Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 54 • Brasilfumaðurinn Ayrton Senna veifar flaggi heimalands slns eftir sigur í Bandarfska kappakstrinum á Lotus Honda. Golf Bræðurnir BRÆÐURNIR Stefán og Óskar Sæmundssynir unnu Henson- bikarinn f golfi fyrir skömmu en mót þetta var haldið f Grafar- holtinu. Þeir bræður unnu þá Guðmund Guðmundsson og Guð- mund S. Guðmundsson f úrslitum 6-6. Hjóna- og parakeppninni er einnig nýlokið hjá klúbbnum og þar unnu þau Jóhanna Waagfjörð og John Drummond en Katla Ólafs- dóttir og Ari Guðmundsson urðu í öðru sæti. Júnímót nýliða var haldið að Korpúlfsstöðum og þar varð Pótur Sigurðsson hlutskarpastur á 53 Austurlands- . mót í golfi ÞRIÐJA Austurlandsmótið f golfi fer fram á Byggðarholtsvelli á Eskifirði um helgina og verða leiknar 36 holur f karla-, kvenna- og unglingaflokki. Það eru kaup- fólögln á svæðinu sem gefið hafa verðlaunin sem eru vegleg. Núverandi Austurlandsmeistari er Gunnlaugur Þ. Höskuldsson frá Golfklúbbnum á Höfn en þátttak- endur hafa flestir verið þaðan og frá Eskifirði undanfarin ár. Vonast Keila: Skjaldar- mótið UM sfðustu helgi lauk skjaldar- mótinu 1987 f keilu en þar er keppt um farandskjöld sem keilu- salurinn í Öskjuhlfð gaf. Sigur- vegari varð sve'rt Þrastar en þeir hafa verið mjög sigursælir f keil- unni að undanförnu. Alls tóku níu fyrirtæki þátt í mótinu og eru þau öll með fasta tíma í keilu einu sinnu í viku. Leikn- ar voru sjö umferðir eftir monrad- kerfi og var keppnin jöfn og spennandi. Þröstur hlaut 144 stig en Teppa- land var með 126 stig f öðru sæti. forráðamenn mótsins að kylfingar fjölmenni á mótið að þessu sinni. Sigurvegarinn fær farandbikar sem DV gaf þegar mótið var hald- ið í fyrsta sinn. Knattspyrna: Jónsmessumót Víkings Knattspyrnufélagið Víkingur gengst fyrir Jónsmessumóti í knattspyrnu fyrir fyrirtæki og fé- lagshópa á velli félagsins við Hæðargarð. Mótið hefst klukkan 18 á föstudagskvöld og er ráð- gert að þvf Ijúki á laugardag. Sjö leikmenn eru í hverju liði auk þess sem heimilt er að nota vara- menn. Leiktími er 2x15 mínútur og er leikið á þveran völlinn. Stefnt er að því að mótið verði árviss viðburður í kring um Jóns- messu. Þýsk-íslenska verslunarfé- lagið gefur IFÖ-bikarinn til sigurliðsins en auk þess eru verð- launapeningar veittir þremur efstu liðunum. Utvarpsstöðin Bylgjan mun greina frá úrslitum meðan á mótinu stendur og skila kveðjum til leikmanna. Þátttökugjald er kr. 5.000. Nánari upplýsingar er hægt að fá í símum 36822 (Sigurður), 42067 (Sigurður)og 71791 (Helgi). Formúla 1 kappakstur: Senna sigraði í Bandaríkjunum Brasilfumennirnlr Ayrton Senna og Nelson Plquet velfuðu glaðlega flaggl lands sfns eftir að þeir komu fyrstir f mark f Bandaríska Formula 1 kappakstr- inum f Detroit. Senna sigraði á Lotus Honda, en Piquet varð f öðru sætl á Williams Honda. Með sigrinum hefur Senna náð forystu f heimsmelstarakeppninnl f kapp- akstri með 24 stig, en heims- meistarinn Alain Prost frá Frakklandi hefur 22 stig. Það var Bretinn Nigel Mansell sem bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur á æfingum fyrir Detroit kappaksturinn, sem lá á götum í miðborg hinnar þekktu bílaborgar. Mansell var fljótastur í öllum tíma- tökum og fór því fyrstur af stað í rásmarkinu, þegar 26 ökumenn hóldu af stað. I 34 hringi hafði Mansell rúmlega 20 sekúndna for- ystu, en þurfti þá að láta skipta um dekk. En það gekk ekki vand- ræðalaust, dekkjaskipting sem tekur venjulega átta sekúndur tók tæpa hálfa mínútu. Senna náði því forystu og Mansell missti fleiri bíla • Senna er orðinn klár á kampavfnssveiflurnar og hefur forystu f heimsmeistarakeppni ökumanna. fram úr sér. Senna ók af hörku um erfiða brautina, sleppti hefðbund- inni dekkjaskiptingu og vann öruggan sigur. Landi Senna, Piquet vann sig úr botnsætinu í annað sæti, en sprungið dekk gerði honum lífið leitt í fyrstu hringjunum. Hann lét skipta um dekk og ók grimmt alla leið í verðlaunasæti. Heimsmeist- arinn Prost ók varlega á braut, sem hann telur hættulega og sætti sig fullkomlega við árangurinn. Ferrari Gerhard Berger frá Austurríki varð í fjórða sæti, en Nigel Mansell endaði að lokum í fimmta sæti. Lokastaðan ( Bandarfska Formula 1 kappakstrlnum klst. 1. Ayrton Senna, Lotus Honda 1.50.16 2. Nelson Piquet, Williams Honda 1.5049 3. Alain Prost, McLaren 1.51.01 4. Gerhard Berger, Ferrari 1.51.18 5. Nigel Mansell, Williams hringáeftir 6. Eddie Cheever, Arrows hring á eftir Staðan f heimsmeistarakeppni öku- manna Ayrton Senna 24 Alain Prost 22 Nelson Piquet 18 Stefan Johansson 13 NigelMansell 12 Keppni framlelðanda McLaren 34 Williams 30 Lotus 18 Ferrari 17 - G.R. unnu höggum nettó. Annar varð Sigurð- ur Sigurðsson á 55 og Ellert Magnússon lék á 56 höggum. Aðalheiður Jörgensen fékk 35 punkta í júnímóti kvenna og vann en þær Elísabet Gunnlaugsdóttir og Pamela Thorðarson fengu 34 pungta í annað sæti. í keppni 15 ára og yngri vann Ingvar Ólafsson keppnina án for- gjafar, lók á 80 höggum en Snæbjörn Eyjólfsson lók á 62 höggum með forgjöf og það gerði reyndar Geir S. Jónsson einnig, en hann varð annar. íþróttagetraunin: Skilið ídag ÞEIR sem hug hafa á að vera með í fþróttagetraun Morgun- blaðsins fyrir júnfmánuð verða að skila svarseðlunum til Morgunblaðsins f dag. Vegleg verðlaun eru í boði eins og fram hefur komið, ferð til London á leik Everton og Coventry um Góðgerðarskjöld- inn og ýmiskonar íþróttafatnað- ur frá Henson. Þrír vinnings- hafar eru í hverjum mánuði en aðeins einn þeirra fær ferð til London. Getraun þessi er fyrst og fremst ætluð krökkum 16 ára og yngri og ættu allir að geta svaraö spurningunum en ef einhverjir eru f vafa er sjálfsagt að spyrja þau sem eldri eru. Þeir sem ætla að vera með verða að skila í dag og utaná- skriftin er: íþróttagetraun Morgunblaðsins Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. • Tommamótið f knattspyrnu verður sett f Vestmannaeyjum f kvöld. Áætlað er að um 650 krakkar taki þátt í mótinu, sem nú er haldið í fjórða sinn. Knattspyma: Tommamótið hefst í dag TOMMAMÓTIÐ hefst f Vest- mannaeyjum f dag. Þetta er eitt fjölmennasta knattspyrnumót fyrir sjötta aldursflokk sem hér er haldið og er það nú haldið f fjórða sinn. Mótið verður sett í kvöld klukk- an 20.30 og þar veröur ýmislegt gert til að skemmta hinum ungu og upprennandi knattspyrnu- mönnum. Meðal þess sem verður á skemmtidagskránni er að Robert Walters ætlar að sýna strákunum hvernig halda á boltanum á lofti og fleiri kúnstir. Eldgleipir mætir á staðinn og einnig verður sýnt list- flug. Aætlað er að um 650 ungmenni leiki knattspyrnu í Eyjum fram á sunnudag en nú eru þaö 24 félög sem senda 48 lið til keppni. Leikn- ir verða 232 leikir og auk þess verður mikið gert til að gleðja þá yngstu. Undanfarin ár hefur mótið tekist með eindæmum vel og er ekki að efa að Týrar og strákarnir frá Tommahamborgurum standa sig vel í ár einnig þannig að vel fari um litlu knattspyrnuhetjurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.