Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 þorski seldust á Tyrsta uppboði Faxamarkaðar FYRSTA uppboð Faxamarkað- arins fór fram við Reykjavíkur- höfn í gær. Boðin voru upp rúm 57 tonn af þorski úr togaranum Sléttanesi frá Þingeyri auk 500 kg af regnbogasilungi frá Hver- gijóti í Dalasýslu. Fyrir kílóið af þorski fengust að meðaltali 34 krónur, en hæsta verð á kari var 44 krónur. Regnbogasilung- urinn, sem kom fyrirvaralaust inn á markaðinn, seldist ekki. Tveir fiskmarkaðir starfa nú í landinu. Fyrir viku tók til starfa fískmarkaður í Hafnarfírði og reyndist meðalverð á þorskkílóinu þar 35,33 krónur í gær. Sá munur er á starfsaðferðum fyrirtækjanna tveggja að Faxamarkaðurinn býð- ur upp á flokkaðan físk eftir stærð og aldri. Fyrstu körin sem boðin voru upp á Faxamarkaði innihéldu stóran þorsk, eins til þriggja daga gamlan og voru seld á 44 krónur. Þorskur af millstærð fór á 40 krón- ur, en smár og nýveiddur fískur á tæpa 31 krónu, svo dæmi séu nefnd. Mannfjöldi var í skemmu Faxa- markaðarins þegar uppboðið hófst um kl. 18.00 og voru fæstir þar í leit að þorski. Uppboðshaldara var ætlaður staður í pontu á miðju gólfí, en að baki hans voru gögn um uppboðið skráð í tölvu. Áður en uppboðið hófst sté Ágúst Einarsson stjómarformaður Faxamarkaðarins í pontu. „Það er ailtaf gaman að taka þátt í nýsköp- un og eiga hlut í nýjum tíma. Það er að gerast í dag,“ sagði Ágúst. „Hér hefja innreið sína eðlileg vinnubrögð við verðmyndun í físk- iðnaði og sérhæfíng og fjölgun andlita í sjávarútvegi getur fylgt í kjölfarið. Allt þetta getur ræst en það verður tíminn að leiða í Ijós.“ Hann færði þakkir þeim fjöl- mörgu sem stuðlað hefðu að því að Faxamarkaðurinn yrði að veru- leika og nefndi sérstaklega Davíð Oddsson borgarstjóra sem reynst hefði mikill stuðningsmaður fýrir- tækisins svo og borgaryfírvöld. Tuttugu og einn kaupandi gaf sig fram við uppboðshaldara og fékk afhent spjald með númeri. Viðskiptin fara þannig fram að uppboðshaldari kallar það verð sem í boði er en kaupendur halda á lofti spjöldum sínum séu þeir til- búnir til að greiða fyrir fískinn. Þá hækkar uppboðshaldari verðið um 25 aura í senn þar til aðeins eitt spjald er á lofti. Fiskurinn er þar með sleginn eiganda þess. Afla Sléttanessins var skipt í fímmtán stæður. í hverri þeirra voru tíu kör með um hálfu tonni af þorski. Kaupendur buðu í hveija stæðu fyrir sig en var í sjálfsvald sett hvort þeir keyptu öll körin eða aðeins hluta þeirra. Yrði leif af stæðu hóf uppboðshaldari aftur að bjóða fískinn þar til allt seldist. Menn eru enn að spá Fyrsti kaupandinn var Ásbjöm Jónsson frá Fiskkaupum hf. í Reykjavík, sem bauð í 43.30 krón- ur í tæp tvö tonn af þorski af millistærð. Hann kvað fyrirtækið vera með saltfískverkun, smáa í sniðum. „Þetta er nokkru hærra en það sem við höfum verið að borga að undanfömu, en það hafa verið um og yfír 35 krónur. Við erum mest í föstum viðskiptum við smábáta," sagði Ásbjöm í samtali við blaðamann. „Það kæmi vel til greina að kaupa okkar físk í gegnum mark- aðinn, en við verðum fyrst að sjá hvemig málin þróast. Þeir sem við eigum mest viðskipti við hafa ekki ákveðið sig