Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þota afgerðinniBoeing-737ílitum Flugleiða. Á hátíðarfundistjórnar Flugleiða á Akureyriíkvöld verður tekin formlegákvörðun um endumýjun flugvéla, sem fljúga á Evrópuleiðum félagsins. Hafaþotur af gerðinniBoeing 737-400 orðið fyrir valinu. Flugleiðir kaupa Boeing 737-400í Evrópuflugið FORMLEG ákvörðun um endurnýjun flugvélakosts Flugleiða i Evrópufluginu verður tekin á hátíðarfundi stjórnar félagsins, sem haldinn verður á Akureyri í dag í tilefni stofnunar Flugfélags Akureyrar fyrir 50 árum. Þar verður ákveðið að kaupa nýjar bandarískar þotur af gerðinni Boeing 737-400. Valið hefur staðið á milli hennar og evrópskrar þotu af gerðinni Airbus 320-200. Það réði einkum úrslitum að Boeing-þoturnar voru fáanlegar að minnsta kosti þremur árum fyrr, eða á árinu 1989. Hin nýja þota Flugleiða er nýj- asta afbrigðið af mest seldu þotu Boeing-verksmiðjanna í dag. Boeing 737-400 svipar mjög til 300-gerðarinnar, en er þó 10 fet- um eða þremur metrum lengri. Má segja að Boeing 737-300 hafi verið lengd með því að setja tvö fimm feta löng millistykki í skrokkinn, eitt fyrir aftan væng og annað fyrir framanhitt, og að útkoman sé Boeing 737-400. Miðað við að farþegaklefanum sé skipt í tvö farrými tekur Bo- eing 737-400 146 menn í sæti en 168 á óskiptu farrými, og er þá miðað við þrengsta bil milli sæta. Ætlunin er að sæti verði fyrir 158 farþega í Flugleiða-vélunum. Til samanburðar tekur 300-gerðin milli 110 og 149 farþega, og 200- gerðin 115-130. Flugleiðsögutæki og stjórntæki þotunnar verða af nýjustu og full- komnustu gerð, en á þessu sviði hefur orðið bylting síðustu árin. Tölvu- og rafeindatæknin er notuð til hins ýtrasta til þess að minnka vinnuálagið í stjómklefanum. Ekki veitir af því aðeins tveir flug- menn verða í stjómklefa Boeing 737-400. Þar verður ekki þörf fyrir þriðja manninn, flugvélstjó- rann, eins og í Boeing-727. Boeing 737-400 mun geta flog- ið full af farþegum í allt að 37 þúsund feta hæð, sömu hæð og 300-gerðin en 2.000 fetum hærra en 200-gerðin. Vegna breytinga á væng verður sömuleiðis hægt að fljúga 400-gerðinni hægar í aðflugi, og er hraðamunurinn miðað við 200-gerðina nálega 10 hnútar, eða tæpir 20 km/klst. Að dómi flugmanna er 737-400 mjög meðfærileg og flugeiginleikar hennar eru rómaðir. Reiknað er með að fyrsta flug- vélin af gerðinni Boeing 737-400 verði afhent bandaríska flugfélag- inu Piedmont í september á næsta ári og að hún hefji farþegaflug skömmu seinna. Venjulega er hægt að velja mismunandi aflmikla hreyfla á hveija flugvélagerð og mun flug- drægni aflmestu þotunnar af 400-gerðinni verða 2.900 sjómíl- ur. Flugtaksvegalengd Boeing 737-400 er 2.000 metrar og er þá miðað við flugtak við sjávar- mál í logni og 29 stig hita. Mótvindur og lægri lofthiti styttir þessa vegalengd til muna og verð- ur flugtaksbrunið því talsvert styttra í Keflavík því þar er sjald- an logn og enn síður 30 stiga hiti. Sala á 737-þotunni var hæg fyrstu árin en undanfarin ár hefur engin Boeing-þota selzt jafn vel. Samtals voru pantaðar 335 flug- vélar hjá verksmiðjunum í fyrra, þar af 204 Boeing 737-300/400 og 12 737-200. Um miðjan maí sl. höfðu 1.818 Boeing 737-þotur verið seldar frá því þessi flugvél- artegund fór sitt fyrsa flug 9. apríl 1967. Önnur Boeing-þota, 727-tegundin, er mest selda far- þegaþota heims. Smíði hennar var hætt 1984 og höfðu þá verið seld- ar 1.831 flugvél. Vantar þvf lítið á að 737-þotan slái það met og verður þess skammt að bíða. Segja má að Boeing 737-400 sé fjórða kynslóð sömu flugvélar- innar. Ákvörðun um smíði Boeing 737 var tekin 19. febrúar 1965 og flaug 737-100 fyrsta sinni 9. apríl 1967, eða fyrir 20 árum. Flugvélin hefur frá upphafi verið ætluð til notkunar á styttri flug- leiðum. Hún hefur verið í stanz- lausri þróun og tekið stakkaskipt- um. Flugfélög hafa um sjö afbrigði af 737-þotunni að velja því framleidd eru þijú afbrigði af 737-200, tvö af 300-gerðinni, auk 400-gerðarinnar. Þá var ákveðið um miéjan maí að bjóða upp á 737-500 til notkunar á lengri leið- um. Þessi gerð er sömu stærðar og 200-gerðin en með sömu hreyfla og 737-300 og -400. Mið- að við aflmestu hreyfla getur hún flutt 108 farþega 2.950 sjómílna vegalengd. Boeing-737 var hönnuð út frá 727-tegundinni, vinsælustu flug- vél Boeing-verksmiðjanna. Miðað var við að hægt yrði að nota sem bezt þá þekkingu og tækni, sem brúkuð var við smíði 727-véIar- innar. í seinni tíð hafa Boeing- verksmiðjumar síðan tileinkað sér ýmislegt úr smíði og þróun 757- og 767-tegundanna við þróun 737-tegundarinnar, einkum við smíði 300-tegundarinnar, og síðar við smíði Boeing 737-400. Áberandi munur er á útliti ein- stakra Boeing 737-gerða. Til dæmis breyttist útlit hreyflanna mjög með 300-gerðinni. Sú flug- vél er hönnuð og þróuð upp úr 200-gerðinni og mun búkur þeirra, stél og vængir vera nær 80% eins, samkvæmt upplýsing- um Boeing. Er 300-gerðin tæpum þremur metrum lengri en 200- gerðin og ber því fleiri farþega og meiri vörur. Reyndar má segja að Boeing- 737 hafi tekið stakkaskiptum með 300-gerðinni því hún var búin nýrri kynslóð sparneytinna hreyfla, sem franska mótorverk- smiðjan SNECMA og General Electric þróuðu og smíðuðu í sam- einingu. Notar 300-gerðin um 20% minna eldsneyti á sætismflu en 200-gerðin. Auk þess eru nýju hreyflamir mun hljóðlátari og verða íbúar í grennd flugvalla fyrir mun minna ónæði en af eldri gerðum 737. -ágás. FLUGFÉLAG AUSTURLANDS: Starfsemin mikilvægt öryggisatriði fyrir fjórðunginn Egfílsstöðum. FLUGFELAG Austurlands á Eg- ilsstöðum er ekki stórt í sniðum en gegnir engu að síður mikil- vægu hlutverki í öryggis- og samgöngumálum Austfirðinga. Fréttaritari Morgunblaðsins leit- aði frétta hjá Rúnari Pálssyni, stjórnarmanni í félaginu, um stofnun þess og rekstur. Flugfé- lag Austurlands er stofnað 24. maí 1972 og er því 15 ára um jþessar mundir. Tilgangurinn með stofnun þess var að tryggja öruggar og greiðar samgöngur á Austurlandi og við Austfirði sem fælust í leigu-, sjúkra- og áætlunarflugi. Einn helsti hvatamaður að stofn- un þessa félags var Guðmundur Sigurðsson, þáverandi héraðslæknir á Egilsstöðum, en vegna starfa sinna skildi hann manna best nauð- syn þess að hafa flugvél staðsetta á Egilsstöðum ef bráða sjúkdóma eða slys bæri að höndum. Flugfélag Austurlands hefur líka alla tíð lagt mikla rækt við þennan þátt starf- seminnar og hefur flugmann til taks allan sólarhringinn og hefur það oft skipt sköpum fyrir sjúklinga hve fljótt hefur verið hægt að bregðast við þegar mikið hefur ver- ið \ húfi. Á síðasta ári fór Flugfélag Aust- urlands 150 sjúkraflug og er með flestar flugstundir í sjúkraflugi hér á landi. Sérstakur þáttur í starfsemi félagsins hefur frá stofnun þess verið svokallað læknaflug til Borg- arfjarðar eystri. Þá er flogið með lækni frá Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum til Borgarfjarðar að Vél Flugfélags Austurlands á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson morgni og hann sóttur aftur síðdeg- is eftir að hafa farið í sína vikulegu sjúkravitjun á staðinn, en læknar frá Egilsstöðum þjóna Borgfirðing- um og hafa gert um allmörg ár. Rúnar Pálsson segir að á ýmsu hafi gengið í rekstri þessa félags í gegnum árin og oft verið á brattann að sækja, en ávallt fundist útgöngu- leið og megi m.a. þakka það hluthöfunum sem ávallt hafi staðið vörð um hagsmuni þess. Stofnendur félagsins fyrir 15 árum voru um hundrað talsins, einstaklingar, fyr- irtæki og sveitarfélög en eru nú um 170 og sýnir þetta best hvem hug Austfirðingar bera til þessa félags og hve brýnt þeir telja að starfsemi þess nái að blómgast. Afkoma félagsins og staða telst nú viðunandi. Félagið rekur tvær flugvélar 8 og 10 sæta af gerðunum Piper Navajo og Piper Chieftain. Fastir starfsmenn eru 4, flugvirki og þrír flugmenn. Félagið heldur uppi föstum áætlunum til 7 staða á Áusturlandi auk Reykjavíkur, og eru áætlanir þess stílaðar inn á áætlanir Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Á síðasta ári flutti Flugfélag Austurlands 4.500 far- þega, þar af 3.000 í áætlunarflugi, og 130 tonn af vörum og pósti og fjölgaði farþegum um 20% frá árinu áður. Leiguflug er vaxandi þáttur í starfsemi Flugfélags Austurlands, bæði útsýnisflug með ferðamenn inn yfir hálendið og leiguflug til annarra landa eftir áríðandi vara- hlutum og með farþega. — Björn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.