Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 26
rs a 26 B V8ex ímúi .8 HiioAatnnvdiM .aiaAjaMuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Þegar Flugfélagið varð fyrir fyrsta skellinum náði Brandur sér íkonu Brandur á heimili sínuí Reykjavik. Hann er nú seztur íhelgan stein eftir 47ára starf þjá Flugfélagi Akureyrar, Flugfélagi íslands og Flugleiðum. Á innfelldu myndinni er Brandur í einkennisklæðum Lufthansa þar sem hann nam og starfaði áður en hann hófstörf hjá Flugfélagi Akureyrar. BRANDUR Tómasson, yfirflug- virki Flugfélags íslands (FÍ) í 30 ár og siðan flugvirki hjá FÍ og Flugleiðum í 17 ár, er nýlega 1 seztur í helgan stein, eftir 47 ára farsælt starf. Var hann þátttak- andi í flugævintýrinu nánast frá upphafi samfellds atvinnuflugs á tslandi og þar til í fyrra. Er hann í hópi frumkvöðla flugsins og þótt stundum væri á brattann að sækja þá var hann jafnan far- sæll í starfi. í bókinni Skrifað í skýin fer Jóhannes R. Snorrason yfirflugstjóri FÍ og Flugleiða um áratugaskeið, lofsamlegum orðum um Brand. Jóhannes seg- ist hafa treyst flugvirkjunum og yfirmanni þeirra, Brandi Tómas- syni, fullkomnlega. Brandur hafi verið mjög samvizkusamur og myndi aldrei hafa látið af hendi fvið sig flugvél, sem hann ekki treysti sjálfur. Jóhannes tekur svo djúpt í árinni að segjast ef- ast um að starfsemi FÍ hafi getað gengið án Brands, og munu margir, sem til þekkja, honum þar sammála. A einum stað segir Jóhannes: „Það var mín gæfa að í þessi störf höfðu valist traustir og samviskusamir menn, sem ávallt gættu fyllsta öryggis". Varla verður betur að kveðið um heila stétt manna, og af manni sem gjörst mátti til þekkja. Brandur vill hins vegar sjálfur sem minnst úr þessu gera, að því komst undirritaður er hann átti samtal við Brand. Brandur er fæddur á Hólmavík í septembermánuði 1914 og alinn þar upp tij 18 ára aldurs, sonur hjónanna Ágústu L. Einarsdóttur og Tómasar J. Brandssonar. Þar var hann við öll algengustu störf til sjós og lands. Fjölbreyttur veiði- skapur var stundaður frá Hólmavík á uppvaxtarárum Brands. Fiskirí var gott á fírðinum og úti á Húnaf- lóa. Silungstorfur gengu inn á víkur og voga. Menn höfðu þar sameigin- lega silungavörpu sem var dregið á ' með og aflanum svo skipt í fjöru eins og þá var kallað. Fugl var skotinn á sjó og landi og skotnir hvalir (hrefna) á fírði og flóa. Hólm- víkingar veiddu sér til matar og sagði Brandur veiðiskapinn hafa verið æsandi og spennandi fyrir unglingana. Það bjuggu um eitthundrað manns á Hólmavík, allt ágætisfólk, sagði Brandur. Samstarf og sam- heldni íbúanna var mikil og við unglingamir nutum félagslyndi hinna fullorðnu. Ég fékk ungur áhuga á fluginu og smíðaði mér ýmiss konar svif- prik. Mér er það enn í fersku minni þegar Súlan lenti á Hólmavík 1930. Koma hennar vakti ákaflega mikla hrifningu. Það er þó ekki fyrr en löngu seinna að ég tengist fluginu og enda þótt flugið hefði blundað með mér lengi þá var það eiginlega tilviljunin ein að ég fór ekki í annað nám. Hvað olli því að þú fórst til Berlínar í flugvirkjanám? Að loknu vélvirkjanámi í Lands- smiðjunni var ég kominn á fremsta hlunn með að fara til Kaupmanna- hafnar í tækniskóla. Héðan höfðu menn farið á þann skóla og orðið vel menntaðir tæknimenn. Þessa Ieið ætlaði ég einnig að fara. Þá kynnist ég Agnari Kofoed-Hansen, sem nýkomin var heim frá flugn- ámi. Hann var útbólginn af flugá- huga og var áfram um að fá einhvem til að fara í flugvirkjanám. Hann hvatti mig óspart til dáða en ég var lengi á báðum áttum. Hugur- inn var í Kaupmannahöfn en fyrir áeggjan Agnars valdi ég flugvirkj- un. Agnar var flugmálaráðunautur ríkisstjómarinnar og það varð úr að ég færi á vegum ríkisins til flug- virkjanáms hjá Lufthansa í Berlín. Hermann Jónsson, forsætisráð- herra, var einnig með í ráðum um þetta. Ég var eitt ár og fjóra mánuði í Berlín, lengstan tíman í Staaken, sem er vestast í borginni, þar sem viðhald og viðgerðir á flugvélum fóru fram. Staaken er næst fyrir vestan Spandau-West, en þar er fangelsið, sem Rudolf Hess er enn- þá geymdur í. Einnig var ég á Tempelhof-flugvellinum við að kjmna mér flugvélar í rekstri. Einn- ig þurfti ég að fljúga þar með í 11 þúsund kílómetra til að kynnast flugvélum á flugi. Verklegt próf tók ég hjá Deutsche Lufthansa í Staa- ken en bóklegt próf hjá flugmála- stjóm Þýzkalands (Luftamt). Á Ieiðinni heim dvaldist ég svo á loft- skeytaskóla í 3 mánuði í Kaup- mannahöfn. Eg hélt að það gæti komið mér að góðu gagni því það var jafnan vélamaðurinn hjá Luft- hansa sem sá um fjarskiptin, en Agnar kallaði mig þá heim af því að hann þurfti nauðsynlega á mér að halda. Vann í flugwél Hitlers Er það rétt að þú hafir haft eftirlit með flugvélum ríkis- stjórnar Hitlers? Já, það er rétt. Á Tempelhof lenti ég í þeirri tilviljun að vinna með mínum yfirmanni í einkaflugvél Hitlers. Það voru um 20 Junkers JU-52 flugvélar sem stjómin hafði og þeim var viðhaldið hjá Deutsche Lufthansa. Við unnum í þessum vélum jöfnum höndum og Luft- hansavélunum. Það voru alltaf tveir SS-menn viðstaddir þegar unnið var í þessum vélum og fylgdust þeir grannt með okkur. Alls staðar voru spjöld á veggjum, bæði á Staaken og Tempelhof, þar sem varað var við njósnurum. Ekki varð ég var við að þeir veittu mér neina sér- staka eftirtekt fram yfír aðra eða vissu að ég væri útlendingur. Þrír menn hurfu af mínum vinnustað Einn daginn var öllum gefíð frí frá vinnu og okkur var sérstaklega boðið til mótttökuathafnar fyrir Mussolini, leiðtoga Ítalíu, sem þá kom til Berlínar í boði Hitlers. At- höfnin fór fram á Maifeld og voru þar saman komnar 3 milljónir manna, að sögn. Fólk dreif að úr öllum áttum til að fylgjast með þessum atburði. Við þetta tækifæri sá ég Hitler, einnig Göring og svo Mussolini. Okkur hafði verið úthlut- að sætum innan við 100 metra frá leiðtogunum. Hitler og Mussolini héldu báðir ræður þama. Hitler virt- ist hafa einhvem töframátt, kraft- urinn og frekjan gekk í fólkið. Það var eins og nóg væri að hafa hátt, eins og popphljómsveitimar í dag, þá hafði það áhrif. Annars virtist þjóðin, að sögn manna, skiptast nokkur veginn í tvennt í afstöðunni til Hitlers og að álíka margir væru í hvorum hópi. Menn voru ofsóttir unnvörpum og hurfu margir bæði Gyðingar og vinstrimenn, t.d. heyrði ég um þijá menn sem hurfu af okkar vinnustað. Þjóðverjar voru að und- irbúa sig fyrir styrjöld Fljótlega eftir að ég kom út sá maður hvert stefndi; Þjóðveijar voru að undirbúa sig fyrir styijöld. Hemaðartæki ýmiss konar voru út um allt, bæði á flugvöllum og veg- um, og miklir hergagnaflutningar áttu sér stað, bæði inni í borgunum og úti á vegum. Mikið var um he- ræfíngar og hergöngur. Nokkru áður en ég fór heim höfðu opin- berir embættismenn skrýðst ein- kennisklæðum hermanna. Lézt þú ráðamenn heima vita hvert stefndi? Þegar heim kom haustið 1938 fór ég ekki dult með þá skoðun mína að Þjóðveijar ætluðu í stríð. Ég sagði bæði Hermanni Jónas- syni, forsætisráðherra, frá ástand- inu í Þýzkalandi og Guðbrandi frænda mínum Magnússyni, for- stjóra áfengisverzlunarinnar, en hann var mikill vinur Hermanns. Hingað komu svo tveir þýzkir menn um sumarið og vildu þeir fá hér lendingaleyfi. Eg býst við að Þjóð- veijar hafí verið að undirbúa sig undir eitthvað í sambandi við hem- að. Hermann synjaði þeim um lendingaleyfí um síðir og má vel vera að frásögn mín af vígbúnaði Þjóðveija hafi ráðið einhveiju þar um. Ráðamenn höfðu alla vega ekki fengið vitneskju um hann eins og hann var nokkru áður en ég kom heim. Fyrsta flugferðin ekki með öllu áfallalaus Ég tók til starfa hjá Flugfélaginu strax eftir heimkomuna. Þá var Agnar Kofoed-Hansen í senn fram- kvæmdastjóri og flugmaður hjá Flugfélagi Akureyrar. Einnig var aðstoðarmaður sem vann alla mögulega vinnu, annaðist meðal annars tönkun og hélt flugvélinni hreinni, en hún þurfti að vera þveg- in eftir hveija