Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 22
V8CI ÍMIJL .8 HUOAaUJIIVQIM .aiaAJaMUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987
8S a
22 B
r
Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon
Ólafur K. Magnússon ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd fyrir tímarit Ásbjarnar „FIug“ þegar Loftleiðir tóku á móti fyrstu
Grumman Goose flugvél sinni. Með honum á myndinni er Halldór Siguijónsson flugvirki.
„Sú áræðni sem einkenndi fyrstu ár
flugsins býr enn í íslendingum “
- segirÁsbjörn
Magnússon
. fyrrverandi
sölustjóri
Flugleiða
ÁHUGI Ásbjörns Magnússonar á
flug’i kviknaði um það leyti sem
Flugfélag Akureyrar var stofn-
að. Hann var i hópi þeirra sem
ruddu flugbrautina í Vatnsmýr-
inni, sextán ára gamall, og
safnaði peningum til að standa
straum að flugnámi með Breta-
vinnu við gerð Reykjavíkurflug-
vallar. Ásbjörn varð fljótlega
virkur í Flugmálafélagi Islands
og Svifflugfélagi íslands, stofn-
:tði timaritið „Flug“ og var fyrsti
ritstjóri þess. Hann hefur lengst
af starfað á jörðu niðri og flogið
sem farþegi en brennandi áhugi
hans á öllu sem viðkemur flugi
fær útrás í tómstundagamninu,
svifflugi. „Vélflugvélar eru bara
fartæki, svifflugið, það er virki-
leg Iist,“ segir hann.
„Fyrstu ár flugsins einkenndust
af almennum og eldheitum áhuga.
Við horfðum ekki fyrst og fremst til
þess hvort persónulegur eða fjár-
hagslegur ávinningur hlytist af,
heldur töldum við okkur vera _að
gera samfélaginu gott,“ sagði Ás-
bjöm.
j-
Fékk herkall og þurfti
að fara heim
Það reynist erfítt að grípa niður
í þeirri fíölbreyttu sögu sem Ásbjöm
hefur að segja. Atburðarásin hefst
tveimur árum fyrir stytjöldina, þegar
farþegaflug milli Akureyrar og
Reykjavíkur verður að veruleika. I
stríðsbyijun heldur Ásbjöm til
Bandaríkjanna ásamt Alfreð Elíasyni
en þá voru komnir út þeir Jóhannes
Snorrason, Kristinn Ólsen, Kjartan
Guðbrandsson og Siguður Ólafsson.
l'Þeir luku allir flugnámi en einn þeirra
fékk Ásbjöm herkall.
„Þetta virtist tilviljanakennt því
það leið heilt ár þangað til sá næsti
í hópnum var kallaður til. Mér hafði
boðist starf hjá kanadísku flugfélagi
og þótti að vonum erfítt að hafna
því._ Engu að síður þurfti ég að fara
til íslands til að sleppa undan her-
þjónustunni."
Eftir heimkomuna fékk Ásbjöm
þann starfa að stjóma framkvæmd-
um við lagningu flugvallar á Egils-
stöðum. Hann naut aðstoðar Péturs
Sigurðssonar, bónda og trésmiðs,
sem Ásbjöm lýsir sem öðlings- og
atorkumanni. „Ég flutti forláta
traktor með mér á skipi austur og
hafði meðferðis peninga til þess að
borga laun. Síðan réð ég bændasyni
úr nágrenninu og hóf störf. Ég átti
að tryggja að hægt yrði að fljúga á
þennan völl og það tókst okkur.
Hnituðum hringa yfir
síldartorfum
Að þessu loknu réð ég mig til Flug-
félags íslands og varð aðstoðarmað-
ur Bjöms Eiríkssonar í síldarflugi frá
Akureyri. Hann hafði einnig lært I
Bandaríkjunum. Við notuðum fíög-
urra sæta Waco-vél með 260 hestafla
Jacobs-hreyfli. Leitarsvæði var allt
austur í Bakkafjörð og vestur í
Skagafíörð, við flugum því oft með
bensín á brúsum í farþegasætinu og
þurftum þá að lenda til að fylla á
tankana.
Sfldarflugið gegndi fyrst og fremst
þeim tilgangi að spara hæggengum
skipunum snúninga út um allan sjó
til þess að eltast við fískinn. Við
gátum séð síldina úr lofti þegar torf-
umar óðu nálægt yfírborðinu, gallinn
var bara sá að ufsatorfur vom mjög
áþekkar úr lofti. Oft gaf maður köll-
unum því vitlausar leiðbeiningar. Þá
höfðu fæstir bátanna loftskeyta-
stöðvar og urðum við að steypa
vélunum niður að torfunum og hnita
hringi yfir þeim til að staðsetja þær
fyrir skipin.
Eftir þetta leysti Ásbjöm Kristinn
Jónsson þáverandi umboðsmann
flugfélagsins á Akureyri af um hríð.
Um haustið ákvað hann að fara til
Reykjavíkur, þótt félagið hefði boðið
honum að vera lengur fyrir norðan.
„Ég hafði mestan áhuga á því að
safna flugtímum. Öm Johnson taldi
góðar líkur á að það gæti tekist en
raunin varð sú að ég varð að vinna
ýmis störf á jörðu og lítið varð um
flug. Mér leiddist þetta og því réð
ég mig til starfa hjá Gísla Halldórs-
syni verkfræðingi," sagði Ásbjöm
Hann kvaðst skömmu síðar hafa
fengið tilboð frá Emi um að vinna
við farþegamóttöku á flugvellinum í
Reykjavík en um líkt leyti opnaðist
nýtt og óvænt tækifæri. Bretar voru
á leið burtu, ætluðu að afhenda ís-
lendingum yfírstjóm á flugumsjónar-
svæðinu í Norður-Atlantshafi.
Rfkisstjómin hafði skipað flugmála-
Morgunblaðið/Einar Falur
Ásbjörn Magnússon
stjóra í skyndingu og Ásbjöm var í
hópi þeirra sem boðið var að fara í
þjálfun sem flugumferðarstjóri.
Sá aðflugsljósin en
reyndist vera í Dakhar
„Vegna óvissu um annað sló ég
til. Okkur var fyrst sagt að við mynd-
um fara til Bretlands, en síðan var
ákveðið að kenna okkur hér á landi.
Komumst við að því að Bretum var
mikið í mun að binda foringjana sem
sinntu flugumferðarstjóminni hér
ekki mikið lengur, því þá hefðu þeir
átt rétt á ráðningu til átta ára. Skól-
inn var settur upp í hasti, kennarar
urðu mun fleiri en nemendur og við
vorum drifnir í gegnum námsefni
þriggja ára á níu mánuðum. Síðan
tók þessi hópur við flugumferðar-
stjóraembættinu. Undirmenn okkar
voru að hluta til bretar, en við bárum
formlega ábyrgð."
Öll yfírstjóm flugumferðarinnar
var í gamla flugtuminum á
Reykjavíkurflugvelli sem gefur að
líta enn í dag. Þá var radarinn ný
uppfínning sem lítil reynsla var kom-
in á og hingað kom þetta undratæki
ekki fyrr en nokkru síðar. „Við reikn-
uðum vélamar inn á blaði, eins
undarlega og það nú hljómar. Til
þess höfðum við tvær miðunarstöðv-
ar, aðra hjá Aldamótagörðunum þar
sem nú er Umferðarmiðstöðin, hina
f Nauthólsvíkinni," sagði Ásbjöm.
„Á þessu tímabili var óhemjumikil
flugumferð um Atlantshafíð þegar
verið var að flytja herflugvélar til
Evrópu sem verða áttu uppistaðan í
farþegaflugflota álfunnar. Algengt
var að vélamar flygju allt að tuttugu
saman í fylki og var þá aðeins ein í
hópnum með langdræga talstöð. Við
notuðumst við VHF-bylgju. Það var
oft ýmislegt furðulegt sem kom upp
á. Eg man eftir einu atviki þegar
við vorum í sambandi við flugmann
sem hélt sig sjá aðflugsljósin á
Reykjavíkurflugvelli, en þegar við
byijuðum að reikna hann inn kom í
ljós að hann var í aðflugi við borgina
Dakhar í Norður-Afríku. Þannig gat
öllu slegið saman. Það kom oft fyrir
að þegar íslenskar vélar voru í leigu-
flugi í Evrópu náðum við þeim betur
inn en nærliggjandi flugvellir og urð-
um að bera skilaboð á milli."
Stofnaði fyrstu skrif-
stofuna erlendis
Loftleiðir voru stofnaðar í
stríðslok. Þegar Ásbjöm hafði starf-
að um nokkurt skeið í flugtuminum
koma kunningjar hans, Alfreð Elías-
son og Kristinn Ólsen að máli við
hann. „Þeir spurðu mig hvort ég
hefði áhuga á því að fara til Kaup-
mannahafnar og leggja grunninn að
skrifstofu félagsins þar. Þetta átti
að verða fyrsta skrifstofa íslensks
flugfélags erlendis. Ég fór út með
ráðherrabréf upp á vasann í þriggja
mánaða leyfí til að kanna málið, en
árin urðu fímm sem ég starfaði þama
úti.
Þegar ég hafði rekið skrifstofuna
í tvö ár kom forstjóri Flugfélags ís-
lands, Öm Johnson út, og spurði
mig hvort ég væri tilleiðanlegur að
reka umboð félagsins líka. Það kvað
ég auðsótt ef Loftleiðir samþykktu.
Þeir náðu saman og þá breytti ég
nafni skrifstofunnar í „De islandske
luftfartsselskaber“ með nafni félag-
anna í undirtitli.
Á þessum árum var flugfélagið
SAS að verða til úr samstarfi danska
flugfélagsins DDL, norska félagsins
DNL og sænska félagsins ABA/
SILA. Að sumu leyti Iitu menn á
okkur sem keppinauta, en öðrum
þræði með ákveðinni umhyggju fyrir
þessum litlu frændum. Danir voru
sérlega þægilegir viðureignar. Þá var
mjög erfitt að leigja húsnæði I mið-
borg Kaupmannahafnar vegna
mikillar útþenslu eftir stríðið. Við
vorum fyrst með skrifstofu á homi
Vesterbrogade þar sem heitir Richs-
huset, en síðan fluttumst við yfír í
BT-centralen á homi Striksins og
Ráðhústorgsins. Þetta var einn besti
staðurinn í borginni.
Umferðin óx verulega með tilkomu
skrifstofunnar. Áður en SAS kom til
var hafín samvinna Loftleiða, Græn-
landsverslunarinnar og leiðangra dr.
Lauge Koch hins heimsfræga
vísindamanns. Við flugum mikið með
Catalina-flugbátum fyrir þessa aðila
til austurstrandar Grænlands. Þetta
var félaginu tvímælalaust mikil lyfti-
stöng. Síðar var mikið flogið fyrir
franska landkönnuðinn Poul Emile
Victor, sem fékk öll sín aðföng flutt
með DC-4-vélum. Þær lentu ekki á
ísnum heldur köstuðu vistunum niður
í lágflugi. Eitt af því stóra sem Loft-
leiðir réðust í var einnig flug til
Suður-Ameríku, mest borgarinnar
Caracas með útflytjendur."
Ferðaskrifstofan Orlof
verður til
í kringum áramótin 1951-’52.
verða Loftleiðir fyrir miklu áfalli er
Geysir ferst á Vatnajökli og Hekla
brennur á Rómarflugvelli nokkru
síðar. Menn héldu að sér höndum í
millilandaflugi um skeið og bolla-
lögðu um framtíðina. „í þessu milli-
bilsástandi fara menn að bera í mig
víumar að stofna ferðaskrifstofu á
íslandi, en þá var aðeins Ferðaskrif-
stofa ríkisins og Zöega með þessa
þjónustu. Þegar hafði verið stofnað
hlutafélag til að sinna þessari starf-
semi sem bar nafnið Orlof. Um líkt
leyti slíta flugfélögin samstarfí sínu
í Kaupmannahöfn og ég ákvað að
koma heim og verða framkvæmda-
stjóri þessarar fyrstu alþjóðlegu
ferðaskrifstofu hérlendis árið 1952.“
Á meðan Orlof starfaði var Ás-
bjöm viðskiptavinur beggja flugfé-
laganna. Ferðaskrifstofan starfaði í
fímm ár og þegar hún lagðist af réðst
Ásbjöm aftur til Loftleiða sem sölu-
stjóri á aðalskrifstofu.
Nú höfðu Loftleiðir steypt sér út
í fargjaldastríð á Norður-Atlants-
hafsflugleiðinni af fullum þunga og
unnið lönd. Félagið var óbundið af
samningum IATA. „Loftleiðir lögðu
áherslu á að fá leyfi til flugvallar
þar sem ekki væri mikil samkeppni.
Um tíma var Liechtenstein inn í
myndinni en Luxemborg varð fyrir
valinu og reyndist það gæfuríkt spor.
Luxemborg er mjög miðsvæðis,
landsmenn stunda viðskipti upp á
kraft og þ_ar em til dæmis yfír 100
bankar. Á þessum fyrstu árum
mínum sem sölustjórí varð gífurleg
aukning á þessari flugleið."
Um sambandið milli Loftleiða og
Flugfélags íslands á þessum árum
segir Ásbjöm að það hafí alltaf verið
gott. „Menn unnu af þeirri orku sem
þeir áttu til. Bæði flugfélögin höfðu
góða starfsmenn sem unnu hver sínu
félagi eins og þeir frekast máttu.“
Eftir sameiningu flugfélaganna
hélt Ásbjöm áfram starfí sínu sem
sölustjóri. Eftir mannabreytingar
innan Flugleiða kaus hann að segja
upp og réð sig til ferðaskrifstofu
vamarliðsins sem framkvæmda-
stjóri. „Þetta er ferðaskrifstofa eins
og hver önnur og langt í frá sú
minnsta hér á landi. Eg hef lagt
áherslu á að auka viðskiptin við ís-
lendinga, á síðasta ári varð til dæmis
mikil aukning í leigu bflaleigubfla frá
Flugleiðum til vamarliðsmanna. Mig
er nú farið að langa til að draga
mig út úr þessu starfí, en áður en
það verður vil ég ljúka þeirri upp-
byggingu sem ég hóf.“
Með þjóðinni lifir frum-
byggjaandi
Ásbjöm segir aðspurður að þeir
atburðir sem leiddu til upphafs at-
vinnuflugs á íslandi og sú hraða
þróun sem var í kjölfarið gætu hugs-
anlega endurtekið sig.
„Með þjóðinni lifír fmmbyggja-
andi, löngun til að gróðursetja og sjá
nýjar atvinnugreinar vaxa úr grasi.
Það er mikill hávaði og glamur í
kringum ungt fólk í dag, sem dreifir
huganum og spillir því að hægt sé
að nýta þá miklu orku sem í því
býr. Því miður virðast allt of margir
þeirra sem em að mennta sig stefna
að starfí hjá hinu opinbera í stað
þess að spreyta sig sjálfír í atvinnu-
lífínu.
Þessi áræðni býr enn í íslending-
um. Ef markmiðið er verðugt er ég
handviss um að hægt yrði að sam-
eina ungt fólk til að vinna að því í
dag.“