Morgunblaðið - 03.06.1987, Side 30

Morgunblaðið - 03.06.1987, Side 30
fl 30 B Vfctfí TMuf íi MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Ljósmynd/Bjöm Pálsson . Olsen-bræðurnir, taldir frá vinstri: Alfred, Óli, Gerhard og Kristinn. Myndin var tekin & heimili Kristins ínóvember sl. Samtals eiga þeir að baki nær 100 þúsund flugstundir. Olsen bræðumirhjá Loftleiðum eftir Guðmund Sæmundsson Nú eru að verða nær sjö áratug- ir liðnir frá því að flugvél hóf sig til flugs í fyrsta sinn hér á landi. Við þennan atburð mun upphaf íslenskrar flugsögu miðað, svo sem eðlilegt verður að telja. Hitt er þó ljóst að hin samfellda saga íslenskra flugmála hefst ekki fyrr en nær tveim áratugum síðar eða í lok fjórða tugs aldarinnar og eru margir því enn á meðal okkar sem koma þar mest við sögu, enda voru þeir flestir á ungum aldri þegar þeir hófu störf sín í þágu hinnar nýju samgöngutækni. Fyrstu ár hins endurreista flugs á Islandi, seinni heimsstyijaldarárin og næstu árin á undan og eftir, voru sannkölluð frumbýlingsár. Það er á þessum tíma sem ungur Reykvíking- fer, Edward Kristinn Olsen, bytjar svifflugnám og heldur síðan vestur um haf og gengur í kanadíska flug- herinn árið 1941 eftir að hafa áður lokið vélflugprófi frá Flugskóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg. Að loknu námi og störfum í Kanada árið 1943, þá 26 ára gamall, keypti hann fjögurra sæta Stinson-flugvél í félagi við tvo menn aðra, þá Alfreð Elíasson og Sigurð Ólafsson, sem einnig höfðu nýlokið flugnámi í Kanada. Er ekki að orðlengja það að þeir félagar flugu vélinni frá Winnipeg til New York í nóvember 1943, en ferðuðust síðan áfram heim til íslands sjóleiðis með eimskipinu Dettifossi. Vestra var flugvélinni pakkað í kassa og kom hún til Is- lands í ársbyijun 1944. Var nú skammt stórra högga á milli. Þegar flugvélin var komin til landsins var strax hafist handa með að setja hana saman í gamla Vatnagarða- skýlinu og Kristinn reynsluflaug henni 2. apríl og nokkrum dögum síðar var farið í fyrsta farþegaflugið til ísafjarðar. En meðan verið var að setja Stinsoninn saman, var stofn- að hlutafélag utan um þessa litlu flugvél hinn 10. mars og hlaut það nafnið Loftleiðir. Þá var starfskipan öll einfaldari í sniðum en síðar varð. Menn voru ýmist flugmenn, flug- virlqar eða „eitthvað annað". Þannig varð Kristinn bæði fyrsti flugmaður og fyrsti flugvirki Loftleiða, en í síðamefnda starfínu var hann skip- aður af Axel Kristjánssyni, sem síðar var kenndur við Rafha í Hafnar- fírði, en hann var þá yfírmaður með íslenskum loftförum. En að vera „eitthvað annað" heyrði yfir allt mögulegt varðandi flugið, annað en það sem beinlínis laut að stjóm flug- véla og vandasömustu mótorviðgerð- um. Allt kallaði þetta á fleiri vinnufúsar hendur og það er þá sem þeir bræður Kristins, þeir Gerhard, Óli og Alfred koma til starfa hjá Loftleiðum, einn af öðmm eftir því sem þeir höfðu aldur og þroska til. Gerhard hóf störf strax við að setja saman fyrstu Loftleiðavélina í Vatnagörðum 1944. Óli byijaði 1. september á því sama ári, en Alfred 1. maí 1945. Þannig störfuðu þeir bræður allir samtímis við sjóflugið um skeið meðan það var rekið frá Vatnagörðum og fyrstu sumrin dvöldu þeir einnig norður við Mikla- vatn í Fljótum vegna síldarleitar- flugs. Eftir lok seinni heimsstyijald- arinnar fer flugið smám saman að skipa sér sess sem viðurkennd sam- göngugrein hér á landi. Verkefnin vaxa hröðum skrefum, innlent áætl- unarflug styrkist, millilandaflug er hafíð og íslendingar taka við rekstri Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvalla og umferðarstjóm á hluta Norður- Atlantshafsins. Allt saman er þetta mikið ævintýri sem fáa óraði fyrir að myndi ske svo hratt sem raun varð á. Sú nýja tækniþróun sem þessu fylgdi kallaði á sérhæfða menn til starfa. Því var það sem bræður Kristins hleypa heimdraganum og halda til frekara náms erlendis. Ger- hard lýkur prófí flugvélstjóra 24 ára gamall frá Pratt & Whitney-skólan- um í New Hampshire, Bandarílq'un- um 1946. Oli lýkur prófí í farþegaflugi 22 ára gamall frá AST, Air Service Training við Southamp- ton í Englandi haustið 1946 og Alfred lýkur prófí flugvélstjóra 20 ára gamall frá Calero, í grennd við Los Angeles í Bandaríkjunum 1950. Það er líklega einsdæmi í verald- arsögunni að fjórir bræður hafí gert flugið að ævistarfí sínu, eigi að baki nær 100 þúsund flugstundir eða verið samanlagt rúman áratug í loft- inu áfallalítið en þessu hafa þeir Kristinn, Gerhard, Óli og Alfred Ols- en afrekað á sl. fjórum til fímm áratugum. Þeir voru frá upphafí starfsmenn Loftleiða hf. en Kristinn var einn af stofnendum og f stjóm félagsins eins og áður er greint frá. Eftir sameiningu Loftleiða og Flug- félags íslands í Flugleiðir hf. árið 1973 urðu þeir bræður starfsmenn þess félags og hefur Kristinn átt sæti í stjóm Flugleiða frá byijun. Kristinn hætti að starfa sem flug- stjóri árið 1973, en Óli árið 1982. Hins vegar em þeir Gerhard og Alf- red ennþá í fullu starfí flugvélstjóra, svo að enn um sinn á eftir að bæt- ast við samanlagðar flugstundir þeirra bræðra. Eins og að líkum lætur hefur sitt- hvað á daga þessara manna drifíð, þó að þeir láti lítið af því. Þeir hafa flogið á annan tug flugvélategunda í farþegaflugi oft við erfíðar aðstæð- ur, allt frá „heimsenda köldum" í norðri til milljónaborganna í austri og vestri eða sólarlanda í suðri. En þrátt fyrir allt þetta telja þeir að síldarleitarflugið og dvölin norður við Miklavatn á fímmta áratugnum sé mesta ævintýrið. Oft var dagurinn vart mnninn upp þegar haldið var af stað í leitina. Kannski fyrsti sólroðinn rétt byijað- ur að klæða norðlensku fjöllin, þegar flugvélarhreyfíllinn upphóf söng sinn og flugfákurinn risti dimmblátt Miklavatnið í freyðandi rák, uns hann sveif upp í himinblámann og hvarf út í morguninn norður af Haganesvík. Það var spennandi að fínna síldartorfur og tilkjmna þær. Kvöldflugin gátu líka verið heill- andi. Sumarkvöldin em fögur á Grímseyjarsundi og Skjájfanda þeg- ar sól er sigin að hafsbrún og dvelur þar í samfelldri geislaglóð langt fram á nótt. Á slíkum stundum gleymdu Loftleiðamennimir kaldri tjaldvist- inni í súld og regni við Vatnið. Þrátt fyrir margar flugferðir sem þeir bræður hafa farið um dagana hafa þeir aldrei verið allir samtímis um borð í sömu flugvélinni. Einu sinni stóð þó til að svo yrði, en þá baðst einn þeirra undan að fara, vegna loforðs sem þeir gáfu móður sinni þar að lútandi og við það hafa þeir staðið. Þannig er margs að minnast frá fyrstu ámm, bæði innanlands- og millilandaflugsins, sem þarfleysa er að týna niður, enda þótt segja megi að það varði ekki beinlínis þann flugrekstur sem íslendingar halda uppi í dag. Slík þróun gerist ekki af sjálfu sér. Þar kemur margt til: Fómfúsir hugsjónamenn, sem mddu brautina og eki hvað síst traust og vel þjálfað starfslið. Höfundur er einn af stofnendum fslenzka flugsögufélagsins og hef- ur verið íritnefnd ársrits félags- ins frá upphafi. Samfelld atvinnuflugsaga íslendinga hófstá Akureyri SAMFELLD atvinnuflugsaga ís- lendinga hófst á Akureyri með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937. Upphafið á atvinnu- flugsögu okkar má rekja til þess þegar Agnar Kofoed-Hansen, flugmaður, og nokkrir athafna- menn á Akureyri, keyptu sér litla bandaríska sjóflugvél af Waco- gerð sem tók þijá farþega. Þeir héldu uppi áætlunarflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur þegar veður leyfði. Tveimur ámm síðar var hlutafé fyrirtækisins auk- ið, það flutt suður til Reykjavíkur ?g nafni_ þess breytt í Flugfélag slands. Árið 1944 var annað flug- félag, Loftleiðir, stofnað í Reykjavík, en Flugleiðir varð síðan til með samsteypu þessara tveggja flugfélaga, Flugfélags Islands og Loftleiða. Tuttugu ár liðu frá því að Flugfé- lag Akureyrar lagðist niður þar til annað flugfélag var stofnað á Akur- eyri. Tryggvi Helgason flugmaður stofnaði Norðurflug árið 1959 og rak það til ársins 1974 er hann seldi það til starfsmanna sinna, flugstjóra og flugvirkja, sem breyttu nafninu í Flugfélag Norður- lands skömmu síðar og reka þeir það enn þann dag í dag undir því nafni. Tryggvi hóf reksturinn með flögurra farþega tveggja hreyfla Piper Apache-vél, en síðar eignaðist hann fleiri. Tryggvi seldi starfs- mönnum sínum fjórar af sex flugvélum sínum, þijár Beechcraft- vélar og eina Piper Aztec, auk hluta af fasteign. Flugleiðir keypti 35% hlut í fyrirtækinu árið 1975, en aðrir eigendur em: Jóhannes Foss- dal, Jón Karlsson, Sigurður Aðal- steinsson, Skarphéðinn Magnússon og Torfí Gunnlaugsson. Níls Gísla- son átti einnig hlut í fyrirtækinu þar til í fyrra. Sigurður Aðalsteinsson er for- stjóri félagsins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir félagar hefðu á sínum tíma fengið stóran hluta kaupverðsins sem lán úr byggðasjóði. Hann sagði að velta fyrirtækisins væri nú um 100 millj- ónir króna á ári. „Staðan hefur farið síbatnandi í gegnum árin og fínnst okkur við hafa náð ágætis árangri með rekstri félagsins. Síðustu tvö ár hafa sérstaklega verið okkur hagstæð og er það fyrst og fremst að þakka gengisþróun og lækkun verðbólgu nú.“ Flugfélag Norðurlands hefur að- stöðu sína á Akureyrarflugvelli. Félagið hefur byggt skrifstofuhús- næði, flugskýli og verkstæði, en Flugleiðir sjá um bókanir og af- greiðslu FN. Félagið á nú tvær Twin Otter 19 sæta vélar, tvær Piper Chieftain níu sæta vélar og eina Piper Aztec, þá sömu og Tryggvi seldi félögunum sex. Félag- ið endurvakti Flugskóla Akureyrar árið 1975 og rekur tvær kennslu- flugvélar. Þrír kennarar starfa við skólann og að meðaltali em um 30 nemendur á ári í skólanum. Sigurð- ur sagði að snemma hefði áhugi vaknað hjá fyrirtækinu að fá Flug- leiðir til samstarfs og þegar málin vom reifuð við forráðamenn þess, kom í ljós að þeir höfðu áhuga á að eiga hlut í fyrirtækinu. „Flug- leiðir héldu uppi flugi milli Reylq'avíkur og Akureyrar og flugu gjaman á staði hér norðanlands út frá Akureyri. Þróunin hefur orðið sú að því hafa Flugleiðir hætt og FN tekið við flugi út frá Akureyri. Flugfélag Norðurlands flýgur nú til ísafjarðar, Egilsstaða, Þórshafnar, Raufarhafnar, Vopnafjarðar, Grímseyjar, Siglufjarðar, Ólafs- fjarðar og Húsavíkur. Þá hefur flugfélagið leyfi til að fljúga frá Akureyri til Mývatnssveitar og það- an til Reykjavíkur, en að sögn Sigurðar er sú leið ekki nýtt meðal annars vegna ófullkomins flugvall- ar í Mývatnssveit. Árið 1971 hóf félagið að fljúga póstflug með sér- stöku samkomulagi við Póst- og símamálastofnunina. Farið var frá Akureyri til Húsavíkur, til Kópa- skers, Raufarhafnar, Þórshafnar og til Vopnafjarðar. Eiginlegt póstflug er nú úr sögunni, en búið er að færa það inn í áætlunarflugið. Sigurður sagði að FN hefði aldr- ei orðið fyrir mannskaðaóhöppum. Vélar hefðu magalent, reknir hefðu verið niður vængir, flugvél hefði einu sinni keyrt á bíl, vél hefði mnn- ið út af brautinni, en slys á fólki hefðu engin verið í sögu Flugfélags Norðurlands. „Maður getur verið þakklátur fyrir að engin alvarlegri slys hafí hent félagið. Aðstæður em víðast hvar mjög slæmar á þessum minni flugvöllum landsins. Flugvell- imir hafa þó batnað mikið á síðari ámm. Þeir vora hér áður bæði styttri og verri og aðflugstæki ýmist engin eða ófullkomin. Við fljúgum annað slagið til Grænlands, og er mér óhætt að segja að þar séu að- stæður mun verri en hér. Það er rándýrt að búa við slíkar aðstæður þar sem ekki er hægt að nota þær vélar sem heppilegri geta talist.“ Sigurður sagði að starfsvett- vangur FN væri fyrst og fremst ísland og næsta nágrenni. Eiginleg- ir stækkunarmöguleikar væm því takmarkaðir nema ef til kæmu breytingar á verkefnaskiptingu á milli flugfélaganna. „Við höfum ekki áhuga á að fljúga leiguflug í þriðja heiminum eins og aðrir hafa gert,“ sagði Sigurður. Flugfélag Norðurlands byggir starfsemi sína að miklum hluta til á viðhaldi flugvéla fyrir önnur flug- félög. Á verkstæðinu vinna sex flugvirkjar og er verkstæðið vel búið tækjum og varahlutum, að sögn Sigurðar. FN sér til dæmis alfarið um viðhald á vélum Emis frá ísafírði, en Sigurður sagði að það eina sem helst myndi há þess- ari starfsemi væri skortur á flug- virkjum. Flugfélagið fer í sjúkraflug þegar þess er þörf og var sá þáttur reyndar upphaflega tilgangur stofnunar þess í samvinnu við Slysavamafélag Islands. Það verk- efirii bætti þó fljótlega utan á sig leigu- og áætlunarfluginu auk flug- skólans. Hann taldi betri aðbúnað um borð í flugvélunum vanta svo hægt væri að sinna sjúkrafluginu betur en gert væri nú. Sjúkrabílam- ir væm sérútbúnir ýmsum sjúkra- tækjum á meðan flugvélamar sætu síst við sama borð. „Við lítum björtum augum á framtíðina þó segja megi að erfitt hafí verið að reka fyrirtæki á Is- landi undanfama áratugi. Efna- hagsstefnan á íslandi hefur löngum verið með eindæmum og hefur gert bæði fyrirtækjum og einstaklingum erfítt fyrir," sagði Sigurður að lok- um. - JI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.