Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 ■t t\an Reykjavíkur, ef einhver vildi. Eftir nokkra bið kom loks hljóð ofan af bakkanum og var þar frændi minn, Ásgeir Magnússon. Hann hvarf sem elding og kom aftur að vörmu spori með hnefastóran böggul. Það voru víst rakáhöldin hans. Annað var ekki meðferðis, enda ætlaði hann ^kki að dveljast lengi í Reykjavík. Hann kvað erindið suður ekkert og spurðum við þá hvort hann vildi ekki ráðast til Flugfélagsins sem aðstoðarmaður. Ásgeiri fannst það sjálfsagt og hefir hann svo verið hjá félaginu síðan. Ásgeir lærði síðan flugvirlq'un og hefír verið flugvélstjóri á flestum vélum félags- ins. Eftir að Boeing-þotumar komu var hann bæði flugvélstjóri og ann- aðist einnig þjálfun annara. Það var mikil bylting útaf fyrir sig að fá Beechcraftinn 1942. Það yar góð flugvél og þægileg. Hún reyndist vel, að öðru leyti en þvi að hún skaut af sér nokkrum sýlind- rum. Reyndar skemmdist hún í magalendingu í Reykjavík eftir að hjólin höfðu festst á miðri leið niður vegna bilunar í rafmagnsmótor. Flugmaðurinn gat hvorki náð hjól- unum upp né niður. Þetta var smíðisgalii í hjólaútbúnaði. Flugvél- in brann síðan á flugvellinum á Stórakroppi sumarið 1945 eftir að eldur kom upp í hreyfli við gang- setningu. Ég man alltaf þegar flugmaðurinn hringdi suður og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann var ákaflega miður sín. Ég reyndi að hughreysta hann með því að segja honum að verra hefði það nú verið ef slys hefði orðið. Fegnir þeg-ar sjóflug- vélaskeiðinu lauk Síðar misstum við DeHavilland Rapide-flugvél í sjóinn við síldarleit- arflug undan Langanesi og enn- fremur Grumman Goose-flugbát sem laskaðist í flugtaki á Norð- fírði. Óhöppin urðu mörg á fyrstu árunum. >. Næst á eftir Beechcraft-flugvél- inni varð katalínuflugbátur að flaggskipi félagsins, en fegnir vor- um við þegar sjóflugvélaskeiðinu lauk. Síðan keyptum við Douglas DC-3 af bandaríska hernum. Flot- inn stækkaði smám saman og flugvélamar urðu stærri og veiga- meiri. Þá voru leigðar 18 farþega Liberator-flugvélar í Skotlandi til tveggja ára fyrir millilandaflugið, illu heilli. Þær voru notaðar sem sprengjuvélar í stríðinu. Ég vissi ekki um þessar ráðagerðir og hefði aldrei samþykkt þær. Það var búið að ákveða á aðalfundi félagsins að leita eftir kaupum á Skymaster- flugvél en það dróst á langinn. * . Loftleiðir á undan að fá alvöruflugvél Það var meðal okkar mestu von- brigða þegar Loftleiðir keyptu Skymaster-flugvél. Þar með voru þeir okkur fremri í flugvélakosti. Þeir urðu á undan okkur að ná í almennilega flugvél. Það var smá- vægis metingur á milli flugfélag- anna en mjög gott milli véladeild- anna. En þar kom að því að við eignuðumst Skymastera og var það mikil framför fyrir okkar millilanda- flug. Viscount-flugvélar leystu Skymasterana af hólmi og DC-6, sexumar, komu svo á eftir Vis- countunum. Síðan var fyrsta þotan keypt og tókúm við þá forystuna hvað flugvélakost snertir. Það dróst annars lengi að flugið yrði landflug vegna skorts á flug- völlum út á landi. Þess vegna voru keyptir tveir katalínu-flugbátar sem lentu bæði á landi og sjó (Canso) en þeir vom mjög dýrir í rekstri. Brandur, þú vildir á sínum tíma byggja flugvöll á Álftanesi og hreyfðir þeirri hugmynd fyrstur manna að flytja flugið þangað? Það vom mikil mistök hjá hem- um að byggja flugvöll inn á milli húsanna í Reykjavík í stað þess að byggja hann á Álftanesi. Og furðu- legt má það teljast ef íslendingar eða bæjaryfírvöld hafa samþykkt ; tilvist hans á þessum stað. Flugvöll- : urinn var hér fyrr á ámm mikil lyftistöng fyrir flugið þótt að hlut- imir væm stundum á heljarþröm, en lánið hefur verið með okkur, sem betur fer. En svo kom að því að utanlandsvélamar urðu að hrökkl- ast af vellinum til Keflavíkur vegna þess að brautir hans vom ekki full- nægjandi og ýmsar aðrar hindranir til baga. Eftir þetta varð starfsemin í tvennu lagi en það er óskaplegur kostnaðarauki, bæði fyrir félög og farþega. Flugvöllur fyrir Stór-Reykjavík- ursvæðið á að vera á Álftanesi, bæði fyrir utan- og innanlands- flugið, samkvæmt áliti erlendra sérfræðinga og fjölda annarra hér- lendis sem hafa haft með flugmál að gera. Þessir aðilar hafa skilað þykkum skýrslum um þetta efni. Miklar líkur em á því að dæla megi sandi upp í nesið og spara þannig mikinn kostnað. Það em nú komin um þijátíu ár síðan þessi mál vom mest til umfjöllunar. Margir munu spyija hvað verður gert við forset- ann. Eitt fallegasta og hlýlegasta svæði fyrir forsetahöll^ er að mínu mati á Geldinganesi. Áður en for- setinn flyttist þangað yrði áburðar- verksmiðjan ef til vill að flytjast burt. Það þarf kannski að flytja hana hvort eð er vegna íbúðabyggð- arinnar á Grafarholti. En hvernig var annars sam- búðin við herinn á striðsárunum? Sambúðin við herinn á stríðsár- unum var misjöfn en yfírleitt góð. Einstöku menn, sem vom í vörzl- unni, vom snarvitlausir. Áttu þeir til að miða á okkur vopnum sínum og hafa í frammi alls kyns hótanir og stæla. Við máttum ekki koma nálægt þeim en urðum að setja passana okkar á jörðina þar sem þeir gátu tekið þá og skoðað. Það vom þrír hemaðaraðilar á Reykjavíkurflugvelli, Bretar, Ameríkanar og Kanadamenn, og við höfðum ýmiskonar samskipti við þessa aðila. Þeir vom okkur oft hjálplegir með varahluti og ýmsa aðra aðstoð og við reyndum svo að gera slíkt hið sama fyrir þá þegar við vomm menn til þess. Kanada- menn fengu oftast liðveizlu hjá okkur, bæði af því að við vomm með Katalínur eins og þeir og svo vomm við í næsta nágrenni við þá, og í þriðja lagi vom þeir ófúsari á að leita til_ Breta eins og þeim var uppálagt. í stríðslokin keyptum við á mjög góðu verði allan lagerinn sem Kanadamennimir skildu eftir og það kom sér vel fyrir okkur bæði þá og síðar. Þegar Beechcraft-flugvélin okk- ar TF-ISL bilaði austur á Egilsstöð- um vorið 1944 komu Bretar okkur til hjálpar og buðust til að skjóta mér austur með varahluti. Óskuðu þeir eftir að Jóhannes Snorrason flugstjóri færi með til leiðsagnar. Þetta átti eftir að verða söguleg ferð og í henni komumst við heldur betur í hann krappann. Við lögðum tvisvar af stað. í fyrra skiptið í lág- skýjuðu og suddaveðri. Voram við í skýjum allan tímann og stefíidum að mati Jóhannesar á Snæfellsjök- ul. Hefðum við líklegast flogið í jökulinn ef brezki flugstjórinn hefði ekki á síðustu stundu farið að tillög- um Jóhannesar og snúið við. Skil ekJki hvernig flug- vélin hékk saman Næsta dag var reynt á ný og komumst við þá leiðar okkar með millilendingu á Melgerðismelum við Akureyri. A Norðurlandi var mjög hvasst og ókyrrð í lofti gífurleg svo að allt gekk á endum. Eg hef aldr- ei lent í jafn slæmri ókyrrð og hélt að flugvélin, sem var af Avro An- son-gerð, stálrörabúkur og tré- vængir, öll klædd með dúk að utan, myndi brotna í sviptivindunum, sem vom geysilega snarpir. Ég skil ekki enn hvemig flugvélin hékk saman, lætin vom óskapleg. í einni lotunni slitnaði ég upp af sætinu og skall með höfuðið upp í þak flugvélarinn- ar og fékk stóra kúlu á kollinn. Allt lauslegt var ýmist uppundir þaki eða á gólfínu, jafnvel rafgeym- ar, sem ég hafði meðferðis, köstuð- ust upp af gólfínu upp í miðja hæð flugvélarinnar. Það brakaði mikið og marraði í flugvélinni. Ég hef yfírleitt ekki orðið hræddur í flug- vél en í þetta skipti var mér alveg nóg boðið. Einhvers staðar í Víðidal rifnaði þakhlerí af flugvélinni í einni hviðunni og tók hann með sér loft- net flugvélarinnar. Vomm við því sambandslausir eftir það, sem kom sér mjög illa. í ógnvekjandi skothríð Þegar við komum inn undir Hrísey, þá nýlega komnir út úr verstu ókyrrðinni, var skyndilega hafín á okkur skothríð frá herskipi. Kúlnahríðin var allt í kringum flug- vélina, og þijú skot hæfðu hana, eitt í væng, annað í stél og hið þriðja kom upp með hiiðinni á mér. Síðan tóku við fallbyssur á landi og öðm herskipi. Sprengikúlumar úr þeim spmngu nálægt okkur og köstuðu flugvélinni til og frá. Ein þeirra sprakk svo nálægt að hún skellti henni á hliðina. Með óskiljan- legum hætti sluppum við óskaddair úr þessum hildarleik. Skammt inn- an við Akureyri munaði svo minnstu að við steyptumst í jörðina er við lentum í skyndilegu niðurstreymi. Við flugum mjög lágt þegar inn yfir land kom vegna skothríðar sem mátti alltaf búast við. Tilgangurinn var að vera kominn framhjá skot- mönnunum áður en þeir næðu að skjóta. Flugstjórinn og Jóhannes toguðu báðir í stýrin og tókst á elleftu stundu að ná flugvélinni út úr steypiflugi og forða brotlend- ingu. Straukst hún nánast eftir jörðinni er hún náði flugi aftur og var þetta líklega eitt hættulegasta atvikið á þessu tíðindasama flugi. Hvemig varð Bretanum við þegar hann áttaði sig á því að hann hafði verið að skjóta á sína eigin flugvél? Hann rak upp býsan stór augu. Við stigum frá borði með uppréttar hendur eftir lendingu á Melgerðis- melum því hermenn með bmgðnar vélbyssur röðuðu sér í kringum flugvélina. Það var uppi fótur og fit þegar það rann upp fyrir Bretan- um hveijir þama vom á ferð. í ljós kom að sézt hafði til þýzkrar flugvélar á Grímseyjarsundi skömmu áður en við flugum inn fjörðinn og því var talið að þama væri hún komin. Viðbúnaður var mikill af þeim sökum og kúlna- hríðin því svo hörð. Hefðum við haft loftnetið í lagi hefði aldrei komið til skothríðarinnar. En það má segja að árangur allrar skot- hríðarinnar hafí verið afar lélegur, sem betur fer. Þess má geta að skömmu seinna fórst Anson-flugvél þessi á Bláfjöllum. Einhver okkur æðri forðaði okkur frá dauða Við áttum ekki von á skothríð frekar en dauða okkar þegar árásin á Anson-vélina var gerð og það hvarflar að manni að einhver sem er okkur æðri hafí forðað okkur frá dauða. Ég hef ekki verið örlagatrú- ar um dagana en fer nú að halda að manni hafi verið ætlað eitthvert hlutverk í lifínu sem gæti talist til gagns því ég hef fjóram sjnnum sloppið naumlega við dauðann. Viltu útskýra þetta nánar? Þegar ég var 16 ára gamall skaut ég sel skammt undan landi fyrir innan Hólmavík. Ég var sæmilega syntur og synti talsvert í sjó á sumr- in. Þetta var síðla vetrar og ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að synda út eftir selnum. Ég var óviss um hvort hann væri dauður eða aðeins í roti og gat hann því orðið hættulegur viðureignar. Þá rak hann frá landi og sjór var óskaplega kaldur og mjög hætt við því að maður fengi krampa. Ég var heit- fengur á þessum tíma og þoldi kulda nokkuð vel. Ég var hættur við sund- ið þegar þar kom að maður sem ég þekkti vel og eggjaði hann mig til að synda út. Hann sagði það ekki mikið mál að synda eftir björg- inni og sagðist mundi hafa sent dóttur sína eftir selnum ef hún hefði verið viðstödd. Var mér þá nóg boðið. Selurinn var kominn 150 til 200 metra frá landi þegar ég lagð- ist til sunds. Ég var orðinn mjög innkulsa þegar ég kom til baka og nálægt því að missa meðvitund. Þegar ég staulaðist í land sá ég að kunningi minn var náhvítur í fram- an. Hann hafði þá aldrei trúað að ég mundi fara út í þetta. Það var Brandur og samstarfsmenn hans þurftu stundum aðglima við flóknar viðgerðir ogleystu þær jafnan vel af hendi. Hér er skrokkur Gunnfaxa dreginn eftir Hringbrautinni íReykjavik á leið til viðgerðar. Flugvélin skemmd- istí Vestmannaeyjum, vartekin þar í sundur og flutt með skipi til Reykjavikur þar sem skemmd- imar vom lagfærðar. Ungir Reykvíkingar, sem voru ekki vanir flugvélaferðum á götum borgarinnar, fylgjastmeð. Flug- vélin var af gerðinni Douglas DC-3 ogernú íeigu Land- græðslu ríkisins. Myndirnar tók OlafurK. Magnússon, Ijósmynd- ari Morgunblaðsins. auðvitað engin glóra í þessu sundi en áeggjan mannsins gerði útslagið. Þama var ég sjálfsagt ekki langt frá ferðinni löngu. Þegar ég kom heim og sagði móður minni það sem skeð hafði varð hún ekki sérlega hrifin af uppátækinu og sagði að það væri hætt einu auganu nema vel færi. Hún tók stundum svo til orða. Ég var eini sonurinn, sem hún átti og systur mínar kölluðu mig stundum gullkálfinn hennar mömmu. Villtir í kaf aldsbyl á Holtavörðuheiði Þegar ég fór svo suður 18 ára gamall komst ég ásamt samferða- fólki, karlmanni og stúlku, í vanda á Holtavörðuheiði í nóvembermán- uði. Okkur var ekið frá Hvamms- tanga að Grænumýrartungu af hinum nafnkunna bílstjóra, Guð- mundi Jónassyni. Þaðan urðum við að fara fótgangandi í Fomahvamm, 27 kílómetra leið. Við borðuðum í Grænumýrartungu og fengum við mat af borðinu sem við höfðum með í nesti. Það var gott veður þegar við lögðum af stað en nýfall- in hnédjúpur snjór og því mjög þungfært. Við fylgdum símastaur- unum en á miðri leið skall skyndi- lega á vonzkuveður og kafaldsbylur svo við misstum fljótt sjónar af stauranum. Það tók að dimma og við höfðum aðeins vindinn til að taka mið af. Þreyta fór að gera vart við sig og samt lítið farið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)
https://timarit.is/issue/121209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)

Aðgerðir: