Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 Afvopnunarmál: Gorbachev harðorður í garð vestrænna ríkja Moskvu, Reuter. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sakaði vestræn ríki í gær um að krefjast þess að Sovétmenn gerðu æ meiri til- slakanir í afvopnunarmálum og kvað Bandaríkjamenn stefna að því að ná hemaðarlegum yfir- burðum. Gorbachev sagði í ræðu á al- þjóðlegri kvennaráðstefnu í Moskvu að Sovétmenn myndu áfram stuðla að afvopnun með markvissum hætti. „En það er mikilvægt að félagar okkar í vestri geri slíkt hið sama í stað þess að halda áfram að búa til nýjar kröfur og reyna þolinmæði okkar,“ sagði Gorbac- hev. Sovéska fréttastofan TASS greindi frá ræðu Sovétleiðtogans. „Fundurinn í Reykjavík, sem haldinn var að okkar upplagi, hefði getað leitt til sögulegs árangurs í afvopnunarmálum," sagði Gorbac- hev um leiðtogafundinn, sem haldinn var á íslandi 11. og 12. október. „En miklar viðræður hafa ekki getið af sér samkomulag. Úr- slitaákvörðun hefur ekki verið tekin vegna þess að þá hefðu Bandaríkja- menn þurft að láta af „stjöm- ustríðs“-undirbúningi sínum og þeirri stefnu sinni að ná hemaðar- legum yfírburðum yfir Sovétríkjun- um.“ Gorbachev hefur undanfarna þrjá daga tvisvar fundið að afstöðu vest- rænna ríkja í afvopnunarmálum. Á sunnudag sagði hann við blaða- menn á kjörstað í Moskvu að skortur væri á pólitísku raunsæi í vestrinu og vestrænir leiðtogar væm aðallega hræddir við að verða sér til skammar í samkeppninni við Sovétmenn. Austurríki: Alþjóðleg rannsóknar- nefnd í máli Waldheims Vín, Reuter. AUSTURRÍSKA sfjórnin hefur farið þess á leit við svissneskan fyrrverandi söguprófessor, að hann stjórni störfum alþjóðlegrar nefndar, sem rannsaka á fortið Kurts Waldheim, forseta Austurríkis, er hann var foringi í her nasista í síðari heimsstyijöld. Alois Mock, utanríkisráðherra Austurríkis, skýrði frá þessu á mánudag. Prófessorinn fyrrverandi heitir Hans Rudolf Kurz og er sjötíu og tveggja ára gamall. Hann var prófessor í hemaðarsögu við háskólann í Bem, en hefur einnig unnið fyrir svissneska utanríkisráðuneytið. Mock sagði að stjómin myndi senda honum jformlegt bréf um að honum væri falið að vera í forsæti nefndar, sem rannsaka ætti feril Waldheims í styijöldinni. Kurz mun hafa frjálsar ■hendur um val nefndarmanna. Waldheim, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var kosinn forseti fyrir ári, en hefur verið borinn þungum sökum um aðild að stríðsglæpum Hans Rudolf Kurz Reuter nasista í seinni heimsstyijöldinni. Waldheim hefur neitað öllum ásökunum, og sagt þær vera þátt í ófrægingarherferð á hendur sér. í Bem sagði Kurz fréttamönnum að verkefni hans væri að komast að því hvað Waldheim hefði aðhafst sem þýskur foringi í stríðinu. „Við mur.um reyna að komast eins nálægt sannleikanum og mögulegt er,“ sagði hann. Kurz sagði að hann stefndi að því að skipa nefnd hlutlausum sérfræðingum frá Júgóslavíu, Grikklandi, Vestur-Þýskalandi, Belgíu, Bretlandi, Bandaríkjunum eða ísrael. Heimsráði gyðinga yrði þó ekki boðin aðild að nefndinni, en það hóf fyrst máls á ásökununum á hendur Waldheim. Kurz sagði einnig, að vel þekktum yfirforingja úr ísraelska hemum yrði boðið að sitja í nefndinni, en nefndi hann ekki á nafn. Nefndin mun hefja störf í næstu viku og vonir standa til að hún muni skila skýrslu sinni á haustmánuðum. Mock sagði að tilgangur skýrslunnar væri að sjá fólki fyrir þeirri vitneskju, sem það hefur skort í málinu, en hins vegar efaðist hann um að „hinn harði kjami þeirra, sem hófu ófrægingarherferðina gegn Waldheim, mýndi taka mark á niðurstöðum nefndarinnar." Norðmenn og Japanir: Tilkynna harðar aðgerðir gegn ólöglegum útfhitningi Osló, Reuter. I GÆR tilkynntu Norðmenn áð nú þegar yrði gripið til harðra aðgerða gagnvart útflutningi á rafeindabúnaði til kommúnista- rikja, vegna sölu norsks fyrir- tækis á tölvum til Sovétríkjanna. Refsingar við brotum á nýju reglugerðinni verða þyngdar. Thorvald Stoltenberg utanríkisráð- herra og Kurt Mosbakk viðskipta- ráðherra tiikynntu þetta á fréttamannafundi á mánudag. „Með þessum aðgerðum