Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 „Neyðarlegt aðþurfa að slá farþegana um lán fyrir benzíninu “ saman því það værum við sem ætt- um að fljúga henni en ekki hann. Skömmu eftir að við komum heim bað Jóhann Þ. Jósefsson, al- þingismaður Vestmannaeyinga, okkur um að fara til Eyja og at- huga hvort við sæjum nokkra möguleika á flugvallargerð þar. Það var þá búið að dæma Eyjar úr leik og slá því föstu að þangað yrði aldrei hægt að fljúga, meðal annars vegna þess að þar væri misvinda- samt. Við slóum til og fórum með skipi til Eyja í janúar 1944 og borg- aði Jóhann farið. Við fengum vörubíl með bílstjóra til umráða og flutti hann okkur um eyjuna. Vorum við þar í ofsaroki og leiðindaveðri í vikutíma. Fengum þar allskonar veður, mest vont, og urðum næstum að skríða um eyna þar sem ekki var stætt í rokinu. Lögðu til flugvallar- gerð í Eyjum Við eyddum þremur dögum hjá vitaverðinum í Stórhöfða og fórum í gegnum veðurskýrslur síðustu þriggja ára til að kynna okkur vind 'og veður. Urðum við endanlega sammála um að hið eina sem til greina kæmi væri að leggja braut frá Austri til Vesturs uppi á há- hrauninu, eða þar sem hún var síðar lögð og er nú. í lok dvalarinnar fórum við á fund hjá bæjarstjóm- inni og gerðum grein fyrir athugun okkar og niðurstöðum. Mig minnir einnig að við höfum gefíð þeim undir fótinn með það að við mynd- um fljúga á þessa braut, en fyrsta flug Loftleiða þangað var farið í nóvember 1946. Tveimur til þremur dögum eftir að við komum aftur til Reykjavíkur hafði Jóhann Þ. samband við okkur á ný og bað okkur um að fara aft- ur til Eyja á fund bæjarstjómarinn- ar og skrifa undir skjal um að við mæltum með flugvallargerð þar. Þar sem Alfreð og Sigurður voru sjóveikir fór ég einsmall út þangað og skrifaði undir plaggið fyrir hönd okkar þriggja. Loftleiðir tóku til starfa 6. apríl 1944 en þann dag var flogið með farþega til Isafjarðar. Það var eitt ævintýri hvemig félaginu gekk frá byrjun og ekki voru menn að telja eftir sér þann tíma, sem þeir unnu. Það var ekki stoppað og farið að sofa eftir ákveðinn tíma. Menn lögðust á eitt um að félagið dafn- aði og allir gerðu sitt bezta til að svo mætti verða. Það átti líklega sinn þátt í því hversu hratt félaginu fleygði fram að flestir sem að því stóðu voru ungir bjartsýnismenn. Til að byija með flugum við á Vestfirðina og Sigluijörð en síðan vorum við svo heppnir að fá sfldar- leitarflugið sumarið 1944, og síðar fleiri sumur. Þar með vorum við búnir að fá ákveðið verkefni fyrir flugvélina, sem var um tíma eina sjóflugvélin á íslandi. Auk þess flugum við með farþega og talsvert var um sjúkraflug. I sfldarleitar- fluginu höfðum við bækistöð á Miklavatni í Fljótum og spömðum Sfldarútvegsnefnd ríkisins því flug- ið út og inn Eyjafjörð. Vélin skemmdist í óveðri á Miklavatni um haustið, en það kom_ ekki mikið að sök því Sigurður Ólafsson hafði farið utan um sumarið og keypt aðra flugvél alveg eins. Var hún á hafnarbakkanum í Reykjavík þegar hin skemmdist. Afgreiðslan í kassa utan af f lugfbát Flugvélaflotinn stækkaði ört og fyrr en varði vorum við komnir með fímm Grumman Goose flugbáta. Þá fengum við tvær Norseman sjó- flugvélar og síðan tvo flugbáta af gerðinni Catalina. Einnig keyptum við tvær Anson-flugvéiar á fyrstu árunum og voru þær notaðar eink- um á Vestmannaeyjar, Kirkjubæj- arklaustur, Fagurhólsmýri og Snæfellsnes. Einnig var „þristur", sem við keyptum frá Ameríku, um tíma í innanlandsflotanum. Fyrsta