Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 32
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvaradóttir Bræðurnir Ólafur og Steinar Jónssynir frá Siglufirði. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Ólafur og Steinar í leik gegn eldra liði Norðmanna. Norðurlandamót unglinga í brids: Siglfirskir bræður yngstir 46 keppenda NORÐURLANDAMÓT ungl- inga i brids stendur nú yfir í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Keppendur eru 46 og koma frá öllum Norðurlöndunum. Keppendum er skipt í tvo flokka. í eldri flokki eru 21 til 25 ára bridsspilarar og yngri flokk- ana skipa þeir, sem eru yngri en 20 ára. Mótið hófst á mánudag og stendur fram á laugardag. Þegar blaðamaður kom við í Hrafnagilsskóla á hádegi í gær stóðu leikar þannig, að eldra lið Noregs var efst og yngra lið Finn- lands var í öðru sæti eftir að tvær umferðir höfðu verið spilaðar. Alls eru níu lið á mótinu. Tvö lið eru frá öllum Norðurlöndunum nema frá Svíþjóð. Slík mót eru haldin annað hvert ár og var það síðast haldið í Óð- insvéum. Hérlendis hefur Norður- landamótið verið haldið einu sinni áður, árið 1978 í Reykjavík. Sig- mundur Stefánsson mótsstjóri sagðist álíta að róðurinn yrði þungur hjá yngra liði íslendinga, en hélt að eldra liðið gæti lent nálægt miðju. í gær keppti yngra liðið við eldra lið Noregs, sem var þá efst að stigum, og stóðu leikar í hálfleik þannig að íslendingar voru fimmtán stigum undir. Pabbi kenndi okkur Yngstu keppendumir á mótinu eru siglfírskir bræður, þeir Ólafur og Steinar Jónssynir, 16 og 14 ára. Þeir eru synir Jóns Sigur- bjömssonar, sem gert hefur garðinn frægan í bridsheiminum hér á landi. Hann er í svokallaðri bræðrasveit ásamt þremur bræð- mm sínum frá Siglufírði og hafa þeir oftsinnis komist í úrslit á hin- um ýmsu bridsmótum. Móðir ungu bridsspilaranna er Björk Jónsdóttir, sem einnig hefur oft náð góðum árangri á mótum. Þeir bræður sögðust hafa byij- að að spila brids 11 til 12 ára gamlir. „Þetta er eiginlega allt pabba að kenna, hann ýtti okkur út í þetta og við spilum oft heima við hann og mömmu. Svo eigum við tvo yngri bræður, 6 og 7 ára, sem era rétt að byija." Þeir Ólaf- ur og Steinar sögðust alltaf spila saman enda væri brids aðaláhuga- mál þeirra beggja. Þeir sögðust ekki vita til þess að skólafélagam- ir spiluðu brids. Mikill tími færi hjá þeim í æfíngar og væri til dæmis alltaf spilað á Siglufírði á vetuma einu sinni í viku, sex tímar í senn. Og þar með var hádegishléi lokið og tími til kom- inn að setjast að spilaborðinu. Þeir bræður hófu þá seinni hálf- leikinn við Norðmenn, en áttu varla von á því að hafa þá, eins og þeir komust að orði. Tel fiskmarkað hag bæði seljenda og kaupenda — segir Signrður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands hf Könnun Iðju og Vinnunnar: Kynferðis- legáreitni vandamál á vinnustöðum KÖNNUN sem gerð var á Akur- eyri um miðjan maí sýnir að af 37 konum sem rætt var við höfðu 10 orðið fyrir kynferðis- legri áreitni á vinnustað. Tímaritið Vinnan og Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, stóðu að þessari könnun sem var í við- talsformi. Spyrlamir vora allir menntaðir í félagsráðgjöf eða sál- fræði. Tryggt var að allar konum- ar gengu út frá sömu skilgreiningu á kynferðislegri áreitni en sú skil- greining felur m.a. í sér kynferðis- lega niðurlægjandi athugasemdir og klámbrandara. Konumar sem rætt var við kvörtuðu þó aðallega undan því að káfað væri á þeim og klipið í þær. Nokkrar vora lagð- ar í einelti af einstökum vinnufé- lögum. Allar þær sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni sögðu að hún ylli þunglyndi og yrði jafn vel til þess að konumar yfírgæfu vinnustaðina. Bænum berst gjöf AKUREYRARBÆ hefur borist að gjöf frummynd af bijóst- mynd af Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. Verkið er komið til Akureyrar og er geymt í Amtsbókasaftiinu. Formleg afhending gjafarinnar hefur ekki farið fram og ekki hef- ur verið ákveðið hvar bijóstmynd- inni verður fundinn staður. Mynd þessi er úr dánarbúi Kristjáns Eld- jáms og var það sonur hans, Þórarinn Eldjám, sem bauð Akur- eyrarbæ að þiggja gjöfína. plíprgivm-4 htabiíb í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI iHróöleikur og JL skemmtun fyrirháa semlága! NÝRÁÐINN framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands hf., Sigurður P. Sigmundsson, tekur til starfa í næsta mánuði og er gert ráð fyrir að uppboð hefjist þar með haustinu. Sigurður er hagfræðimenntaður frá Edin- borg. Hann hóf störf hjá sjávar- útvegsráðuneytinu að námi loknu og hefur starfað þar sl. fimm ár sem deildarstjóri fjár- festingar- og rekstrarsviðs. Sigurður var nyrðra í síðustu viku til að kynna sér aðstæður og spjallaði þá blaðamaður við hann um hinn nýja fiskmarkað. Sigurður sagði að töluverð undir- búningsvinna væri eftir áður en fiskmarkaðurinn gæti hafist, en allt væri samt á góðri leið. Um verður að ræða eingöngu fjarskiptamarkað til að byija með, en ekki gólf- markað eins og á öðram stöðum á landinu. Seljendur munu tilkynna til markaðarins það magn, sem þeir hyggjast bjóða til sölu, áður en þeir koma að landi og síðan verða væntanlegum kaupendum gefnar þær upplýsingar og magnið boðið upp. Hvort fulltrúar frá kaupendum koma til með að verða á staðnum eða hvort salan fer fram í gegnum síma er óráðið ennþá. Kaupendur munu þurfa að leggja fram ákveðna greiðslutryggingu fyrir kaupunum og sú upphæð mun fara eftir því hvað þeir ætla sér að hafa mikil viðskipti við markaðinn. Fiskmarkaður Norðurlands hf. var formlega stofnaður þann 3. maí sl., þótt undirbúningsvinna hafí fyrst hafíst í lok síðasta árs. Stjóm- arformaður var kjörinn Gunnar Arason og varaformaður Knútur Karlsson. Aðrir í stjóm era Guð- mundur Steingrímsson, Sverrir Leósson og Kristján Ásgeirsson. Markaðurinn verður til húsa í 300 fermetra húsnæði á Strandgötu 53. Sigurður sagði að fjarskiptasalan væri mun ódýrari í framkvæmd, en gólfmarkaður þar sem markaðurinn þyrfti þá hvorki að standa að lönd- un né þyrfti á miklu gólfrými að halda. Hann sagði að farið yrði út í gólftnarkað þegar fram liðu stund- ir, en hann yrði fyrst um sinn bundinn við físk af smærri bátum og jafnvel eldisfísk. Þá væra uppi hugmyndir um útflutning síðar. „Til að byija með munum við ein- beita okkur að fjarskiptunum. Það virðast vera miklir möguleikar að opnast í viðskiptalífínu, ekki síst með tilkomu fijáls fiskverðs. Ég tel að fiskmarkaðimir komi til með að gera viðskiptin öraggari, greiðslur og verðlag tryggari. Svona markað- ur kemur til með að gera alla fískmiðlun skipulagðari en svoköll- uð fískmiðlun er í dag. Ég tel fiskmarkað vera hag bæði seljenda og kaupenda. Kaupendur geta orðið sér úti um físk, sem þeir annars gætu ekki, og seljendur geta fengið betra verð en ella. Tilkoma físk- markaða er ákveðið svar fyrir fiskvinnsluna á móti auknum gáma- útflutningi. Þeir bjóða upp á nýja möguleika í vinnslu fískafurða bæði m.t.t. tegunda og 'stærðarflokka. Hugsanlegt er að fleiri aðilar komi inn í verkun á físki, en frystihúsin og eigendur útgerðarfyrirtækj- anna,“ sagði nýi framkvæmdastjór- inn. Hlutafé í hinu nýja fyrirtæki stendur nú í tveimur og hálfri millj- ón króna og er fyrirhugað að auka það upp í fimm milljónir króna. Hluthafar era um allt Norðurland, bæði útgerðar- og vinnslustöðvar ásamt einstaklingum. „Mér hefur sýnst mikill áhugi fyrir þessum ÞRIÐJA landsmót Sambands ísjenskra harmonikkuunnenda, SÍHU, verður haldið dagana 26.-28. júní að Laugalandi í Eyja- firði. Tónleikar verða laugardag- inn 27. júní i Freyvangi og hefjast þeir kl. 14.00. Þar koma fram meðal annars einleikarar, dúettar og allt upp í stórsveitir harmonikkuleikara. Dansleikir verða í Freyvangi og Laugaborg á laugardagskvöldið 27. júní frá kl. 22.00 til 03.00 eftir miðnætti. Allir áhugamenn um harmon- ikkutónlist eru velkomnir. SÍHU var stofnað árið 1981. Aðildarfélög vora þá sex en hefur þeim nú fjölgað um helming. Félag- markaði hér norðanlands og miðað við þær undirtektir á hlutafé öragg- lega eftir að aukast til muna og markaðurinn áð eflast." Sigurður sagði að verðsveiflur yrðu öragglega mun minni hérlend- is, en á fiskmörkuðum erlendis. Gæðin væra geysilega stór þáttur erlendis, en hérlendis væra þau mun jafnari, að sögn Sigurðar. Erlendis væra kaupendur bæði margir og ólíkir og mikið væri um spákaup- mennsku. Þá sagðist Sigurður telja að fískmarkaðir gætu leyst ýmis deilumál svo sem jrfirboð á físki og annað slíkt. ar í sambandinu eru á bilinu 500 til 600 manns og fer þeim sífellt fjölgandi, að sögn Ingvars Hólm- geirssonar, formanns SÍHU. Starf harmonikkufélaga innan sambandsins hefur verið með fjöl- breytilegu móti og hafa hin ýmsu félög gengist fyrir tónleikaferðum innanlands ásamt dansleikjahaldi svo og ferðalögum til frændþjóð- anna á Norðurlöndum. Þá hafa hingað komið erlendir gestir, allt frá einleikurum til stærri hljóm- sveita og hefur sambandið ásamt aðildarfélögum þess skipulagt tón- leikahald og ferðalög þeirra vítt og breitt um landið. Samband íslenskra harmonikkuunnenda: Þriðja landsmótið haldið að Laugalandi í Eyjafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.