hvort þeir sendi sinn afla á fískmarkað, menn em enn mikið að spá,“ sagði Ásbjöm. Hann hrósaði frágangi á físknum og virt- ist nokkuð ánægður með þessi kaup. Áður en uppboðinu var lokið sagði Vilhelm Ánnasson skipstjóri Sléttanessins blaðamanni að hann gerði sig ekki ánægðan með lægra Uppboðshaldarinn kallar uppsett verð yfir hópinn en þeir sem áhuga sýna á því að borga það fyrir fiskinn gefa slíkt til kynna með þvi að halda auðkenni sinu á lofti. Pétur Þorbjömsson uppboðshaldari glöggvar sig á málum. Kaupend- ur buðu í einstakar stæður en máttu aðeins taka hluta af fiskinum og þurfti þá að bjóða afganginn upp að nýju. Ágúst Einarsson stjóraarformaður Faxamarkaðarins ávarpaði við- stadda gegnum gjallarhom uppboðshaldarans. Vilhelm Annasson skipstjóri á Sléttanesinu IS. Silungurinn seldist ekki Heldur tók að sljákka í mönnum þegar leið á uppboðið. Síðustu þorskkörin innihéldu undirmálsfísk og vöktu ekki mikinn áhuga kaup- enda. Pétur Þorbjömsson uppboðs- haldari lækkaði þá lágmarksverðið um helming, í 12,50 krónur og seldi fiskinn að bragði. Hann leit- aði að því búnu eftir tilboðum í 500 kg af regnbogasilungi sem Hörður Guðmundsson eldisbóndi vestan úr Dölum lagði inn á mark- aðinn öllum að óvörum. Uppsett lágmarksverð var 165 krónur fyrir kíló og tóku menn því fálega. Hörð- ur féllst á að lækka lágmarksverðið um 55 krónur, tók sjálfur spjald og reyndist sá eini sem bauð í físk- inn. „Ég á ekki von á því að koma aftur með silung hér á markað- inn,“ sagði Hörður við blaðamann. „Þetta var svona tilraun út í loftið, því þetta hefur ekki verið gert áður. Nú fer ég væntanlega með fískinn aftur vestur og verka hann þar.“ Uppboðið tók tæpan klukk- utíma. Margir kaupenda kusu að gera reikninga strax upp við mark- aðinn og nema fískinn á brott, aðrir ætluðu að geyma körin næt- urlangt í skemmunni og sækja feng sinn í dag. BS Morgunblaðið/KGA Ásbjörn Magnússon frá Fiskkaupum merkir sér fimm kör sem komu í hans hlut fyrir rúmar 43 krónur hvert kíló. meðalverð en 34 krónur fyrir afl- ann. „Þegar við héldum á veiðar var ákveðið að landa fisknum í gáma hér fyrir sunnan. Um miðbik veiðiferðarinnar kom síðan upp sú hugmynd að setja helminginn á markaðinn hér. Ef að líkum lætur getum við búist við um 50 króna meðalverði fyrir gámafískinn og til þess að vega þetta upp þurfum við að fá að minnsta um 34 krónur fyrir fískinn hér,“ sagði Vilhelm. Hann sagði að togarinn hefði nær einvörðungu landað afla sínum á Þingeyri í vetur, vegna mikillar eftirspumar þar. Nú hefði ræst úr þeim málum og væri stefnt að því að selja ísfísk úr annarri hverri veiðiferð í sumar. „Það er svo mörgum spumingum ósvarað um þessi mál.Eg held að það geti ekki orðið stór hluti togarfísksins sem fer í gegnum markaðina, en við verðum að bíða og sjá til. Ætli þróunin verði ekki sú að menn líti á fiskmarkaðina sem við- miðun, líkt og Rotterdamverð ræður úrslitum á olíumarkaðnum. Það tel ég jákvætt," sagði Vilhelm. Uppboðsskráin var margþætt, menn þurftu að huga að því hvaða stærð af fiski hentaði og hvað sanngjarnt væri að gefa fyrir hann. Um 57 lestir af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.