Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 11
 Atlantshafsleiðinni fór harðnandi og Loftleiðir kepptu við Flugfélag íslands á Evrópumarkaði. Þar kom að bæði félögin sóttu um ríkis- ábyrgð fyrir lánum. „Ríkisvaldið beitti þessu fyrir sig til að knýja á um sameiningu félaganna árið 1973. Þetta voru erfiðir tímar, eins og gefur að skilja þegar keppinautar reyna að fara að vinna saman. Þá var skipuð sérstök matsnefnd utan- aðkomandi aðilum. Áður en byijað var að semja um skiptin var ákveð- ið að hvorugt félaganna fengi meira en 60% hlut í Flugleiðum. Þegar upp var staðið reyndist hlutur Loft- leiða rúmlega 54% en hann hefði að öllum líkindum átt að verða mun meiri ef fleiri þættir hefðu verið teknir inn í dæmið eins og viðskipta- vild erlendis sem félagið hafði byggt upp markvisst. Flugfélag Islands stóð þá frekar höllum fæti og átti til að mynda litlar eignir." Finnbjöm segir að Loftleiðir hafi að sínu mati verið vel rekið félag og í fararbroddi hvað skipulagningu snerti. „Við vorum nánast eins og fjölskylda og sá andi hélst alla tíð. Snemma var farið að leggja áherslu á vinnufundi með starfsfólki úr öll- um deildum sem gáfu góða raun. Þá voru Loftleiðir með fyrstu fyrir- tækjum á íslandi að leggja niður laugardagsvinnu og komu á sveigj- anlegum vinnutíma svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að leggja mat á það nú hvort sameiningin hafi verið gæfuríkt spor,“ segir Finnbjöm aðspuður. „Ég held að Loftleiðir hefðu átt möguleika að standa af sér olíukreppuna og ná árangri eitt síns liðs. En þessir tímar em nú löngu að baki og smá saman fym- ist yfír. Innan tíðar mun fáa reka minni til þess að einu sinni hafi verið tvö stór flugfélög á íslandi.“ að halda áfram flugi," sagði Berg- ur. „Bretar nýttu sér þjónustu félagsins nokkuð með flutning á pósti, frakta og einstaka farþega á leiðinni Reykjavík-Akureyri. Loks fór að rofa verulega til þeg- ar leyfi fékkst fyrir kaupum Beechcraft vél. Melgerðis-flugvöllur nálægt Akureyri var kominn í þokkalegt stand, og sfðan var gert stórátak í því að koma á flugsam- göngum við Austfírðina með vallag- erð á bökkum Eyvindarár í landi Sveins bónda á Egilsstöðum. Heppnin var með okkur þegar háttsettur maður í bresku stjórn- inni, Harold Balfore, síðar Lord Balfore of Inchrye var sendur hing- að til þess að kenna flugsveitar- mönnum. Tókust góð kynni með okkur. Hann kom því til leiðar að afgreiddar voru tvær tveggja hreyfla Rapide-vélar til félagsins. Með þeim gátum við komið á góðum flugsamgöngum við Höfn í Homa- fírði og Fagurhólsmýri auk fyrr- nefndra staða." Bergur átti þátt í því að lagfæra völlin á Egilsstöðum en fram að því hafði verið notast við grasbala á bökkum Eyvindarár. Fékkst fjár- veiting úr ríkissjóði til þess að slétta, lengja og keyra möl í gras- rótina. Hann sagði að lítil sem engin byggð hefði verið í kringum völlin á þeim tíma. „í kjölfar þess að þjón- usta byggðist upp í kringum flugvöllin fóm Egilsstaðir að vaxa. Eflaust hefur flugvöllurinn átt mik- in þátt í því að fólki þótti fysilegt að setjast þar að. Ég hafði alltaf verið baráttumað- ur þess að leggja áherslu á land- flugið. Þegar völlurinn á Egilsstöð- um hafði batnað og gat orðið að gagni lögðumst við hart á árar um að koma á góðu vegasambandi við fírðina. Öm Ó. Johnson átti þar mikin þátt í. Þá gerðu menn sér grein fyrir því að lítið gagn er að flugvelli ef vegakerfíð til að koma farþegum til og frá er ófullkomið. Með þessum vísi byijaði langþráður draumur minn um flugsamgöngur með landflugvélum að rætast," sagði Bergur. „Síðar komu flugvellir í Vest- mannaeyjum, á ísafirði og þannig koll af kolli víðar á landinu." T8ci infii .8 flUOAaumvaiM .aiaAiaMuoaoM 3 Qí MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR ?,. JUNI 1987___________ B 11 Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Hekla, fyrsta millilandaflugvél íslendinga, leggur upp ífyrstu millilandaferð Loftleiða. Flogið var til Kaupamannahafnar 17.júní 1947. Undir hægri vængnum sér ifyrstu afgreiðslu Loftleiða á Reyhjavíkurflugvelli, en hún var smíðuð úr kössum utan af Grumman Goose flugbátum. Næst þegar þú ferð til Asíu í viðskiptaerindum ættirðu að hugsa um þann möguleika að fara í gegnum Amsterdam. Schiphol flugvöllur í Amsterdam er heimavöllur KLM, sem er eitt af reyndustu flugfélögum heimsins. KLM flýgur til 28 borga í Miðausturlöndum og Austurlöndum fjær, svo sem Dubai, Tokýó, Melbourne, Bangkok og Singapore. Ef þú ferð til dæmis frá Keflavík á föstudagsmorgni með Arnarflugi ertu kominn á Schiphol á hádegi. Þaðan tekur þú svo þægilega breiðþotu KLM klukkan 14.35 til Hong Kong. Það gefur þér samt tíma til að skoða hina gríðarstóru fríhöfn Schiphol flugvallar, þar sem yfir 50.000 vörutegundir eru í boði. Það er sama hvert þú ert að fara. í næsta skipti skaltu taka þægilegt tengiflug KLM sem nær til 127 borga í 76 löndum. Og fara um Schiphol. Heimsins besta tengiflugvöll. Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi í síma 84477 og hjá ferðaskrifstofunum. Áætiun ARNARFLUGS til Amsterdam Brottför Lending Brottför Lending Kcflavík Amstcrdam Amstcrdam Kcflavík Þriðjudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Miðvikudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Föstudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Laugardaga 07:00 12:05 1300 14:15 Allir tímar cru staðartimar Traust flugfélag KLIVl ■ ^ Royal Dutch Airlines

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)
https://timarit.is/issue/121209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)

Aðgerðir: