Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 Finnska kauphöllin: Hlutabréf í öl- gerð vinsælust Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara ÁFENGUR bjór er leyfður i Finnlandi eins og í flestum lönd- um, þannig að Finnar þurfa ekki að brugga í heimahúsum. En samt virðist vera þó nokkur áhugi meðal almennings á að eignast brugghús. Ölgerðin Olvi gaf út ný hlutabréf í vor, en þau urðu svo vinsæl á almennings- markaði að bankarnir sem sáu um útgáfu hlutafjárloforða urðu að hætta í miðjum klíðum vegna þess að búið var að gefa loforð fyrir 50 sinnum fleiri hlutabréf- um en ætlast var til. Forráðamenn Olvi eru furðu lostnir. Þeir ætluðu að auka hluta- fé fyrirtækisins um 12 milljónir marka (120 millj. ísl. kr.). En al- menningur var strax reiðubúinn að fjárfesta 580 milljónir marka sem samsvarar 5,8 milljörðum króna. Þessi vandi kom upp vegna þess að Olvi vantaði fé til flárfestingar og var ákveðið að gera tilraun til að bæta við hlutafé á verðbréfa- markaðinum. Á síðastliðnum árum hafa verið flörug kauphallarvið- skipti í Helsinki og kauphallarmiðl- arar hafa kvartað yfír því að of fá fyrirtæki hafí hlutabréf sín skráð í kauphöllinni. Áhugi Finna á að ijárfesta í hlutabréfum er orðinn svo mikill að framboð er ekki leng- ur nægilegt. Morgunblaðsins. isins verður hæsti hlutabréfafjöldi á mann 30, sem samsvarar um 21.000 íslenskum krónum í hlutafé. Augljóst er að þeir sem hafa ætlað að fjárfesta miklu meira í bjór verða fyrir vonbrigðum. Þeir aðilar sem vilja aukna kaup- hallarstarfsemi í Finnlandi, fá nú byr í seglin. Eins og stendur er kauphöll bara í Helsinki, og hún er talin frekar róleg á heimsmæli- kvarða. Einnig er talið að fínnsk hlutabréf hafí verið skráð á of lágu verði yfírleitt. Á undanfömum árum hefur verið hækkað verulega, einnig vegna þess að erlendir braskarar hafa velt fyrir sér að fjár- festa í fínnskum verðbréfum. Á þessu ári hafa komið upp hugmynd- ir um að opna kauphallir einnig í stærstu borgum úti á landi, þ.e. Ábo og Tammerfors. Zimbabwe: Reuter Óvænt heimsókn ífangelsi Alan Garcia, forseti Perú, ræðir hér við fanga í Luigancho fangelsinu i Lima, höfuðborg lands- ins. Forsetinn fór i óvænta heimsókn i fangelsið til að athuga aðbúnað þar. Boða unifangsmiklar breyt ingar á stj órnarskránni einnig til að hjálpa til við að kveða amo“ (Þjóðlegu andspymuhreyf- piður starfsemi „glæpaflokka Ren- ingarinnar í Mozambique). Reuter Slökkvilið berst við eldinn um borð í gríska skipinu Vitoria, sem rakst á japanskt skip á ánni Signu í Frakklandi í gær. Sex manna var saknað. Sex saknað eftir árekstur á Signu París, Reuter. Olvi er eitt þeirra fyrirtækja sem em nógu stór til þess að geta kom- ist á skrá f kauphöllinni, en þess vegna var nú ákveðið að gefa út ný hlutabréf handa almenningi. Til þess að verða skráð í kauphöllinni þurfa fyrirtækin að hafa ákveðna veltu og ákveðinn Qölda hluthafa. Mörg fínnsk fyrirtæki, eins og til dæmis Olvi, hafa veltu sem mundi nægja, en oft em hlutabréfin í höndum svo fárra eigenda að vænt- anleg kauphallarviðskipti yrðu lítil eða engin. Vegna þess að láns- og vaxta- kjör hafa verið óhagstæð í Finn- landi undanfarið hafa mörg fyrirtæki ákveðið að reyna að út- vega áhættufé beint frá almenn- ingi. Þetta hefur aukið áhuga fyrirtækjanna á að komast á skrá í kauphöllinni. Sagan um Olvi er dæmi um þetta. Ölgerðin er fyrir- tæki sem er vel þekkt hjá almenn- ingi og búist var við að ekki þyrfti að auglýsa verðbréfaútgáfuna mjög mikið. Engum datt samt í hug að svo mörgum Finnum þætti at- hyglisvert að Qárfesta í bjór. Olvi hefur nú tilkynnt um fjölda þeirra hlutabréfa sem verða gefín út. 6.800 manns vildu gerast hlut- hafar. En enginn þeirra verður bjórkóngur að neinu ráði. Sam- kvæmt ákvörðun stjómar fyrirtæk- Harare, Zimbabwe. Reuter. STJÓRN Zimbabwe tilkynnti í gær, að afnumin yrðu ákvæði sfjórnarskrár landsins um fyrir- fram ákveðna hlutdeild hvítra manna í skiptingu þingsæta, valdsvið forsetaembættisins yrði aukið og þingið gert að einni deild. Ríkisstjóm Roberts Mugabes for- sætisráðherra hét einnig áfram- haldandi dvöl hers síns í nágrannalandinu Mozambique, þar til friður væri á kominn. Stjómvöld í Mozambique hafa átt í stríði við hægrisinnaða skæruliða í næstum 11 ár. Það var forseti Zimbabwe, Cana- an Banana, sem kvað upp úr um fyrirætlanir stjómarinnar, þegar hann setti þing landsins. Hvítir menn í Zimbabwe em nú um 100.000 talsins, en íbúar lands- ins em alls um átta milljónir. Hvíta minnihlutanum vom tiyggð sérstök þingleg réttindi, þegar meirihluti svartra tók við valdataumunum í landinu árið 1979. Var það staðfest í skjali, sem Bretar gerðu uppkast að og kallað hefur verið Lancaster House-stjómarskráin. Samkvæmt henni eiga hvítir rétt á 20 af 100 sætum neðri deildar þingsins og 10 af 40 sætum öld- ungadeildarinnar. Banana sagði í gær, að sjö ára tímabilið, sem Lancaster House- stjómarskráin hefði tekið til, væri útmnnið. Hann bætti við, að í sam- ræmi við loforð stjómvalda um að hverfa frá þessu skipulagi við fyrsta tækifæri, mundu verða gerðar stjómarskrárbreytingar, sem mið- uðu að því að afnema þessi þinglegu forréttindi hvítra manna. „Þessari breytingu munu verða fylgt eftir með breyttri þingskipan, þar sem þingið verður gert að einni deild og framkvæmdarvald fært í hendur forseta," sagði Banana. Stjómmálaskýrendur sögðu, að áætlaðar stjómarskrárbreytingar, sem hafa að markmiði að gera þing- ið að einni málstofu, væm fyrirboði einsflokksstjómkerfís í landinu, en það hefur verið mikið áhugamál Mugabes allt frá því hann komst til valda fyrir sjö árum. Þingmenn hvíta minnihlutans hlustuðu hluttekningarlausir á Ban- ana lýsa því yfír, að þingsæti þeirra yrðu fyrir bí. Ian Smith, fyrrum forsætisráðherra Rhodesíu, var ekki viðstaddur. Hann var gerður brott- rækur úr þinginu í aprflmánuði síðastliðnum eftir 39 ára þingsetu. í ávarpi sínu sagði Banana enn fremur, að hermenn Zimbabwe í Mozambique yrðu þar áfram, ekki eingöngu til að halda opnum flutn- ingaleiðum fyrir Zimbabwe, heldur SEX manna er saknað eftir árekstur tveggja olíuflutninga- skipa á ánni Signu í gær. Fjölda manna er saknað eftir slysið, sem átti sér stað milli borganna Rou- en og Le Havre, að því er haft var eftir embættismanni. Embættismaðurinn sagði að Vit- oria, sem er grískt, hefði ekki verið með olíufarm um borð, aðeins eigið eldsneyti, þegar áreksturinn varð. Hitt olíuskipið er japanskt og heitir Fuyoh Maru. Um borð í því voru 11.500 tonn af steinolíu. Við árekst- urinn brotnaði Vitoria í tvennt og varð mikil sprenging. „Við megum þakka fyrir að ekki var olíufarmur um borð í Vitoria, því að þá hefði getað farið illa," sagði embættismaðurinn. Hann sagði að mennirnir sex, sem væri saknað, væru úr áhöfn gríska skips- ins. Einn þeirra væri franskur siglingafræðingur, sem stýra átti skipinu eftir skipgengum ám. Japanska skipið laskaðist aðeins lítið eitt og var þvf siglt áfram til hafnar í Rouen. Slökkviliðsmenn börðust enn við eldinn um borð í Vitoria tveimur klukkustundum eft- ir áreksturinn, en ekki var sögð hætta á að hann breiddist út. Lettland: Rússneskrí kúgun mótmælt Hekinld, Reuter. NÝLEGA fóru fram í Lettlandi mestu mótmæli, sem sögur fara af gegn brottflutningi Letta og kúgun Rússa á þjóðinni, að sögn Bandarikjamanna af lettnesk- um ættum, sem nýkomnir eru frá landinu. Bandaríkjamennimir kölluðu saman blaðamannafund á hóteli í Helsinki í gær. Þeir sögðust hafa orðið vitni að því er yfír þúsund manns söfnuðust saman við Minnismerki frelsisins í Riga, höf- uðborg Lettlands. Hinn svokallaði Helsinki-hópur, sem er sjálfskip- aður fólki, sem reynir að fylgjast með framkvæmd Helsinki-sátt- málans í landinu, boðaði til mótmælanna. Að sögn sjónarvottanna fóru mótmælin friðsamlega fram. Lög- regla og hermenn stóðu í nokkurri flarlægð og höfðust ekki að. Mót- mælendumir sögðust vera að andmæla því, sem þeir kölluðu „þjóðarmorð Sovétmanna". Þeir báru stóran borða, sem á var letr- að: „Guð blessi Lettland," en það eru fyrstu orðin í þjóðsöng Letta, sem nú er bannaður. „Þetta voru opin mótmæli fólks, sem vill ekki standa að- gerðalaust hjá og horfa á það, sem er að gerast," sagði einn ræðu- manna á blaðamannafundinum. Aðrir sögðu að Lettland væri á fjörutíu árum orðið hálfrússneskt, og tilraunir Rússa til að semja landið í einu og öllu að rússnesk- um háttum og þurrka út þjóða- reinkenni Lettlendinga héldu stöðugt áfram. Heimsráð ftjálsra Letta lýsti mótmælunum sem „opinskárri ögrun við glasnost-stefíiu Gorbachevs", en Kremlarleiðtog- inn segir að hún miði að opnara og ftjálsara þjóðfélagi. Lettland og tvö nágrannaríki þess, Eystrasaltslöndin Eistland og Litháen, voru innlimuð í Sov- étrfkin árið 1940. Vestrænir sagnfræðingar áætla að 14.000 Lettar ásamt þúsundum annarra íbúa Eystrasaltslandanna hafí verið fluttir á brott frá löndunum í útlegð annars staðar í Sovétríkj- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.