Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fyrsta flugfreyja Loftleiða varElíaborg Óladóttir. Hér erhún (t. v.) áaamt Sigriði Páisdóttur að und- irbúa matarbakka um borð íHeklu, fyrstu milliland- asflugvél íslendinga. var meiri en framboðið. Þá tóku Loftleiðamenn sig til og nýttu grunn, sem til var á Reykjavíkur- flugvelli og ætlaður hafði verið nýrri flugstöð. Þar reis fyrsti áfangi Hót- els Loftleiða. Þessi starfsemi fyrir- tækisins hafði mikil áhrif á þróun og vöxt ferðamannaþjónustu í landinu, sem varla var fyrir hendi áður. Annað dæmi um hugmyndaauðgi Loftleiðamanna var þegar þeir end- umýjuðu flugflota sinn á árunum upp úr 1960. Eins og áður sagði hófst uppbygging á millilandaflota Loftleiða með kaupum á Heklu og Geysi. Félagið notaðist við sömu flugvélategund þar til í byijun árs- ins 1960 er stærri og hraðfleygari DC-6B-vélar leystu þær af hólmi. Eignaðist félagið fimm vélar af þeirri gerð, allar keyptar af_ Pan American á ámnum 1959-62. í maí 1964 kom svo fyrsta 160 sæta Rolls Royce-skrúfuþotan til lands- ins. Þær urðu einnig fimm og hin síðasta keypt vorið 1968. Veturinn 1965-66 vom þrjár þeirra lengdar og hin fjórða veturinn eftir. Þannig rúmuðu þær 189 farþega og vom um tíma sumarið 1966 stærstu far- þegaflugvleamar á áætlunarleiðinni yfír Norður-Atlantshafið. Rolls Royce-vélamar vom keypt- ar í Kanada og vom af gerðinni CL-44. Hreyflamir í þeim vom framleiddir af Rolls Royce-verk- smiðjunum og fengu Loftleiðamenn leyfi verksmiðjunnar til að skýra vélamar upp því talið var auðveld- ara að ná til farþega með því að auglýsa flug á Rolls Royce. Stofna Cargolux Loftleiðamenn sýndu sömu hug- kvæmni þegar þeir endumýjuðu flugflota sinn í kringum 1970. í stað þess að leggja vélunum stofn- uðu þeir ásamt sænsku skipafélagi og flugfélaginu Luxair flutninga- flugfélagið Cargolux. Það var upphafíð að fyrirtæki sem er í dag eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þotur af gerðinni McDonnell Douglas DC-8 leystu Rolls Royce-vélamar af á flugleið- inni milli Lúxemborgar og Banda- ríkjanna, sú fyrsta var tekin í notkun í maí 1970. Á þessum ámm varð breyting á fargjaldamálum á Atlantshafinu. Sala Loftleiða drógst saman í suð- urrflq'um Bandaríkjanna og til að missa ekki þennan markað og til þess að halda hlut Loftleiða í Atl- antshafsfluginu var gripið til þess ráðs að kaupa flugfélagið Air Ba- hama af brezkum aðila. Hélt það uppi áætlunarflugi milli Bahama- eyja og Lúxemborgar. Loftleiðir hófu áætlunarflug til Lúxemborgar 22. maí 1955. Jókst vegur fyrirtækisins mjög þar í landi og félagið var mikil lyftistöng í at- vinnulífi þarlendra. Það sést vel á því að þegar Lúxemborgarar réðust í smíði fyrsta nýja hótelsins eftir stríð töldu þeir nauðsynlegt að hafa Loftleiðir með. Það var Aerogolf- hótelið, sem Loftleiðir áttu þriðjung í. Árið sem Loftleiðir og Flugfélag íslands vom sameinuð var far- þegafjöldi Loftleiða milli Banda- Morgunblaðið/ÓlafurK. Magnússon Eldsneyti sett á Helgafellið, einnaf „þristum “ Loftleiða, á Reykjavíkur- flugvelli. við samning ríkjanna um gagn- kvæmar flugsamgöngur. Samkeppnisaðstaða Loftleiða versnaði á fyrstu ámnum eftir 1952. Félagið hafði ekki jafn full- kominn vélakost á flugleiðinni yfir Atlantshaf og keppinautamir. Hann var sá sami og í upphafi millilanda- Morgunblaðið/ÓlaturK. Magnússon Við komuna til Lúxemborgar í maí 1955ífyrsta áœtlunarflugi Loft- leiða þangað. Neðst stendur Ingólfur Jónsson, samgönguráðherra, þá Kristinn Olsen, flugstjóri, og Agnar Kofoed-Hansen, flugmála- stjóri. Þarfyrirofan Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi, ogSigurður Magnússon, framkvæmdastjóri Loftleiða íNew York, Kristján Guð- Iaugsson, stjórnarformaður, og efstur stendur Alfreð Elíasson, forstjóri. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sigríður Gunnlaugsdóttir, fyrsta íslenzka flugfreyjan, bætirnýrri línu við leiðakerfi Flugfélags íslands, aðgosstöðvunum við Heklu í gosinu 1947. flugsins. í ársbyijun 1953 ákvað stjóm félagsins að bjóða lægri far- gjöld en önnur flugfélög á leiðinni yfir Atlantshafíð til þess að halda velli í aukinni samkeppni. Reynslan hefur sýnt að þetta var skynsamleg- asta leiðin fyrir Loftleiðir, sem var í keppni við stærri félög sem höfðu tekið hraðskreiðari og þægilegri vélar í notkun. Bmgðið var á það ráð að höfða til annarra farþega en hin flugfélögin gerðu. Slagorðið „We are Slower, but we are Low- er“ varð til og félagið nam nýtt land í farþegamarkaðinum vestan hafs. Hjólin tóku að snúast. Fyrsta árið, sem Loftleiðir buðu lægri far- gjöld en önnur félög, flutti félagið um 5 þúsund farþega. Ári síðar hafði farþegafjöldinn rúmlega tvö- faldast. Tíu ámm síðar, árið 1963, v«m farþegamir rúm 80 þúsund og hafði sætanýtingin aukizt úr innan við 60% í 77%. Það var með þessari stefnu sem Loftleiðir urðu að því stórveldi, á íslenzkan mæli- kvarða, sem félagið var er það var sameinað Flugfélagi íslands í Flug- leiðum árið 1973. En fleira kom til. Frumleg'ir mótleikir Loftleiða Forráðamenn Loftleiða bmgðust við sérhveijum vanda með óvæntum og frumlegum mótleikjum. Til marks um það var „stop-over“ áætl- unin, sem hófst 1963. Félagið bauð farþegum eins til tveggja sólar- hringa dvöl á íslandi á leiðinni yfir hafið. Flestir þeirra vom á leið til Evrópu eða Bandaríkjanna og hvers vegna ekki að bjóða upp á stutta dvöl á sérkennilegum stað? Áætlun- in tókst með miklum ágætum og fór svo að eftirspum eftir hótelrými Atvinnuflug í hálfa öld íhuguðu að hætta flugi Starfsemi Loftleiða var í lág- marki 1950-51. Tvær stórar gengisfellingar höfðu nær riðið fé- laginu, sem var mjög skuldsett erlendis vegna flugvélakaupa, að fullu. Félagið hafði haft Skymaster- vélina Heklu í fömm milli landa allt frá árinu 1947 en ekki tekizt að koma á föstum áætlunarferðum. Það missti Skymastervél, Geysi, á Vatnajökli haustið 1950 og Hekla var í leiguflugi erlendis. Útlitið var dökkt og vangaveltur vom innan félagsins um hvort flugi skyldi hald- ið áfram. Sumir eldri hluthafanna seldu sinn hlut í fyrirtækinu, nýir menn komu í þeirra stað og það sjónarmið að halda flugrekstri áfram varð ofaná. Þá gerðist Jökul- sævintýrið. Loftleiðamenn björguðu DC-3 skíðaflugvél af Vatnajökli, og vænn hagnaður af sölu hennar varð til þess að kom fótum undir rekstur- inn á ný. Allt flug Loftleiða lá niðri frá því siðasta innanlandsflugferðin var farin og þar til freistað var að koma á vikulegum ferðum til New York, en fyrsta vikulega áætlunarferðin þangað var farin 12. júní 1952. Stofnendur Loftleiða hafði frá upp- hafi dreymt að hefja áætlunarflug yfír Atlantshafið með viðkomu á Islandi. Þegar árið 1946 var keypt 44 sæta DC-4 Skymastervél, sem fékk nafnið Hekla. Var hún fyrsta millilandaflugvél íslendinga. Loftleiðis landa milli Hekla kom til íslands frá Winnipeg í Kanada 15. júní 1947 en fyrsta áætlunarflugið var frá íslandi til Kaupmannahafnar á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 1947. Aðra vél af sömu gerð, Geysi, keypti félagið í Bandaríkjunum sumarið 1948 og fór hún fyrsta áætlunarflugið til Bandaríkjanna 25. ágúst 1948 undir stjóm Alfreðs Elíassonar. Þremur mánuðum áður hafði félagið fengið heimild til að halda uppi áætlunarflugi milli ís- lands og Bandaríkjanna í samræmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)
https://timarit.is/issue/121209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)

Aðgerðir: