Morgunblaðið - 03.06.1987, Side 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987
VW ið vorum fjórir
■ félagar í svifflug-
1 inu sem ætluðum
á flugskóla í Noregi
árið 1940, en þegar
Þjóðverjar réðust inn
Noreg var það úr
sögunni. Það varð því
úr að við héldum til Kanada í maí
1941 og hófum nám í flugskóla
Konna Jóhannessonar í Winnipeg.
Menn höfðu mikla trú á fluginu á
þessum tíma og töldum við að nóg
yrði fyrir okkur að gera þegar heim
kæmi. Þannig mælti Kristinn Olsen,
flugstjóri, þegar Morgunblaðið átti
við hann samtal í tilefni 50 ára
afmælis samfellds atvinnuflugs á
íslandi. Ásamt flugmönnunum Al-
freð Elíassyni og Sigurði Ólafssyni
stofnaði Kristinn Loftleiðir. Þeir
þrír ætluðu að fá atvinnu hjá Flug-
félagi íslands þegar þeir komu frá
flugnámi í Kanada en var neitað
um hana og sagt að bjarga sér sjálf-
ir. Stofnuðu þeir því flugfélag,
Loftleiðir, um litla fjögurra sæta
sjóflugvél, sem þeir keyptu í
Kanada í lok dvalarinnar þar og
fluttu með sér heim.
„Það var stutt að fara út í Vatn-
smýrina frá Þormóðsstöðum í
Skeijafirði, þar sem ég fæddist 24.
júní 1917 og ólst upp. Ég heillaðist
snemma af þeirri flugstarfsemi,
sem þar var, og þá helzt af Hollend-
ingum, sem voru þar við veðurat-
huganir á tveimur flugvélum þegar
ég var ungur maður. Þá heillaði
Balbo mig, von Gronau, Zeppelin,
Lindbergh, Grierson og fleiri. Flug-
ið var aðal áhugamálið og á unga
aldri smíðaði ég mér til að mynda
fluglíkan. Leiðin lá snemma í svif-
flugið, þar sem ég tók A-, B- og
C-próf. Atvinnuflugið var framandi
en ég ákvað samt að drífa mig í
að læra vélflug í þeim tilgangi að
verða atvinnuflugmaður. Það var
dýrt ævintýri og til að fjármagna
námið seldi ég meðal annars bíl sem
ég átti. Þar sem ekki var hægt að
ganga í banka og sjóði í þá daga
varð maður að aura saman fyrir
því sem á vantaði hjá vinum og
vandamönnum.
Leiðir okkar Sigurðar Ólafssonar
lágu snemma saman. Við kynnt-
umst þegar hann vann hjá Verð-
anda og ég keyrði vörubíl hjá
Bemharð Petersen. Við vorum sam-
an í sviffluginu og fórum siðan til
Kanada ásamt Jóhannesi Snorra-
syni og Kjartani Guðbrandssyni.
Kjartan veiktist og fór heim án
þess að ljúka námi. Á eftir okkur
komu þeir Alfreð Elíasson og Ás-
bjöm Magnússon, en sá síðamefndi
lauk heldur ekki flugnámi. Loks
kom svo Magnús Guðmundsson
kom einsamall nokkm seinna.
Eftir fimm til sex mánaða flugn-
ám hjá Konna tókum við Sigurður
og Jóhannes atvinnupróf. Á námstí-
manum fékk ég vinnu í skýlinu hjá
Konna við hreinsun véla, lagfæring-
ar og viðgerðir. Ég vann mér því
inn svolítið skotsilfur, sem kom sér
vel því aurar voru ekki miklir af-
gangs. Að loknu prófí fékk ég að
fljúga útsýnisflug yfír borgina um
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Kristinn Olsen við skrifborðið sitt á heimili sínu í Arnamesi. Á borðinu er líkan af þotum Loftíeiða,
sem voru af gerðinni McDonnel Douglas DC-8.
„Neyðarlegt aðþurfa
að slá farþegana um
lán fyrir benzíninu “
helgar með farþega. Þannig fékk
ég ókeypis flugtíma og út á vinnuna
í skýlinu fékk ég í júní 1944 leyfis-
bréf frá Vilhjálmi Þór, þáverandi
atvinnu- og samgönguráðherra, til
að sjá um daglegt eftirlit og minni-
háttar viðgerðir á flugkosti Loft-
leiða. Leyfíð var veitt til bráða-
birgða, eða unz hæfari maður
fyndist, en samt má nú segja að
ég hafí verið fyrsti flugvirki félags-
ins.
Ytra fengum við vinnu hjá kon-
unglega kanadíska flughemum við
að fljúga með unga flugliða, sem
verið var að þjálfa í siglingafræði
og srpengjukasti. Jóhannes og Sig-
urður höfðu aðsetur á æfíngaskóla
hersins í Regina vestarlega í
- segir Kristinn
Olsen, einn af
þremur upphafs-
mönnum Loftleiða
Kanada en ég í Number 5 Observer
School í Winnipeg. Undir lokin flaug
ég nær eingöngu á nóttunni og fékk
þar dýrmæta reynslu í flugi. Venju-
lega flugu níu flugvélar í hóp á
sama markið. Seinna árið, sem ég
var hjá hemum var ég sveitarfor-
ingi, sem var í því fólgið að ég flaug
fyrstur af stað og átti að leiða hóp-
inn.
Þetta var skemmtilegur ttmi og
mikill léttleiki í ungu mönnunum,
sem vom í þjálfuninni. Einhvern
tíma voru karlar að mála mörkin
að degi til þegar flugvélahópur kom
óvænt yfír og tók að varpa niður
smásprengjum. Mennimir sáu þann
kostinn vænstan að skríða upp á
mörkin því það var talið ömggast,
líklega af því að sú grínsaga gekk
manna á meðal að við hittum aldrei
markið.
Snemma árs 1943 kom skeyti frá
Flugfélagi íslands um að félagið
vantaði flugmann og var beðið um
að einn okkar kæmi. Það varð úr
að Jóhannes færi heim því hann var
meðal annars í trúlofunarhugleið-
ingum. Hlaut hann því íslenzkt
flugskírteini númer fimm. _Við Al-
freð Elíasson og Sigurður Ólafsson
komum næstir og það varð að sam-
komulagi okkar á milli að aldur
skyldi ráða um skírteinisröð. Þess
vegna fékk Sigurður skírteini núm-
er sex, ég númer sjö og Alfreð
númer átta.
Blankir í New York
Við Alfreð og Sigurður héldum
heimleiðis í desember 1943 og vor-
um 27 daga á leiðinni, lengst af í
mikilli skipalest, sem hélt fyrst til
Skotlands. Rétt fyrir heimferðina
keyptum við fjögurra sæta Stin-
son-flugvél í Winnipeg fyrir þá
peninga, sem höfðum unnið okkur
inn, en einnig fengum við smáhjálp
að heiman. Kostaði flugvélin 10
þúsund dollara. Við feijuðum hana
til New York og þar stóð til að
mála hana því allar flugvélar, sem
ætluðu að fljúga heima í stríðinu,
urðu að vera málaðar í rauðgulum
lit. Einnig þurfti að taka hana sund-
ur og senda heim í kassa með skipi.
Við vorum hins vegar orðnir blank-
ir í New York og því voru góð ráð
dýr. Okkur var bent á herra Pilsc-
her, umboðsmann Eimskipafélags-
ins og ákváðum að athuga hvort
hann gæti hjálpað okkur. Hann var
stór og fyrirferðamikill Gyðingur
og sat með stóran vindil við skrif-
borð sitt þegar við gengum á hans
fund. Hann tók okkur vel og lét svo
um mælt að hann hefði umgengist
svo marga góða íslendinga að það
yrði bara að hafa það ef við svikjum
sig. Hann varð því við erindinu, lét
mála flugvélina, taka hana í sundur
og pakka í kassa. Það fyrsta sem
við gerðum þegar heim var komið
var að borga kalli.
Ætluðu að fá vinnu
hjá Flugfélaginu
Hugmynd okkar þriggja var að
fá vinnu hjá Flugfélagi Islands og
selja því flugvélina. Það má segja
að vonir okkar hafi aukizt þegar
við heyrðum það á Dettifossi á
heimleiðinni að eina sjóflugvél Flug-
félagsins hefði eyðilagst á Horna-
fírði. Af því varð þó ekki að við
fengjum vinnu hjá Flugfélaginu og
sögðu forráðamenn þess við okkur
að við yrðum að reyna að bjarga
okkur sjálfír. Þess vegna urðu Loft-
leiðir til.
Við stofnuðum Loftleiðir 10.
marz 1944 með hjálp góðra manna,
en þar voru einna fremstir í flokki
Kristján Jóhann Kristjánsson í
Kassagerðinni, Ólafur Bjamason í
skóbúðinni og Eggert Kristjánsson.
Við höfðum fengið vilyrði fyrir
gamla flugskýlinu í Vatnagörðum,
sem þá stóð tómt. Það var í eigu
hafnarinnar. Flugvélin kom svo
síðla vetrar og settum við hana
sjálfír saman í Vatnagörðum. Axel
Kristjánsson í Rafha, sem var eftir-
litsmaður flugvéla fyrir hönd ríkis-
ins, skoðaði hana og skrifaði
athugasemdalaust út. Við það tæki-
færi sagði hann að það væri eins
gott að hún væri rétt og vel sett
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon.
Eftir lendingu Skymaservélar Loftleiða ífyrsta áætlunarfluginu til Lúxemborgar árið 1955. Á mynd-
innimá meðal annarra þekkja Victor Dodson, samgöngurðaherra Lúxemborgar, Ingólf Jónsson,
samgönguráðherra, Alfreð Elíasson og Sigurð Helgason. Kristinn Olsen var flugstjóri í ferðinni og
stendur hann ídyrum vélarinnar.
LOFTLEIOIfí ICELfíNOIE FHRUNFS
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon.
Kristinn Olsen (t. v.) og Alfreð Elíasson við komu fyrstu Rolls Royce-
skrúfuþotu Loftleiða árið 1964. Flugvélin var nefnd Leifur Eiríksson
og voru flugvélar Loftleiða af þessarigerð um tíma stærstu far-
þegaflugvélarnar í Atlantshafsfluginu.