vonumst við til að geta sýnt að við stöndum við alþjóðasamþykktir", sagði Stolt- enberg, og vísaði þar til vestræns samkomulags um bann við útflutn- ingi hátæknibúnaðar til Sovétríkj- anna. j Viðskiptaráðuneytið mun nú þeg- ar auka eftirlit með fyrirtækjum, sem stunda útflutning til austantj- aldslanda og hefur nú vald til að gera skyndikannanir á framleiðslu þeirra. Fyrirtækin verða einnig að skila skriflegum skýrslum um út- flutningsáætlanir reglulega og gangast undir strangari tollskoðun. I Japan hefur verið tilkynnt um svipaðar aðgerðir. Tveir starfsmenn Toshiba Machine hafa verið hand- teknir og ríkisstjómin hefur bannað frekari viðskipti Toshiba við austan- tjaldslönd næsta árið. Bandaríska vamarmálaráðu- neyt- ið hefur stöðvað nýja samninga um hergagnakaup frá Toshiba. For- svarsmenn Toshiba segja að Bandaríkjamenn rugli saman Tos- hiba-fyrirtækinu og dótturfyrirtæk- inu Toshiba Machine, sem seldi Sovétmönnum vélamar. „A yfír- borðinu kann þetta að virðast sama fyrirtækið, og tengslin eru nokkur, en stjómun fyrirtækjanna er alger- lega aðskilin", sagði talsmaður Toshiba. Fyrirtækið hefur jafn- framt sett a stofn eftirlitsnefnd, sem koma á í veg fyrir ólöglegt athæfi dótturfyrirtækja þess. * ' ■ J Reuter A flæðiskeri Mikil flóð hafa siglt í kjölfar rigninga í New York-fylki í Banda- ríkjunum. Á myndinni sést hvar tveir menn frá borginni Buffalo sitja á þaki bifreiðar sinnar og bíða björgunar. Vegum var Iokað víða í fylkinu vegna flóðanna. Pravda um sovésku kosningarnar: „Aukið lýðræði“ -hægt að velja milli tveggja eða fleiri kommúnista ^ Moskva, Reuter. Á SUNNUDAG voru kosnar hér- aðsstjómir og héraðsdómarar í Sovétríkjunum. Sú nýjung var nú tekin upp f sumum kjördæm- um, að hægt var að velja milli tveggja eða fleiri frambjóðenda kommúnistaflokksins. Flokks- málgagnið Pravda lýsti þessu sem „auknu lýðræði" i landinu. í sumum kjördæmum var áfram aðeins einn frambjóðandi í kjöri, en var valinn í nokkurs konar forvali, þar sem fyrirtæki, samyrkjubú eða verksmiðjur buðu fram fulltrúa sína. Pravda sagði þetta fyrirkomu- lag tryggja, að frambjóðendumir væru fulltrúar kjósenda. Blaðið sagði einnig að þeir frambjóðendur, sem kosnir væru með gamla laginu í kjördæmum, þar sem engir val- kostir væru gefnir, yrðu settir hjá á fylkisþingum, og myndu ekki hafa atkvæðisrétt. Moskvuútvarpið sagði að „ef dæma mætti af samsetningu fram- bjóðendahópsins, kysi fólkið til stuðnings hinum nýju umbótum í efnahagslífínu og þróuninni í átt til lýðræðis og opins þjóðfélags“. Meira en tvær milljónir frambjóð- enda vom í framboði til stjóma um 50.000 héraða, sem fara með innan- héraðsmál á borð við húsnæðismál, samgöngur og heilbrigðismál. Kjós- endur, sem em 25 ára eða eldri, kusu einnig dómara til „alþýðudóm- stólanna“, sem em gmnnstig dómskerfísins í Sovétríkjunum. ísrael: V-þýsk stjómvöld greiða fóm- arlömbum Mengeles bætur Tel Aviv. Reuter. UM 80 tvíburar af gyðingaættum, sem lifðu af erfðafræðitilraunir Josephs Mengeles, læknis í dauða- búðum nasista, munu fá skaðabæt- ur frá vestur-þýskum stjórnvöld- um, að þvi er ísraelskur lögfræðingur þeirra sagði i gær. Lögfræðingurinn, Arye Ben-Tov, sagði, að tvíburamir, sem flestir búa nú í Israel, mundu fá um 20-25.000 mörk (um 430-530.000 ísl. kr.) hver vegna líkamlegra og andlegra þján- inga, sem þeir urðu að þola af hendi mannsins, sem þekktur var undir nafninu „Engill dauðans". Ben-Tov sagði, að vestur-þýsk stjómvöld hefðu fallist á samkomu- lagsdrög, sem hann lagði fyrir þau í umboði CANDLES-samtakanna, en í þeim er fólk, sem lifði af tilraunir Mengeles. „Engir fjármunir fá bætt það, sem Mengele gerði þessu fólki," sagði Ben-Tov, sem sjálfur lifði af vistina í Auschwitz. „Greiðslumar em frem- ur eins konar siðferðilegar bætur.“ Samtökin hafa neitað að viður- kenna þá niðurstöðu alþjóðlegra sérfræðinga í réttarlækningum, að lík, sem grafið var upp í Sao Paulo í Brazilíu 1985, hafi verið jarðneskar leifar Mengeles. Sérfræðingamir sögðu, að Meng- ele hefði dmkknað í Brazilíu árið 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.