afgreiðsla félagsins á Reykjavíkurflugvelli var fremur bágborin á nútíma mælikvarða. Var hún í kassa utan af Grumman flug- bát og staðsett við gamla flugtum- inn. Stuttu eftir að hún var tekin í notkun var hún stækkuð um helm- ing með því að öðrum kassa utan af Grumman var bætt við. Árið 1946 keyptum við fyrstu millilandaflugvél Islendinga er við keyptum Skymaster, DC-4, af hem- um. Var bandarískt fyrirtæki fengið til að innrétta hana fyrir farþega- flug. Fyrirtækið gekk eitthvað illa og það dróst á langinn að vélin kæmi til íslands. Hingað kom hún ekki fyrr en 17. júní 1947 og þar- með byijaði millilandaflug Loft- leiða. Var flugvélinni gefið nafnið Hekla. Hún eyðilagðist síðan og brann er hún fór fram af flugbraut á Ítalíu árið 1952. Hún var í leigu- Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Stofnendur Loftleiða, (f. v.) Kristinn Olsen, Sigvrður Ólafsson ogAlfreð Elíasson. Myndin var tekin í aprO 1982. á 500 sæta júmbóþotu frá Boeing. Undirbúningur þess var meir að segja komin svo langt að við vorum búnir að ákveða sætaskipan henn- ar, skipulag eldhúsanna og svo framvegis. Þetta var á bítlatíman- um, þegar við vorum kallaðir „bítla- flugfélagið". Við vomm ódýrastir á hafinu og því fullir af dmslum klæddum og blönkum bítlum, sem vom yfirleitt allir í rifnum buxum. Það var mikið að gera á þessum tíma og mánuðum saman var ekki tómt sæti í flugvélum Loftleiða milli Bandaríkjanna og Evrópu. Við hættum þó við kaupin á júmbóþot- unni. Samkeppnin harðnaði og fleiri flugfélög komu til sögunnar á haf- inu. Útlitið var því ekki alltof bjart og við héldum að erfitt yrði að fylla vélina. Það vom famar margar ævin- týraferðimar á ámm áður, svosem þegar við fluttum innflytjendur á fyrstu Heklunni og Geysi frá Evr- ópu til Suður-Ameríku. Einnig þegar við flugum til Grænlands með vistir til leiðangurs sem bjó tvö ár á innlandsísnum. Hentum við þá niður til þeirra matarkössum og olíu- og benzíntunnum. Einnig fór- um við í leiðangra til Grænlands fyrir dönsku stjómina á katalínu- bátum. Farþegar lánuðu fyrir benzíni Já, maður lenti í ótal ævintýmm og varð þá alltaf að bjarga sér. Það kom fyrir mig tvisvar að ég þurfti að biðja farþega að lána mér fyrir benzíni á fyrstu ámm Ameríku- flugsins. Varð ég þá að lenda í Grænlandi og taka eldsneyti þar sem vafasamt var að ég næði til Gander eða Gæsaflóa vegna mót- vinds. Lent var á herflugvelli í Grænlandi og þar vrð að borga benzínið með beinhörðum peningum því við vomm ekki í reikning, enda ekki gert ráð fyrir að lenda þar. Byijað var á því að safna saman öllum þeim dollumm, sem áhöfnin hafði og- varð ég síðan að fara aftur í og biðja farþegana um lán. Þetta þótti mér sem flugstjóra auðvitað neyðarlegt en farþegamir lágu samt ekki á liði sínu. Eg man að í annað skiptið vom það þeir Jóhann- es Jósefsson, eigandi Hótel Borgar, og Sigfús í Heklu, sem hlupu undir bagga með okkur og borguðu benz- ínið í Grænlandi. Fæðing í 10.000 fetum Það má segja að ég hafi einn farþega í plús við þá sem ég flutti því það fæddist eitt sinn stúlka um borð í Heklu á heimleið frá New York. Við vomm beint suður af Grænlandi um miðja nótt og flestir í svefni. Flugfreyja, sem sat aftast í flugvélinni, rankaði skyndileg við Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Frá komu fyrstu „sexu “ Loftleiða árið 1959. Kristinn Olsen (2.f. v.) og Magnús Guðmundsson (3.f. v.) flugu vélinniheim frá Bandaríkjunum, en þar varhún keyptaf Pan American-flugfélaginu. Myndin var tekin af áhöfn flugvélarinnar í fyrstu ferð hennar frá Ameríku. flugi með bandarískri áhöfn. Var hún full af kynbótakálfum og dráp- ust þeir allir en mannskapurinn slapp. Síðan keyptum við aðra flugvél sömu gerðar, Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli, sem frægt varð, og þegar Hekla fórst keyptum við þriðja „flarkann“ og gáfum honum einnig Heklu-nafnið. Þessar flug- vélar komust lítið hærra en í 10 þúsund fet í millilandafluginu. Þær vora því oftast í flugi í skýjum, ísingu og vonzkuveðri. Flugið á þeim var oft óttalegt basl fyrir áhöfn og farþega. Vélamar vom mggandi alla tíð og mikið um sjó- veiki. Sambandsleysi var oft slæmt. Oftast heyrðist lítið annað en brak og brestir í tækjum loftskeyta- mannsins þegar flogið var í skýjum. Heyrðum við stundum ekki klukku- stundum saman í stöðvum á jörðu niðri til að fá veður og lendingar- skilyrði. Pípukafteinninn hætti að reykja í 10 þúsund fetum Ef flogið var lengur en klukku- stund í 10 þúsund feta hæð varð að gefa farþegunum súrefni á klukkustundar fresti. í þeirri flug- hæð hættu allir sjálfkrafa að reykja um borð vegna súrefnisskorts, meir að segja ég og er þá mikið sagt. Mörgum þótti ég mikill pípu- reykingamaður og gekk ég undir viðumefninu „Captain Pipe“, eða pípukafteinninn, í Gander á Ný- fundnalandi og Gæsaflóa (Goose Bay) á Labrador, en á öðmm hvor- um staðnum urðum við alltaf að millilenda í Ameríkufluginu. í upphafí millilandaflugsins vor- um við á undan til dæmis SAS með almennilegar farþegaflugvélar. En að því kom að við drægjumst aftur úr í flugvélakosti og maður leit oft öfundaraugum til hinna í Gander eða Gæsaflóa, sem vom á betri flug- vélum. Á þessum tíma tók flugið til New York venjulega 15 til 16 stundir en skemmri tíma heim þar sem allt- af var einhver meðvindur. Eg var þó e>nu sinni 20 tíma frá Reykjavík til New York vegna gífurlegs mót- vinds. Var ég 11 tíma til Gæsaflóa og níu þaðan til New York. Það var því veraleg framför þeg- ar við keyptum DC-6 flugvélar, en sú fyrsta kom hingað 1959. Þær vom með jafnþrýstiklefa og því hægt að fljúga_ ofar skýjum og versta veðrinu. Árið 1964 fengum við fyrstu Rolls Royce-flugvélina, eða „monsana". Leystu þær sexum- ar af hólmi og vom um tíma stærstu flugvélamar í Atlantshafsfluginu. Við létum lengja þijár þeirra svo þær bám 189 farþega. Komst ekki á þotunámskeið Rolls Royce flugvélamar mnnu sitt skeið þegar við keypum fyrstu DC-8 þotumar. Enginn markaður var fyrir þær og þær vom því óselj- anlegar. Um þetta leyti stofnuðum við vömflutningaflugfélagið Cargo- lux í samráði við sænska flugmenn og sænska skipafélagið Salenia. Við lögðum félaginu til flugvélar og komum monsunum þannig í gagnið. Cargolux er síðan enn til, hefur stækkað og eflst og vegnar vel. Það var mjög mikið um að vera hjá okkur þegar þotumar vom að koma og tók ég mikinn þátt í undir- búningi þess. Af þeim sökum fór ég ekki á fyrsta þotunámskeiðið. Eg ætlaði á annað námskeiðið en ekkert varð úr því vegna anna og það endaði því þannig að ég fór aldrei á þotunámskeið og Iauk því flugferlinum á Rollsunum. Síðasta farþegaflug mitt var því haustið 1970 og var ég þá kominn með 23.000 skráða flugtíma. Næstum búnir að kaupa júmbó-þotu í „bítlaflugið“ Ég get sagt þér frá því að á sínum tíma ætluðum við að ráðast í kaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)
https://timarit.is/issue/121209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)

Aðgerðir: