Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Saga flugsins engu að síðursaga þjóðarhmar Sigurður Helgason stjóraarformaður Flugleiða á skrifstofu sinni. Rætt við Sigurð Helgason stjórnar- formann Flugleiða „SEGJA MÁ, að saga flugsins sé engu síður saga þjóðarinnar síðastliðin fimmtíu ár. Sú stökk- breyting, sem átt hefur sér stað í atvinnuháttum á þessu tímabili, verður ekki rakin án þess að þætti bættra samgangna í breytingui i frá fábreyttu bændaþjóðfélagi í háþróað þjóðfélag nútímans séu gerð skil. Mjór er mikils vísir seg- ir máltækið. Ég geri vart ráð fyrir þvi, að stofnendur Flugfélags Akureyrar, sem flutti aðeins 734 farþega fyrstu 12 mánuði starf- seminnar, hafi látið sig dreyma um það, að hálfri öld síðar yrði árlegur fjöldi farþega nær 800.000.“ Svo hljóðaði hluti ávarps stjórnarformanns Flugleiða, Sig- urðar Helgasonar, á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 20. marz sl. Sigurður hefur verið við- riðinn flugrekstur um nærri 34 ára skeið, eða um 2/3 hluta af þvi tímbili sem atvinnuflug nær til. Rætt var við Sigurð í tilefni af afmælinu einn góðveðursmorgun- inn í síðustu viku. Sigurður var varaformaður stjóm- ar Loftleiða frá árinu 1953 til sameiningar Loftleiða og Flugfélags- ins árið 1973. Ábyrgðarmaður fyrir rekstri Loftleiða í New York var hann frá 1962 og árið 1974 var hann gerður einn af þremur forstjórum Flugleiða, ásamt þeim Alfreð Elías- syni frá Loftleiðum og Emi Johnson frá Flugfélaginu. Sigurður tók einn að sér forstjórastörfin árið 1979. Nafni hans Sigurður Helgason nú- verandi forstjóri tók síðan við vorið 1985, en Sigurður eldri hefur verið stjómarformaður frá 1984. Sigurði er hið erfiða tímabil fyrst eftir að hann tók við sem forstjóri árið 1979 hugstætt, enda segist hann hafa verið „óvinsælasti maður á ís- landi", á þeim tíma. Erfíðleikamir voru hvað mestir fram til ársins 1981 en á þeim tíma þurfti verulega að taka á bæði vegna utanaðkomandi erfíðleika og sameiningarinnar. Hann sagði: „Þetta var áreiðanlega mesta erfíðleikatímabil atvinnuflugs- ins frá upphafí. Það hefur aldrei gefíst vel að hafa þrjá forstjóra til að stjóma einu fyrirtæki en auk þess hjálpaðist allt til í móti okkur, þegar ég þurfti að taka á sem einn for- stjóri 1979. Fyrstu áhrif af frjáls- lyndisstefnu Bandaríkjamanna í flugmálum fóm að koma í ljós. Elds- neytisverð tvöfaldaðist á ámnum 1978 til 1979 í kjölfar byltingar í íran. í þriðja lagi hafði félagið tekið DC-10 vél á leigu en vegna flugslyss í Chicago vom þær vélar teknar úr umferð og kostaði það dæmi eitt okkur átta milljónir dollara eða 320 millj. kr. á verðgildi dagsins í dag. Til viðbótar þessum utanaðkomandi áföllum hafði aldrei verið tekið end- anlega á sameiningunni. Fyrirtækið var rekið undir tveimur nöfnum og menn skiptust í fylkingar, sem allt ólgaði í milli, og við þetta var mjög erfítt að eiga. Á þessum tíma var starfsfólki fækkað um 500 manns og ef Qölskyldur þessa fólks enl teknar með má reikna með að þetta hafí haft persónuleg áhrif á um 1.500 manns. Þetta reyndi á þolnfin og ég hef stundum heyrt þessu líkt við hmn síldarstofnsins — atvinnulega séð.“ Merk tímamót að minu mati Sigurður sagði ennfremur, að ofan á erfíðleikana hefði bæst að stjóm- málaleg öfl hefðu unnið gegn fyrir- tækinu í erfiðleikum þess. Þá hefði yfírstjómin verið meingölluð og fleira mætti til nefna. En Sigurður er sann- færður um, að ef ekki hefði verið gripið til svo harkalegra samdrátta- raðgerða hefði félagið orðið gjald- þrota. — Eftir 34 ár við flugrekstur hvað er Sigurði efst í huga: „Þetta em mjög merk tímamót að mínu mati og breytingar hafa verið gífur- legar. Þetta hefur þó verið þungur róður og félagið átti á fyrrgreindum tíma við mjög mikla erfíðleika að etja. Ég hygg að þá hafí verið högg- við hvað þyngst að rótum atvinnu- flugs á Islandi frá upphafí. Saga flugsins er samofin sögu lands og þjóðar. Fram til ársins 1952 var starfsemi Loftleiða að vemlegu leyti bundin við innanlandsflug svo og reglubundið flug milli íslands og Evrópulanda. Því til viðbótar var svo rekið leiguflug á lengri leiðum og þá sérstaklega yfír Atlantshafíð. Segja má að upphafíð á reglubundnu Atlantshafsflugi Loftleiða megi rekja til ársins 1952 en þá hófst samvinna við norska flugfélagið Braathen sem var Loftleiðum mjög heilladtjúg og íslenskri flugstarfsemi um leið mjög til framdráttar. Með þessari sam- vinnu náðist tenging með flugi alla leið frá New York til Hong Kong og sem dæmi um þau áhrif sem þetta hafði fyrir okkur þá höfðum við í lok sjötta áratugarins helminginn af norska markaðinum i Atlantshafs- fluginu á móti flugfélaginu SAS og Pan Am.“. Sigurður gaf blaðamanni síðan nokkra innsýn inn í sögu og þróun Atlantshafsflugsins. í upphafí sjö- unda áratugarins var velgengni mikil, sem hann sagði að þakka mætti nýjum flugvélum sem komu í upphafí áratugarins. Skrifstofubygg- ingin á Reykjavíkurflugvelli var byggð árið 1964 og hótelið bættist við árið 1966. Síðan jókst samkeppn- in gífurlega á Atlantshafsflugleið- inni, sem Loftleiðir stóðu þó fyllilega af sér framan af með þvi forskoti sem fyrirtækið hafði á fjargjalda- markaðnum. Síðar fór að harðna á dalnum, sumpart vegna rangra ákvarðana að sögn Sigurðar. Þá leit- ar fyrirtækið í auknum mæli inn á markað Flugfélags íslands í Evrópu sem endaði með því að fyrirtækin stóðu bæði mjög höllum fæti. Sigurð- ur sagði m.a. í því sambandi: „Sannleikurinn er sá að þau stóðu mjög höllum fæti fyrir sameining- una. Ég er þess fullviss að þau hefðu, annað hvort eða bæði, orðið gjald- þrota, ef þau hefðu ekki verið sameinuð" SVERRIR ÞORODDSSON: Samkeppnin krefst ítrustu hagkvæmni Sverrir Þóroddsson í fluggallan um, öðru hverju verður að rifja upp tilfinninguna og bregða sér á loft. KAPPAKSTURINN laðaði ung- an, íslenskan flugáhugamann utan fyrir rúmum 20 árum. Það var Sverrir Þóroddsson sem lét seiðast af vélagný kappaksturs- brautanna og tók Formula-3- bílinn fram yfir flugið. En hann kom heim aftur og þá sneri hann sér að flugreksti, sem hann starf- rækir enn og gerir út þijár flugvélar. Morgunblaðið náði tali af Sverri í önnum eins dagsins og hann var spurður um flugið, hvernig byrjaði það? Byrjaði 12 ára að fljúga „Ég byijaði 12 ára í svifflugi, tók þá B-próf, ári seinna C-próf og þegar ég hafði aldur til, tók ég vélflugprófið, 17 ára. Ég flaug mik- ið svifflug á þessum árum og hafði mikinn áhuga á því. Það má segja, að þetta sé í aðalatriðum forsaga þess flugrekstrar sem ég rek í dag. Síðan kom alllangt hlé frá fluginu þegar kappaksturinn tók við.“ Sverrir bendir blaðamanni á mynd- imar sem hanga á veggjunum í skrifstofunni hans og vitna um þetta tímabil, þar er hann við stýr- ið á Formula-3-bflnum sem hann keppti lengstum á. „Þama kynntist ég mörgum góðum mönnum, sem ég held enn sambandi við og þau kynni hafa hjálpað mér mikið, bæði beint og óbeint í sambandi við þessi fyrirtæki, sem ég rek í dag. Þannig hafa komist á sambönd við ýmsa aðila, bæði í flugrekstri og öðm. Það má segja, að á kappakstursár- unum hafi ég fengið reynslu sem síðan hefur reynst gott veganesti í lífínu." Úr kappakstri í flugrekstur Þegar heim var komið, tekur Sverrir til við flugið aftur, en þá með nokkuð öðmm hætti en áður: „Ég keypti bilaða Cessnu, kom henni í gang og leigði hana síðan út. Það var árið 1973, síðan var það ári seinna, að meiri alvara kom í þetta. Þá keypti ég fyrstu tveggja hreyfla vélina, sem var líka Cessna, og fékk flugrekstrarleyfið um líkt leyti. Segja má að þá hefjist hinn eiginlegi flugrekstur og ég fer að reka þetta sem fyrirtæki. Smám saman hefur starfsemin hlaðið utan á sig og í dag era þijár vélar á flugi, allt Cessna 402, tveggja hre^rfla vélar. Samkeppnin krefst ítrustu hagkvæmni Þá má geta þess, að fyrir um sjö ámm tók ég að mér umboðið fyrir Cessna hér á landi og í framhaldi af því tók ég þátt í rekstri Flug- garða, á þar 44% á móti flugvirkjum og öðmm sem starfa þar, þama er rekin þjónusta við vélamar, við- gerðir og eftirlit. Það má segja, að með þessari þjónustu sé mönnum gert kleift að eiga einkavélar á ís- iandi, a.m.k. mun auðveldara en annars væri. Ódýrar og hag kvæmar vélar Sverrir ræðir nú um flugvélar og flugrekstur á íslandi, hvað telur hann að okkur henti best? „Mín skoðun er sú, og ég byggi hana á minni reynslu, að ódýrar og ömgg- ar vélar séu hagkvæmastar. Hér er t.d. hæpið að vera með skrúfu- þotur í leigufluginu, þær em einfaldlega of dýrar og tímaspam- aðurinn við að nota þær er óveruleg- ur. Til að spjara sig i þessari samkeppni verða menn að vera með ódýrar vélar, en það má hins vegar ekki koma niður á flugörygginu. Þess vegna þurfa vélamar að vera traustar og ekki síst, flugmennimir verða að vera góðir." En hvers vegna flýgur Sverrir Þóroddsson ekki sjálfur, er hann ekki nógu góður? „Ég teí mig gera meira gagn á jörðu niðri, enda er ég einnig með annan rekstur sem þarf sinn tíma. Til þess að reka flug- ið á hagkvæmasta hátt, verð ég þess vegna að halda mig við jörð- ina. Við emm eingöngu með leigu- flug og þar er samkeppni mjög hörð. Sú samkeppni leyfir ekki ann- að en hagkvæmustu leiðir, maður verður að gera það sem þarf að gera, það er of dýrt að leyfa sér annað, sem er e.t.v. skemmtilegra og meiri „glamúr“ í kring um.“ Byggist á góðri þjónustu Er alltaf nóg að gera? „í fluginu? Nei, ekki alltaf, en þó nóg til að halda því gangandi. Á sumrin, í svona þijá til fjóra mánuði, er mik- ið að gera, þá er nægur markaður fyrir vélamar. Fyrir utan þann tíma er þetta rýrara, þá reynir mikið á sölumennskuna, eins og reyndar alltaf, við eram að nokkra leyti í svipaðri aðstöðu og leigubílstjóram- ir, við verðum alltaf að vera viðbúnir, fólk verður að vita hvar við emm og það verður að vita að við emm til, að hægt sé að fá þessa þjónustu. Það em ferðamennimir sem veita mestu vinnuna í þessu, svo em það t.d. útgerðimar sem flytja með okkur áhafnir og jafnvel varahluti. Við getum flogið um nán- ast allt ísland og til næstliggjandi landa. Smám saman byggir þetta sig svo upp, en það gerist ekki af sjálfu sér, við verðum að veita góða þjón- ustu og takist það, þá koma við- skiptavinimir aftur og fleiri bætast við. Þeir em líka fljótir að fara aft- ur, ef þeir em óánægðir. Það er á þessu sviði eins og öðmm í lífinu, leggi maður rækt við það sem mað- ur gerir, þá kemst maður áfram." Við Ijúkum samtalinu með að spytja Sverri Þóroddsson um framtíð flugrekstrarins, hvemig er útlitið núna, á þessum tímamótum atvinnuflugs á íslandi? „Það er bjart framundan, a.m.k. svo langt sem maður sér, við höfum nóg að gera, sérstaklega í sumar og ekki ástæða til annars en bjartsýni," sagði Sverrir Þóroddsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)
https://timarit.is/issue/121209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)

Aðgerðir: