Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 24
SVONA GERUM WÐ
tS ff
MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDA'GUR 3. SJÚNl 'l'ðSr
FLUGSKOLIHELGA JONSSONAR:
TT
ÍNÝJU
FLUGSTÖÐINNI
ER
BANKI
ALLRA
LANDSMANNA
Landsbanki (slands býöur alla bankaþjónustu í nýju
flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
í brottfararsal er opin afgreiösla alla daga
frá kl. 6.30-18.30. Áhersla er lögö á gjaldeyrisviðskipti, ferðatryggingar
og aöra þjónustu viö ferðamenn.
Á næstunni opnar svo fullkomið útibú á neöri hæö byggingarinnar.
Afgreiðslan í gömlu flugstööinni veröur starfrækt meö hefðbundum hætti.
Viö minnum einnig á nýja afgreiöslu á Hótel Loftleiðum,
þar sem m.a. er opin gjaldeyrisafgreiðsla
alla daga frá kl. 8.15-19.15.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Flugskóli,
leiguflug og
áætlunarflug
í EINU af eldri húsunum við
Reykjavíkurflugvöll, sunnan
Loftleiðahótelsins, er starf-
ræktur flugskóli og hefur
verið þar frá árinu 1949. Að
visu ekki sami skólinn allan
tímann; fyrst var þar Flug-
skólinn Þytur,en nú er þar til
húsa Flugskóli Helga Jónsson-
ar og annar flugrekstur á
vegum hans. Þegar Morgun-
blaðið heimsótti Helga Jóns-
son voru annir miklar, ein
flugvél að leggja af stað til
Grænlands og stuttu síðar
kom aðvífandi fólk, sem ekki
hafði komist með áætlunar-
fluginu til Eyja og vildi fá
leiguflugvél í staðinn, það
varð að komast heim og engin
önnur ferð fáanleg. Helgi gaf
sér þó tima til að upplýsa okk-
ur um fyrirtæki sitt og starf-
semi þess. Hann fékk eðlilega
fyrst að svara því hvort alltaf
væri svona mikið að gerast.
Byrjaði með eina
Gessnu 140
„Nei, það er ekki alltaf, en ekki
óalgengt samt. Leiguflug er þann-
ig, að það geta komið dauðir tímar
og síðan geta verkefnin safnast
þannig á sama tímann, að við
önnum þeim ekki,“ sagði Helgi
og býður blaðamanni inn í setu-
stofu. Við snúum okkur nú að
fortíðinni og Helgi rifjar upp liðna
daga: „1964 byijaði ég með eina
tveggja sæta Cessnu 140. Það var
strax nokkur markaður fyrir
leiguflug, en aðalstarfíð var samt
kennslan. 1968 eru vélamar orðn-
ar þrjár og ári síðar færum við
út kvíamar og flytum hingað. Þá
fáum við líka fyrstu tveggja
hreyfla vélina, Piper Apache, sem
við höfðum fyrst og fremst í leigu-
flug. Þó var einnig kennt á hana
eftir að kröfur vom settar um að
kenna blindflug á tveggja hreyfla
vélum.“ Helgi rekur síðan helstu
áfanga í rekstrinum: „1972 kemur
FLUGSTÖÐIN HF:
Aðalstarfið
ervið
ljósmyndaflug
Viðtal við Elíeser
Jónsson
Flugstöðin hf. er gatnalkunn-
ugt nafn í islenskum flugrekstri,
orðið 22 ára og að stofni til enn
eldra, 25 ára. Það var seinnipart
sumars árið 1962, að fimm menn
komu saman og stofnuðu fyrir-
tækið Flugferðir hf. og höfðu
eina tveggja sæta Cessna 140 til
starfseminnar. Árið 1965 urðu
breytingar á eignaraðild að fé-
laginu, nokkrir hluthafar seldu
og aðrir komu i þeirra stað. Um
leið var nafni fyrirtækisins
breytt í Flugstöðin hf. og hefur
það verið rekið síðan óslitið und-
ir þvi nafni. Mbl. ræddi við
Elíeser Jónsson, stjórnanda og
aðaleiganda fyrirtækisins, en
hann hefur átt hlut í og starfað
við það frá upphafi.
Byrjað smátt
„Þetta var nú ósköp lítið til að
byija með. Við vorum með eina
tveggja sæta Cessnu og þetta var
mest kennsla. 1965, þegar við
breyttum rekstrinum og nafninu í
Flugstöðin. hf., fór þetta að verða
meira. Við keyptum fleiri vélar,
vorum með 4—5 vélar í gangi. Þar
af var ein Cessna 172, fjögurra
sæta og með henni byijar leiguflug-
ið fyrir alvöru. Svo var það árið
1968, að við fengum fyrstu tveggja
hreyfla vélina og alltaf jókst starf-
semin, leigu- og kennsluflug. En
eftir því sem tíminn leið breyttist
smám saman reksturinn, kennslan
vék fyrir leigufluginu. Við reyndum
líka fleira. Ég flaug t.d. með lúðu
á markað í Skotlandi. Þá háttaði
þannig til að undangengnar gengis-
fellingar gerðu fisksölu ytra mjög
hagstæða og ég keypti lúðuna
ferska hér heima, flaug með hana
utan og seldi þar. Þetta skilaði sér
nægilega vel til að borga túrinn,
en þetta stóð bara í tvö ár, 1968
og 1969. Ég gæti best trúað að
þetta hafí verið í fyrsta skipti sem
fiskur var fluttur héðan á markað
á þennan hátt, þ.e. flogið gagngert
með hann. 1969 byijuðum við við
að fljúga fyrir Landmælingar ís-
lands, ljósmyndaflug og höfum gert
það síðan. Útsýnisflug varð stór
þáttur í starfseminni, byijaði lítil-
lega í Surtseyjargosinu, hófst svo
fyrir alvöru í Heimaeyjargosinu.
Margir vildu fara og sjá gosið í
návígi. Ekki megum við gleyma
sjúkrafluginu. Það var allstór þátt-
ur í starfsemi okkar á árunum 1970
til 1980. Við höfðum m.a. bakvakt,
vorum þá reiðubúin til flugs hvenær
sem var. Ennfremur flugum við
mikið á Grænland á þessum árum."
Mest 14 vélar í einu
Þetta virðist hafa verið umsvifa-
mikill rekstur á sínum tíma. Hve
margar vélar hafði Flugstöðin hf.
i rekstrinum?
„Þær urðu flestar 14 samtímis,
það var árið 1973. í allt höfðum
við átt 22 vélar árið 1980, þegar
sú er keypt sem við eigum núna.
En það er rétt að segja frá því fyrst
að nokkru áður höfðu aftur orðið
breytingar á rekstrinum. Þegar fé-
lagar mínir vildu selja, þá keypti
ég og fjölskylda min allt félagið á
árunum 1976—1977 og má segja