Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 „Sagði Alfreð að ég gæti ómögulega unnið ímyrkri“ Finnbjörn Þorvaldsson. FINNBJÖRN Þorvaldsson var aðalbókari Loftleiða frá árinu 1954 til 1960. Hann fékk þá titil- inn skrifstofu og fjármálastjóri. Því starfi gegndi hann áfram eftir að Flugleiðir voru stofnað- ar. Um 1980 voru gerðar mannabreytingar og yfirmönn- um félagsins fækkað. Finnibirni bauðst núverandi staða sem skrifstofustjóri á Hótel Esju er hann þáði. Um þennan atburð sagði hann við blaðamann að uppskiptin hefðu komið flestum i opna skjöldu. „Það voru ellefu menn sem hurfu úr stjómunarstöðum hjá félaginu á þessum tíma. Margir telja að við þessi uppskipti hafi Loftleiðamenn orðið undir, því allir voram við komnir þaðan.“ Flugmenn með reiðufé til að greiða kostnað Finnbjöm sagði að Loftleiðir hefðu verið smáar í sniðum þegar hann hóf störf. „Félagið var þá í öldudal eftir að hafa misst tvær véla sinna á skömmum tíma. Við vorum fjögur sem unnum í bók- haldi. Það var stundum erfitt að borga laun og á tímabili urðu starfs- menn að þyggja hluta launa sinna í hlutabréfum. Þá var félagið enn næsta lítið þekkt erlendis og lán- straustið því ekkert. Flugmenn höfðu því reiðufé meðferðist til að greiða lendingargjöld, eldsneyti og - segir Finnbjörn Þorvaldsson skrif- stofustjóri Hótel Esju vistir. Ég man að þeir kvörtuðu iðulega yfir því að þurfa að ganga með svo háar upphæðir á sér. Að sjálfsögðu var lögð mikil áhersla á hagsýni í rekstrinum. Alfreð Elíason lét sér sérstaklega annt um þetta. Mér er minnisstætt að hann kom einu sinni til mín á mánudagsmorgni, sagðist hafa ver- ið á leið úr leikhúsi með konu sinni kvöldið áður og hefði séð ljós log- andi á skrifstofu minni. Ávítaði hann mig fyrir að hafa gleymt að slökkva fyrir helgina og látið ljósið loga. Ég svaraði honum rólegur í bragði að þetta væri rétt, en mér væri bara ómögulegt að vinna mín störf í myrkri. Þá hafði ég unnið aukavinnu alla helgina, en um greiðslu fyrir yfirtíð var þá ekki að ræða. Alfreð baðst afsökunar og minntist ekki á þetta aftur.“ Fyrstu starfsár Finnbjamar hafði félagið mikið samstarfi við fyrir- tækið Braaten SAFE í Noregi. Farmiðabókanir fóru í gegnum norska aðilan og annaðist hann einnig viðhald á vélum fyrirtækis- ins. Hann sagði að þær sögur hefðu gengið fjöllunum hærra á þessum tíma að erlendir aðilar hefðu náð undirtökunum í Loftleiðum, en þær hefðu ekki átt við nein rök að styðj- ast. Braaten hefði ekki átt neitt í Loftleiðum. „Þessu fylgdu mikil ferðalög, ég varð að vera með annan fótinn í Noregi og fylgjast með skrifstofum Morgunblaðið/KGA okkar erlendis í Kaupmannahöfn, Osló, Gautaborg, Hamborg, New York og síðan Luxemborg sem kom inn í myndina árið 1956,“ sagði Finnbjöm. „Luxemborgarflugið var félaginu mikil lyftistöng. Við nutum þess að geta boðið ódýrari fargjöld vegna þess að við millilentum á leið- inni yfir hafið og vomm með hægfara vélakost. Þegar nýjar vélar voru keyptar þurftum við síðan að hækka verðið." Útvegsbankinn neitaði um yf irdráttarheimild Um fjárhagsörðuleikana á þeim tíma nefnir Finnbjörn sem dæmi að félaginu hefði verið neitað um 5 milljóna króna yfirdrátt í viðskipta- banka þess Útvegsbankanum. Þetta varð til þess að leitað var til hins nýstofnaða Sparisjóðs Verzlun- armanna, síðar Verzlunarbankinn. „Hinn ungi bankastjóri Höskuldur Olafsson tók okkur opnum örmum og veitti þessa heimild án skilyrða. Við fluttum þá öll okkar viðskipti yfir í þennan banka og héldum þeim þar til við sameiningfu félaganna. Skemmst er frá því að segja að eftir að við fórum að skipta við Verzlunarbankann fór rekstur fé- lagsins að ganga betur og við skiluðum hagnaði strax ári seinna. Yfirdráttarheimildin var því aldrei notuð.“ í tengslum við flugið milli Banda- ríkjanna og meginlandsins varð þörf á hótelplássi í Reykjavík. Loft- leiðir ákváðu að ráðast í byggingu Hótels Loftleiða og gátu í fram- haldi af því boðið farþegum á Atlantshafsleiðinni upp á gistingu hér í 1-3 daga sem var innifalin í verðinu, svo nefnt „stop-over“. „Þetta gafst mjög vel. Fólki leist vel á þau kjör að geta heimsótt eitt land í Evrópu til viðbótar án þess að borga meira fyrir það,“ sagði Finnbjöm. Bakslag- í seglin og fé- lögin sameinast Við upphaf áttunda áratugarins kom bakslag í seglin. Samkeppni á Flugfélag tslanda eignaðist Beechcraft vélina sem hér er iforgrunni auk Rapide vél- Nú ergaman að ferðast anna tveggja sem eru að baki. Meðþeim var grunnur lagður að góðum flugsamgöngum á landi. Lagði alltafáherslu á uppbyggingu flugs á landi EINN af framámönnum atvinnu- flugsins I árdaga þess skömmu fyrir síðari heimstyrjöldina var Bergur G. Gíslason. Hann tók sæti í fyrstu stjóra Flugfélags íslands og í flugráði við stofnun þess. Blaðamaður bað Berg að rifja upp þessi fyrstu skref sem lögðu grundvöll að uppbyggingu atvinnuflugs á íslandi. „Fyrsta vélin sem hingað kemur er landflugvél sem átti iitla mögu- leika. Hún var ekki heppileg íslenskum aðstæðum og fáir vellir voru frá náttúrunnar hendi. Síðan er Flugfélag Íslands, annað í röð- inni, stofnað. Byggði það rekstri Rætt við Berg G. Gíslason um fyrstu ár atvinnu- flugsins flugvéla með flotholtum. Þá er lítið um flug af hendi íslendinga fyrr en Albert Jóhannesson kemur með litla eins sæta flugvél. Að henni var þó lítið gagn. Hún var ekki byggð fyrir okkar staðhætti og vélvana. Vélinni var flogið nokkur reynslu- flug, en þar sem engin malbikuð braut var á landinu gáfust menn fljótlega upp. Eftir það var flutt inn bresk tveggja manna vél af gerð- inni Bluebird. Hana átti Helgi Eyjólfsson, Karl Schram og Niels Nielson. Einnig þessi vél kom að litlum notum." Bergir sagði að mönnum hefði fyrst tekist að afla fjár til kaupa á hentugri vél eftir að þýskur svif- flugleiðangur átti leið hér um. Þá var vélfluga TF-SUX, Klemminn keypt. Hún er enn til uppgerð í flug- stöðinni í Vestmannaeyjum. „Með þessari flugvél tókst að reyna það hvort landflugið myndi gefast. Við fórum ferðir út á land, norður og austur um, einnig hringflug um landið. Öm Johnson flaug þessari vél töluvert með farþega á þá staði sem best hentuðu. Frá þessu tíma- bili hefur verið greint annarstaðar og þeim erfiðleikum sem menn áttu við að etja, þegar geymslupálss var svo lítið að taka þurfti vængi af vélinni að flugferð lokinni og setja þá á áður en farið var af stað,“ sagði Bergur. „Nú er komið þar í sögu að Flug- félag Akureyrar er stofnað. Það átti landflugvél með flotholtum. Þar sem saga þess er skráð á öðru stað ætla ég ekki að rekja hana en þrem- ur árum síðar var Flugféjag íslands hf. stofnað í Reykjavík. Ég var einn af aðalhvatamönnum þess og stjómarformaður. Áður en þetta félag tók til starfa varð samkomu- lag um að það tengdist Flugfélagi Akureyrar, og yrði nafn þess látið niður falla." Bergur sagði að á ýmsu hefði gengið fyrstu árin. Félagið missti fljótlega hina uþphaflegu flugvél, TF-ÖRN, þegar henni hvolfdi á Skeijafirði er verið var að undirbúa vélina fyrir flugtak. Hún var síðar gerð upp og hjól sett undir hana. Við komu breska hersins var allt innanlandsflug stöðvað. „Fljótlega komumst við Óm að samkomulagi við ráðandi menn í setuliðinu að fá

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)
https://timarit.is/issue/121209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)

Aðgerðir: