Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987
B 25
önnur tveggja hreyfla vél, Piper
Azetc, 1979 fáum við svo Piper
Navajo, hún var fyrsta smáflug-
vélin hér á landi með jafnþrýsti-
búnaði og 1981 festum við kaup
á fyrstu skrúfuþotunni, sem er
af Mitsubishi-gerð, og höfum ný-
lega bætt annarri nýrri við. Þær
eru m.a. notaðar í áætlunarflugið
til Grænlands, en það hófst 1984.“
Áætlunarf lug til
Grænlands
Við ræðum leiguflugið nánar
og umsvif þess. „Það er stór þátt-
ur í rekstrinum og er bæði hér
innanlands og til nálægra landa.
Við fljúgum mikið með áhafnir
skipa og með ferðamenn. Einnig
kaupsýslumenn í viðskiptaerind-
um, sem vilja vera fljótir í ferðum.
Skrúfuþotumar gera okkur kleift
að bjóða hagkvæmar ferðir til
nágrannalandanna, t.d. til Græn-
lands. Þangað er sívaxandi leigu-
flug, m.a. til Nuuk, Narsassuaq,
Scoresbysunds og Diskóflóa. Þá
höfum við flogið til Skandinavíu
og til meginlands Evrópu. Litlu
vélamar henta aftur vel í minni
umsvif innanlands. Áætlunarflug-
ið til Grænlands er svo fastur
punktur í tilvemnni, þangað fljúg-
um við einu sinni í viku yfir
vetrarmánuðina og tvisvar í viku
á sumrin. Við fljúgum til Kulusuk
og þaðan er síðan hægt að kom-
ast áfram til Ammassalik með
þyrluflugi, eða til vesturstrandar-
innar með grænlenska flugfélag-
inu.“
HELGI JÖfVISSOIM
LEIGUFLUG FLUGSKÖLI
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Helgi Jónssoa við eina af kennsluvélum sínum.
Góðar atvinnuhorfur
fyrir flugmenn
Við göngum nú inn í kennslu-
stofuna. „Hér fer bókleg kennsla
fram,“ segir Helgi og heldur
áfram: „Alit flugnám er tvíþætt,
annars vegar læra menn bókleg
fræði um flug og flugvélar, veður-
fræði, siglingafræði o.fl., hins
vegar er þjálfun, verkleg kennsla
á flugvélum. Núna er eingöngu
kennt hér til einkaflugmannsprófs
eftir að atvinnuflugprófið fór inn
í framhaldsskólakerfið, sú kennsla
fer nú öll fram í Fjölbrautaskóla
Suðumesja og er það afturför.
Áður var allt námið hér, þú hefð-
ir getað sest hér á skólabekk og
útskrifast með atvinnuflugmanns-
próf.“
Hefur Flugskóli Helga Jónsson-
ar þá útskrifað marga atvinnu-
flugmenn?“ Já, þó nokkra. Við
höfum útskrifað menn sem starfa
núna m.a. hjá Flugleiðum, Cargol-
ux, SAS, Lufthansa, Mærsk og í
Færeyjum. Þar að auki fjöldann
allan af einkaflugmönnum." Talið
berst að atvinnuhorfum í flug-
mannastétt. „Núna er útlitið gott,
það er nokkur hreyfing hjá Flug-
leiðum og fyrirsjáanleg endurnýj-
un þar, einnig em góðar
atvinnuhorfur erlendis. Það virðist
vanta flugmenn frekar en að þeir
séu of margir. Við verðum varir
við þetta hér í skólanum, aðsókn
eykst alltaf þegar losnar um störf-
in.“
Reglubundin þjálfun
Við ræðum enn um flugnám
og þjálfun flugmanna. Eru menn
einhvern tíma búnir að læra flug
í eitt skipti fyrir öll? „Nei, við
höldum endurmenntunamám-
skeið hér, þar sem menn rifja upp
fræðin. Það þarf að gerast reglu-
lega og atvinnuflugmenn verða
að fara í þjálfun á sex mánaða
fresti. Við erum með samning við
bandarískt fyrirtæki um þjálfun á
Mitsubishi-vélamar. Það fýrirtæki
heitir Flight Safety International
og þjálfar á margar gerðir véla,
Mitsubishi-þjálfunin er staðsett
nærri Huston í Texas og þangað
förum við reglulega. Það er að-
staða eins og best gerist, þeir
hafa fullkominn flughermi, sem
líkist þessari gerð véla. Það er
alveg eins og að fljúga raunveru-
legri vél, að fara í hann.“
Rekur sjö flugvélar
Nú er Helga ekki lengur til
setunnar boðið, frammi í af-
greiðslunni bíða viðskiptavinir
eftir að hann fljúgi með þá og em
þeir farnir að ókyn-ast. Helgi nær
þó að upplýsa blaðamanninn um,
að í dag em sjö flugvélar í rekstri
hjá honum, þar af tvær skrúfuþot-
ur, eins og áður sagði. Starfsmenn
em 7—8, þar af einn í afgreiðslu,
og einn flugvirki.
Hann telur ekki ástæðu til ann-
ars en bjartsýni á framtíðina,
báðir þættir starfseminnar, flug-
kennslan og leigu- og áætlunar-
flugið, ganga vel og horfur em
batnandi. Með það kveðjum við
Helga Jónsson, sem þegar er far-
inn að undirbúa flugið til Eyja
með fólkið, sem ekki komst með
áætlunarfluginu.
Elíeser Jónsson ogRockwelI Turbo Commanderinn, skrúfuþota Flug-
stöðvarinnar hf.
að nú eigi ég það einn, þ.e. með
mínum nánustu og við rekum þetta
núna og störfum við það í samein-
ingu. Sonur minn, Jón, er t.d.
byrjaður að fljúga og getur leyst
mig af. Hann fer bráðum að ýta
karlinum úr flugmannssætinu,"
segir Elíeser kíminn og er ekki laust
við að ánægju gæti í röddinni yfir
áhuga sonarins.
Skrúfuþota fyrir
Ijósmyndunina
„Landmælingar vildu fá betri
flugvél," segir hann þegar blm.
spyr um véiina sem Flugstöðin hf.
á núna. „Þeir vildu fá háfleyga vél
til að taka háloftamyndir og þá
keyptum við þessa. Hún var sú
fyrsta sinnar tegundar hér á landi,
skrúfuþota með jafnþrýstibúnaði og
getur flogið upp í 30.000 feta hæð.
Þetta var 1980 og vélin heitir Rock-
well Turbo Commander 690-A. Hún
er útbúin fyrir háloftamyndatökur.
í botni vélarinnar er gluggi með
sérstöku gleri í og yfir því er
myndavélinni komið fyrir.“
Verkefni erlendis
En ekki lifír heilt flugfélag af
því einu að taka loftmyndir fyrir
Landmælingar íslands. Eru ekki
fleiri verkefni?
„Ljósmyndaflugið hér á íslandi
er auðvitað engan veginn nóg enda
Stuttur tími ársins sem hægt er að
nýta í það, frá miðjum júlí fram í
byijun september. Þess vegna verða
að koma til fleiri verkefni. Við höf-
um sérhæft okkur í ljósmyndaflug-
inu og reynt að vinna okkur markað
á því sviði og þess vegna verðum
við að treysta að verulegu leyti á
það. Við erum t.d. ekkert að beij-
ast á leiguflugsmarkaðnum hérna
heima, tökum jú verkefni fyrir kep-
pinauta okkar fyrrverandi þegar
mest er að gera hjá þeim og vélin
okkar er laus, en svo höfum við
verið að vinna verkefni erlendis."
Elíeser rekur nú helstu erlendu
verkefni Flugstöðarinnar hf. í
Líberíu þar sem fyrsta verkið var
haustið 1981 fyrir breska fyrirtæk-
ið Hunting Service, mikið í Miðaust-
urlöndum, Bretlandi, Curacao og
fjórum sinnum í Nepal og þaðan
er hann einmitt nýkominn frá að
ljósmynda fyrir kanadískt fyrir-
tæki, sem vinnur að undirbúningi
mikillar stíflugerðar fyrir Nepal-
stjóm. Hvemig fer Elíeser að því
að fá þessi verkefni erlendis?
„Það er vinna, ekkert nema
vinna. Ég byijaði á að skrifa öllum
sem hugsanlega gætu notað mína
þjónustu út um allan heim. Síðan
komu verkefnin eitt og eitt. Maður
reynir svo að viðhalda þeim sam-
böndum sem komin eru og að ná í
ný. Það dugir ekkert annað en að
láta vita af sér og sanna sig síðan
þegar á reynir."
Hæfilegt fyrir eina
fjölskyldu
Er eitthvað verk í farvatninu fyr-
ir erlenda aðila?
„Ekki neitt frágengið en það er
í athugun að við vinnum meira fyr-
ir Kanadamennina," segir Elíeser
og kveðst, aðspurður, vera nokkuð
bjartsýnn á framtíðina, fyrirtækið
er af hæfilegri stærð fyrir sam-
henta fjölskyldu til að reka og lifa
af því, verkefni hafa reynst vera
næg fram að þessu og lítur út fyr-
ir að svo verði áfram.
SLATTUVELA-
VIÐGERÐIR
Vatnagarðar 14 — 104 Reykjavík
SÍM| 31640
í Kaupmannahöfn
FÆST
I BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
Viö útvegum yöur
interRent bílaleigubíl
hvar sem er erlendis,
jafnvel ódýrara en nokkur
annar getur boðið:
Dæmi: í íslenskum
krónum m/söluskatti.
Ótakmarkaður akstur
Danmörk:
3 dagar = 4.281.-
7 dagar = 8.560.-
Aukadagur 1.220.-
Þýskaland:
3 dagar = 4.000.-
7 dagar = 7.041,-
Aukadagur 996,-
Luxemburg:
3 dagar = 3.975.-
7 dagar = 6.651,-
Aukadagur 930.-
Einnig bjóöum við úrval
húsbíla og campingbíla í
Þýskalandi.
interRent er stærsta
bílaleiga Evrópu.
Viö veitum fúslega allar
upplýsingar og pöntum
bílinn fyrir yöur.
interRent
interRent á íslandi/
Bílaleiga Akureyrar
Reykjavík - Skeifan 9 - Simar
91-686915, 91-31615
Akureyri - Tryggvabr. 14 -
Símar 96-21715, 96-23515.
Telex: 2337 IR ICE IS.