ferð vegna sjávar- seltu. Flugvélin var til að byija með í eigu Flugfélags Akureyrar en rek- in frá Reykjavík. Þið fluguð á bát í fyrstu flug- ferð þinni? Já, fyrsta flugið mitt til Akur- eyrar var ekki með öllu áfallalaust. Bjart var og fremur kalt þennan dag og flutningurinn eingöngu póstur. Agnar bauð mér með í þessa ferð og skyldi ég meðal annars kynna mér aðstæður fyrir norðan. Ferðin gekk vel norður til Siglu- fjarðar, en þangað var hluti farmsins. Við flugum hring yfír bænum til að kanna skilyrði til lend- ingar á sjónum. Engir bátar eða annað, sem gæti truflað okkur, var sjáanlegt og var því undirbúin lend- ing. En rétt í þann mund er flugvél- in var að snerta sjóinn sá ég hvar maður er á árabáti rétt fyrir fram- an braut okkar. Ég hrópaði í Agnar að bátur væri fyrir framan okkur, en það var um seinan og svo kom mikill skellur. Það síðasta sem ég sá til mannsins í bátnum, var að hann stóð upp, síðan hvarf allt und- ir nefíð á flugvélinni. Þetta leit illa út, ef maðurinn hefði orðið fyrir flotunum, jafnvel loftskrúfunni. Agnar sneri flugvélinni til baka eins fljótt og mögulegt var og við brun- uðum á staðinn. Fljótlega sáum við hatt á floti innan um spýtnabrakiö úr bátnum, sem hafði brotnað mjöl- inu smærra. Síðan sáum við manninn á floti innan um brakið og héldum hann stórslasaðan eða dáinn. Eins og gefur að skilja var þetta mjög mikið áfall fyrir okkur, en til allrar hamingju hafði maðurinn kastað sér í sjóinn á síðasta augna- bliki og var því alheill. Það var auðvitað fyrir öllu því að bátinn var hægt að bæta, en það hefði verið óbætanlegt ef þama hefði orðið meiriháttar slys. Síðan var farið upp að bryggju með manninn og póst, en bætur voru sendar eins fljótt og tjónið hafði verið metið. Við komum sem sagt með farþega til Siglufjarð- ar, rennvotan og í geðshræringu sem von var, og vakti þetta eðlilega mikla athygli á staðnum. Frusu inni á Akureyri Var ferðinni síðan haldið áfram til Akureyrar þar sem flugvélin var með öllu óskemmd eftir áreksturinn við bátinn, sem einnig var mikið lán. Kjölur á flotholtum mun hafa lent á árabátnum því ekkert sá á flugvélinni. Þegar við lentum á Pollinum var hann meira og minna ísilagður og máttum við fá bát til þess að bijóta leið fyrir flugvélina að skýlinu, sem var innarlega í bænum. Næsta dag var pollurinn allur mun meira frosinn og því með öllu vonlaust að reyna að koma flugvélinni út úr ísnum og því varð dvölin þama hálfur mánuður. Varla get ég sagt að mér hafí fundist framtíðarhorfumar glæsilegar eftir þessa ferð norður. Allt virtist í góðu lagi þama fyrir norðan, svo þar var harla lítið að gera fyrir mig meðan beðið var þess að hlánaði. Bót var í máli að ég fékk lánaða skauta og renndi mér stundum á þeim á Pollin- um, mér til ánægju og afþreyingar. Ferðin til Reykjavíkur gekk svo áfallalaust sem betur fór, þótt enn væri veður kalt. í júní hætti svo Agnar og gerðist Iögreglustjóri en við hans starfi tók Örn O. Johnson, sem síðan var aðal hvatamaður að stofnun Flugfélags íslands hf. Hveijir voru nú mestu erfið- leikarnir á byrjunarárunum? Slæm aðstaða yfírleitt, skortur á varahlutum og verkfæmm og ekki nóg af lærðum flugvirkjum. Kuld- inn var lengi okkar versti óvinur. Það var ekki fyrr en eftir 1946-7 að við fengum sæmilega heit og góð verkstæði. Flugskýli vom óupp- hituð þar til eftir 1953-55 að við fengum smávegis hita í eitt skýli, en það var aðeins til að halda því frá frosti þegar kaldast var. Oft þurfti að vinna úti þó veður væri vont, til dæmis ef flugvél reyndist biluð þegar fara átti af stað. Oftast var ekki um aðra vél að grípa til og heldur ekki varahlut. Það þurfti því að taka varahlutinn úr og síðan að gera við hann ef það var þá hægt. Það var algengt að farþe-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)
https://timarit.is/issue/121209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Atvinnuflug á Íslandi í 50 ár (03.06.1987)

Aðgerðir: