ur, mótun flugmálastefnu, sem skiptir mestu“, sagði flugmála- stjóri. „Þú spyrð um sérstakt „draumaverkefni" á þessum tíma- mótum. Þau eru mörg, en ég nefni fyrst markvissari flugmálastefnu. Það er mín skoðun að íslenzka flugmálastefnu eigi að byggja á nær algjöru athafnafrelsi, þannig að innanlandsflug sé gefið frjálst, sérleyfi öll afnumin. Milliandaflug á einnig að gefa frjálst að lang mestu leyti. Bandaríkjamenn hafa gert þetta, Bretar, Hollendingar og Nýsjálendingar eru að gera þetta, Þjóðveijar, Frakkar og efalaust fleiri þjóðir eru að stíga sín fyrstu skref. Reynslan er alls staðar hin sama: umbrotatímabil, sem geng- ur yfír á tiltölulega skömmum tíma, en gæði þjónustunnar fyrir neytandann stórbatnar og verð lækkar. Að vísu þýðir þetta hert eftirlit með flugrekstraraðilum og auknar kröfur til þeirra. Að þessu eigum við að stefna. Þetta á að vera framtíðin. Flugfé- lögin eiga að hafa frjálræði og ábyrgð. Með þessu móti er rekstr- Vantar markvissa flugmálastefnu argrundvöllur þeirra og bezt tryggður. Alvarlegasta vandamál íslenzkra flugmála í dag er það, hvað rekstrargrundvöllur þessara fyrirtækja er ótraustur, nánast allra. Innanlandsflug: Rúm- lega 300 þúsund farþegar Farþegar í innanlandsflugi hafa verið um 315 þúsund síðustu ár. Árleg aukning hefur verið 7 - 10%. Aukningin á fyrst og fremst rætur í erlendum ferðamönnum. Ástæða er til að ætla að þessi vöxtur verð svipaður áfram. Að Keflavíkurflugvelli sleppt- um er mest farþegaumferð um Reykjavíkurflugvöll, sem hefur nálægt helming umferðar innan- lands, þá kemur Akureyrarflug- völlur, síðan Egilsstaðir, Vestmannaeyjar, ísafjörður og Húsavík. Samkvæmt framtíð- arspá um þróun íslenzkra flug- mála er reiknað með talsverðri aukningu, en þróun flugumferðar helzt í hendur við ástandið í efn- hagsmálum okkar. Mjög náin fylgni er milli þróunar vergra þjóðartekna og farþegafjölda. Flugvellir og f lugör- yggismál Flugvellir eru einn flöturinn á hugtakinu flugöryggi. Ástand flugvalla á íslandi, utan Keflavík- urvallar, er hörmulegt. EN og ég legg áherzlu á þetta EN nú í vor var samþykkt flugmálaáætlun á Alþingi, sem er bylting i íslenzk- um flugmálum. Hún gerir ráð fyrir - við skulum kalla það endur- reisn íslenzkra flugmála úr öskustónni. Nú eru framkvæmdir í flugmálum kortlagðar tíu ár fram í tímann og fjármagn mark- að með lögum til framkvæmdanna að stærstum hluta. Núverandi samgönguráðherra, Matthías Bjarnason, á lof og virðingu fyrir forystu hans og framtak í þessu máli. Flugöryggistæki á jörðu niðri eru í góðu horfi. Við erum sífellt að bæta það sem fyrir var. I dag höfum við net af radíóvitum, sem eru tiltölulega frumstæðir í sam- anburði við beztu tækni en hafa þó dugað okkur. Við höfum ijöl- stefnuvita á þremur stöðum, sem koma að mjög góðu gagni. Við höfum Lorans-C-kerfi, sem ný- lega er búið að viðurkenna til flugleiðsögu innanlands og þýir nánast byltingu á því sviði. Við höfum tengingu við tvær radar- stöðvar Nato hér á landi, annars- vegar í Keflavík og hinsvegar á Homafirði. Tengingin við Homa- fjörð er ekki komin í full not, en hún þýðir mikið framfaraskref í flugöryggi, hvað varðar flugum- ferðarþjónustu. Þetta er í stuttu máli það sem við höfum. Við ráðgerðum hins- vegar mikla sjálfvirkni í flugum- ferðarþjónustu, á næstu 4 til 6 árum, sem verður greidd alger- lega af erlendu fé, það er þeim flugaðilum sem fara um okkar flugumferðarsvæði. Ennfremur tengingu við nýjar radarstöðvar Nató hér á landi, tengingu við radarstöð Nató í Færeyjum, vænt- anlega á næsta ári. Við höfum og vakandi áhuga á að tengjast radarstöðvum Bandaríkjamanna á Grænlandi. í nýjum lögum um flugmálaá- ætlun er síðan, sem fyrr segir, gert ráð fyrir fjármögnun fram- kvæmda í flugöryggismálum, sem miða að því að mæta alþjóðlegum kröfum á áætlunartímabilinu (250 m.kr. framkvæmdafé á ári miðað við stöðu krónunnar í dag). Al- þingi ræður síðan ferðinni, hvort mörkuð stefna stenzt eða ekki. Nokkur stór verkefni Auk almennrar framkvæmdaá- ætlunar blasa við þijú stór verkefni: flugstöð í Reykjavík, malbikun Reykjavíkurflugvallar og bygging Egilsstaðaflugvallar. Það var pólitísk ákvörðun að byija á Egilsstaðaflugvelli (nú í sumar) en hin tvö koma síðar. Skipulag Reykjavíkurflugvallar er frágengið sem og staðsetning nýrrar flugstöðvar, þannig að nú stendur ekki á öðru en fjár- magni, sem kemur á næstu tíu árum. Þá starfar á vegum flugmála- stjómar nefnd að athugun á fjórða stóra verkefninu, varaflugvelli fyrir millilandaflugið (3000 m. braut með stæðum og öðru til- heyrandi). Nefndin mun væntan- lega skila af sér í haust. Sex flugvallarstæði eru í athugun. Þörfin fyrir slíkan varaflugvöll er fyrir hendi. Tilurð hans yki á ör- yggi í millilandaflugi og gæti sparað flugfélögum mikla §ár- muni. Mögnleikarnir eru miklir Víða var við komið í viðtalinu við flugmálastjóra og fátt eitt af því rúmast innan ramma þröngs blaðaviðtals. Hann sagði flug- málastjóm í daglegum tengslum við fjölmörg lönd. Stofnunin væri í vissum skilningi utanríkisráðu- neyti. Mergurinn málsins væri sá að efla tiltæka hvata íslenzks hugvits og framtaks í flugmálum. Hugvi- tið og framkvæmdaviljinn em til staðar, sagði flugmálastjóri. Það þarf að leysa þessar auðlindir úr læðingi. Og starfsvettvangurinn, heimurinn, er geysistór. Við flytj- um ekki nema um 1,2% af flugfar- þegum yfir N-Atlantshafið. Við getum gert miklu meira víða um heim. Eg hefi í þessu sambandi áhuga á að stofnuð verði sérstökt svið innan Háskólans fyrir flug. Þá þarf ekki síður að styrkja, efla og bæta flugkennsluna hér heima, en aðstaða hennar er hvergi nærri nógu góð, raunar vantar mikið á það. Flugkennslan er nánast eina námið í þessu landi sem er ekki á vegum ríkisins. Flugkennslu hér á landi er ábótavant. Þar verður úr að bæta sem allra fyrst. Hafa verður í huga að nútímaflug er fyrst og fremst nákvæmni og hátækni. Menntun og þekking skiptir mestu máli í þessari mikilvægu starfs- grein - sem öðrum. Auðvitað er engum sama hvar hann eyðir langþráðu sumarfríi sínu. Það er öruggt að fríið verður eins og best verður á kosið ef þú velur hina frábæru aðstöðu okkar á Alcudia ströndinni á Mallorca. Ströndin er sú stærsta og besta á Mallorca, glæsileg íbúðahótel, stórgóð aðstaða, þaulvanir fararstjórar og sérstakur barnafararstjóri tryggja að öll fjölskyldan nýtur sumarleyfisins eins og best verður á kosið. Sökum mikillar eftirspurnar höfum við fjölgað ferðum tilMallorca og eigum því laus sæti 13. júní, 20. júní og 6. júlí. Aðrar ferðir eru nánast uppseldar. Ef þér er ekki sama velur þú Alcudia með Polaris. ✓Av FERÐASKRIFSTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)
https://timarit.is/issue/121209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)

Aðgerðir: