Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987
Lág fargjöld stað-
festing á nauðsyn þess að
hér séu tvö flugfélög
- segirKristinn
Sigtryggsson,^
framkvæmdastjóri
Arnarflugs
„ÞEIR, sem standa að Arnar-
flugi, eiga það sameiginlegt að
vera miklir áhugamenn um
frjálsa samkeppni. Þessi hópur
leggur allt upp úr því að hér séu
tvö flugfélög. Og það má segja
að hlutfallslega lág fargjöld milli
íslands og Evrópu staðfesti nauð-
syn þess að hér séu tvö flugfé-
lög.“ Þannig mælti Kristinn
Sigtryggsson, framkvæmda-
sljóri Arnarflugs, þegar hann
var spurður að því hvort þörf
væri fyrir tvö millilandaflugfé-
lög á íslandi. Kristinn tók við
starfi framkvæmdastjóra hins
unga flugfélags um síðustu ára-
mót og hefur mestur tími hans
farið í að vinna það út úr miklum
erfiðleikum, sem það var komið í.
„Eitt félag gæti í sjálfu sér ann-
ast þessa flutninga, þetta eru ekki
það miklar stærðir, sem við erum
að tala um. Það mætti til dæmis
segja að Flugleiðir gætu tekið við
þeim flutningum, sem Amarflug
sinnir, með því að bæta við sig einni
flugvél.
Samkeppnin er þó af hinu góða
og menn sjá hversu brýn þörf er
fyrir tvö millilandaflugfélög þegar
litið er á fargjöld annars vegar
milli íslands og Evrópu og hins
vegar innan Evrópu. Sá saman-
burður leiðir nefnilega í ljós að
fargjöld til meginlandsins eru helm-
ingi ódýrari, miðað við svokallaða
farþegamílu, heldur en milli landa
í Evrópu. Þetta er útaf fyrir sig
staðfesting á nauðsyn þess að hér
séu tvö flugfélög.
Það virðist líka, sem menn telji
málstaðinn góðan, því viðbrögðin
við hlutafjársöfnun Amarflugs hafa
verið góð. Eins og kunnugt er
ákváðu nýir menn, sem komu til
liðs við félagið í fyrra, að reisa það
við og vinna það út úr býsna mikl-
um erfiðleikum, sem það var komið
í. Þeir komu með 95 milljónir króna
hlutafé og ætluðu að bæta 55 millj-
ónum við á þessu ári.
Skömmu eftir að ég kom hingað
til starfa í haust kom í ljós að stað-
an væri snöggtum verri en þegar
var komið fram og þótti sýnt að
þessi viðbót væri ekki nóg. Því var
samþykkt á hluthafafundi í febrúar
að auka hlutafé Amarflugs um 130
milljónir króna, 105 á þessu ári og
25 á því næsta. Þessari hlutaíjár-
söfnun er ekki alveg lokið, en
staðan er samt sú að komin eru
loforð fyrir 115 milljónum á þessu
ári, eða meira en markið var sett
á, en hins vegar vantar aðeins á
að heildarupphæðinni sé náð. Mér
sýnist þessi góðu viðbrögð vera til
marks um að menn telji samkeppni
í flugi nauðsynlega og að það sé
þess virði að takast á við vanda
félagsins," sagði Kristinn.
Starfsmenn hafa alltaf
átt hlut í félaginu
Amarflug er rösklega 11 ára
gamalt, var stofnað á rústum flug-
félagsins Air Viking 10. apríl 1976.
Voru það einkum og sér í lagi fyrr-
um starfsmenn Air Viking, sem
áttu frumkvæðið og höfðu forystu
um stofnun Amarflugs og frá önd-
verðu hefur félagið verið að hluta
til í eigu starfsmanna þess.
í upphafi áttu dótturfyrirtæki
Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga hreinan meirihluta í félaginu
og um líkt leyti og Amarflug var
stoftiað er ferðaskrifstofan Sam-
vinnuferðir sett á laggimar, ugg-
laust til að tryggja framgang og
afkomu hins nýja flugfélags. Haust-
ið 1978 seldu flest samvinnufyrir-
tækin Flugleiðum hlutafjáreign sína
í Amarflugi, og þegar hér var kom-
ið sögu áttu Flugleiðir 57,5% í
félaginu. Svo til allt millilandaflug
var því aftur komið á eina hendi
þar sem Flugleiðir gátu ráðið ferð-
inni í rekstri Arnarflugs.
Árið 1980 tekur hins vegar að
halla mjög undan fæti í rekstri
Flugleiða vegna harðnandi sam-
keppni á Norður-Atlntshafsleiðinni
og vegna efnahagskreppu í heimin-
um. Óskuðu Flugleiðir þá eftir
ríkisábyrgð fyrir erlendum rekstr-
arlánum, en ríkissjóður setti það
skilyrði fyrir ábyrgð af þessu tagi
að félagið seldi af hlut sínum í
Amarflugi. Árið 1981 kaupir því
starfsmannafélag Arnarflugs því
tæplega þriðjung hlutafjár Flug-
leiða í félaginu og fór hann því úr
57,5% í 40%. Glötuðu Flugleiðir þar
með meirihlutanum í Amarflugi.
Nýir menn reisa Arnar-
flug við
Fyrir ári seldu Flugleiðir síðan
hlutafjáreign sína í Amarflugi
Helga Jónssyni hótelhaldara í
Hveragerði. Um sama leyti komu
nokkrir einstaklingar og fyrirtæki
til liðs við félagið í þeim tilgangi
að reisa það við. Var Amarflug
komið í mikla erfiðleika um þær
mundir en vonast var til að það
rétti úr kútnum er það tryggði sér
samning um umfangsmikla
pílagrímaflutninga fyrir Alsírmenn
í fyrrasumar. Var það stærsti samn-
ingur erlends flugfélags um slíka
flutninga í Norður-Afríku í fyrra.
Fluttir voru 52.000 farþegar frá sjö
borgum í Alsír til Jedda og notaðar
til þess fimm þotur af gerðinni
DC-8, sem taka 250 farþega hver.
Nær 200 starfsmenn voru við verk-
efnið, sem félagið leysti vel af
hendi. Reyndist það þó ekki þau
uppgrip, sem forráðamenn Amar-
flugs höfðu gert sér vonir um,
heldur jók það á vanda félagsins.
„Það má segja að Amarflug hafi
Morgunblaðið/RAX
Boeing-707 vöruflugvél Amarfluga á flugvellinum íAddis
Ababa /Eþíópíu snemma árs 1985. Veriðeraðhlaðaá vörubíla 40
tonnum af lyfjum, sem þotan flutti frá Osló til Addis.
, - ;;
.. ■ ;
Morgunblaðið/RAX
Risastórri kapalrúllu komið fyrir í vöruflugvél Amarflugs í
Amsterdam. RúIIan varflutt til Túnis en leggja átti rafmagn um
kapalinn & olíuborpall úti fyrir strönd landsins.
ekki verið fjárhagslega í stakk búið
að takast á við verkefni af þessu
tagi. Stjómendur félagsins hafa og
ákveðið að fara ekki út í leiguverk-
efni af þessu tagi meðan verið er
að reisa það við. Telja þeir eðlilegra
að halda sig við verkefni sem hægt
er að sjá yfir, þannig að menn viti
hvað þeir eru með í höndunum,"
sagði Kristinn Sigtryggson.
Amarflug heldur uppi áætlunar-
flugi til Amsterdam í Hollandi,
Hamborgar í Vestur-Þýzkalandi og
til Zúrich í Sviss. Fyrsta áætlunar-
ferðin var farin til Zurich 4. júlí
1982 og þremur dögum síðar var
farin fyrsta áætlunarferðin félgas-
ins til Amsterdam og Dusseldorf.
Hætt var flugi til Dússeldorf þegar
áætlunarflug hófst til Hamborgar
í fyrra.
Fjölg-a ferðum til Amst-
erdam
„Þetta flug hefur gengið mjög
vel, sérstaklega til Amsterdam, sem
er orðinn all þekktur og vinsæll
áfangastaður meðal landsmanna.
Við erum að fjölga ferðum til Amst-
erdam og fljúgum nú þangað fimm
sinnum í viku. Það hefur ákveðna
kosti fyrir okkur að heimsækja
Holland. Landsmenn eru flestir
flugmæltir á ensku og flugvöllur-
inn, Schiphol, er mjög góður
tengiflugvöllur því þaðan eru góðar
samgöngur til allra átta. Við erum
í miklu samstarfi við hollenzka flug-
félagið KLM, sem flýgur þaðan nær
hvert sem er. Flugvöllurinn í Amst-
erdam er einnig mikilvægur hlekkur
í umfangsmiklu fraktflutningakerfí.
Hefur það meðal annars sýnt sig í
því að fyrstu fjóra mánuði ársins
er aukningin f vöruflutningum hjá
okkur 104%.
Flugið til Hamborgar hófst á 10
ára afmælinu í fyrra og lofar góðu.
Farþegum fjölgar stöðugt, einkum
Þjóðverjum, sem koma þar í gegn,
og af þeim sökum er nú flogið þang-
að beint en til að byija með var
millilent í Amsterdam. Við fljúgum
tvisvar í viku til Hamborgar og
þótt bókanir gefi til kynna að þörf
sé fyrir þriðju ferðina þá getum við
ekki fjölgað ferðum nema bæta við
flugvél. Það er okkar reynsla að
þeir Islendingar, sem lagt hafa leið
sína til Hamborgar, hafa komið
þaðan mjög ánægðir og með aðra
ímynd af henni en þá að hún sé
togara- og gleðiborg. Borgin er
stærsta borg Vestur-Þýzkalands og
hefur tekið miklum framförum, að
sögn kunnugra. Er hún ákaflega
snyrtileg og þar er til dæmis mikið
af góðum verzlunum og veitinga-
húsum.
Flugið til Zúrich er ekki sam-
fellt. Þangað er aðeins flogið yfír
hásumarið, tvisvar í viku, og yfír
skíðatímann, einu sinni í viku. Til
Zúrich er nær eingöngu flogið með
farþega. Yfir sumartímann eru þeir
langflestir Svisslendingar, Aust-
urríkismenn, Þjóðveijar eða Norð-
ur-ítalir en yfír vetrartímann nær
eingöngu íslendingar," sagði Krist-
inn.
Stækkar floti Arnar-
flugs?
í millilandafluginu notar Amar-
flug þotu af gerðinni Boeing
737-200. Er hún á svokölluðum
leigukaupssamningi og öðlast Arn-
arflug kauprétt að henni í ársbyijun
1989. „Þessi flugvél hentar mjög