Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 Morgunblaðið/Jón Svavars Tveir árekstrar urðu um hádegið í gær við Listabraut og voru þrír fluttir á slysadeild. Svavar Gestsson um átökin í Alþýðubandalaginu: Valdabarátta einstakl- inga meginástæðan Fólki finnst flokkurinn fulltrúi óvissunnar og verð- bólgunnar, segir Ásmundur Stefánsson Enn verða árekstr- ar við Listabraut TVEIR árekstrar urðu með skömmu millibili í gser á svæðinu Kringlan-Listabraut-Kringlumýr- arbraut. Algengt er að árekstrar verði þama. Pyrri áreksturinn varð á mótum Kringlunnar og Listabrautar um kl. 12.15. Bifreið var ekið si^ður Kringl- una og hugðist ökumaður beygja til austurs inn á Listabraut. Ökumaður- inn sá hins vegar ekki bifreið sem var ekið vestur Listabrautina og skullu bifreiðamar saman af miklu afli. Stúlka, sem ók bifreiðinni vestur Listabraut, slasaðist nokuð og var flutt á slysadeild. Hún skarst á höfði og kvartaði undan meiðslum á vinstra fæti. í sömu mund varð annar árekstur, aðeins vestar, eða á gatnamétum Listabrautar og Kringlumýrarbraut- ar. Ekki varð sá árekstur jafn harður hinum, en þó var tvennt flutt á slysa- deild. Meiðsli þeirra munu vera lítil. Algengt er að árekstrar verði á þessu svæði, þó sérstaklega á mótum Listabrautar og Kringlumýrarbraut- ar, sem er að verða eitt versta slysahom í Revkjavík. SEX AF forystumönnum Alþýðu- bandalagsins hafa tekið saman greinargerðir um stöðu og framtíð flokksins í kjölfar kosn- ingaósigursins í apríl og verða þær ræddar á miðstjóraarfundi í Reykjavík um helgina. í skýrslum þessum, sem gerðar hafa verið opinberar, er sums staðar kveðið fast að orði um stefnu og starfs- hætti flokksins, tengslin við verkalýðshreyfinguna, Þjóðvilj- ann og vinnubrögð einstakra forystumanna og þingmanna Al- þýðubandalagsins. Höfundar greinargerðanna eru Ásmundur Stefánsson, Guðrún Helgadóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Ragnar Amalds og Svavar Gestsson. Skýrsl- ur Svavars og ólafs Ragnars em VEÐURHORFUR í DAG, 24.06.87 YFIRLIT á hádegi í gsar. Yfir íslandi er 1023 millibara hæðar- hryggur sem hreyfist lítiö. Um 700 km suöur af Hvarfi er 1000 millibara djúp lægð sem hreyfist noröaustur. SPÁ: Hæg norðaustlæg átt, skýjaö og sums staöar þokuloft og súld viö norðurströndina. f öðrum landshlutum verður hæg breyti- leg átt og víðast léttskýjað. Hiti á bilinu 6 til 12 stig fyrir norðan en 11 til 16 stig syðra. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Hægviðri eða norðaustan gola. Víðast skýjað en úrkomulaust. Hiti á bilinu 7 til 12 stig. FÖSTUDAGUR: Suðaustlæg átt, gola eöa kaldi (3-5 vindstig), og lítilsháttar súld suðvestanlands. Annars staðar hægviðri oig skýjað en úrkomulaust. Hiti á bilinu 8 til 14 stig. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- f 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiðskírl stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur # * # 4 Skafrenningur Alskýjað # * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma Akureyrl hHi 10 veður alskýjað Reykjavfk 11 þokumóða Bergen 11 súld Helsinkl 22 léttskýjað Jan Mayen 4 úrkomafgr. Kaupmannah. 13 rlgning Narssarssuaq 17 skýjað Nuuk Osló 18 vantar skýjað Stokkhólmur 16 rlgnlng Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 26 léttskýjað Amsterdam 16 mlstur Aþena 27 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Berlfn 17 skúr Chicago 19 helðskfrt Feneyjar 23 léttskýjað Frankfurt 20 akýjað Hamborg 16 skýjað Las Palmas 24 léttskýjað London 17 mistur LosAngeles 18 alskýjað Luxomborg 14 rignlng Madrfd 28 halðakfrt Malaga Matlorca 27 vantar léttskýjað Miami 28 skúr Montreal 19 léttskýjað NewYork 21 þoka nAt/„ rans 21 skýjað Róm 23 léttskýjað Vfn 22 skýjað Washington 26 rigning Wlnnlpeg 18 skúr ýtarlegastar, 55 og 80 vélritaðar síður. Svavar Gestsson segist ekki vera í minnsta vafa um að ein megin- ástæðan fyrir ósigri Alþýðubanda- lagsins í vor hafí verið, að hann birti af sér mynd sem sundurþykkur flokkur „þar sem alltaf logar allt í innbyrðis átökum, þar sem einstakir forystumenn níða flokkinn niður með alls konar orðaleppum hver um ann- an og þar sem fátt er aðhafst til frjórrar stefnuumræðu." Svavar gagnrýnir Þjóðviljann óvægilega og rifjar upp að í fyrra- sumar hafi meirihluti stjómar útgáfufélags blaðsins skorað á hann að taka að sér ritstjóm blaðsins. Hann kveðst ekki hafa treyst sér til þess þá þar sem „Guðmundurmálið" hafí komið upp og formaður fram- kvæmdastjómar [Ólafur Ragnar GrímssonJ og formaður miðsfjómar [Kristín A. Ólafsdóttir] hafí lagst opinberlega gegn því. Ólafur Ragnar spyr hins vegar í greinargerð sinni: „Þegar sú hugmynd kom fram að formaður flokksins yrði jafnframt ritstjóri Þjóðviljans, hvað áttu þeir þá að gera sem töldu slíkt allt í senn: slæmt fyrir flokkinn, blaðið og sér- staklega formanninn sjálfan, - áttu þeir að samþykkja þetta gegn betri vitund eða reyna að greiða úr flækj- unni?“ Svavar Gestsson segir að valda- barátta einstaklinga innan Alþýðu- bandalagsins sé ein meginástæða þeirra deilna sem átt hafi sér stað innan flokksins um launa- og kjara- mál, ríkisstjóm Gunnars Thorodds- ens, um flokksstarfið og Þjóðviljann. „Um þennan þátt mála verða höfð fá orð í hinum skrifaða texta, en víst er að flokksmenn þekkja allir hvaða vandamál hér er á ferðinni án þess að því verði gerð tæmandi skil í töluðu eða rituðu máli," segir hann. Ásmundur Stefánsson segir í greinargerð sinn að Alþýðubanda- lagið hafí tapað þar sem það hafí ekki haldið trausti kjósenda. Flokk- inn hafí skort heildstæða stefnu og í einstökum málum hafí stefnan ver- ið of margbreytileg til þess að kjósendur hafí átt þess kost að taka afstöðu með eða á móti henni. Þá hafí flokkurinn ekki komið fram sem heild. Andstæður hafí blasað við kjósendum án þess að þeim væri unnt að átta sig á því hvað deilt væri um. Áróður flokksins hafí ekki verið markviss. Fólki fínnist flokkur- inn vera fulltrúi óvissunar og verðbólgunnar og það yfírbragð hafí styrkst fyrir kosningamar með því að áróður flokksins hafí gefíð ríkis- stjóminni heiðurinn af afrakstri frumkvæðis verkalýðshreyfíngar- innar til að ná verðbólgunni niður. Lausn vandans sé skýr stefnumótun og samvirk forysta í samstæðum flokki. Yfírskrift miðstjómarfundarins um helgina er „Flokkurinn og framtí- ðin.“ Á föstudagskvöld verður greinargerðum sexmenninganna fylgt úr hlaði, og um þær og vinnu starfshópa á fundinum verða síðan almennar umræður á laugardag og sunnudag. Stefnt er að því að fund- inum ljúki síðdegis á sunnudaginn. Steypustöðvamál á Vestfjörðum: Verð Steimðjunn- ar alltof hátt - segir Víglundur Þorsteinsson, for- sgóri BM Vallár. „UMSAMIÐ verð hjá okkur fyrir vestan er töluvert hærra en steypuverð í Reykjavik, um 13% hærra,en samt töluvert lægra en hjá Steiniðjunni. Málið er einfald- lega það að verðið hjá Steiniðjunni er alltof hátt,“ sagði Víglimdur Þorsteinsson, forstjóri BM Vallár þegar leitað var álits hans á um- mælum Halldórs Antonssonar þjá Steiniðjunni á ísafirði. Halldór heldur því fram i Morgunblaðinu í gær að annaðhvort okri BM Vallá á Reykvíkingum eða tapi á Bolvik- ingum hvað steypusölu varðar. „Málið er er ósköp einfaldlega það að verðið fyrir vestan er alltof hátt og þess vegna leituðu kaupendumir annarra úrræða og þessir samningar tókust," sagði Víglundur. Steiniðjan á ísafírði hefur fram til þessa séð um alla steypuframleiðslu á Bolungarvík og er skráð verð þar 6902 krónur fyrir rúmmetran af S 250 steypu, sem er algengasta steyp- an I dag, en frá þessu verði veitir fyrirtækið allt að 11% magn- og stað- greiðsluafslátt, að sögn Konráðs Jakobssonar, stjómarformanns Stei- niðjunnar. Skráð verð f Reylgavík er 6520 krónur á rúmmetran fyrir sömu tegund steypu, en samkvæmt upplýs- ingum frá BM Vallá er ekki óalgegnt að verð fari þar niður í 5000 krónur á rúmmetran, eða lækki um allt að 24%, ef um eitthvert magn er að ræða. „Skráð verð skiptir ekki máli í þessu sambandi, því það er alltaf töluverður afsláttur veittur í stórum verkum. En ég gef ekki upp í krónu- tölu umsamin verð okkar og verk- taka, það er trúnaðarmál okkar á milli," sagði Vfglundur aðspurður um á hvaða verði Bolvíkingar keyptu steypu af BM Vallá. Hann sagði að ekki væri ákveðið hvort stöðin á Bol- ungarvík yrði þar staðsett lengur en í sumar, en í samningum væri talað um að kanna möguleika á því að hún yrði þar áfram. World Open skák- mótið að hefjast: íslendingar meðal þátt- takenda HIÐ árlega skákmót World Open hefst í Fíladelfíu f Bandaríkjunum á föstudaginn. Verðlaunaféð á mótínu er hið hæsta sem þekkist f skákfþróttinni enda eru 30-40 stórmeistarar skráðir til leiks. Þrír fslenzkir skákmenn munu tefla í sterkasta flokknum, þeir Karl Þor- steins, Sævar Bjamason og Ingvar Ásmundsson. Þá er mögulegt að Helgi Ólafsson verði einnig meðal þátttakenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.