Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 ást er... ... að veita henni styrk TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Skopskyn þitt er furðu- legt. HÖGNI HREKKVÍSI „ AKÆgDVALPIP ER /MOTFALLIP þVl AO þ£TTA /ML FARl ryWR. UNGUNSAPÖMSTÓl. Vímuefnalottó Til Velvakanda Nú hefur .einn einstaklingur keypt út lagið „Dagvistardraumur" með sokkabandinu Fóstureyðingu fyrir hvorki meira né minna en 40 þúsund krónur. Dýrasta lagið hjá okkur í dag var komið upp í 500 þúsund krónur fyrir stuttu en það er lagið „Mín þrá er öryggi að fá“ með Utangarðsbömunum. Það var rétt í þessu verið að kaupa það út fyrir eina milljón króna. Það var uppátækið Skammsýni sem pung- aði út með þessa upphæð og varla gera aðrir betur. Tíu bama faðir úr Alfheimunum keypti í þriðja sinn inn lagið „Allra bama velferð er“ með hinum landsfrægu Kveinstöf- um. Það lag hefur jafnóðum verið keypt út af Markaðshagsstunum fyrir margfalt hærri upphæð. Og ekki stendur á þeim núna frekar en áður, þeir þagga enn niður í Kveinstöfum með örlæti sínu og kaupa inn í staðinn lagið „Bamið mitt en ekki þitt“, sungið af Einum góðum. Ég geri ráð fyrir að samtökin Vímulaus æska séu í sæluvímu eft- ir vel heppnaða helgi í maí. Þarna hittu þau naglann á höfuðið. Það hefur lengi verið haft á orði að það séu nógir peningar til í þessu þjóð- félagi.vandinn sé bara hvemig skuli nálgast þá. Fé til þjóðþrifa og mannúðarmála hefur fram til þessa ekki verið til. Svo koma sjónhverf- ingarmenn fjölmiðlabyltingarinnar og viti menn: 4,3 milljónir liggja á borðinu. Hugmyndaleysi opinberra aðila er algert. Eina hugsunin sem þar kemst að er skattheimta og meiri skattheimta, sem er hrútleið- inlegt og alveg stemmningslaust fyrirbæri. Fólk er löngu orðið leitt á „komdu bara með peningana" — aðferðinni. Aðalkikkið fæst út úr því að komast hjá að vera með, enda eru peningarnir notaðir í alls- kyns mgl sem manni kemur hrein- lega ekkert við og fær ekkert út úr að taka þátt í. T.d. er í sífellu verið að plokka botnlanga úr ein- hverjum Jónum og Gunnum út um allt land fyrir almannafé. Ekki fyr- ir mína peninga, <takk. Þeir sem stunda slíka lágkúru geta bara borgað sjálfir eða leitað til sinna aðdáenda gegnum fjölmiðla. Góðir meðfljótendur. Nú er öldin önnur. Nú velja menn sér málefni og leggja stolt sitt í að vera með, borga sitt og slá sjálfym sér upp í leiðinni. íþróttahreyfingin fær sitt, svo og öryrkjar. Háskólinn (annars óþörf stofnun sámkvæmt gamla verðmætamatinu) er nú studdur með ráðum og dáð, finni fólk ónot- aðan 50 kall rennur hann umsvifa- laust til hans: Vímuefnalaus skal æskan vera. Lausnin er fundin, kikkið fæst nú út úr því að vera með, leggja sitt af mörkum. Gamla andfélagslega stefnan er liðin tíð. Sjálfseyðingarhvötin og „ég borga ekki“ — viðhorfið eru komin undir græna torfu. Meira segja gamla Sínalkóið heyrir fortíðinni til. Við viljum nýtt gott Sínalkó og ferskt, frjálst þjóðfélag. Við höfum einfald- an smekk, við viljum aðeins það besta, að minnsta kosti um þessa helgi. Að lokum, skammsýniskveðj- ur með laginu „I get high with a Iittle help from my friends". Elínborg Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Stórhugsuðir á vegum bændasamtakanna beiti sér fyrir dúfnarækt Kæri Velvakandi Um daginn hugsaði ég; hvemig væri hálendi íslands útlítandi, ef hægt væri að breyta þeim 250 tonn- um af kindakjöti sem hent var á haugana, aftur í gróður. En erindi mitt að þessu sinni við þig er af öðrum toga. Hvar get ég fengið keyptar dúfur, svo ég geti haldið vinum mínum veglega dúfna- veislu. Ég borðaði eitt sinn dúfur með dönskum greifa sem var ættað- ur frá Þýskalandi og var sú máltíð í alla staði ólýsanleg. Síðan hefur mig margoft kitlað óbærilega í bragðlaukana og langað til að leggja mér dúfnakjöt aftur til munns, en þótt ég hafi leitað baki brotnu í matvöruverslunurn hef ég ekki fengið eina einustu' dúfna- kjötstægju og það jafnvel brunnið við að afgreiðslufólkið hafi svarað mér með skætingi. Dúfur eru samt eini kjötrétturinn sem skrifað hefur verið um heilt leikrit á íslandi og á ég þar við Dúfnaveislu Halldórs Laxness. Af því fiðurfé sem þrífst á íslandi leyfi ég mér að fullyrða að dúfan sé gimi- legust til átu að öðrum fuglum ólöstuðum. Væri ekki ráð að Ólafur Torfa- son, og aðrir stórhugsuðir á vegum bændasamtakanna beittu sér fyrir dúfnarækt til að bjarga íslenskum landbúnaði frá 250 tonnum af lambakjöti á haugunum? Og vel á minnst; dúfur má rækta í borgum og gætu bændur því hugsanlega flutt í bæinn og sloppið við að draga fleiri dilka á eftir sér og sótt um dúfnaræktarleyfi til borgarstjórans í Reykjavík. Gunnlaugur Sveinsson, rithöfundur Yíkverji skrifar Fyrir og um helgina var skýrt frá nýrri könnun Verðlags- stjóra á verði gosdrykkja á veitingahúsum. Þessi könnun leiddi í ljós, að álagning á þess- um vörum er svo há, að fólk hlýtur að stöðva við. Verðlags- stjóri hefur að vísu sagt, að hann muni nú í þessari viku óska eftir skýringum veitinga- húsaeigenda á þessu verðlagi og vera kunni að eðlilegar skýr- ingar séu til. Það verður fróðlegt að sjá hverjar þær eru, ef svo er. Þegar verðlag var almennt gefíð fijálst í landinu skiptust menn mjög í tvo hópa í skoðun- um um það, hver áhrifín mundu verða. Sumir töldu að sam- keppnin mundi aukast og verð- lag lækka, en aðrir að seljendur vöru og þjónustu kynnu ekki að fara með frelsið og verðlag hækka. Nú er auðvitað ekki hægt að segja, að annar hópur hafí fremur haft rétt fyrir sér en hinn. Líklegra er að verðlag hafi í sumum tilvikum lækkað en hækkað annars staðar og vafalaust á það sér eðlilegar skýringar í mörgum tilvikum. Dæmi verðlagsstjóra um verð- lagningu á veitingahúsum eru hins vegar með þeim hætti, að menn standa agndofa. Stundum mætti ætla að við íslendingar búum í hálfgerðu ræningjaþjóðfélagi. Þar á ríkið ekkert síður hlut að máli en ein- staklingar. Víkveiji minnist þess að hafa komið í verzlun í Kaup- mannahöfn fyrir allmörgum árum og sá þar lítið tölvuspil fyrir böm og unglinga, sem þá voru að ryðja sér til rúms. Það kostaði 200 íslenzkar krónur í stórverzlun þar í borg. Nokkrum dögum seinna mátti sjá, að sams konar spil kostaði þá um 500 krónur í Fríhöfninni og 1000 krónur í verzlun í Reykjavík! Hér átti ríkið sjálft drýgstan hlut að máli. Víkveiji sá fyrir skömmu verð á sláttuvél af al- gengri tegund í verðskrá frá stóru fyrirtæki. Hún kostaði helmingi minna en nákvæmlega sama tegund út úr búð í Reykjavík. Sumir segja, að dæmi af þessu tagi bendi til þess að taka eigi verðlagshöft upp á ný. En fólk má ekki gleyma því, að neytandinn á val, einfaldlega það að eiga ekki viðskipti við þá, sem selja vörur og þjónustu á verði, sem ekki er við hæfi. Það er áreiðanlega bezta verð- lagseftirlitið. XXX Iþessum dálki var gert að umtalsefni á dögunum, að Fossvogsdalurinn væri skemmtilegt útivistarsvæði. En eitt er heldur óskemmtilegt að sjá, þegar gengið er þar um. Svo virðist, sem einhveijir noti þetta fallega útivistarsvæði fyrir öskuhauga. Það er töluvert um það, að úrgangshey liggi þarna á víð og dreif og er ekki til fyrir- myndar. Þótt þarna sé óskipu- lagt svæði verður fólk að kunna i að umgangast það með viðun- andi hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.