Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 B 21 h Piper Apache-vélin sem kom til ísafjarðar 1964. og lofuðu hlutafé. Það var þó aldr- ei innheimt og hætti flugfélagið störfum. Flugrekstur frá Isafjarð- arflugvelli lá þó ekki lengi niðri, því árið 1969 hóf Hörður Guð- mundsson rekstur lítillar eins- hreyfílsflugvélar og hefur hann starfað að mestu sleitulaust síðan. Flugfélagið Emir, sem hann starf- rækir, hefur verið með ýmsar gerðir flugvéla í notkun þessi 18 ár. Má þar nefna Helio Courier- vél, sem notaði mjög stutta flugbraut, en hana fékk hann 1974. 1977 byrjar hann rekstur á 10 sæta Islander-vél, sem hentaði mjög vel á þá slæmu flugvelli sem hann flaug aðallega á á Vestfjörð- um. Um það leyti nær Hörður tímabili hefðu ekki verið eins miklar og hún bjóst við. Þó höfðu flugfreyj- ur stofnað með sér samtök og náð fram ýmsum kjarabótum. Tillit var tekið til hámarksvinnustunda, dag- peningar greiddir og fleira tekið inn íaunin. Kristín var yfirflugfreyja Flugfé- lagsins. Sá hún um ráðningar og þjálfun flugfreyja auk þess að skipuleggja og kaupa kost flugvél- anna, en sá starfí færðist á annarra hendi við sameininguna og þá urðu yfírflugfreyjur tvær. Hún tók einnig þátt í alþjólegu samstarfi yfírflug- freyja, sem halda með sér ráðstefn- ur í einhverju aðildarlandanna annað hvert ár. „Ég reyndi að hafa góða innsýn í störf flugfreyja hjá öðrum félög- um. Mér hefur alltaf þótt við standa erlendum flugfélögum fýllilega á sporði þessu efni. Hér hefur jafnan verið lögð rík áhersla á þjónustu og umhyggju fyrir farþeganum, al- veg fr upphafi." Fjórum árum eftir sameininguna tók Kristín þá ákvörðun að láta af embætti yfirflugfreyju og færði sig yfír söludeild Flugleiða þar sem hún starfar nú. Hún sagðist hafa talið rétt að víkja fyrir sér yngri mann- eskju til þess að hleypa nýju blóði þetta starf. Hún sagðist ekki vera fylgjandi því að flugfreyjum væru sett aldurstakmörk. „Þetta var áður háð skilyrðum, en er nú á valdi hvers flugfélags fyrir sig. Mér fínnst það sjálfsagt að láta fólki í sjálfsvald sett hvenær það lætur af störfum. Hér hjá Flugleiðum eru þegar nokkrar flugfreyjur með yfir 20 ára starfsaldur og er það vel. Ég get nefnt sem dæmi að hjá bandaríska félaginu TWA eru fjórar flugfreyjur eldri en 70 ára. Þær standast læknisskoðanir og láta ekki á sjá, enda finnst farþegum notalegt að hafa svona eldri dömur við hendina," sagði hún. Aðspurð sagði Kristín að sér þætti ennþá jafn spennandi að fljúga og þegar hún réðst til Flugfé- lags íslands fyrir liðlega þijátíu árum. „Mér þykir enn jafn stórkost- legt að sjá glansandi fína flugvél fyllast af farangri, fólki, vistum, eldsneyti, hafa sig síðan loft og fljúga til fjarlægra landa. Það er stórkostlegt að geta svo auðveld- lega komist hvert land sem er. Flugið er mínum augum mikill og skemmtilegur galdur," sagði Kristin Snæhólm. samningum við ríkið um póstflug milli staða á Vestfjörðum og við sveitarstjórnir á Vestfjörðum um styrki vegna mikilvægis sjúkra- flugsins, sem þá er orðinn umtals- verður þáttur í starfseminni. Árið 1978 fær hann 6 sæta Piper Az* tek-vél og í desember 1980 10 sæta Cessna Titan, sem hann notaði meðal annars í leiguflug milli Isafjarðar og Reykjavíkur. Í dag er félagið með tvær vélar í gangi, 6 og 9 sæta. Flogið er áætlunarflug alla virka daga til flestra þorpanna á Vestfjörðum vestan Isafjarðar. Auk þess er sjúkraflugið stór þáttur í starf- seminni svo og leiguflug um landið og til útlanda, en alltaf er nokkuð um að vélar félagsins séu í milli- landaflugi. Póstflugið um Vestfirði hefur orðið stöðugt vinsælla af ferða- mönnum, bæði innlendum og erlendum, en þar gefst kostur á einstæðri ferð um landsvæði, sem býr við hrikalega og fagra nátt- úru. í ferðunum er lent á 3—4 stöðum þar sem gestrisnir flug- vallarstarfsmenn bjóða jafnvel í kaffi. — Úlfar Næsta brottför til Costa del Sol Við bjóðum þér nýtt og glæsilegt íbúðahótel á Sunset Beach. Eigendur þess og starfsfólk hafa sérstakt dálæti á íslendingum. Þess vegna höfum við fengið verulegan afslátt af gistingu á þessu frábæra hóteli. Við bjóðum þér 3 vikur á Costa del Sol með gistingu á þessu hóteli, fyrir aðeins kr. Pfi 900 pr. mann*. Þeir sem til þekkja, taka Sunset Beach fram yfír aðra staði á Costa del Sol. Og það er ekki að ástæðulausu. Öll aðstaða til að njóta lífsins er stórglæsileg jafnt fyr- ir börn sem fullorðna. Hótelið er eitt af þrem glæsilegustu íbúðarhótelum á Costa del Sol. Allar íbúðirnar eru smekklega innréttaðar og með sérstakri Ioftkælingu. Við hótelið eru sundlaugar með hreinsuð- um sjó, fyrsta flokks sólbaðsaðstaða, ahús, skýridihitástáðir og ótál margt^Sjej^a. Við hótelið er einmg falleg baí Á vegum hótelsins er sérstök dagskrá fyr- ir börn og unglinga frá morgni til kvölds. Á kvöldin er einnig sérstök dagskrá fyrir fullorðna fólkið. Skipaðu þér í hóp þeirra fjölmörgu, sem hafa tekið Sunset Beach á Costa del Sol fram yfír aðra staði. Komdu tímanlega og tryggðu þér sæti. * Verðið miðast við 2 fuilorðna og 2 börn yngri en 12 ára. Ferðaskrifstofa, Snorrabraut 27-29 Reykjavík. Sími 26100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.