Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 7
9 8
B 7
V86J iMÚt .8 HUOAa!J>nVCJIM .QKJAJHMUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987
Ekki hvað síst sveiflukennd-
ur rekstur
— Hveijir eru stærstu þættirnir
í rekstri atvinnuflugsfyrirtækis?
„Þetta er gífurlega fjármagns-
frekur rekstur en einnig mannfrekur.
Þá er hann ekki hvað síst sveiflu-
kenndur og þættir eru í rekstrinum
sem geta haft svo til úrslitaáhrif á
afkomuna. Á árunum 1978 til 1979
tvöfaldaðist til dæmis eldsneytisverð-
ið. Við kaupum eldsneyti fyrir um
30 millj. dollara á einu ári, eða um
1.200 millj. kr. Afkoman var jákvæð
um 400 millj. kr. á sl. ári. Ef elds-
neytisverð hefði verið 50% dýrara
hefði það þýtt 600 millj. kr. aukin
útgjöld og þar með hefði afkoman
orðið neikvæð um 200 millj. kr. Þá
er efnahagur landsmanna almennt
mikill áhrifavaldur, því ferðalög
landsmanna markast fýrst og fremst
af afkomu þeirra."
- Telur þú að við höfum verið
lánsöm hvað varðar flugið í 50 ár?
„Því hefur verið haldið fram, að
það sé erfitt að halda uppi ströngum
aga hjá íslendingum, sem mótast
hafa sem fiskveiði- og landbúnaðar-
þjóð. Ég tel að í þessari atvinnugrein
hafi vel tekist til, því þar ríkir traust
skipulag og agi. Allt tæknimenntað
fólk okkar er í stöðugri þjálfun og
endurþjálfun og viðhald tækja er
kerfisbundið og undir ströngu eftir-
liti. Ég þakka þetta þeirri staðreynd,
að við höfum ætíð notað vandaða
erlenda staðla í rekstrinum og síðan
lærir fólkið okkar við erfiðar aðstæð-
ur, bæði veðurfars- og landfræðileg-
ar.“
Verkefni í 15 löndum
Sigurður bætti við, að hann teldi
Islendinga hafa sýnt fram á að þeir
gætu gert góða hluti varðandi flugið.
Hann kvað okkur geta miðlað öðrum
þjóðum reynslu á þremur sviðum,
þ.e. varðandi fískveiðar og útgerð,
jarðhita og ennfremur á sviði flugs-
■ ins, enda hefðum við tekið að okkur
verkefni á því sviði í 15 löndum víðs
vegar um heim. Hann sagði síðan:
„Ég vil halda því fram, að sú vel-
gengni sem hér ríkir hefði ekki getað
átt sér stað nema með traustum sam-
göngum. Við eigum allt undir góðum
samgöngum. Þá tel ég og að hinar
góðu samgöngur við Bandaríkin hafi
orðið til þess að við höfum á ýmsan
hátt verið fljótari að tileinka okkur
nýjungar heldur en til dæmis hinar
Norðurlandaþjóðimar. Aukin sókn í
framhaldsmenntun í Bandaríkjunum
er hér meðvirkandi. Mér finnst einn-
ig stórkostlegt að fylgjast með
kraftinum sem hér ríkir í ýmsum
atvinnugreinum og að ég tali nú
ekki um á listasviðinu. Gróskan er
með ólíkindum, enda hafa íslending-
ar til að bera mikla sköpunargáfu.
Þetta vil ég meðal annars þakka
góðum samgöngum almennt og þá
ekki síst við Bandaríkin."
Saga atvinnuflugs í 50 ár verður
ekki afgreidd í stuttu viðtali, þó við-
mælandi minn sé manna fróðastur
um hana. Af ánægjulegum atvikum
á liðnum árum sagði Sigurður m.a.,
að við opnun nýju flugleiðarinnar til
Boston í Bandaríkjunum hefði verið
margt mætra manna, m.a. fjöldi
framámanna í opinberri stjómsýslu.
Hann sagði það hafa verið sérstak-
lega ánægjulegt að ræða við þessa
menn, því nokkrir þeirra hefðu haft
á orði að þeir þekktu fyrirtækið frá
því að þeir hefðu flogið með því yfir
Norður-Atlantshafíð á námsárum
sínum, enda verið ódýrasti ferða-
möguleikinn, en um leið mjög
þægilegur. Hann sagði að lokum:
„Þetta hefur verið mjög ánægjulegt
starf og sérstaklega fannst mér
ánægjulegt að það skyldi takast að
bjarga atvinnufluginu úr þeim voða
sem það var komið í. Þá finnst mér
og ánægjulegt að sjá þennan já-
kvæða árangur sem náðst hefur
síðast liðin fjögur ár og vona sannar-
lega að framhaldi verði á því.
— Viðtal: Fríða Proppé
— Ljósmynd: Bjarni Eiríksson
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Starfsmenn Flugradíós, f.v. Þórmundur Sigurbjamason, Valdimar Einarsson ogNíels Kristjánsson.
Flugradió
í viðtölum okkar við hina
ýmsu flugrekstraraðila, kom
hvað eftir annað fram, að þeir
þökkuðu verkstæði einu i Flug-
görðum, að rekstur allra þeirra
einka- og atvinnuflugvéla sem
hér eru gengur eðlilega. Einn
viðmælenda okkar tók svo
sterkt til orða, að hann sagði:
„Án þessara manna væri
ógjörningur að halda þessum
vélum gangandi.“
Fyrirtækið sem hér um ræðir,
heitir Flugradío og er rekið af
Þórmundi Sigurbjamasyni út-
varpsvirkja. Hann sagði í samtali,
að hann hefði verið við þetta meira
og minna síðustu tólf árin og nú
undanfarin 5-6 ár hefði það verið
fullt starf. Með mikilli fjölgun flug-
véla jókst þörfin fyrir þessa
þjónustu og því þurfti að fjölga
mönnum, nú eru þeir þrír á verk-
stæðinu og hafa nóg að gera, enda
sinna þeir öllum flugrekstraraðil-
um öðrum en Flugleiðum og
Landhelgisgæslunni.
í ár halda Flugleiðir Icelandair, upp á 50 ára afmæli flugs á íslandi. Sedgwick sendir þeim innilegar hamingjuóskir með von um gæfuríka framtíð næstu 50 árin.
Sedgwick Aviation Ltd.
Sedgwick House,The Sedgwick CenUre, London E18DX
'lelephone: 01-377 3688 'lelex: 882131