Morgunblaðið - 03.06.1987, Side 19

Morgunblaðið - 03.06.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 B 19 sér er hún taldi sig heyra bamsgrát innaf klósettinu. Það átti ekki að vera neitt bam um borð svo hún stóð upp og opnaði dyrnar að kló- settinu. Lá þá móðirin unga á gólfinun með nýfætt barnið milli fótanna. Hafði hún alið það hjálpar- laust og tekið sjálf á móti. Flug- freyjan varð svo undrandi að hún ætlaði aldrei að geta stunið upp erindinu þegar hún kom frammí til að færa okkur tíðindin. Norskur foringi, sem var meðal farþega, hafði tekið á móti barni áður og hjálpaði áhöfninni að skilja á milli og hjúkra móður og bami. Við send- úm skeyti til Reykjavíkur og fengum svar frá Óla Hjaltested, lækni, að allt væri í lagi meðan mæðgumar kæmust undir læknis- hendur innan 12 stunda. Áttum við fjórar stundir eftir til Reykjavíkur svo þeim var óhætt. Búið var um móðurina, sem var norsk, í koju fremst í flugvélinni, og bamið var sett í pappakassa. og heilsaðist þeim báðum vel. Það var mjög gam- an að farþegunum skyldi fjölga í háloftunum, en þess má til gamans geta að stúlkan var skírð Hekla í höfuðið á flugvélinni. Fundu hvorki tungl né stjörnur Það var einnig ævintýri að reyna átta sig á því hvar við værum og hvort við væmm á réttri leið þegar kannski var flogið klukkustundum saman í skýjum. Náðum við þá venjulega engu sambandi um tal- stöð og siglingafræðingamir fundu hvorki tungl né stjörnu þegar þeir rýndu í gegnum glerkúlu á þaki flugvélarinnar með gamla sextantn- um, sem verið hafði óbreyttur frá skútuöldinni. Sömuleiðis sást ekk- ert gegnum kíkir í gólfinu, sem notaður var til að reikna út hliðar- rek flugvélarinnar. Á þessu hefur orðið gífurleg breyting. Nú er hægt að komast af með tvo menn í flugstjómarklefa úthafsþotu, búnaður flugvélanna er miklu fuilkomnari, þær fljúga ofar öllu veðri, em ekki nema fimm tíma til New York og nú geta menn tal- að úr þeim um allan heim í síma. Flugvélamar em svo tæknivæddar nú orðið og sjálfvirknin slík að flug- mennimir þurfa lítið annað að gera en fylgjast með tækjum. Ég var til dæmis fyrir nær tuttugu ámm hjá Boeing-verksmiðjunum og fór þá í flugtúr með júmbóþotu sem flaug og lenti sjálf. Bremsaði hún meir að segja sálf þegar niður var komið. Siglingafræðingamir vom prýð- ismenn sem unnu sitt fag af mikilli samvizkusemi. Þeirra gerðist ekki lengur þörf í lok sjöunda áratugsins þegar fullkominn tölvuleiðsögubún- aður mddi sér til rúms. Veðurfræð- ingar vom einnig alveg ómissandi lengi vel og fylgdust þeir grannt með okkur. Ég veit dæmi þess að þeir vöktu þar til við vomm komnir á leiðarenda og spurðu hvemig okkur hefði gengið í gegnum það leiðindaveður sem þeir höfðu teikn- að upp fyrir okkur. Við áttum þeim mikið að þakka á fyrstu ámm flugs- ins. Rígurinn úr sögnnni Kristinn Olsen sat alla tíð í stjóm Loftleiða og hefur verið í stjóm Flugleiða frá sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands. Hann er fyr- ir skömmu hættur störfum hjá fyrirtækinu en gegnir áfram stjórn- arstörfum. „Ég fer daglega út á skrifstofur, meira af gömlum vana en nauðsyn, og fylgist með. Starfs- menn félaganna höfðu misjafna skoðun á sameiningunni og var smá afbrýðisemi milli þeirra framan af. Það var ekki nema eðlilegt að hver héldi með sínu félagi og að svolítill metingur væri milli manna. Upp- sögnum fylgir að sjálfsögðu alltaf óánægja og leiðindi og tók því svolítinn tíma að jafna ríginn. Nú er svo komið að starfsfólkið hefur samlagast og vinnur allt sameigin- lega að framgangi Flugleiða. Það standa allir saman og vinna að einu marki, að félagið megi dafna sem bezt. Á yfirborðinu var auðvitað sam- keppni fyrir hendi milli Flugfélags íslands og Loftleiða, en það var enginn rígur inni beinið. Menn hjálpuðu hver öðrum ef vantaði til dæmis varastykki og aðra hluti. Það var góð samvinna milli verkstæða félaganna og yfirmanna þeirra beggja. Framtíð Flugleiða leggst vel í mig, fyrirtækið er alltaf að stækka og verða öflugra. Starfsmönnum þess fjölgar og farþegum. Það held- ur velli í geysiharðri samkeppni, sem nú er í fluginu. Það háir félag- inu þó stórlega að hér skuli ekki vera stór varaflugvöllur, því meðan svo er þurfa þotumar að fljúga með gífurlegt aukaeldsneyti til að kom- ast til Evrópu ef ekki er hægt að lenda í Keflavík. Ég sé engin óveð- ursský á lofti í starfsemi eða rekstri Flugleiða og hef þá trú að félaginu takist að fljúga ofar öllum slíkum í framtíðinni. Á þessum tímamótum vil ég óska öllu starfsfólki flugsins til hamingju og vona að framgang- ur þess verði sem mestur." Viðtal: ÁGÚST ÁSGEIRSSON Morgunblaðið/Ótafur K. Magnússon Boeing-747 ,Júmbó “ í litum Loftleiða. Á sínum tíma voru Loftleiðir nærri búnar að kaupa þotu af þessu tagi með sætum fyrir 500 farþega, en þeim ráðagerðum var hætt á síðustu stundu. r m ITOLSKU ALPARNIR, MEÐ SIGURÐIDEMETZ Sérstaklega áhugaverðar 2ja vikna ferðir 16. og 30. ágúst til Suður-Tyrol í ítölsku Ölpunum. Leiðsögumaður í ferðinni verður Sigurður Demetz Franzson, kunnur söngvari og gleðimaður, sem gjörþekkir Tyrol. Verð kr. 62.925 í tvíbýli (miðað við gengi 12/2 ’87). INNIFALIÐ í VERÐI: Gisting með morgun- og kvöldverði á fyrsta flokks hóteli í Bozen, Groeden og Chioggia. Þægilegur og nýtískulegur rútubíll. Allar skoðunarferðir, þjóðdansakvöld og vínkjallaraheimsókn. FERÐATILHÖGUN: 1. dagur — Beint fiug til Salzbug. Þaðan er ekið til Bozen yfir Brennerskarð. 2. dagur — Eftir hádegi er farið i skoðunarferð um Bozen og Runkelsteinhöllin heimsótt með leiðsögn. 3. dagur — Eftir morgunverð er haldið til Eggental, ekið yfir Karerskarðið til Canasei, Cortina, Toblach um Pusterdalinn til Bozen. Þessi hringur er kallaður Dolomitahringurinn. 4. dagur — Eftir morgunverð er haldið í skoðunar- ferð til Meran og þorpsins Tyrol með gönguferð um Tappeinstíginn til Meran og skoðunarferð í Tyrol- höllina með leiðsögn. 5. dagur — 1/2 dags skoðunarferð um Stilfserjoch. 6. dagur — 1/2 dags ferð til Mendelpass. Göngu- ferðir fyrir þá sem vilja. 7. dagur — Eftir hádegi er farið til Kaltern þar sem þoðið er uppá vínprófun og heimsókn til hallarinnar Sigmundskron. 8. dagur — Dagsferð til Ritten með toglyftuferð til Unterrittnerhof og þaðan gengið til Bozen. 9. dagur — Ekið til Gardavatns og þaðan til Fen- eyja. Gisting í Chioggia. 10. dagur — Dagsferð til Feneyja og Murano. 11. dagur — Frjáls dagur. 12. dagur— Dagsferð til Seiseralm, stutt gönguferð og toglyftuferð niður til St. Ulrich. Kvöldverður og gisting í Groeden, uns haldið verður heim. 13. dagur — Eftir morgunverð er heilsdagsgöngu- ferð um Groeden og þjóðdansakvöld. 14. dagur — Frjáls dagur. 15. dagur — Ekið til baka til Salzburg og beint flug heim. Þessar ferðir voru mjög vinsælar á si. ári og komust færri með en vildu. Pantaðu strax — Takmarkað sætaframboð. Við lánum þér VHS-myndband með stuttri kynningarmynd frá Suður-Tyrol og veitum allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. IIeJJJ FERÐA Ce+itccd l!e!l MIÐSTÖÐIIM Tcutd AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.