Morgunblaðið - 03.06.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.06.1987, Qupperneq 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 „Hef mikla ánægju af litlu flugvél okkar feðganna “ Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Jóhannes R. Snorrason ígamla einkennisklæðnaði Flugfélags ís- lands. Myndin var tekin um borð í Dogulas DC-3, „þristi", við heimkomuna frá Grænlandi. JÓHANNES Snorrason, yfirflug-- stjóri Flugfélags íslands og síðan Flugleiða, flaug sína síðustu ferð með farþega í nóvember 1980. Hafði hann þá verið farþegaflug- maður á íslandi í rösk 37 ár, en hann hóf starf hjá Flugfélagi íslands í október 1943 að loknu flugnámi í Kanada. Flugið á hug Jóhannesar allan því hann nýtur þess í tómstundum sínum að fljúga tveggja sæta flugvél, sem hann í í félagi með sonum sínum. Það er erfitt að gera viðburða- ríkum flugferli hans skil í stuttu samtali. Verður því aðeins stiklað á stóru en þess má geta að Jó- hannes er um þessar mundir að ljúka þriðju bókinni um flug- mennsku sína. „Ef við stiklum nú á stóru þá var ég einn af þeim fjórum, sem fóru til Kanada vorið 1941 til þess að læra flug. Það var fyrsti hópur- inn, sem fór eftir að flugið komst verulega á skrið hjá okkur. Flugfé- lag Akureyrar var stofnað 1937 og það var byrjað að fljúga vorið 1938. Við vorum Qórir sem fórum vest- ur. Það voru Kristinn Olsen, Kjart- an Guðbrandsson, sem nú er látinn, Sigurður Ó'afsson og ég. Kjartan veiktist og varð að snúa heim en við hinir lukum allir atvinnuflug- mannsprófi hjá Department of Transport í Winnipeg vorið 1942. Ég kom síðan hingað til íslands haustið 1943 og hóf þegar störf hjá Flugfélagi Islands, fyrst sem flugstjóri á Waco-sjóflugvélinni. Ég flaug henni reyndar sáralítið því hún fórst á Homafirði um haustið, en þá tók ég við Beechcraft-flugvél- inni, sem var flaggskip íslenzka flugflotans. Nýjar flugvélar komu koll af kolli; De Havilland-vélarnar, Grum- man- flugbátar og svo Katalína- flugbátarnir. Ég sótti þá báða, keypti þá fyrir Flugfélagið vestur í Kanada árið 1946 og flaug þeim báðum heim. Síðan komu Douglas- flugvélamar hver af annarri.“ -Þú sóttir marga nýja vélina, sem bætt var við flota Flugfé- lagsins og síðar Flugleiða? „Já, fyrst sótti ég Katalínumar, þá Douglas-vél, sem keypt var í London, Gullfaxa gamla, fyrstu Skymasterflugvél Flugfélagsins, til Texas sumarið 1948. Einnigsóttum við Hörður Siguijónsson Viscount- flugvélamar til Bretlands 1957 og - segir Jóhannes R. Snorrason, yfir- flugstjóri síðan sótti ég báðar Boeing-þotum- ar. Sú fyrri var fyrsta íslenzka þotan. Og 1980 sótti ég síðan hina nýju Boeing 727-200 þotu Flug- leiða, skömmu áður en ég hætti flugi aldurs vegna með um 26.000 flugstundir að baki. Það hefur margt breyst á þessum ámm. Það má tildæmis nefna að fyrstu árin vorum við eiginlega á undan tímanum í flugvélakaupum. Við höfðum ekki aðstöðu hér heima fyrir sumar þessar flugvélar. Það var alltaf vandamál hvar hægt var að lenda. Sérstaklega voru það skrúfuþotumar, að ég tali ekki um þotunar. Allar brautir úti á lands- byggðinni voru malarbrautir en það er ekki hægt að lenda þotum á möl svo vel sé. Það er hægt að útbúa sumar tegundar þannig að það megi lenda þeim á malarbrautum en það er óæskilegt." -Hefur ekki lítil breyting orðið hér á? „Það má segja að ennþá sé þetta vandamál viðloðandi því að við erum ekki með nema eina malbikaða flug- braut úti á landsbyggðinni, sem er Akureyri. Svo erum við aftur með ágæta flugbraut á Sauðárkróki, langa og góða með mjög gott að- flug í báðar áttir. Ég hefí bent á að flugvöllurinn á Sauðárkróki sé æskilegasti staðurinn sem við eig- um fyrir tryggan varaflugvöll. Það kemur einfaldlega til af því hve mjög er vítt til veggja í Skagafirði, undirlendi mikið og ágætt aðflug í báðar áttir. Þá er það svo að í norð- austanáttinni, sem er algengasta norðanáttin á íslandi, skýlir Trölla- skagi þessu svæði. Þannig að þótt hríðarveður sé um meirihluta eða um allt Norðanland þá er venjulega ágætt í Skagafirði, einmitt vegna þess að Tröllaskaginn skýlir. Það má sérstaklega vekja at- hygli á því að varaflugvöllur nýtist engu síður innanlandsfluginu. Hann mundi vera mikið öryggi fyrir alla þá sem fljúga innanlands; að flug- menn geti komið niður á öruggan og tryggan flugvöll Norðanlands þegar allt er lokað hér syðra. En hvað hitt varðar, að hafa varaflug- völl fyrir millilandáflugið, þá er það ekki síður mikilvægt að í norðaust- anáttinni þegar kannski er heiðskírt bæði í Keflavík og Reykjavík þá þurfum við eftir sem áður að hafa varaflugvöll Norðanlands. Þá myndi flugvöllurinn á Sauðárkróki nýtast bezt vegna veðurs því hann er sjald- an lokaður í norðaustan hríðarveð- rum. Þarna skilur mikið á milli. * Ohagkvæmt að hafa ekki varaflugvöll Varaflugvöllur mundi spara geysilega fjármuni því, til dæmis í Ameríkufluginu, þurfa vélamar alltaf að bera eldsneyti til þess að fljúga yfir 700 sjómílna leið til vara- flugvallar ef lokað er í Keflavík. Þetta er mjög óhagkvæmt og því slæmt að hafa ekki tryggan vara- flugvöll hér. Það hefur einnig verið bent á að í Skagafirði er mikið heitt vatn í jörðu og það væri hægt að hita yfirborð brautarinnar við Sauðárkrók þannig að hún yrði trygg til lendingar í svo til öllum veðrum og við værum algjörlega lausir við hálku. Þetta er atriði sem er geysilega mikilvægt. Við erum búnir að byggja ágæta flugbraut við Sauðárkrók og það er komið ágætt aðflug á hana úr suðri. En það þarf að lengja hana og malbika. Ég held að íslendingar ættu algjörlega að ráða við það sjálfír að malbika þessa braut og gera hana þannig úr garði að hún yrði tryggur varaflugvöllur fyrir allt okkar flug. Og vitanlega mundi hún einnig nýtast öðrum. Ég tel að aðrir flugvellir Norðanlands, svo tekið sé dæmi um Akureyri, að þar sé of aðkreppt til þess að sá flug- völlur gæti nýtst að jafnaði sem varavöllur. -Er ekki orðið enn brýnna að gera varavöll með tilkomu tveggja hreyfla flugvéla? „Jú. Nú gæti svo farið að í Evr- ópufluginu yrðu notaðar tveggja hreyfla þotur. Því er enn meiri nauðsyn til að hraða þessu máli og tryggja það, að áður en Flugleiðir taka í notkun flugvélar af því tagi á Evrópuleiðum, verði kominn ör- uggur varavöllur Norðanlands. Ég tel það ákaflega mikilvægt því hvað sem má segja um alla tæknina í dag, til þess að komast niður á góða flugvelli í slæmum veðrum, þá koma fyrir dagar sem flugvell- imir bæði hér í Reykjavík og í Keflavík eru lokaðir, þá ekki sízt vegna hálku. Þá er því mikilvægara að hafa upphitaða braut Norðan- lands sem væri trygg í slíkum skilyrðum. Ánægjulegt Græn- landsflug Það er nú sitt af hverju sem hefúr drifíð á dagana. Ég er búinn að greina frá svo mörgu í bókum mínum tveimur [Skrifað í skýin, I og II] að segja má að það sé að bera í bakkafullan lækinn að fara að segja frá einhveiju þar í viðbót. En ég hef haft ákaflega gaman af að fljúga til Grænlands. Ég flaug þangað mikið á öllum tegundum flugvéla í gamla daga. Ég hafði til að mynda mjög mikla ánægju af að fljúga skíðaflugvélinni á Aust- ur-Grænland og lenda á sjávarísn- um. Þarna vorum við ftjálsir eins og fuglinn og þar sem sjávarísinn innan fjarða var á annað borð slétt- ur gátum við lent og startað í hvaða átt sem okkur sýndist og vorum óháðir öllu sem heitir flugumferðar- stjóm. Við vorum okkar eigin herrar og þetta minnti mann á allra fyrstu árin í fluginu hér heima. Dýralífið á Grænlandi er einnig mjög áhugavert. Við gerðum það oft að leik að elta uppi ísbimi á sjávarísnum við ströndina og flug- um oft yfir hjarðir sauðnauta. Eftir að hafa kynnst Austur-Grænlandi þá stóðum við Brandur Tómasson fyrir því á sínum tíma 1960 og 1961 að fara þangað með valin hóg sportmanna á Katalínu-flugbát. í fyrri ferðinni lentum við á fjalla- vatni inn af botni Scoresbysunds og vorum þar í tvo daga í bezta yfirlæti. Þar er einstök náttúmfeg- urð, ólýsanlega fallegt land og ósnortið. Mér fannst eins og það hefði verið óbreytt frá aldaöðli. Síðasta ferð Katalínu- flugbáts Ferðin seinna sumarið var síðasta flug katalína-flugbáts á íslandi. Þá fómm við saman einir 14 á flug- bát, sem hafði einkennisstafina TF-ISJ. Veðurskilyrði vom ekki alltof góð og við flugum yfír skýjum til Scoresbysunds. Ætluðum að lenda þar en allt var á kafi í þoku. Héldum þá til Meistaravíkur við Kong Oscars-fjörð en þar var líka allt lokað í þoku svo við héldum áfram norður með ströndinni. Fund- um loks glufu í skýin yfír þröngum firði sem við þekktum ekki í fyrstu en áttuðum okkur fljótlega þegar komið var niður úr skýjum og lent- um. Það var Moskusuxafjörður. Þama lentum við innan um borgarí- sjaka og fómm með flugbátinn inn í botn fjarðarins, settum hjólin nið- ur og ókum honum upp i fjöru, slógum upp tjöldum og fómm að huga að silungsveiði. Það varð nú minna um veiðina en búist var við en þama var nóg af sauðnautum og hefðum við því haft nóg að borða ef heimferðin hefði tafíst. Fyrsta kvöldið lagði hann inn með svarta þoku og um morguninn þegar við vöknuðum sást varla út úr augum. Eftir hádegið birti til og þá sáum við okkur ekki annað fært en fara eitthvað suður á bóginn, reyna að komast til Meistaravíkur. Þama í flæðarmálinu hafði ein- hverra hluta vegna komist sjór inn í flugbátinn og þótt við könnuðum fremstu hólfín þá urðum við ekki varir við að það væri sjór í vélinni fyrr en viðreyndum flugtak. Við urðum að gera þtjár atrennur til að koma flugbátnum í loftið. Við vissum þá ekki að það væri svona mikill sjór í honum en áttuðum okkur fljótlega eftir að í loftið var komið að hann væri óvenjulega þungur. Það var allt á kafí í þoku þegar við komum yfir Meistaravík en við hringsóluðum þar yfir unz birti til og lentum þar á brautinni og tókum neglumar úr botni flug- bátsins. Stóð bunan þá úr bátnum og urðum við mjög undrandi á því hvað mikið var af sjó í honum. Ég Morgunblaðið/ÓIafurK. Magnússon íslendingarstigu inn íþotuöldina þegar Jóhannes R. Snorrason lenti fyrstuþotu Flugfélagsins, Gullfaxa, á Reykjavíkurflugvelli24.júní 1967. Myndin var tekin þegarþotan lenti íReykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.